Pressan - 07.10.1993, Side 14
14 PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulitrúi Siguröur Már Jónsson
Markaösstjóri SigurðurJ. Ómarsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO
en 855 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
Þriðja
fj árlagafrumvarp
Friðriks
Komandi kynslóðir halda áfram að borga fyrir eyðslu
þeirra sem nú lifa. Þetta er önnur meginniðurstaðan í þriðja
fjárlagafrumvarpi Friðriks Sophussonar. Hin niðurstaðan er
að Friðrik og ríkisstjórnin hafa gefizt upp við að taka á út-
gjöldum ríkissjóðs og byrja haustið með stærri halla á fjár-
lagafrumvarpi en áður hefur sézt.
Það er rétt, sem stjórnarflokkarnir benda á, að tekizt hefur
að halda aftur af útgjöldum í ýmsum málaflokkum, en þó
sérstaklega hvað snertir almennan rekstrarkostnað. Það hefur
gerzt með harmkvælum og þó ekki dugað nema til þess að
mæta auknum útgjöldum vegna vaxta og afborgana af lán-
um og vegna atvinnuleysis. Eftir stendur að því er virðist inn-
byggður halli í ríkisrekstrinum upp á tíu til þrettán milljarða.
Á honum hefúr ekki verið tekið og verður varla gert héðan
af. Til þess skortir kjark, hugmyndaríki og samstöðu innan
ríkisstjórnarinnar.
Fjármálaráðherra ber því við að vegna kreppunnar hafi
tekjur ríkissjóðs reynzt minni en ætla mátti. Þetta er rétt, svo
langt sem það nær. Hins vegar má fullyrða að í góðæri og
hagvexti hefði engin ríkisstjórn ráðizt í niðurskurð eins og
þessi — hún hefði ekki komizt upp með það. Þannig hefur
kreppan hjálpað ríkisstjórninni í niðurskurðinum.
Hins vegar bendir ýmislegt til þess að niðurstöðutölur
þessa fjárlagaffumvarps séu í rneira samræmi við raunveru-
leikann en oft áður. Það er alþekkt aðferð við fjárlagagerð að
forsendur fjárlagaffumvarps eru hannaðar með hagsmuni
ríkisstjórnar í huga, en ekki raunverulegt ástand í efhahagslíf-
inu. Þessa gætti við gerð síðustu fjárlaga eins og svo off áður,
en sem betur fer virðast stjórnarflokkarnir hafa dregið úr
blekkingunni í þetta skipti.
í fyrra var í fjárlagaffumvarpi gert ráð fýrir mun minna at-
vinnuleysi en Þjóðhagsstofnun spáði. Þegar tala Þjóðhags-
stofhunar reyndist réttari jók það ríkisútgjöld og hallarekstur.
Fjármálaráðherra talar um útgjöld vegna atvinnuleysis sem
afleiðingu óvæntra breytinga á ytri aðstæðum. Það er tal
manns sem nú sækja á eðlilegir timburmenn þegar blekking-
arvíman er runnin af honum.
f fjárlögum 1993 var gert ráð fyrir á annan milljarð króna í
tekjur af sölu ríkisfýrirtækja. Stærsti liðurinn var sala Búnað-
arbankans. Það vissu allir þá, sem voru með fullri rænu, að
Búnaðarbankinn yrði ekki seldur á þessu ári eða þeim næstu.
Til þess voru ekki pólitískar forsendur og hugsanlega ekki
efnahagslegar heldur. Það kom þó ekki í veg fýrir að gervital-
an væri notuð.
í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fýrir fimm prósenta at-
vinnuleysi, nokkru meira en aðrar spár gera ráð fýrir. Þar eru
heldur engir draumórar um milljarðasölu einkafýrirtækja.
Það veit á gott. Kannske skeikar þá ekki nema tveimur til
fjórum milljörðum á tölum ffumvarpsins og þess sem verður
endanleg niðurstaða. Það væri tímabær tilbreyting og gæti
orðið til þess að Friðriks Sophussonar verði ekki aðeins
minnzt sem fjármálaráðherrans sem gafst upp fýrir kerfisút-
gjöldunum, heldur líka þess sem lagði ffam marktækt fjár-
lagafrumvarp, hversu slæmt sem það er að öðru leyti.
BLAÐAMENN: Bergljót Friöriksdóttir, Guörún Kristjánsdóttir,
Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari,
Kristján ÞórÁrnason myndvinnslumaöur, Pálmi Jónasson,
Sigriöur H. Gunnarsdóttir prófarkaiesarí,
Snorri Ægisson útlitshönnuður.
