Pressan - 07.10.1993, Qupperneq 31
Fimmtudagurinn 7. október 1993
ROKKVEISLA
PRESSAN 31
Sjaldan hafa verið gerðar
jafnmiklar væntingar til
óþekktrar hljómsveitar og
ungsveitarinnar Bubble Flies.
Hljómsveitin var stofnuð í
apríl á þessu ári og hefur að-
eins gefið út eitt lag, lagið
Strawberries, reyndar feikigott
lag, sem er að finna á safiiplöt-
unni Núili og nixi sem kom út
á vordögum með tímaritinu
Núllinu. Þann 22. október
næstkomandi fá meðlimir
hljómsveitarinnar hreint ótrú-
legt tækifæri sem allar hljóm-
sveitir með vott af metnaði
dreymir um; Bubble Flies fá
nefnilega að spila á útgáfútón-
leikum í Valsheimilinu
(merkilegt nokk) með bresku
hljómsveitinni Freaky Realist-
ic — sem spáð er mikilli vel-
gengni — með hvorki meira
né niinna en útsendara blaða
eins og Melody Maker, New
Musical Express og Select
stadda á áhorfendastæðunum.
„Við erum drullusmeykir en
jafnframt mjög spenntir. Þetta
er ákveðið kikk. Blaðamenn-
imir hljóta að segja ffá okkur
fyrst þeir eru að koma hingað
á annað borð. Þótt ekkert
birtist nema bara nafnið væri
það meiriháttar kikk því mað-
ur er búinn að liggja yfir þess-
um blöðum síðan maður man
eftir sér,“ segir einn meðlima
bandsins, Davíð Magnússon
gítarleikari, sem var rétt í því
er viðtalið var tekið að skríða
út af sjúkrahúsi eftir að hafa
lent í slysi úti á reginhafi. Svo
illa vildi til að taumur slóst í
auga hans með þeim afleið-
AKIAMORI. Við hlið hennar má greina þann meðlim Freaky
Realistic sem hvað mesta athygli hefur vakið; Justin flnderson.
leikakvöldinu mikla.
En úr hvaða jarðvegi er
Bubbleflies sprottin?
„Þeir Þórhallur og Pétur,
sem sjá um hljómborðið og
tölvugræjurnar, eru úr Hard
Core-dansmúsíkinni en það
má segja að við Palli Banine,
sem syngur, séum rokkarar.
Við erum innblásnir af Smiths
og svona Indie-tónlist. Við
héngum alltaf í Gramminu á
sínum tíma.“
Saman mynda þeir fjórir
kjarnann. Davíð segir plötuna
geðklofa, sem sé í sjálfu sér
bara eðlilegt því bandið er svo
ungt. „Svo erum við að fá
ákúrur fyrir að syngja á ensku.
Við héldum að Jet Black Joe
hefði brotið ísinn en svo er
elcki. Við vonumst bara til að
fólk hlusti á olckur með opn-
um huga.“ Að öðm leyti segir
DflVÍÐ MAGNÚSSON OG PÁLL BflNINE. Einhver talaði um sætustu og efnilegustu
hljómsveitina. Þeirfá ótrúlegt tækifæri og það (Valsheimilinu á Hlíðarenda.
ingum að augnbotninn
sprakk. í kjölfar þess
missti hann sjón á öðm
auga. Hann vill þó ekki
gera mikið úr því og seg-
ist hvort eð er hafa ædað
að taka sér frí frá sjón-
um í október til að
þjappa saman hljóm-
sveitinni fyrir tónleik-
ana, enda mikið í húfi.
Það er að nokkru leyti
fyrir tilstilli skífuþeytis-
ins og íslandsvinarins
Daves Sakrah — sem
lagt hefur leið sína
noklcrum sinnum til Is-
lands vegna villts
skemmtanalífs — sem
Bubble Flies hafa komist
í þessa spennandi að-
stöðu. Sakrah verður
hljómsveitunum tveim-
ur til aðstoðar á tón-
Davíð þá félaga mikla
partíkalla. (Það hefiir víst ekki
farið framhjá mörgum.) Þeir
séu ffægir sukkarar og þar af
leiðandi boði tónlist þeirra
djamm og hamingju, enga
óhamingju. Með þeim á
væntanlegri skífu, sem ber
nafnið The World is still Ali-
ve, leika Magnús Kjartansson,
faðir téðs Davíðs, Anna Mjöll
Ólafsdóttir er gestasöngkona,
Ásgeir Óskarsson er á
trommur, Ragnar Óskarsson
á bassa og Tóti nokkur og
Ýmir. Þess má og geta að Da-
ve Sakrah fórum höndum um
nokkur lög plötunnar.
