Pressan - 07.10.1993, Page 5
S K I LABOÐ
Fimmtudagurinn 7. október 1993
PRESSAN 5
-Nýleg a fór ffam lokað út-
boð á vegum Pósts og síma
vegna söfnunar auglýsinga í
næstu símaskrá. Átta aðilar
urðu til að senda inn tilboð,
en tslenska auglýsingastofan
hreppti hnossið. Það eru
reyndar áhöld um hversu
mikil happafengur þetta er,
þar sem skammur tími er til
stefnu og mikil vinna við söfn-
unina. Gert er ráð fyrir að
auglýsingar fyrir um 140 millj-
ónir króna safhist og ef auglýs-
ingastofan fær á bilinu 10 til
14 prósent, sem margir telja
líklegt, er um verulegar upp-
hæðir að tefla. Þá liggur fyrir
nú að símaskráin næst verður
í breyttu formi þar sem um
tvær bækur verður að ræða.
Önnur verður heimilaskrá og
hin um atvinnufyrirtæki...
-^/tenn í auglýsingabrans-
anum segja að mikil umbrot
séu í auglýsingamálum Morg-
unblaðsrisans þessa dagana.
Nú er farið að koma út „Kjör-
seðlablað“ sem er unnið af
sérstökum verktaka utan
Morgunblaðsins. Mun það
vera í fyrsta skipti sem blaðið
semur við aðila úti í bæ um
vinnu af þessu tagi. Er talað
um að þetta sé djörf tilraun
blaðsins eru hins vegar skiptar
skoðanir um ágæti þess vegna
óvissu um hvaða áhrif þetta
hefur á stóra viðskiptavini sem
geta samið um augiýsingaverð
með tvennum hætti, innan og
utan Morgunblaðsins...
ÍZ eir sem hafa velt fyrir sér
sameiningarmálum vinstri-
blaðanna hljóta að fylgjast
með væntanlegri fjölmiðla-
keppni í knattspyrnu sem
fram fer á laugardaginn. Þar
bregður nefnilega svo við að
Tíminn, Vikublaðið og Al-
þýðublaðið senda sameiginlegt
lið til keppni og verður þetta
að teljast fyrsta alvarlega til-
raunin til að sameina þessa
fornu fjendur...
I. j itt þeirra heimildar-
ákvæða sem lögð voru fram
með fjármálafrumvarpinu laut
að Sölunefnd varnarliðseigna.
Þar fór Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra ffam á heim-
ild til handa utanríkisráðu-
neytinu að selja hús Sölu-
nefndarinnar á Grensásvegi og
ráðstafa andvirðinu til kaupa á
húsnæði undir utanríkisráðu-
neytið. Lengi hafa verið hug-
myndir meðal núverandi rík-
isstjórnar
um að leggja
niður veldi
Alfreðs Þor-
steinssonar
varaborgar-
stjórnarfull-
trúa í Sölu-
nefndinni,
og þarna virðist vera komin
alvarleg tilraun til þess...
ekktasti ferfætlingurinn í
Hafnarfirði er trúlega köttur-
inn Bjartur. Kisinn sá nýtur
mikilla vinsælda í bænum, en
hann gerir sig oft heimakom-
inn í öðrum húsum og óskar
eftir takmarkalausri athygli.
Svo einkennilega vill til að kisi
kýs helst að banka upp á hjá
þekktum stuðningsmönnum
FH svo og fylgjendum Al-
þýðuflokksins. Meðal þeirra
sem fá reglulega heimsókn eru
Gils Stefánsson, faðir hand-
boltahetjunnar Héðins Gils-
sonar, og Ingvar Viktorsson
bæjarstjóri, sem er hvort-
tveggja í senn, eldheitur krati
og FH-ingur. Framan af gætti
engrar tortryggni í garð kisa,
sem er enda hinn elskulegasti,
en þegar fféttist hverra manna
hann væri tóku hins vegar á
renna á Hafnfirðinga tvær
grímur. Bjartur víðförli reynd-
ist vera son-
ur Rósu
Guðbjarts-
d ó 11 u r ,
fféttakonu á
Stöð 2, og
Jónasar Sig-
urgeirsson-
ar, ritstjóra
H a m a r s,
málgagns sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði. Af öðrum ætt-
ingjum hans má nefna nafna
hans Guðbjart Jónsson,
prentsmiðjueiganda og forkólf
í Sjálfstæðisflokknum, sem
eins og aðrir í Ijölskyldunni er
yfirlýstur stuðningsmaður
Hauka. Er það nú mál manna
í Hafharfirði að Bjartur hljóti
að vera sérlegur útsendari
sjálfstæðismanna og Hauka,
gerður út af örkinni í því skyni
að njósna um andstæðing-
ana...
íkniefnalögreglan hefur
krafist fimm vikna framleng-
ingar á gæsluvarðhaldi yfir Ól-
afi Gunnarssyni, meintum
höfuðpaur fíkniefnahrings,
sem talið er að hafi staðið fyrir
innflutningi á fimmtán kíló-
um af hassi og þremur kílóum
af amfetamíni. Innkaupsverð í
Hollandi á þessum efnum er
um fjórar milljónir króna, en
til dreifingar innanlands væri
hægt að selja það á vfir þrjátíu
milljónir króna. I smásölu
væri hins vegar hægt að fá ná-
lægt sjötíu milljónum króna
fýrir þetta magn...
c
vJannanir gegn Ólafi Gunn-
arssyni eru einkum fengnar
með símhlerunum og hljóð-
ritun á samtölum hans við
Guðmund Gest Sveinsson og
Vilh j álm
Svan Jó-
hannsson.