PENNAR Stjómmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar
Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal \eiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason,
Snorri Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Rlmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
SKOÐA N I R
Fimmtudagurinn 7. október 1993
STJÓRNMÁL
Bömmer tilfjárlaga
Þá er karpið við Austurvöll
hafið að nýju og skemmtileg-
ur vetur í vændum. Að vísu
virðast Islandsmeistararnir í
tuði innanhúss frá síðasta
þingi hafa haff erindi sem erf-
iði, því nú er verið að semja
um vinnufrið á Alþingi gegn
nefndaformennsku. Kannski
það hafi liðkað fyrir samn-
ingaviðræðunum þegar horfa
mátti á hvernig farið er að
austur í Moskvu þegar þingið
er til vandræða — sumsé að
þingmenn eru látnir ganga út
í halarófu með hendur á
höfði, teymdir inn í rútu og
síðan ekið með þá í vetrarfrí
til Omsk.
Ástandið á Alþingi er að
vísu ekki orðið þannig að
ástæða sé til að rýma þingsali
og senda þingheim til Raufar-
hafnar, en að minnsta kosti
verður fróðlegt að fýlgjast
með fjárlagaumræðunni. Það
er nefnilega svo skrýtið að
fýlgjast með stjórnmálamönn-
um ræða um ríkisfjármál því
allir eru sammála um að
skattar þurfi að lækka, en eng-
inn vill finna eitthvað til að
skera niður á móti. Eina hug-
myndin sem heyrist er álagn-
ing hátekjuskatts og vaxta-
tekjuskatts, eins og Island sé
fullt af ósköttuðum marg-
milljónerum. Betur ef satt
væri.
En hver er vandinn? Heldur
nokkur að 113 milljarða út-
gjöld ríkisins samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi séu öldungis
óumflýjanleg eða að siðmenn-
ing muni leggjast af hérlendis
ef betur er af klipið? Það er
enginn vandi að skera niður
fjárlögin. Lítum á nokkur fá-
ránleg dæmi um verkefnaval
ríkisins, en innan sviga eru út-
gjöld í milljónum króna:
Afleysingaþjónusta kúa-
bænda (10); Álþjóðasamstarf
þingmanna (25); Áfengisvarn-
ir og bindindismál (29,4); Ár
fjölskyldunnar (5,4); Bandalag
íslenskra skáta (5); Byggða-
stofnun (170); Byggingarsjóð-
ur í þágu atvinnuveganna
(40); Fálkaorðan (1,4); Félag
Sameinuðu þjóðanna á Is-
landi (0,6); Félagsmálaskóli
ASÍ (18,9); Félagsstofnun
stúdenta (5); Fiskeldisrann-
sóknir (30); Fiskifélag Islands
(6.3) ; Flugskóli Islands (10);
Fullorðinsfræðsla (18); Hag-
þjónusta landbúnaðarins
(11.1) ; Hótel- og veitingaskóli
Islands (42,3); Hússtjórnar-
skólar (15,3); Icepro-nefnd
(1,5); Jafnréttisráð (25);
Kjararannsóknir (5,2);
Kristnisjóður (18,3); Kvenna-
sögusafn (0,8); Kvikmynda-
eftirlit ríkisins (1,6); Listasafn
ASÍ (2); Löggildingarstofan
(11); Mannanafnanefnd (0,6);
Matsnefnd eignarnámsbóta
(2.3) ; Neytendasamtökin (3);
Nýlistasafn (2); Rannsókna-
deild fisksjúkdóma (18,8);
Samvinnuskólinn (36,2); Sér-
fræðileg aðstoð þingflokka
(25.2) ; Skráning hlutafélaga
(10,8); Stofhun Sigurðar Nor-
dals (8,4); Sögusafn alþýðu
(0,8); Söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar (15,7); Umhverfi-
svöktun (11); Ungmennafélag
Islands (9,5); Örnefnastofhun
(4.4) .
Sum af ofantöldum verk-
efnum jaðra við súrrealisma,
önnur eru hugsanlega verðug
en koma ríkissjóði nákvæm-
lega ekkert við og enn önnur
ættu auðveldlega að geta stað-
ið undir sjálfum sér með
þjónustugjöldum. En á með-
an það er auðvelt að finna út-
gjöld á borð við þessi og skera
þau niður þá skilar slíkur
sparðatíningur ekki miklu.
Ófangreint nemur samtals
570,2 milljónum, svo það er
ekki nema um 1/20 af hallan-
um.
Hér eru nokkrar hugmynd-
ir, sem um munar. Leggjum
alla tolla niður. Þeir skila að-
eins 1.125 milljónum króna í
ríkissjóð, en á sama tíma er
kostnaður ríkisins af skatta-
og tollamálum 1.444 milljón-
ir! Halli ríkissjóðs mun
kannski ekki minnka fýrir þær
sakir einar að ríkið hætti að
gera út tollheimtumenn, en
hitt er ljóst að vöruverð
myndi lækka til muna, neysla
væntanlega aukast og hagur
ríkissjóðs vænkast þegar
auknar virðisaukatekjur skila
sér. (Að því ógleymdu hvað
lífið verður allt miklu
skemmtilegra þegar búið
verður að loka tollpóstinum.)
