Pressan - 16.09.1993, Page 31

Pressan - 16.09.1993, Page 31
BERA BRILLERAR Fimmtudagurinn 16. september 1993 31 PRESSAN Listasafn íslands hefur sniðgengið heila kynslóð íslenskra myndlistar- manna. Hvað er að gerast ó Listasafninu? R höldum hlaha í gamla ístiúsinu Fyrst þegar ég fékk þá hug- mynd að skrifa grein um Listasafn Islands (Ll) og þá starfsemi sem þar hefur farið fram síðan það flutti í nýtt húsnæði við Fríkirkjuveg árið 1987 ráðgerði ég að leita til listamanna til að fá þá til að viðra skoðanir sínar um frammistöðu safnsins. En mér snerist brátt hugur. Fengi ég nokkurn til að segja hug sinn hispurslaust? Ætti ég að setja nokkurn myndlistarmann í þá aðstöðu að gagnrýna störf LÍ? Það segir nokkuð um stöðu LÍ í þjóðfélaginu að þótt það hafi með sýningarstefnu sinni sniðgengið heilar kynslóðir ís- lenskra myndlistarmanna hef- ur þessi stóri hópur hvorki æmt né skræmt. Hverjir vilja styggja aðila sem mun hugs- anlega kaupa af þeim verk? Hverjir halda ekki í vonina um að kannski komi röðin að þeim að sýna í sölum safnsins? Sérsýningar LÍ Það er tilefni til að skoða starf Lí núna, því nýlega kom út ársskýrsla Ll, sem er reynd- ar „ársskýrsla“ fýrir þrjú und- anfarin ár, auk þess sem nú- verandi forstöðumaður, Bera Nordal, hefur verið endur- skipuð í embættið til fjögurra ára, en hún hefur gegnt því síðan 1987. Af starfi LÍ síðan 1988 má ýmislegt ráða um hvernig tekið verður á málum til 1997 — og hver veit, kannski ennþá lengur? Það er ekki hægt að skoða allar hliðar á starfi LÍ hér, en sérsýningarnar eru ágætur mælikvarði á hlutverk þess, eins og það er skilgreint með lögum, s.s. að vera „meginsafh íslenskrar myndlistar í land- inu og miðstöð rannsókna, heimildasöfnunar og kynn- ingar á íslenskri myndlist“. Þegar listi yfir sérsýningar síð- an safnið var opnað 30. janúar 1988 er skoðaður kemur ým- islegt athyglisvert í ljós. Það hafa verið haldnar tíu sérsýningar á verkum tiltek- inna íslenskra myndlistar- manna. Þeir eru Kristín Jóns- dóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason, Guðmundur „Muggur“ Thorsteinsson, Finnur Jónsson, Nína Sæ- mundsson, Sigurður Guð- mundsson, Jóhann Eyfells og Hreinn Friðfinnsson. Sjö fyrstnefndu listamennirnir komu fyrst fram fyrir seinni heimsstyrjöld, en þrír síðast- nefhdu á sjöunda áratugnum. Sýningar þeirra Kristínar, Júlí- önu, Muggs, Nínu og Finns voru í tilefni af aldarafmæli listamannanna. Sýningin á verkum Svavars var haldin tveimur árum eftir andlát hans. LÍ og SÚM Þremenningarnir Sigurður, Hreinn og Jóhann eru sér á parti í þessari upptalningu. I fyrstu árbók LÍ skrifar Bera hugleiðingu þar sem hún seg- ir: „Listasafninu hefur um áratuga skeið verið legið á hálsi fyrir að hafa hunsað með GUNNAR ÁRNASON öllu hina svokölluðu SÚM- kynslóð“, og lofar að bæta þar úr. Síðan hefur LÍ verið að stoppa í „gatið“ sem myndað- ist í listaverkaeign safnsins frá þessu tímabili. Sýningin á verkum Sigurð- ar Guðmundssonar, sem var urinin í samvinnu við norræn listasöfn, og sýning Hreins Friðfinnssonar, sem var fyrst sett upp í Hollandi, ásamt fyr- irhugaðri sýningu á verkum Jóns Gunnars Árnasonar eru liður í þessari endurreisn. Það er hins vegar álitamál