Um hina sveitina, Freaky
Realistic, hefur mikið verið
ritað í breskum blöðum. Hef-
ur hún fengið ffábæra dóma í
hvívetna en er nú að gefa út
sína fyrstu stóru skífú. Hljóm-
sveitin spilar danstónlist með
„funk-, rokk-, hiphop- og
poppívafi“. Meðlimir hennar
eru þrír og af ólíkum upp-
runa; Michael Lord er svartur
rappari, Aki Amori er japönsk
söngkona og Justin Anderson
er breskur lagahöfundur sem
syngur einnig. Hann er sá í
hljómsveitinni sem hvað
mesta athygli hefur vakið
enda sagður ffábær á sviði og
hafa þúsund andlit. Einhver
hafði á orði að það mætti
bæði greina í honum Jökul
Tómasson útlitshönnuð og
Friðrik Weisshappel verslun-
areiganda. Þess má geta að
Friðrik hefur tekið það hlut-
verk að sér að vera kynnir
kvöldsins.
MYNDLIST
Högna Sigurðardóttir í góðum félagsskap
FIMM NORRÆNIR
ARKITEKTAR
KJARVALSSTÖÐUM
Er yfirleitt hægt að dæma
um byggingu fyrr en hún er
risin og hefur verið í notkun í
mörg ár? Og er nokkur fær
um að dæma hana annar en
sá sem notar hana? Eitt er víst
að gagnrýni á arkitektúr er
margslungið mál, því það eru
svo margir þættir sem hægt er
að taka tillit til. Praktíska hlið-
in er stór þáttur, efnið og að-
ferðirnar sem beitt er við
smíðina, sú tækniþekking og
hugsanlega tækninýjungar
sem þar koma fram. Svo er
það spurningin um hversu vel
byggingin þjónar hlutverki
sínu, hvernig hun lagar sig að
þeirri þjóðfélagsgerð sem er
til staðar á hveijum tíma. Þá
má tíunda ýmis fagurffæðileg
viðhorf. Er byggingin falleg?
Hvemig fellur hún inn í um-
hverfið? Hefúr hún eitthvert
menningarsögulegt gildi? Býr
hún yfir nýjungum í bygging-
arlist? Síðan eru ýmsar óræð-
ari spurningar sem varða
samskipti hússins við um-
hverfið og fólkið sem um-
gengst það. Býr það yfir sögu,
eða táknrænni merkingu? Og
er sjálfsagt margt ótalið.
Það er borin von að sýning
á arkitektúr geti gefið okkur
heildaryfirsýn yfir alla þætti
byggingarinnar. Það er út af
fyrir sig spurning hvort það sé
yfirleitt til slík heildaryfirsýn?
Eitthvað hlýtur alltaf að verða
útundan, jafnvel arkitektinn
getur ekki vitað allt um húsið
sem hann hannar. Sýningar á
arkitektúr geta ekki, og eiga
ekki, að reyna að sýna okkur
allt. Þær verða að reyna að
velja úr þau atriði sem geta
gefið okkur tilfinningu fyrir
heildarmyndinni. Of margar
teikningar ragla mann í rím-
inu. Það þarf kunnáttu og
reynslu til að geta lesið úr
þeim ólíku upplýsingum sem
hægt er að styðjast við, en
sumt er aðgengilegra en ann-
að.
Það er nauðsynlegt að hafa
þessi atriði í huga þegar skoð-
uð er sýning á arkitektúr, líka
til að sigrast á óþolinmæði
sem grípur mann, því áhorf-
andinn þarf að leggja töluvert
á sig til að komast inn í bygg-
inguna, ef svo má segja, og
heimfæra þær upplýsingar
sem hann fær upp á eigin
reynslu.
