Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 38

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 38
SJONVARP OG B I O 38 PRESSAN Fimmtudagurinn 7. október 1993 SJÓNVARPIÐ Sjáið: • Álfagull ★★★1/2 Finian’s Rainbow Á RÚV á fimmtudags- kvöld. Bandarísk dans- og söngvamynd frá 1968 í leikstjórn Coppola. I myndinni er komið inn á kynþáttamismunun og nún var á undan sinni samtíð en hefúr elst yndislega hallæris- lega á 25 árum. Fred Astaire kostulegur í hlutverki sínu. • Fatafella deyr ★★★ Maigret - Les plaisirs de la nuit á RÚV á föstudagskvöld. Byggð á sögu Georges Simenon sem þýðir að plottið er ekki móðgandi einfalt. Það er oft með þessar frönsku myndir eins og Laxness; þegar maður er búinn að pína sig í gegnum fyrstu blaðsíðurnar þá er framhaldið í góðu lagi. • Einræðisherrann ★★★1/2 The Great Dictator á RÚV á sunnudag. Þetta er fyrsta talmynd Chaplins í fúllri lengd, frá ár- inu 1940. Þeir sem ekki hafa séð þessa klassísku mynd ættu ekki að láta happ úr hendi sleppa. Frábært þrjú-bíó. • Annarra manna peningar ★★1/2 Other People’s Motiey á Stöð 2 á laugardagskvöld. Þeir eru nokkrir sem geta haldið heilu kvikmyndunum á floti og Danny DeVito sýnir í þessari mynd að hann er einn þeirra. Varist: • Homer og Eddie 9 á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Whoopi Goldberg og James Belushi eru mistækir leikarar og ekki ýkja kresin á hlutverk. Það sannast í þessari mynd. Hún leikur konu sem er að deyja úr krabbameini í heila og hann leikur miðaldra „strák“ sem hefúr verið undarlegur síðan hann fékk bolta í höf- uðið í bemsku. Öll þessi ósköp eiga að vera fyndin! • fskaldur 9 Cool as Ice á Stöð 2 á föstudagskvöld. Rappsöngv- arinn Vanilla Ice leikur Johnny, mótorhjólahetju og söngvara, sem kynnist stelpu, en foreldrar hennar vilja ekkert með hann hafa — eins og einhver vilji nokkuð með þennan VanOla Ice hafa. Þetta er stef sem var reynt með sjálfúm Elvis og gekk ekki. Hvemig í ósköpunum dettur mönnum í hug að það lagist með Vanilla Ice? • Pottormur í pabbaleit II 9 Look Who’s Talking Too á Stöð 2 á sunnudag. Enn eitt dæmið um gíruga Hollívúdd-menn að blóðmjólka beljuna. • Kona á flótta Wotnan on the Run: The Lawrencia Betnbenek Story á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Framhaldsmynd í tveimur hlutum. Þú skalt varast þetta prógramm nema: Þú hafir ekkert annað að gera, sért staðráðinn í að borga áskriftina fyrir október og ædir að gera það á réttum tíma. KVIKMYNDIR Algjört möst: • Flóttamaðurinn ★★★ The Fugitive Áhorfandinn stendur allan tímann með flóttamanninum, sem verður einskonar sambland af greifanum af Monte Cfuisto og Jósep K. Qfsóttur af glæponum og hinu op- inbera. Flóttamaðurinn er m.ö.o. í svipaðri stöðu og almenningur. Myndin er ótrúlega spennandi og kemur manni hvað eftir annað á óvart eins og vera ber í góðri spennumynd. Bíóhöllinni. • Indókína ★★★★ Þessi kvikmynd er ótrúlega vel gerð. Leikur er yfirleitt frábær, myndataka stórkostleg, sviðsetning og leik- munir aðdáunarverð. Hvað ætli þurfi að líða mörg ár þar til Hollywood verður fær um að gera mynd af þessari stærðargráðu um ffam- haldið? Háskólabíói. • I skotlínunni ★★★1/2 In the Line of Fire Myndin er afar vel gerð og vel leikin. Flest at- riði í myndinni eru trúverðug og eykur það vitaskuld á spennuna, þessi saga gæti gerst. Myndin fjallar um hina afskræmdu mann- veru sem ekki er lengur þörf og ekld er leng- ur hægt að rétdæta. Stjömubíói. • Red Rock West ★★★ Red Rock West er vel gerð afþreying og þykist ekki hafa neinn djúpan boðskap. Efni myndarinnar er tóm videysa eins og oft er um spennumyndir, en maður finnur að leikararnir hafa gaman af að fást við það. Regnboganum. • Júragarðurinn ★★★ Jurassic Park Þetta er spennandi ævintýramynd sem ætíað er nákvæmlega sama hlutverk og hinum „raunverulega“ Jurassic Park, að græða