Pressan


Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 47

Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 47
OLINSKAR ATHUGASEMDIR Fimmtudagurínn 29. júlí 1993 Markús Örn Antonsson PRESSAN 47 Af ólínskum tilhneigingum „fréttaskýrandans“ „Svei mérþá. Birtist ekkj Hrafn Jökulsson, vara- * borgarfulltrúi Nýs vett- vangs, á sjónarsviðinu endurnýjaður í sjöun eða áttunda himni og skrifar hverja greinina á fœtur annarri í Alþýja- blað ogPressu undiryfir varpi „stjórnmálalegra fréttaskýringa “. “ Stjórnmálaaflið Nýr vett- vangur markaði, að sögn þeirra sem að því stóðu, ein- stæð þáttaskil í íslenskri stjórnmálasögu með fram- boðinu í síðustu borgarstjóm- arkosningum. „Af!ið“ varð til eins og kunnugt er með afar lauslegum, óformlegum, léttg- eggjuðum tengslum óánægðra komma, krata og vinstra framsóknarliðs, ein- staklinga sem voru og eru leiðir á sjálfum sér og öðmm. Ekkert var á þá hlustað í fyrri vist og ekki tók betra við þegar „aflið“ lét loks finna fyrir sér í borgarmálaumræðunni. Höfuðtilgangurinn með þessu framboðsbrölti var raunar að sameina vinstri menn gegn Sjálfstæðisflokkn- um og borgarstjóranum. Óþarft er að minna á hversu langt frá því marki Nýr vett- vangur lenti að fengnum dómi kjósenda. En með sína tvo borgarfulltrúa hefur Nýr vettvangur verið forystuafl minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í þrjú ár. Ólína Þorvarðardóttir er búin að taka út eldskímina sem fyrir- liði minnihlutans og forystu- maður fyrir „aflinu“. Samein- ingarátakið hefur með öflug- um hætti snúist upp í and- hverfu sína. Hinn fámenni minnihlutahópur fjögurra flokka, sem nú situr andspæn- is sjálfstæðismönnum í borg- arstjórn, er sundurleitari en nokkm sinni fyrr. Fráleitast af öllu er þó að nokkur þeirra myndi gangast við Ólínu sem leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar eins ög hún kýs að kalla sig. Jafnvel hin pólitískt munaðar- lausa Kristín Á.-Ólafsdóttir sver Ólínu af sér eins og nýlegt tímaritsviðtal staðfesti. Mál hafa nú skipast þannig að fulltrúar nýja „aflsins" eru báðir sprungnir á limminu eftir þriggja ára setu í borgar- stjórn. Þær Ólína og Kristín eru á hröðu undanhaldi af Nýjum vettvangi eftir margyf- irlýst tilgangsleysi þriggja síð- ustu ára í lífi þeirra. Ólína taldi sig öðlast pólitískt ffarn- haldslíf með því að tengjast Alþýðuflokknum. Þó að fram- boðsmál hans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar séu að vonum næsta óljós enn er það eitt víst að Ólína verður ekki boðin fram. Það hefur Ámundi framkvæmdastjóri flokksins sagt. Hann er enda afskaplega hneykslaður á „öllu bullinu í Ólínu“, svo vimað sé í athyglisverða Morgunblaðs- grein hans fyrir skömmu. Ólína hverfur því á svið ann- arra hugðarefna sinna en pól- itíkur, og Kristín vill setja upp alvöruleikrit á splunkunýjum vettvangi. Finito. Nema hvað? Rennur ekki einhverjum kalt vatn milli skinns og hörunds og blóðið til skyldunnar frammi fyrir þessari hryggðarmynd og mögnuðu reimleikum? Jú. Svei mér þá. Birtist ekki Hrafh Jökulsson, varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs, á sjónarsviðinu endurnýjaður í sjöunda eða áttunda himni og skrifar hverja greinina á fætur ann- arri í Alþýjablað og Pressu undir yfirvarpi „stjórnmála- legra fréttaskýringa". Þegar betur er að gáð eru þetta þó gatslitnar og gegnsæjar yfir- breiðslur raunamædds vara- manns Nýs vettvangs, sem dúsað hefur á bekknum í heil þrjú ár. Tilgangsleysið er líka að buga hann. Enn örlar dálítið á keppnis- anda hjá Hrafni þó að ffarn- herjarnir hafi gefist upp. 1 des- ember flutti hann nefnilega jómfrúrræðu sína í borgar- stjóminni og var alveg ferlega ólínskur í málflutningi. Hafði svo sannarlega allt á hornum sér og hamaðist á móti því að fyrrum opinberir starfsmenn mættu byggja sambýlishús í Vesturbænum og að McDon- alds veitingahúsakeðjan fengi lóð fyrir fyrsta veitingastað sinn hérlendis inni við Suður- landsbraut. Ekkert stílbrot ffá tóninum sem fyrirliðarnir hafa gefið. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs eru greinilega ekki komnir af mótþróaskeiðinu eins og óskiljanlegur þvergirð- ingur þeirra í hinum bestu og mestu ffamfaramálum borg- arbúa á síðari árum ber með sér. Sú afstaða verður nánar rifjuð upp seinna annars stað- ar. í „fréttaskýringum“ vara- borgarfulltrúa Nýs vettvangs talar hann nokkuð opinskátt um hvemig honum sjálfum er innanbrjósts effir hrakfarir og uppdráttarsýki sem hefur sótt svo á liðssveit hans, að hún liggur í dauðateygjunum eftir aðeins þrjú ár. Þar blika við sólarlag örlögin köld. Samkvæmt gömlum kokkabókum hefur mönnum reynst skammgóður vermir af því að dreifa athygli ffá eigin mistökum, svekkelsi og upp- lausnarástandi í eigin herbúð- um með uppdiktuðum sög- um af missætti og ófarnaði í röðum pólitískra andstæð- inga. „Stjórnmálafréttaskýr- andinn“ hefur verið nokkuð iðinn við að draga upp þannig myndir af borgarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Slík „fréttaskýr- ing“ er vægast sagt á finu máli: ákaflega ótrúverðug. I meiri- hlutahópnum er hreint eng- inn að hætta, enginn að rekja raunir sínar yfir tilgangsleys- inu og enginn ágreiningur uppi um framkvæmd þeirra stefnumála sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur sett á odd- inn. Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur fullkomlega sameinaður að því að hrinda í framkvæmd þýðingarmiklum og vinsælum framfaramálum, ekki aðeins og sviði verklegra fram- kvæmda og umhverfisbóta, heldur einnig með áherslum á aukin gæði í innra starfi stofn- ana borgarinnar, skóla, leik- skóla og í þjónustu við aldr- aða. Þetta er „stjórnmála- fféttaskýranda“ Nýs vettvangs hollt að hafa hugfast. Reynsl- an af tilvistarkreppu hins nýja stjórnmálaafls hefrir enn á ný ^ sýnt Reykvíkingum að slíku upplausnarliði er ekki tíl neins treystandi. Sama þótt Hrafn Jökulsson gelti þegar Ólína klípur í rófúna á honum. Höfundur er borgarstjóri og stundar „stjórnmálaskýringar“ í tómstundum Ólína Þorvarðardóttir Sleggjudómar gagnrýnandans Ótrúlegasta fólk er haldið fordómum í garð ákveðinna tegunda bókmennta. Jafnvel þeir sem fella dóma um verk skálda og rithöfunda í krafti hefðarheitisins „bókmennta- gagnrýnandi“, gerast sekir um fordóma. Þannig skín stund- um í þá skoðun að afþreying- arbókmenntir séu á einhvern hátt „óæðri“ öðrum bók- menntum; að sögulegur ffóð- leikur, t.d. ævisögur, hafi minna fagurffæðilegt gildi en skáldskapur; að barnabók- menntir séu lakari að gæðum og skáldskap en aðrar bók- menntir ... og svo mætti áfram þylja dæmi um for- dóma og athugunarleysi sumra þeirra sem tjá sig um bókmenntir. Gegn slíkum fordómum er fátt til ráða annað en að hvetja fólk tfl þess að lesa aOar gerðir bókmennta, og vona að augu viðkomandi opnist fyrir því að mælikvarðinn á góðar og slæmar bókmenntir er hreint ekki fólginn í ofangreindri flokkun. Um það atriði eru flestir bókmenntafræðingar sammála. Þefr sem gefa sig út fyrir að „hafa vit“ á bókmenntum og íjalla um þær í fjölmiðlum eru þó ekki allir jafn vel lesnir — því miður. Og það sem verra er: Þeir láta þá staðreynd síst aftra sér ffá því að hafa skoð- un á því sem gefið er út. Eftir flausturslegan lestur er sest við skriftir, og dómar felldir án rökstuðnings. Eitthvað þessu líkt hefúr m.a. gerst í tvígang hér á Pressunni, í „umfjöllun" Kolbrúnar Bergþórsdóttur um ævisögur. Augljóst er af skrifúm Kol- brúnar að hún hefur engan áhuga á íslenskum ævisögum; virðist álíta þær lakar bók- menntir og velur þeim harla