Sýningin á fimm norræn-
um meisturum á Kjarvals-
stöðum er farandsýning frá
Finnlandi, en meistararnir
eru Högna Sigurðardóttir-
Anspach, fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum en hefur
starfað í Frakklandi, Norð-
maðurinn Sverre Fehn, Dan-
inn Knut Holscher, Svíinn
Peter Celsing og Finninn
Aamo Ruusuvuori. Allir eru
þeir af sömu kynslóð, fæddir
á þriðja áratug aldarinnar
(Daninn yngstur, fæddur
1932), þannig að samanburð-
urinn er athyglisverður og
veitir líklega góða yfirsýn yfir
efnistök norrænna arkitekta
sem byija að láta til sín taka á
sjöunda áratugnum.
Ágætlega hefur tekist til
með þessa sýningu. Hún er
aðallega byggð upp á módel-
um og ljósmyndum, en
minna lagt upp úr teikning-
um en off er á slíkum sýning-
um. Einnig er reynt að gefa
persónulegt sjónarhorn á
hvern og einn. Magninu er
stillt í hóf þannig að það er
ekki óvinnandi vegur að
komast í gegnum sýninguna
án þess að eyða heilum eftir-
miðdegi.
Högna & co.
Áhugi okkar íslendinga
beinist fyrst og fremst að
Högnu Sigurðardóttur, sem
hefur náð talsverðum ffama í
Frakklandi og hlotið þá ein-
stöku upphefð að vera valin í
akademíu ffanskra arkitekta.
Þær byggingar sem Högna
hefur unnið að í Frakklandi
og gefur að líta hér eru allar
opinberar byggingar. Svip-
mót þeirra ber með sér að
þær hafa ákveðnu hlutverki
að gegna sem býður ekki upp
á neinn leikaraskap. Efna-
hags- og fjármálaskýrslumið-
stöðin í Savigny-le-Temple er
enginn skemmtistaður, bygg-
ingin rís upp úr síki eins og
fimm tröllauknir skjalaskáp-
ar. En það er einkenni á bygg-
ingum hennar að henni tekst
að leysa upp strangleikann
með hrynjandi sem byggist á
reitaskipan og endurtekn-
ingu. Það má kannski orða
það svo að hún laði fram
músíkina í byggingunni með
línum, flötum og blokkum,
taktfasta músík sem er aldrei
einhæf.
En það er óneitanlega
módernískur bragur á húsum
hennar. Hún leyfir sér enga
óþarfa útúrdúra, engar súlur
og bogagöng. Eitt sterkasta
einkennið á byggingum
hennar er hvíti liturinn. Pi-
erre Villette-barnaskólinn er
ekki aðeins hvítur, hann er
hvítari en spítali. Gólf, hand-
rið og ljósabúnaður, hvert
smáatriði er hvítt utan sem
innan. Áherslan á hvíta litinn
endurspeglar hinn mó-
derníska hugsunarhátt bak
við byggingarnar. Hvíti litur-
inn segir manni: hér er ekki
verið að skapa smekklegt um-
hverfi, heldur verklegt, prakt-
ískt. Hann dregur athyglina
ffá umbúnaðinum að nota-
gildi rýmisins.
Hvíti liturinn er líka talinn
„hlutlaus", hann höfðar ekki
til tilfmninganna eða býður
upp á táknrænar eða listræn-
ar skírskotanir. Hvíti liturinn
segir því ennfremur: þetta er
lýðræðisleg bygging sem til-
heyrir engum nema þeim
sem þurfa á henni að halda.
Utanaðkomandi á aldrei að fá
á tilfinninguna að hann sé að
fara inn á yfirráðasvæði ann-
arra. Það eru engir skuggar
eða skúmaskot, allt er opið,
bjart og bert.
Hvemig þetta virkar í raun
er erfitt að segja, því þótt
hvíta hlutleysið komi vel út á
mynd þá getur það hæglega
skapað þvingandi umhverfi
sem takmarkar möguleika til
aðlögunar, allir aðskotahlutir
verða svo framandi. Húsin
hennar Högnu eru kannski
spartönsk, en búa yfir
áreynslulausri reisn.