hvort það megi telja þessar tvær sýningar endurskoðun á þessu tiltekna tímabili í íslenskri listasögu yfirleitt. Bæði Sig- urður og Hreinn hafa unnið að list sinni á erlendum vett- vangi síðan fyrir 1970 og sýn- ingarnar endurspegluðu þá staðreynd. (Jóhann Eyfells hefur starfað í Bandaríkjun- um ennþá lengur.) Þar að auki henta sýningar á verkum eins listamanns ekki til að auka skilning á tímabili, hópi listamanna eða liststefnu. All- ur samanburður sem slíkar sýningar bjóða upp á er milli einstakra verka myndlistar- mannsins sjálfs og hvernig verk hans hafa þróast. Það er áberandi einkenni á íslensku myndlistarlífi að við Það er ljóst af sýningar- stefnu Ll að það hefur ekki komið ffarn neinn frambæri- legur listamaður síðastliðinn aldarfjórðung sem á skilið að hljóta sérsýningarmeðferð hjá LI. Og það er umhugsunar- efni hvort þeim Jóhanni, Sig- urði og Hreini hefði nokkuð hlotnast sá heiður ef þeir hefðu ekki unnið mestalla starfsævi sína erlendis og hlot- ið hljómgrunn þar fyrst! LÍ lít- ur ekki við öðrum en þeim sem eru löngu viðurkennd stórmenni, eiga aldarafmæli eða hafa hlotið frama í út- löndum. Hugmyndaauðgi og áræði eru ekki meðal helstu kosta Ll. Það má vel geta sér til um hvaða sýningar verða á döfinni næstu árin með því að fylgjast með aldarafmælum myndlistarmanna. Um einstæðan atburð Listasöfn hafa ýmsa aðra valkosti en sýningar á verkum einstakra listamanna, t.d. að taka fyrir tímabil, hóp lista- manna og liststefnu, eða til- tekið þema. Lí hefur staðið fyrir nokkrum slíkum sýning- um. Sama ár og safnið var vígt, 1988, hljóp Ll undir bagga með Nýlistasafninu, sem hélt upp á tíu ára afmæl- ið, með því að sýna verk eftir íslenska listamenn í eigu Ný- listasafhsins. Skömmu síðar varð atburð- ur sem gaf mönnum vonir um að nýir tímar væru ffarn- undan á LÍ. Fimm ungum SÝNING FIMMMENNINGANNA 1988. Eina skiptið sem ungum ís- lenskum myndlistarmönnum hefur verið boðið að sýna verk sín í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg. einblínum á listamanninn sem einangrað fýrirbæri. Ll er engin undantekning að þessu leyti. En sú sýn sem við fáum á íslenska listasögu verður ákaflega bjöguð fyrir vikið. Áhersla er lögð á fáein útvalin stórmenni, sem almenningur skiptist á um að fýlkja sér um, á meðan stór hluti myndlist- armenningar lendir utan- garðs. Að sjálfsögðu eru stórir meistarar í íslenskri myndlist og sýningar sem einbeita sér að verkum þeirra eru nauð- synlegar, en með þvi að byggja sýningarstefnu sína nær ein- göngu á slíkum sýningum gef- ur LI' ákaflega ófúllkomna og brotakennda mynd af lista- sögunni. listamönnum, Georg Guðna Haukssyni, Huldu Hákon, Ivari Valgarðssyni, Jóni Óskari og Tuma Magnússyni, var boðið að sýna innan veggja LÍ. Þetta er eina skiptið sem ung- um íslenskum myndlistar- mönnuni hefur verið boðið að sýna verk sín í Listasafninu við Fríkirkjuveg, og það var árið 1988. Vafalaust hefúr Ll litið svo á að það væri búið að afgreiða íslenska samtímalist um ófyrirséða framtíð með þessum tveimur sýningum, a.m.k. hefur ekki bólað á sam- bærilegri viðleitni síðan. Þrjár athyglisverðar sýning- ar hefur rekið á fjörur LÍ, „Norræna konkretlist 1907-’60“, „Uppþot og „Það segir nokkuð um stöðu Listasafnsins í þjóðfélaginu að þótt það hafi með sýningarstefnu sinni sniðgengið heilar kynslóðir íslenskra myndlistarmanna hefurþessi stóri hópur hvorki œmt né skrœmt. Hverjir vilja styggja aðila sem mun hugsanlega kaupa afþeim verk?