óvirðuleg samheiti. Hugtök á borð við „persónufróðleikur", „sagnagildi“ eða „stílþrif' virðast merkingarlaus í huga hennar þegar ævisögur eru annars vegar. Við því væri raunar ekkert að segja, ef bók- menntagagnrýnandinn hefði fyrir því að jjalla um þær ævi- sögur sem fá svo snautlega út- reið hjá henni. En það gerir hún ekki — því miður fyrir hana, og ekki síður sagna- flokkinn sjálfan sem óneitan- lega á betra skilið. Ekki alls fyrir löngu gerði Kolbrún sér lítið fyrir og valdi af handahófi nokkrar sundur- lausar tílvimanir úr íslenskum ævisögum. Með þessum til- vitnunum voru verkin, við- mælendurnir og höfundarnir „jarðaðir" í einu allsherjar „andlegu grafhýsi“ (muni ég orðalagið rétt). Svo mjög gekk fram af einum höfundanna — Ingólfi Margeirssyni — að hann ritaði ítarlega ádrepu þar sem hann hélt uppi tíma- bærum vörnum fyrir þennan annars virta og vinsæla sagna- flokk íslenskra bókmennta. Klykkti hann út með því að fúOyrða að Kolbrún Bergþórs- dóttir hefði jarðað sína eigin æru sem bókmenntagagnrýn- andi. Harður dómur ... sem því miður virðist þó ekki hafa haft nein áhrif á gagnrýnand- ann. 1 síðustu Pressu greinir Kol- brún frá vinsaéldum nokkurra bóka í útlánum bókasafna. í flokki ævisagna trónir á toppnum sögukorn nokkurt er ég eitt sinn skrifaði um Bryndísi Schram. En í skrifúm Kolbrúnar Bergþórsdóttur heitir sá flokkur einu nafni „slúður". Þau tíðindi að sagan um Bryndísi sé vinsælasta ævisagan til útlána heita á máli gagnrýnandans: „Slúðrið blífur.“ Ég hlýt að viðurkenna að m speimu, siúdur—og ð sæKir toiK asatn bc*» km „Hversu lengi eiga skrásetjarar og við- mœlendur þeirra að vera ofurseldir sjálfumgleði og greiningarleysi svo- nefndra „gagnrýn- enda“ sem láta ekki einusinni svo lítið að rökstyðja mál sitt?“ 14! hjr ' ' ' 4 sem bókmenntaffæðingi, ævi- söguritara og ekki síst lesanda þykir mér illt ef rithöfundar og lesendur þurfa að sitja undir öðrum eins sleggju- dómum. Við nánari umhugs- un finnst mér einnig fráleitt að láta þeim ósvarað, ekki síst þegar sami gagnrýnandinn kemst upp með það æ ofan í æ að kasta til höndum með þessum hætti. Hvers eiga ís- lenskar ævisögur og höfúndar þeirra að gjalda? Hversu lengi eiga skrásetjarar og viðmæl- endur þeirra að vera ofúrseld- ir sjálfumgleði og greiningar- leysi svonefndra „gagnrýn- enda“ sem láta ekki einusinni svo lítið að rökstyðja mál sitt? Maður fer að efast um að þeir hafi lesið bækurnar að neinu gagni, eða lagt í nokkuð sem heitið getur greining eða nán- ari skoðun. Rithöfúndum sæmir síst að kveinka sér undan gagnrýni. Það ætla ég heldur ekki að gera og tek því eins og hverju öðru hundsbiti ef Kolbrúnu Bergþórsdóttur líkar ekki það sem ég hef sett á bók. En ég hlýt að gera þá lágmarkskröfu til manneskju sem titlar sig „bókmenntagagnrýnanda“ að hún lesi, greini og loks rök- styðji umfjöllun sína um þau ritverk sem lögð eru undir hverju sinni; að hún gagnrýni í orðsins fýllstu merkingu. Þá sjálfsögðu kröfu á hver einasti rithöfúndur ... og hver einasti lesandi. Þá þykja mér það ill örlög fyrir heilan sagnaflokk ef hann á að gjalda þess í um- fjöllun að fjölmiðlungi mislík- ar við fáeinar bækur. Að lokum þetta: Hlutverk gagnrýnandans er öðrum þræði þjónustuhlutverk; það felur í sér faglega úttekt á til- teknu efhi sem lesendur eiga að hafa aðgang að. Gagnrýni á að vera upplýsandi jafnt fyrir lesendur sem rithöfunda. Því hlutverki bregðast alltof marg- ir íslenskir gagnrýnendur. Megi Kolbrúnu Bergþórsdótt- ur bera gæfu til þess að kom- ast úr flokki þeirra hið fyrsta, yfir í hóp hinna sem standa með reisn undir nafni. Með fullri vinsemd, Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er íslenskufræöingur og ævisöguritari.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.