Pressan - 16.09.1993, Page 2

Pressan - 16.09.1993, Page 2
FYRST O G FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 16. september 1993 ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR. Ekki kona einsömul. INGÓLFUR MARGEIRSSON. Ætlar ásamt Völu Matt að fara tala við sjónvarpsáhorfendur í trúnaði. Fimmta afkvæmið Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, hefur sem kunnugt er lýst því yfir að hún hyggist ekki bjóða sig aftur fram í borgarstjórn- arkosningum sem fram fara næsta vor. Hefur hún gefið þá skýringu að hún hafi ákveðið að snúa sér að öðru og hafa ýmsir eðlilega velt þvi fyrir sér hvað sú mikla atorkukona muni taka sér fyrir hendur. Eins og fram hefur komið hafði Olína mikinn áhuga á að hverfa aftur til Sjónvarps- ins en ekkert varð þó af því þar sem annar var ráðinn í stöðu dagskrárstjóra inn- lendrar dagskrárdeiidar. Enda þótt Ólína hafi ekki hreppt hnossið er þó fullvíst að hún á ekki eftir að sitja aðgerðarlaus. Hún á nefnilega von á sínu fimmta barni og því verður væntanlega í nógu að snúast hjá borgarfulltrúanum næstu misseri. Hemmi fær samkeppni____________ Nú er unnið að því hörðum höndum að koma vetrardag- skrá Ríkissjónvarpsins á kopp- inn. Hemmi Gunn verður á sínum stað, fyrsti þátturinn verður 13. október. En á móti honum, hálfsmánaðarlega á miðvikudagskvöldum, verður nýr þáttur. Vinnuheiti hans er „I sannleika sagt“ og umsjón- armenn verða þau Valgerður Matthíasdóttir og Ingólfur Margeirsson. Fyrirhugað er að senda þáttinn beint úr upptökustúdíói Saga film. 1 „1 sannleika sagt“ verður gerð tilraun til að kryfja málin með þátttöku sérfræðinga, áhorf- enda í sal og áhorfenda heima, sem fá að hringja inn spurn- ingar og kannskí svör. Átök hjá fram- sóknarmönnunt Þegar líður að þingbyrjun líður líka að því að nýir þing- flokksformenn verði kjörnir. 1 fyrra urðu harkaleg átök í þingflokki Framsóknarflokks- ins þegar Páll Pétursson hafði nauman sigur á Halldóri Ás- grímssyni í atkvæðagreiðslu um þingflokksformann. Við heyrum að líkur séu á að leik- urinn endurtaki sig í haust. Að minnsta kosti hafa ein- hverjir þingmenn Framsóknar hug á að skipta um þing- flokksformann, en afls óvist er hvort það gengur betur nú en í fyrra, enda bendir ekkert til að valdahlutföll hafi breyst. Dugmiklar tvíburasystur Tvíburasysturnar Harpa og Ásta Amardætur hafa vakið talsverða eftirtekt fyrir dug- mikla ástundun leiklistar. En þó að þær séu nauðalíkar með svipuð áhugamál þá hafa þær farið ólíkar leiðir að leikhús- inu. Harpa er útskrifuð leik- kona frá Leiklistarskóla Is- lands en Ásta er ólíkt sigldari, hefur m.a. numið leiklist í New York. Þær standa báðar að leiksýningunni „Júlía og mánafólkið“, barnaleikriti sem er til sýningar í Héðins- húsinu. Ásta leikstýrði sýning- unni, en hún er nú á leið til Úkraínu með pólskum leik- flokki. Eftirsóttustu leikararnir Svo virðist sem Bríet Héð- insdóttir og Baltasar Kor- mákur séu eftirsóttustu leik- arar Þjóðleikhússins um þess- ar mundir. Bæði eru þau skráð í þrjú veigamikil hlut- verk í jafhmörgum leikritum. Baltasar fer með tvö hlutverk á stóra sviðinu, annars vegar í Þrettándu krossferðinni eftir Odd Bjömsson og í Máfhum eftir Anton Tsjekhof. Saman leika Baltasar og Bríet í Blóð- brullaupi eftir Federico Garcia Lorca og dóttir Bríetar, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, fer einnig með stórt hlutverk þar. Þá mun Bríet fara með eitt aðalhlutverkið í Sönnum sögum af sálarlífi systra eftir Guðberg Bergsson, sem einn- ig verður sýnt á smíðaverk- stæðinu, og síðar á leikárinu leikur Bríet svo dönsku skáld- konuna Karen Blixen í Dóttir Lúsífers eftir William Luce á litla sviði Þjóðleikhússins. Selur tqp sitt________ Bresk-íslenska umboðsfyr- irtækið Pure Ice Itd. hefur hellt niður um 60 þúsund lítr- um af íslensku vatni í Bret- landi í sumar. Vatnið er frá Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri og þekkt undir nafninu Ákva, en deilur hafa staðið í nokkur ár milli forráðamanna Pure Ice annars vegar og for- ráðamanna Mjólkursamlags- ins hins vegar um hver beri ábyrgð á að svonefndir millj- arðaviðskiptasamningar klúðruðust þar ytra. Tómas Listín lætur ekki að sér hæða: „FJÁRMÁLARÁÐHERRA TJÁIR SIG UM LÖGFRÆÐILEG MÁLEFNI," listaverk í eigu Braga Kristjónssonar bókakaupmanns. Það hljóp heldur betur ó snærið