“ árekstra, norræna list 1960-’72“, og nú síðast „Borealis 6“. Allar þessar sýn- ingar koma ffá Norrænu lista- miðstöðinni í Finnlandi. Is- lenskur listffæðingur, Halldór Björn Runólfsson, var fenginn af listamiðstöðinni til að stjórna Borealis-sýningunni og valdi hann tvo íslenska listamenn á hana. Eina ástæð- an fýrir því að sýningin lenti á Ll var sú að röðin var komin að því að hýsa hana. Lí hefur hins vegar ekki séð ástæðu til að falast eftir starfskröftum Halldórs, nema einu sinni þegar hann var fenginn til að redda grein í bók um Hrein Friðfinnsson þegar erlendur listffæðingur datt út á síðustu stundu. íslensk inn- kaupasaga Lí getur sér til málsbóta bent á að það kaupi verk effir unga íslenska samtímalista- menn. En það ber að hafa í huga að innkaup á íslenskum listaverkum jafngilda ekki skráningu á íslenskri mynd- listarsögu. Það má líta á inn- kaup sem hluta af þvi mark- miði safnsins að vera megin- safn íslenskrar myndlistar í landinu og gæti hugsanlega talist til heimildasöfhunar, en hvað varðar rannsókn og kynningu á íslenskri myndlist út á við eru innkaupin aukaat- riði. Jafnvel þótt LÍ keypti aðra hverja mynd á landinu þá jafhgilti það ekki skráningu á listasögunni. Hins vegar getur vel verið að almenningur dragi ýmsar ályktanir af innkaupum safhs- ins. Skyldu ekki einhverjir draga þá ályktun að Ll væri einungis að sinna lagabund- inni skyldu sinni með því að kaupa verk ungra myndlistar- manna og að sýningarstefna safnins staðfesti að það hefði ekkert markvert gerst í mynd- list á landinu um áratuga skeið? Ég er ekki að mæla á móti því að safnið kaupi verk. Það sem skiptir máli er að inn- kaup safhsins endurspegli þá túlkun á sögunni sem kemur fram í rannsóknum, kynn- ingu og sýningarhaldi, en ekki öfugt, þ.e.a.s. að í ffamtíðinni muni menn líta á söguna í ljósi þess sem LÍ hefur keypt. Listasafnið mælir með sjálfu sér Ýmislegt fleira væri vert að ræða. Hvernig passar t.d. „Hugmyndaauðgi og árœði eru ekki meðal helstu kosta Listasafnsins. Það má vel geta sér til um hvaða sýningar verða á döfinni nœstu árin með því aðfylgjast með ald- arafmœlum mynd- listarmanna. “ vefnaðar-, textíl- og kera- miklist inn í plön safnsins? En safnráð LÍ hefur hins vegar verið hæstánægt með störf safnsins. Enda hafði það frumkvæði að því að mæla með að forstöðumaðurinn, Bera Nordal, yrði endurráð- inn áður en til þess kæmi að staðan yrði auglýst laus til umsóknar. Safnráðið, sem er nokkurs konar framkvæmdastjórn safhsins, er skipað einum full- trúa frá menntamálaráðu- neytinu, Garðari Gíslasyni hæstaréttardómara, og fjórum starfsmönnum safnsins, sem eru, auk Beru Nordal, fulltrúi fastráðinna starfsmanna, Karla Kristjánsdóttir, og tveir myndlistarmenn tilnefhdir af Sambandi íslenskra myndlist- armanna, þeir Hafsteinn Austmann, sem hefur setið í safnráði frá 1987, og Níels Hafstein frá 1991. Báðir full- trúar SÍM eru einnig í inn- kaupanefnd safnsins