Högna er ekki eini spenn-
andi arkitektinn á sýning-
unni. Ég vil vekja athygli á
Norðmanninum Sverre Fehn,
sem er prófessor í byggingar-
list við háskólann í Yale í
Bandaríkjunum og hefur
hannað afar óvenjulegar
safnabyggingar. Daninn Knut
Holscher er forsprakkinn í
hópi sem hefur fengist við
gjörólík viðfangsefni og að-
lagar sig hverju verki á hug-
myndaríkan hátt.
„Efnahags- og fjármálaskýrslumið-
stöðin í Savigny-le-Temple er enginn
skemmtistaður, byggingin rís upp úr
síki eins ogfimm tröllauknir skjala-
skápar. “
MYNDLIST
• Guðbjörn Gunnars-
son, Bubbi, opnar högg-
myndasýningu í Lista-
galleríi, Listhúsinu í
Laugardal, á laugardag
kl. 15.
• Pétur Magnússon
opnar sýningu á skúlptúr-
um á efri hæðum Nýlista-
safnsins á laugardag kl.
15.
• Elisabet Norseng
opnar sýningu á verkum
sínum í forsal Nýlista-
safnsins á laugardag kl.
15.
• Guðrún Hrönn Ragn-
arsdóttir opnar sýningu
á skúlptúrum í Gryfjunni í
Nýlistasafninu á laugar-
dag kl. 15.
• Sigurjón Ólafsson
Sýningin Hugmynd-
Höggmynd - úr vinnu-
stofu Sigurjóns Ólafsson-
ar stendur nú yfir í Lista-
safni hans. Úrval verka
frá ólíkum tímabilum í list
Sigurjóns.
• Haukur Dór heldur
myndlistarsýningu í List-
munahúsinu.
• Birgir Björnsson hef-
ur opnað sýningu á verk-
um sínum í Galleríi Sæv-
ars Karls.
• Guðbjörg Guðjóns-
dóttir sýnir olíu- og
akrýlmyndir í kaffistofu
Hlaðvarpans.
• Skagen; úrval lista-
verka frá Skagensafninu
á Jótlandi til sýnis í Nor-
ræna húsinu. Um er að
ræða málverk, vatnslita-
myndir og teikningar. Op-
ið daglega kl. 14-19.
• Erna Guðmarsdóttir
hefur opnað sýningu í
Snegiu á myndum mál-
uðum á kínverskt silki.
Opið mánudaga til föstu-
daga kl. 12-18 og laug-
ardaga kl. 10-14.
• Þorvaldur Þorsteins-
son hefur hengt upp sýn-
ishorn úr nýjum flokki
Ijósmyndaverka á
Mokka. Síðasta sýning-
arhelgi.
• Gunnlaugur Blöndal.
Sýning á málverkum
listamannsins á Kjarvals-
stöðum, í tilefni þess að
hundrað ár eru liðin frá
fæðingu hans. Opið dag-
lega kl. 10-18.
• Hannes Pétursson.
Sýning á Ijóðum hans á
Kjarvalsstöðum. Opið
daglega kl. 10-18.
• Fimm norrænir
meistarar nefnist sýning
á Kjarvalsstöðum á verk-
um fimm norrænna arki-
tekta. Opið daglega kl.
10-18.
• Jónfna Björg Gfsla-
dóttir sýnir vatnslita-
myndir í Portinu. Síðasta
sýningarhelgi. Opið kl.
14-18.
• Bragi Ásgeirsson
sýnir grafíkverk á efri
hæð Listasafns íslands.
• Ásgrímur Jónsson.
Sýning stendur yfir í Ás-
grímssafni á vatnslita-
myndum eftir listamann-
inn. Opið á laugardögum
og sunnudögum kl.
13.30-16.
• Kjartan Guðjónsson
hefur hengt upp verk sín
í Götu-grillinu, Borgar-
kringlunni.
• Arngunnur Ýr sýnir
olíumálverk á Hulduhól-
um, Mosfellsbæ. Opið
daglega kl. 14-18.
• Asmundur Sveins-
son. Yfirlitssýning í Ás-
mundarsafni við Sigtún í
tilefni aldarminningar
hans. Verkin spanna all-
an feril hans, þau elstu
frá 1913 og þaö yngsta
frá 1975. Opið alla daga
frá 10-16.