peninga. Hæstíréttur um gæði þessarar myndar eru börnin. Þegar hasarinn fór að færast í aukana í myndinni hættu strákar að stríða stelpum og stelpur hættu að gjóa augum á stráka. Bíóhöllinni og Háskólabíói. • Þríhymingurinn ★★★★ Æda má að þar fari hálfklámmynd um vændismenn og búksorgir þeirra, sem maður sér kl. 11, einn. Fljódega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsingum (og umsögnum kvikmyndagagnrýnenda), því hér getur að líta sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástina og vald tílfinninganna yfir okkur. Regnboganum. Y • • Oðruvísi umræðuþáttur Síödegisu ni ræðan Það blæs byrlega fyrir Ríkisútvarpinu Sjónvarpi í upphafi vetrar og mikill kraftur er í stofnuninni um þessar mundir. Innlendri dagskrárgerð er gert hátt undir höfði og ný andlit birtast áhorfendum nánast í viku hverri. Eitt nýrra andlita er Salvör Nordal, en hún er ein þriggja umsjónarmanna um- ræðuþátta sem verða á dagskrá á sunnudögum. „Umræðuþættirnir bera yfirskriftina Síðdegisumræðan og er ædað að taka eitthvert efni fýrir hverju sinni og ræða það frá nýju sjónarhomi. Við- fangsefúi hvers þáttar ræðst af viðburðum vikunnar. Um- sjónarmenn auk mín em þeir Magnús Bjarnfreðsson og Gísli Marteinn Baldursson. Þetta er skemmtilega saman- settur hópur að mínu mati, gamalreyndur haukur og svo ungur og upprennandi mað- ur. Þó að við hittumst viku- lega og berum saman bækur okkar þá stjórnum við hvert sínum þættinum og berum ábyrgð á honum. Síðdegi- sumræðan er samstarfsverk- efni þriggja deilda, ég kem að þessu í gegnum innlendu dag- skrárdeildina, Magnús í gegn- um fféttastofúna og Gísll er á vegum framkvæmdastjóra." Salvör hefur verið fram- kvæmdastjóri íslenska dans- fiokksins frá hausti 1989, en þar áður starfaði hún sem fJamkvæmdastjóri Listahátíð- ar. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og annaðist þættí á Stöð 2 fýrir nokkrum árum sem hétu „Heil og sæl“. „Ég hef ekki verið í þessum bransa í sautján ár, en hef þó nokkra reynslu. Ég hef lokið BA-prófi í heimspeki og fór síðan í framhaldsnám til Skot- lands. Bakgrunnur fólks, menntun og starfsreynsla hafa eðlilega áhrif á þá sýn sem hver og einn hefúr, en ég ætla þó ekki að binda mig við eitt- hvað fyrirfram ákveðið. Síð- degisumræðan hefur verið í undirbúningi í tvo mánuði. Við höfum fundi á fimmtu- dögum og þar ræðst efni næsta þáttar." Fjölmiðlutt á íslandi hefur aldrei verið meiri, óttast Salvör ekki að Síðdegisumrœðan drukkni hreinlega í öllu þessu flóðifrétta og dagskrárgerðar? „Það er alveg rétt, það er um ákveðna offjölmiðlun að ræða á íslandi og til að raddir heyrist þurfa þær að vera sterkar. En ég held þó að þrátt fyrir þetta offramboð séu menn voðalega mikið að hamast á sama sviðinu. Allt virðist ganga út á einhvern hasar, sem síðan á að selja. En þegar allt kemur til alls eru þetta sömu fJéttímar sagðar á sama hátt, sömu fJéttaskeytin. Og ef við tölum um ljósvakamiðl- ana, þá sjáum við hinn vangann á Davíð segja sama hlutinn á hinni stöðinni. Síðdegi- sumræðunni er ætlað að vera öðruvísi. Um- ræðunum er ekki ætlað að vera pólitískur hanas- lagur þar sem viðmælendum er stillt hverjum upp í sitt homið. Ég held að Síð- degisumræðan verði öðruvísi þáttur, við ætíum ekki inn á þetta svæði. Hug- myndin er að hefja sig yfir dægurþras, ræða hluti sem skipta alla máli og gefa sér tíma til þess.“ Fyrsti þáttur Síðdegisumr- æðuntiar verður nœsta sunnu- dag og Salvör stjórnar þættin- um. Er kominn skrekkur? „Já, þegar ég leyfi mér að hugsa um þá hlið — en það er víst bannað — þá finnst mér þetta alveg hryllingur! Þó að ég hafi nokkra reynslu af fjöl- miðlum er sjónvarpið óvæg- inn miðill og fólk er berskjald- aðra þar en á öðrum vett- vangi. Ég hef aldrei stjórnað þætti í beinni útsendingu í sjónvarpi áður, en þetta verð- ur bara að koma í ljós.