ásamt forstöðumanni. Menntamálaráðuneytið taldi að það gæti ekki gengið framhjá vilja safnráðs því ann- að jafngilti vantrausti og una safnráð og ráðuneyti mála- lyktum vel, eins og nærri má geta. Slíkir starfshættir koma kannski ekki á óvart hér á landi, en það hlýtur að vekja eftirtekt að það eru myndlist- armenn sjálfir, þ.e.a.s. fulltrú- ar SÍM í safnráði, sem eru hvatamenn að því að sömu starfsháttum sé viðhaldið á safninu. Hvort sem menn eru sammála um hæfni og árang- ur þeirra sem stjórna safninu eða ekki vaknar sú spurning hvort ekki sé eðlilegt að það sé öðru hverju hreyfing á lykil- embættum í íslensku mynd- listarlífi. MYNDLIST • Gunnlaugur Blöndal. Sýning á málverkum lista- mannsins opnuð á Kjar- valsstöðum á laugardag f tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Opið daglega kl. 10-18. • Hannes Pétursson. Sýning á Ijóðum hans opn- uð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Opið daglega kl. 10-18. • Fimm norrænir meist- arar nefnist sýning á verk- um eftir fimm norræna arkitekta sem opnuð verð- ur á Kjarvalsstöðum á laugardag. Opið alla daga kl. 10-17. • Brynhildur Þorgeirs- dóttir opnar sýningu á skúlptúrum á neðri hæð Nýiistasafnsins á laugar- dag. Opið daglega kl. 14-18. • Tina Aufiero opnar sýningu á innsetningum á efri hæðum Nýlistasafns- ins á laugardag. Opið dag- lega kl. 14-18. • Jónína Björg Gísla- dóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Portinu á laugardag. Opið alla daga nema þriðjudag kl. 14-18. • Bragi Ásgeirsson opn- ar sýningu á grafíkverkum í Listasafni íslands á laug- ardag. • Stefán Geir Karlsson sýnirtróskúlptúra f Gallerfi Sævars Karls. • Ásgrímur Jónsson. Sýning stendur yfir í Ás- grímssafni á vatnslita- myndum eftir listamann- inn. • Húbert Nói hefur hengt upp verk sín í Götu- grill- inu, Borgarkringlunni. • Margrét Jónsdóttir sýnir olíu- og aquarelle- verk í Norræna húsinu. Lýkur á sunnudag. Opið daglegakl. 14-19. • Laszek Gollnsk) & Maciej Deja; sýning þess- ara pólsku grafíklista- manna í Galleríf Úmbru hefur verið framlengd til 22. september. • Jón Reykdal sýnir smá- myndir í Stöðlakoti. Lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14-18. • Þórir Barðdal sýnir höggmyndir úr marmara f miðrými Listhússins f Laugardal. • Skarphéðinn Haralds- son & Garðar Jökulsson halda haustsýningu í aðal- sýningarsal Listhússins f Laugardal. • Arngunnur Ýr sýnir ol- íumálverk á Hulduhólum, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. • Janet Passehl sýnir verk sín í Ganginum. • Ásmundur Sveinsson. Vfirlitssýning í Ásmundar- safni við Sigtún í tilefni ald- arminningar hans. Verkin spanna allan feril lista- mannsins, þau elstu frá 1913 og það yngstafrá 1975. Opið alla daga frá 10-16. • Jóhannes Kjarval. Sumarsýning á verkum Jó- hannesar Kjarvals á Kjar- valsstöðum, þar sem meg- ináhersla er lögð á teikn- ingar og manneskjuna í list hans. Sýningar • Börkur Arnarson & Svanur Kristbergsson opna sýningu á Ijósmynd- um sínum í Galleríi Sólon íslandusi á laugardag. • Páll Reynisson opnar Ijósmyndasýningu í Lista- safni ASÍ á laugardag. Op- ið alla daga nema miðviku- daga kl. 14-22.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.