Pressan - 07.10.1993, Page 34

Pressan - 07.10.1993, Page 34
I Þ ROTTIR Fimmtudagurinn 7. október 1993 34 PRESSAN Nýjustu tröllin í handboltanum Víkingar í skýjunum ““ Það eru Víkingar sem eiga tvo stærstu mennina í deild- inni í vetur. Stærsti handbolta- maðurinn er ekki íslendingur, heldur Serbinn Miladin Ostojic. Hann er engin smá- smíð, 2,03 metrar og 96 kg. Ostojic er örvhent skytta og feikilega öflugur. Aðrir í Vík- ingsliðinu eru svo sem engir dvergar. Sá sem er næststærst- ur í handboltanum í vetur heitir Ingi Þór Guðmundsson og er líka í Víkingi. Hann er 2,00 m og 96 kg og spilar íyrir utan vinstra megin. Sannkall- aðar stórskyttur þar á ferð. Þeir sem koma næstir hvað stærð snertir eru: Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, 1,98 og 98 kg; Ólafur Stefáns- son, Val, 1,96 og 85 kg; Pat- rekur Jóhannesson, Stjörn- unni, 1,95 og 90 kg, og síðast en ekki síst er sá sem er mestur að flatarmáli: Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson. Hann er 1,95 og 105 kg, tröll að burð- um og mikill varnarmaður. Til samanburðar má geta þess að minnsti landsliðsmaðurinn er Valdimar Grímsson, KA, sem er „aðeins“ 1,80 m. Það telst ekki verra að vera stór í handboltanum, án þess að því sé haldið fram að það ráði úrslitum. Það er vor hjá handboltamönnum, vertíðin að byrja. Það er ljóst að Vals- menn mæta sterkir til leiks og eru af flestum taldir sigur- stranglegastir. Þó er það sam- dóma álit tíðindamanna PRESSUNNAR að deildin verði jafnari en oft áður. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, telur varla að það geri útslagið fyrir þá að hafa stærstu mennina. „En við ætl- _um okkur hluti. Þó væri bjart- sýni að halda því fram að við verðum í toppbaráttunni.“ Úlafur Stefánsson: 1,96 m. Patrekur Jóhannesson: 1,95 m. Sigfús Sigurðsson: 1,95 m. Dagur Sigurðsson: 1,94 m. Miladin Ostojic: 2,03 m. Kolumbíumaðurinn Asprilla slær í gegn Besti sóknarmaðurinn í dag Þýska knattspyrnan Peningarnir rúlla inn Þeir hjá íþróttadagblaðinu Gazzetta dello Sport á Italíu eru ekki gjarnir á að skafa ut- an af hlutunum og það á við um nýjustu stjörnu ítölsku knattspyrnunnar: „Hann er besti alhliða sóknarmaður heims í dag,“ sagði blaðið fyrir skömmu um Kólumbíu- manninn Faustino Asprilla sem skorað hefúr sex mörk í þremur umferðum og er meðal markahæstu manna. Asprilla kom til Parma á síðasta ári og í fyrstu virtist hann ekki ætla að standa und- ir væntingum. Hann var í eig- in heimi á æfingum; átti það til að leika á hálft liðið og missa svo knöttinn. Þjálfari Parma sá hins vegar hve hæfi- leikaríkur hann var og lagði það á sig að læra spænsku til að ná sambandi við Asprilla. Hlutirnir breyttust hins vegar í leik gegn AC Mílanó. Félagar hans leyfðu honum að taka aukaspyrnu af vonlausu færi og Asprillo nýtti það. Hann skoraði með ótrúlegu snúningsskoti og fyrsta tap Mílanó í 58 deildarleikjum var staðreynd. „Þessi Asprilla er sannkallaður djöfúll," sagði vamarmaðurinn Franco Bar- esi og mörgum finnst það vel lýsa skapferli Kólumbíu- mannsins. Sú saga gengur að hann hafi slasast á fæti heima í Kólumbíu í fyrra eftir að hann sparkaði í strætisvagn! Menn eru á því að helsti óvinur Asprilla sé hann sjálf- ur. Hann trylltist þegar þjálf- ari Parma ákvað að nota hann ekki í úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa á Wembley í vor. 1 æðiskasti fór hann fram á að vera seldur og menn sáu fyrir sér örlög Maradona. Þá hvarf hann eftir landsleik í undankeppni heimsmeistara- keppninnar vegna ósættis við félaga sína. Hann fellst þó á að leika gegn Argentínu og átti stóran þátt í 5-0-sigri Kól- umbíumanna. Forráðamenn Parma telja að þeir geti haft stjórn á sniÚ- ingnum og Asprilla hefúr ný- lega skrifað undir samning til ársins 1996. Fyrir vikið fær hann 42 milljónir króna. Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur hjá Parma, sem í fyrsta skipti er í baráttu um titilinn. Þá verður hann væntanlega með í heims- meistarakeppninni í Banda- ríkjunum á næsta ári, en Kól- umbíumenn verða þar með eitt athyglisverðasta liðið. FflUSTINO ASPRILLA. Þessi 22 ára sóknarmaður er einn af markahæstu mönnum tímabilsins á Ítalíu. Rauði herinn skotfæralaus Frammámenn í þýsku knattspyrnunni eru kátir þessa dagana. Áhorfendur streyma á leiki og peningarnir rúlla inn. Þjóðverjar virðast vera að upplifa mikla uppsveiflu í deildarkeppninni og liðin eru aftur að verða samkeppnisfær við ítölsku risana, sem sést best á því að enginn þýskur leikmaður hélt suður á bóginn fyrir tímabilið. Þrátt fyrir að sjónvarpsum- fjöllun hafi aukist fjölgar áhorfendum þvert á spár þeirra svartsýnu. Meðaláhorf- endafjöldinn eftir níu umferð- ir er 28 þúsund á leik og lið eins og Borussia Dortmund, Núrnberg og Bayern Mú- nchen eru með yfir 40 þúsund áhorfendur á leik. Sextán lið af átján fá nú fleiri áhorfendur en að meðaltali í fýrra. Meðal- talið í fyrra á leik í þýsku Bundesligunni var 25.175 áhorfendur. Það var hæsta meðaltal í fimmtán ár. EYJÓLFUR SVERRISSON. Bónus- greiðslur hafa hækkað hjá þýskum liðum. Liðin fá nú umtalsverðar tekjur fyrirffam í gegnum sölu á sjónvarpsrétti. Þannig fá öll liðin 170 milljónir króna frá sjónvarpsstöðvunum, sem telst dágóð búbót. Þetta hefúr aukið breiddina í deildinni, sem gerir hana meira spenn- andi, og þannig koma fleiri áhorfendur. Velta deildarinn- ar nam 13,6 milljörðum í fyrra og hafði nítjánfaldast frá upp- hafsdögum Bundesligunnar fyrir þrjátíu árum. Og leikmenn njóta einnig velgengninnar. Bónusgreiðsl- ur hafa hækkað mikið. Meist- ararnir í Werder Bremen borga frá 42 þúsundum upp i 73 þúsund krónur fyrir hvert stig. Endanleg upphæð veltur á lokastöðunni. Ef þeir verja titilinn fær hver leikmaður sem leikur þrjátíu leiki eða fleiri 2,1 milljón króna auka- lega. Ingi Þór Guðmundsson: 2,00 m. Það er allt upp í loft hjá Liverpool. Þeir sem horfðu á leik liðsins á laugardaginn var sáu að ekki er allt með felldu þar á bæ. Liðið er öm- urlegt og óhætt að segja að enginn þeirra leikmanna sem þar voru inná hefði komist í liðið fyrir nokkrum árum. Framkvæmdastjóri félags- ins, Graeme Souness, er bú- inn að tilkynna að hann ætli að hætta eftir tímabilið en menn vita ekki hvort hann endist svo lengi. Staða hans sést best á því að í nágrann- aslag við Everton fyrir skömmu sungu stuðnings- menn Everton; Ekki láta Souness hætta! Þá telja menn að Souness hafi sett allt of sterkan per- sónulegan svip á liðið, sem lagt hefur hið fræga spil sitt til hliðar og tekið upp ký- lingaknattspyrnu í enskum stíl. Þá eyddi hann 5 milljón- um punda í að kaupa harð- Þessi mynd sýnir vel ástandið í „fjölskyldufélaginu" Liverpool: Leikmenn- irnir McManaman og Grobbelar í slagsmálum eftir að þeir kenndu hvor öðrum um mark sem liðið fékk á sig. jaxlana Neil Ruddock og Julian Dicks, sem hefúr ver- ið rekinn átta sinnum út af og fengið 48 gul spjöld á ferl- inum. Þegar Souness keypti þá hafði hann á orði að nú væri liðin sú tíð að önnur lið hefðu gaman af að leika við Liverpool. I raun hefur Souness gert fáránlega umbyltingu í her- búðum Liverpool. Félagið hefur hingað til stært sig af samfelldri þróun þar sem einn leysir annan af hólmi eins og í fjölskyldufyrirtæki. Trúnaðurinn og virðingin gagnvart félaginu hafa verið alger. Þetta er breytt og and- rúmsloftið heldur dapurt.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.