Gerum aðskilnað ríkis og
kirkju að veruleika og spörum
460,6 milljónir.
Hættum öllum stuðningi
við söfn, listastofnanir og
annað í þeim dúr, þannig að
menntamálaráðuneytið sinni
menntamálum en ekki menn-
ingarmálum. Þannig sparast
2.171,3 milljónir og munar
um minna. Vitaskuld er við-
búið að menningarvitar þjóð-
arinnar reki upp ramakvein
og haldi því fram að íslensk
menning muni leggjast af fýrir
vikið, en hvers virði er menn-
ing sem einungis þrífst á opin-
berri ölmusu? Auk þess er erf-
itt að sjá að hvaða leyti Sin-
fóníuhíjómsveitin, íslenski
dansflokkurinn og Launasjóð-
ur stórmeistara í skák koma
íslenskri menningu við.
Megnið af menningarfram-
lögum ríkisins rennur nefni-
lega til borgunar á sérkenni-
legum áhugamálum lítils en
háværs hóps, sem ekki vill fýr-
ir nokkra muni leggja verk sín
fyrir dóm íslenskrar alþýðu,
sem nauðug viljug borgar
brúsann.
Til þróunarmála og al-
þjóðastofnana renna samtals
602 milljónir króna. Megnið
af þessu rugli má fjúka og lág-
mark að unnt sé að spara
helminginn. Hvað hefur þró-
unarlandið Island að gefa öðr-
um löndum þriðja heímsins
og hvaða gagn höfum við af
Sameinuðu þjóðunum?
466 milljónir renna til
hinna og þessara „landbúnað-
arstofnana“ eins og skattborg-
ararnir eigi ekki nóg með að
henda 5.216 miUjónum króna
í búvöruframleiðslu, sem ekki
getur borið sig öðru vísi en
með slíkum bakreikningum.
Burt með það.
1.944 milljónir renna til
löggæslustofnana og öryggis-
mála og það má víst ekki
minna vera. Hins vegar eru
um leið greiddar 1.856,2 millj-
ónir til rekstrar sýslumanns-
embætta vítt og breitt um
landið, en þau eru 27 talsins.
Þumalfingursreglan er sú að
jafnmikið kostar að halda
uppi yfirstjórn þeirra og að
annast löggæslu í umdæmun-
um. Fyrir nú utan það að
þessum embættum má fækka
að minnsta kosti um helming
(og þannig ná niður yfir-
stjórnarkostnaðinum) þarf
enginn að segja mér að tekjur
embættanna geti ekki haldið
þeim uppi. Við skulum samt
gefa okkur að það gangi erfið-
lega og þess vegna sparist ein-
ungis 800 milljónir.
Færum heilsugæslu alfarið
yfir á sveitarfélögin (sem geta
þá sameinast í nafni hagræð-
ingar) og spörum á einu bretti
1.578.1 milljón króna.
Siglingamál kosta ríkið
1.100.2 milljónir króna, en
enginn þeirra liða ætti að
kosta ríkið krónu. Sveitarfélög
eiga að annast hafnamál sín
sjálf og annan kostnað er hægt
að innheimta af þeim, sem
þjónustunnar njóta.
Og svona mætti vafalaust
áfram telja. Takið eftir því að
hér er búið að spara 7.178,2
milljónir án þess að snert hafi
verið á viðkvæmum mála-
flokkum eins og heilbrigðis-
málum eða menntamálum og
án þess að til fjöldauppsagna
þurfi að koma. En það þarf
meira til að stoppa í fjárlaga-
gatið og þess vegna skulum
við leggja 5% niðurskurð á
línuna, því það er alltaf hægt
að spara um 5% án þess að
allt fari í rúst. Þá græðum við
5.300 milljónir í viðbót og er-
um komin með hallalaus fjár-
lög og gott betur, því við eig-
um 2.631 milljón króna til
góða. Og þá þarf nú ekki að
spara mikið í viðbót til að geta
lagt af alla eignaskatta (3.190
milljónir) svo dæmi sé tekið.
Þegar við losnum við land-
búnaðarruglið (5.216 milljón-
ir) og aðra slíka pósta getum
við hugað að lækkun eða af-
námi tekjuskatts (sem skilar
ekki nema 16.960 milljónum
'króna).
Heimilin í landinu hafa
þurft að spara þótt það sé erf-
itt og sama á við um fýrirtæk-
in. Hvers vegna skyldi ríkið
ekki geta gert hið sama?
Höfundur er blaðamaður.
