Pressan


Pressan - 07.10.1993, Qupperneq 7

Pressan - 07.10.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagurinn 7. október 1993 M E N N PRESSAN 7 Sigurð Sigurjónsson Átján bíistjórar á sendibílastöðina Þröst Mikil óánægja hefur verið meðal starfsmanna ífá því að Sigurður rak Bjarna frá stöð- inni síðla sumars, en hann gegndi trúnaðarstarfi fyrir fé- laga sína. Þegar í ljós kom að hann færi ekki að ósk starfs- manna um að endurskoða ákvörðunina fóru þeir að hugsa sér til hreyfmgs. Einn starfsmanna orðaði það reyndar svo að Sigurður hefði ofmetnast eftir sigurinn hjá mannréttindadómstólnum og talið að sér væru allir vegir færir. Gunnar Þórðarson, einn þeirra sem nú eru að flytja sig, er mjög ósáttur við gang mála og sagði ástæðumar tvær. Annars vegar brottrekst- ur Bjarna og einræðistilburði Sigurðar og hins vegar að stéttarfélagsgjöldunum væri ekki skilað. Þetta hefur nú orðið til þess að átján bílstjórar hafa ákveðið að ganga til liðs við sendibílastöðina Þröst og ganga jafnframt í stéttarfélagið Trausta. Þeir vom samþykktir inn í Trausta á þriðjudags- kvöldið. Það er mikill fengur fyrir eina leigubílastöð að fá átján bílstjóra til sín á einu bretti og óneitanlega hefúr það skapað nokkra öfund hjá öðr- um stöðvum. Friðþjófur Jó- hannsson segir að það sem þeir hafi helst upp úr þessu sé að nú geti þeir farið inn á þann markað sem 3x67 hefur sinnt, greiðabílaþjónustu með smásendingar og pakkasend- ingar. Hann staðfesti einnig að inntökugjald hjá Þresti hefði verið fellt niður, en venjulegt inntökugjald nemur þar 28 þúsund krónum. Hundruð þúsunda skila sér ekki í stéttarfélagið Hinn angi þessarar sérstæðu deilu tengist stéttarfélagsgjöld- um sem innheimt eru af bíl- stjórum Sendibíla hf. Þau gjöld eiga að ganga til stéttar- félagsins Afls en Sigurður hef- ur ekki staðið fyllilega í skilum á þeim. „Þetta er bara þjófhað- ur á mínu fé. Ég hef talað við lögmann ASÍ og hann segir að ég geti kært þetta til Rann- sóknarlögreglunnar og það kemur vel til greina að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Valgeir Magnússon, sem lengi starfaði fyrir Sigurð. Friðþjófur Jóhannsson er einn þeirra bílstjóra sem hafa yfir- gefið 3x67 en hann situr þó enn sem formaður Afls, stétt- arfélags bílstjóranna hjá 3x67: „Það er búið að rukka hann um þetta en hann hefur haft þessa peninga í veltu og ekki getað staðið skil á þeim til fé- lagsins ennþá. Þar liggur hundurinn grafinn og er ástæðan fyrir því að ég er ekki enn hættur sem formaður Afls. Ég vil að annar maður taki við þessu og þessi mál séu í lagi, ég vil skila hreinu borði. Gjaldkerinn bíður eftir að fá einhverjar tryggingar fyrir að þetta fé skili sér svo hægt sé að ganga frá málinu.“ Reyndar hefur deilan náð því stigi að stjórnarformaðurinn, Gissur Ingólfsson, hefur meinað hon- um aðgang að svæðinu til að tala við umbjóðendur sína. Friðþjófúr segist hafa orð Sig- urðar fyrir því að þessi gjöld verði gerð upp og segist ekki gera ráð fyrir öðru en að það standi. Aðspurður segir hann dómstólaleiðina ekki inni í myndinni. Upphæðin sem um ræðir nemur einhverjum hundruðum þúsunda. Það skal tekið ffam að ekki náðist í Sigurð þrátt fyrir margítrekað- ar tilraunir.______________ Pálmi Jónasson lægsta verðið eða besta búnaðinn Wmva vkh 486SX/25 MHz innifalið í verði: • 4MB innra minni • 130MB harður diskur • Cirrus skjákort, 1MB (einnig Local Bus) • 14" 1024x768 NI.72HZ, lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • Hljóðlát vifta • 1 árs ábyrgð Kynningarverð 117.874." kr stgr 486DSX/33 MHz innifalið í verði: • 4MB innra minni • 107MB harður diskur < 15ms • Local Bus Cirrus skjákort,1MB • 14" 1024X768 Nl, 72Hz, lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • Hljóðlát vifta • 1 árs ábyrgð BraVO LC-2 486SX/25MHZ innifalið í verði: • 4MB innra minni • 120MB harður diskur < 15ms • Local Bus Cirrus skjákort, 1MB • AST14’1024X768 NI.72HZ, lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • Hljóðiát vifta, 238 pinna P0A sökkull • 3ja ára ábyrgð 136.859.* kr. stgr. *" 148.903.' kr. stgr. ^ Microsoft Word 2.0 og Excel 4.0 á tilboðsverði með hverri tölvu kr.39.900.* og meiri ábyrgð ef þú vilt Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölumenn og fáðu nánari upplýsingar EjS EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík Sími 63 3000 Greiðsluskilmálar Glitnis,1 j

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.