U p p h a f
málsins má
rekja til þess
að Jóhann
Jónmunds-
son og Vil-
hjálmur Svan voru gripnir á
Keflavíkurflugvelli með tvö
kíló af hassi og nærri kíló af
amfetamíni. Þegar þeir voru í
gæsluvarðhaldi var komið fyr-
ir hlustunarbúnaði í bíl Ólafs
og síðar voru hljóðrituð sam-
töl Ólafs, Vilhjálms og Guð-
mundar á heimili Vilhjálms
Svan í miðborg Reykjavíkur,
auk þess sem símtöl Ólafs
voru hljóðrituð...
I Ieimskórinn býr sig nú
undir stórmótið í Ósló sem
haldið verður í tengslum við
vetrarólympíuleikana. Um
hundrað manns mættu á
fyrstu æfingu á ársnámskeiði,
sem stendur þar til næsta
haust, en þátttökugjaldið er 11
þúsund krónur. Margir hafa
þó helst úr lestinni og finnst
þeim innheimtuaðgerðir Júlí-
usar Steinars Birgissonar ansi
hörkulegar. Fólk sem borgaði
inn á námskeiðið en hætti eftir
fyrstu æfingu er rukkað um
fullt gjald og hótað lögsókn sé
ekki borgað strax. Einnig hef-
ur fólk borgað inn á Oslóar-
ferðina en hætt við og illa
gengur að fá endurgreitt...
LelðPétting
f PRESSUNNI í síðustu
viku var sagt frá ákæru sak-
sóknaraembættisins á hendur
nokkrum aðilum vegna
rekstrar Ferðamiðstöðvarinn-
ar og Ferðamiðstöðvarinnar
Veraldar. Þar var nafh íslaug-
ar R. Aðalsteinsdóttur nefnt
að ástæðulausu. í þeim skjöl-
um sem blaðið hafði kom ekki
ffam að ákæra á hendur henni
hefði verið felld niður. Hún á
engan hlut að máli og er beðin
velvirðingar á þessum mistök-
um.
Ritstj.
apgggii m
Fyrír
upplýst fólk
ufi fcastefiani Þjya. blásarasveitin tókur
og sbpar hina einu réttu OtíOllMfWt
steraningu. Jóðlkeppni þar sem vegleg
verðlaun verða veitt. Undankeppni í
kappdrykkju. Lðwenbran partýspilið gefið
gtstum.
tóurtiri: Oktoberfest að hætti Notð-
anmanna á öllum berri bjórstöðum bæjarins.
Fefti Dwgarlne og Caukur á Stöng: Ekta
þýsk oktoberfest tónlist leikin af hinum einu
sonnu We FWtlen BÚOdiener. tówenbráu
partýspilið gefiá gestum. Kappdrykkja
heldur áfram. Magnús Einarsson trúbador;
verður einnig staddur á Feira dvergnum og j
spilar af fmgrum ftam.
Akureyri: Oktoberíest að hætti Norð-;
anmanna á öllum betri bjómöðum baejarins. j
r k \ HJ
j J <LJ
MIÐVIKUDAGUR 13.10. FIMMTUDAGUR 14.10. FÖSTUDAGUR 15.10. LAUGARDAGUR 16.10.
Café Crart og Hafoarftöröar: t>ýsb biásara- Btfiín o§ Ka'jstifráin: Díe FídeUa MðK&ener Sókm fstasútts og Vitinn Sanögerði. Hresso lokatiátið: Die Fideieu MiUKhener á
sveitin leikur af sinni alkunnu snilld og scr um að sbpa réttu stemninguna Á VrtaUBffl: Vanir menn ásamt Þuríði útopnu með aliskonar tónlist. Úrslit í
heldur uppi heiimiklu bæheimsku stuði. Jóðlkeppm, undankeppni í bppdtykkju. Sigurðardóttut. bjórþambi, leynisöngvari. Ýmsar skemmti-
Kappdrykkja og fleira sbmmtilegt að hætti Löwenbrau partýspilið. SÓlOfl íslanaus: Hörku stuð og svriflft með legar uppikomur. Garðurinn opnaður undir
hússins. Dúndur Oktobcrfest stemning. Atoeyrfc Oktoberfcst að hætri Norð- hinni eiou og sönnu Die Fiðeiefl MttOChesef tjaldi.
Akureyri: Oktobetfcst að hætti Norð- anmanrn á öllum betri bjómöðum bæjarins. UtKlankeppni í bjórfwmbi og margrgert sér Akureyri: Oktoberfest að hætti Norð-
anmanru á öllum betri bjómöðum bæjarins. tii skeramtunar. anmanna á öllum betri bjórstöðum bæjarins.
Alureyri: Oktoberfest að httti Norð- anmanna á öilum betri bjórstöðum bæjarins.