„Sum afverkefnum ríkisins jaðra við
súrrealisma, önnur eru hugsanlega verð-
ug en koma ríkissjóði nákvœmlega ekkert
við og enn önnur œttu auðveldlega að
geta staðið undir sjálfum sér
með þjónustugjöldum... “
FJÖLMIÐLAR
Æ, œ
„Ef aðstandendur Dagsljóss finna þann
vinkil beztan áfréttum afofbeldi í mið-
bœnum að greina hugsanleg líffœraleg
áhrifkjaftshögga eru þau ekki að reka
dœgurmálasjónvarp, heldur einhvers
konar rafvædda útgáfu af
Húsfreyjunni. “
Ég veit ekki um ykkur, en
mér var farið að dauðleiðast
strax í öðrum þætti af Dags-
ljósi, hinum upppeppaða
dægurmálaþætti Ríkissjón-
varpsins. Nei, annars, ég
skrökva því; mér leiddist strax
fýrsta kvöldið, en af innrættri
kurteisi kunni ég ekki við að
dæma af fyrsta þættinum. En
líklega er rétt að treysta iðrun-
um þegar kemur að sjón-
varpsefni.
Fyrsti þáttur byrjaði þokka-
lega. Hæfilega poppaður og
hraður, stutt innskot, en
kannske svolítið Hemma
Gunn-leg. Eitt atriði stóð upp
úr: stutt kynning á myndlist-
armanni, vel myndskreytt og
klippt. Það er sérstaklega
hróss vert að viðtali við
manninn var sleppt, en það
hefði næstum áreiðanlega
eyðilagt atriðið (nema þessi
tiltekni myndlistarmaður sé
þeim mun skemmtilegri).
Það er nefnilega hið talaða,
ómyndskreytta mál sem mér
sýnist hættulegast langlífi
þessara þátta. Talandi höfuð í
sjónvarpi halda ekki athygli
manns nema þau hafi eitthvað
ákveðið að segja; það hafa
bæði Einar Kárason og Páll
Óskar Hjálmtýsson hvor á
sinn hátt og þess vegna voru
þeir fínt efni tvö kvöld í röð.
Kvikmyndagerðarmennirnir
tveir, Ágúst Guðmundsson og
Sigurbjörn Aðalsteinsson,
höfðu hins vegar ekkert að
segja um kvikmyndahátíð
sem ekki hefði verið betur sagt
með myndum.
Tilraunir þáttastjórnenda til
að spjalla saman á milli atriða
eru vonlausar á meðan þau
hafa ekkert að segja; það verð-
ur vandræðalegt og sjálflægt
tuð sem áhorfandanum finnst
ekki koma sér við — eins og
verið sé að neyða hann til að
hlusta á samtöl fólks sem
hann hefur engan áhuga á.
Hið sama gilti um viðtal við
Friðrik Sophusson og Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur. Það
virtist enginn vita um hvað
það viðtal átti að vera; þau tvö
sem spennandi par eða hann
sem fjármálaráðherra eða
hana sem fjármálaráðherraffú
eða hana sem fyrrverandi
stjórnmálamann. Þess vegna
var viðtalið á endanum um
ekki neitt nema gamla aula-
brandarann um að hún væri
fjármálaráðherrann á heimil-
inu.
Kórónan var þó tveggja
kvölda viðtal við Vigdísi Finn-
bogadóttur um Iðnó. Ég var
að heyra eða sjá hana í tólfta
skipti, söguna um hvað
stemmningin var nú yndisleg
og stórkostlegt fólk alltaf og
alls staðar í þessu húsi þrátt
fýrir eilífu þrengslin og vatns-
elginn og peningaskortinn.
Með fullri virðingu fyrir
hennar hátign var útgáfa
hennar af goðsögninni jafn-
leiðinleg og óspennandi og
síðustu tíu skipti sem hún var
sögð. Ef ég væri illa innrættur
myndi ég halda að Áslaug
Dóra Eyjólfsdóttir hefði setið
uppi með hundleiðinlegt
tveggja kvölda efni en ekki
kunnað við að kippa því út af
því að það var forsetinn sem
var í viðtali.
Er ósanngjarnt að dæma
eftir tvo þætti? Nei. Þvert á
móti ætti að gera meiri kröfur
til efnis, sem hefur verið í
undirbúningi vikum saman
og er því líklega rjóminn af
hugmyndaflæðinu og sterk
vísbending um ffamhaldið. Ef
aðstandendur Dagsljóss finna
þann vinkil beztan á fféttum
af ofbeldi í miðbænum að
greina hugsanleg líffæraleg
áhrif kjaftshögga eru þau ekki
að reka dægurmálasjónvarp,
heldur einhvers konar raf-
vædda útgáfu af Húsfreyj-
unni. Húsfreyjan kemur
reyndar enn út, en mig grunar
að lesendum hennar fækki
eftir því sem fjölgar í kirkju-
görðunum.
Kart Th. Birgisson