hjó Braga Kristjónssynt kaupmanni í Hafnarstræti 4. Þeir sem hafa ótt leið hjó bókabúðinni hafa eflaust tekið eftir sérstæðu verki sem hangir þar úti í glugga. Bragi hefur engar efasemdir um listrænt gildi verksins. „Upphaf- lega er þetta líklega púströr undan einhverju stóru tæki. Síðan hefur einhver listrænn valtarastjóri keyrt yfir það og útkoman er þetta formfagra listaverk. Þessu svipar að nokkru til röralistaverksins sem Bera Nordal var að kaupa fyrir Listasafn Islands, en er þó miklu stíl- hreinna og minnir meira ó stóru listamennina s.s. Gunnlaug Sche- ving, Þorvald Skúlason og Snorra Arinbjarnar, svo dæmi séu tekin." Það var þykkt stólið í rörinu, sem hefur flast út eins kaka. Nú er það eins og ský í laginu og fer formið við innihaldið. Bragi hefur gefið verkinu nafn. „Jó þa „Fjórmólaróðherra tjóir sig um lögfræðileg mólefni." vísar til þess að þegar Friðrik tjóir sig um þau mól, þó verður útkoman oft eins og samanþjappað púströr." Að gefnu tilefni skal tekið fram að verkið er ekki til heldur er það nú hluti af einkasafni Braga. „ stendur ekki til að lóta verkið, þó svo að Bera fari að bera sig eftir því," sagði Bragi Kristjónsson, hinn sæli listaverkseigandi. Marteinsson, einn þriggja eigenda Pure Ice ltd., segir að tekist hafi að gera drög að samningi um sölu á miklu magni vatns íyrir nokkrum ár- um við lyfjafyrirtækið SmithKline- Beecham og síðar við verslunarkeðju Safeways, en að forráðamenn Mjólk- ursamlagsins hafi ekki fylgt því nægi- lega eftir og því hafi viðræður við þessa aðila farið út um þúfur. Þórar- inn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri álítur það mistök að hafa átt viðskipti við Tómas og bendir á að banka- ábyrgð sem hann laði fram á sínum tíma hafi aldrei staðist. Hann segir Tómas aðeins vera aðila sem hafi keypt af þeim vatn, hafi mistekist að selja það og beri því sjálfur ábyrgð á mistökunum. Tómas hefur setið uppi með vatnið í nokkurn tíma en þurfti að farga því nú þar sem dagsetning á umbúðunum rann út. Hann telur tap sitt vegna viðskipta við Mjólkursam- lagið vera hátt í 10 milljónir króna. Fréttapása frá Lundúnum_____________________ Margir hafa veitt því athygli að fremur lítið hefur að undanförnu heyrst í fréttaritara Ríldsútvarpsins í Lundúnum, Hildi Helgu Sigurðar- dóttur, en hún hefur fengið meira rými en flestir fréttaritarar íslenskra fjölmiðla erlendis. Skýringin á þögn hennar er einfaldlega sú að hún er nú stödd hér á landi í dágóðu fríi í faðmi vina og ættingja. Þetta frí mun þó sjálfsagt verða Hildi Helgu effirminni- legra en mörg önnur, því þann níunda október hyggst hún ganga upp að alt- arinu til að játast sínum heittelskaða. Sá lukkulegi ber nafhið Richard og er virtur breskur blaðamaður. PÁLL PÉTURSSON. Fátt bendir til að hann sé fallvaltur í þingflokksformennskunni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON. Tapaði í fyrra og líkur taldar á að leikurinn endurtaki sig nú. BALTASAR KORMÁKUR. Jafneftir- sóttur í leikhúsinu og í skemmtanalrfinu. STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR. Leikur á litla sviðinu með mömmu. GUÐBERGUR BERGSSON. Sálarlrf systra verður fært í leikbúning á smíðaverkstæðinu. HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR. Ætlar loks að festa ráð sitt. UMMÆLI VIKUNNAR „Afstaða Sjálfstœðisflokksins í land- búnaðarmálum gerirþað að verkum að ég með mínar stjórnmálaskoðanir, sem byggjast á frelsi einstaklingsins ogjöfn- um rétti hans, get ekki lengur talið mig stuðningsmann Sjálfstœðisflokksins. “ Jón Magnússon lögmaður. Sameinuð forusta „Ég er vissulega í þeim hópi sem ekki hefur alltaf ver- ið ánægður með stíl Ólafs Ragnars og starfshætti í stjórnmálum, það hefur kastast alvarlega í kekki með okkur.“ Steingrímur J. Sigfússon gunga. Innflutningur á hráu kiöti „Hvaða munur er á því að þessir fuglar komi fljúgandi sjálfir á eigin vængjum eða með vængjum flugvélanna?“ Össur Skarphéðinsson ijúpnainnfiytjandi. íÆðislegt hjá Æetel „Það er talað um það í biblíunni að djöfullinn verði bundinn í þúsund ár og þá verður friður á jörðunni og það verður æðis- legt að vera tíl þá.“ Snorri Óskarsson, safnhirðir Betelsafnaðarins. Aðeins fyrir skyggna! „Ég hef trú á að það komi einnverjar huglægar verur.“ Magnús hvalur Skarphéðinsson geimvera.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.