“ Davíö Þór Jónsson, skemmtikraftur ogguö- fræöineml, hefur áhuga á feröalögum og lestri góöra bóka. Hann heföi þó ekkert á móti því aö vera sjónvarpsstjóri í svo sem einn dag. 04:00 íþróttir. 07:00 Halló Hafnarfjöröur. Morgunþáttur. 09:00 Skemmtilegt efni. Er- lent skemmtiefni eöa íslenskt grín á borð viö „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" eða „umræðuþætti" undir stjóm Ragnars Halt dórssonar. 18:00 Morgunsjónvarp bamanna. (Eöa eitt- hvað annaö sem eng- inn nennir að horfa á, allra síst bömin, svo þaö sé matarfriður.) 20:00 Fréttir og veður. 20:30 Limbó. 21:30 Kvikmynd kvöldsins. Einhver mynd sem hefur ekki tölustaf aft- an við titilinn. 23:30 Dagskrárlok. Þula: Brynja X. Vífilsdóttir. Hún á alltaf að koma á milli dagskrárliða og stundum inn í þá miöja og þá skiptir svo sem engu máli hvað er í sjónvarpinu. KVIKMYNDIR Að segja hið ósegjanlega „Það má með ólíkindum heita að þessir heimsfrœgu leikarar skuli vinna stór- kostlegan leiksigur í þessari mynd, þar sem þeir eru með bestu leikurum sam- tímans fyrir. “ PÍANÓIÐ - THE PIANO REGNBOGANUM ★★★★★ Sumarið hefur verið óvenju gjöfúlt á góðar mynd- ir. Mest hefúr þó farið fyrir afar vel gerðum spennumyndum með svo sem engan boðskap eða merkingu, myndum eins og Flóttamanninum, í eldlín- unni og Júragarðinum, sem ekki munu þykja merkar þeg- ar til lengdar lætur. Inn á milli hafa svo skotíst mjög at- hyglisverðar myndir á borð við Falling Down, Vonda lög- reglumanninn, Þríhyrning- inn og Indókína, sem allar munu taka sér virðulegan sess í kvikmyndasögunni fyrir margra hluta sakir, sérstak- lega vegna þess að í þeim er gerð tilraun til að skilgreina þá tíma sem við lifum á eða mennina sem skapa þessa tíma. I þeim öllum er gerð til- raun til að horfast í augu við hina guðlausu tuttugustu öld, þar sem allt virðist leyfilegt. Þessar bestu myndir hafa þó lítið fengist við leit að ein- hverjum gildum, sem gera líf- ið þess virði að því sé lifað, nema þá helst Þríhyrningur- inn. Þær hafa allar fengist við að lýsa fremur en kryfja. Kvikmyndin Píanóið sver sig í ætt við þessar bestu myndir sem áður voru nefiidar, en sker sig úr þeirra hópi að því leytí, að í henni er gerð tilraun til að kryfja ekki síður en lýsa. Þess vegna skiptír ekki máli þótt tíminn sé viktoríanskur og landið frumskógar Nýja-Sjálands, fjallað er um myrkviði vold- ugra tilfinninga sem byltast innra með okkur flestum. Ung mállaus kona tjáir hug sinn með píanóleik, píanóið er henni tjáningarmiðill, brú- in yfir til annarra manna, tengiliður hennar við mennskuna í sjálfri sér og öðrum. Hún flyst til bónda sem býr í frumskóginum án þess að hafa séð hann áður, ásamt ungri dóttur sinni, með hjúskap í huga. Bóndinn hirðir ekki um mikilvægi pí- anósins fyrir konuna og er það skilið eftir í fjörunni þar sem konan tekur land. Ólæs kotkarl kaupir píanóið af bónda í skiptum fyrir land, ásamt kennslu á gripinn, sem mállausa konan skal annast. Af þessu spinnast ástir þess ólæsa og þeirrar mállausu. Holly Hunter fer með hlut- verk mállausu konunnar af öryggi og innsæi. Bóndinn er leikinn af Sam Neill en kot- karlinn af Harvey Keitel og má það með ólíkindum heita að þessir heimsfJægu leikarar skuli vinna stórkosdegan leik- sigur í þessari mynd, þar sem þeir eru með bestu leikurum samtímans fyrir. Hér leikur Sam Neill þröngsýnan rudda en Harvey Keitel blíðan elsk- huga, gagnstætt því sem báðir þessir menn hafa áður helst leikið. Má vart á miili sjá hvorum tekst betur upp. Myndataka, sviðsetning og tónlist eru myndinni tíl sóma. Allt þetta hefði trúlega nægt til að gera afbragðsgóða mynd. Það sem gerir þessa mynd betri en flestar aðrar góðar myndir er efnisval og efnistök, handrit og frábær leikstjórn ungrar konu, Jane Campion. Frásögnin er samþjöppuð en þó fá allir hlutir nægan tíma til að þroskast. Engar vífilengjur eða óþarfa mas, samt kemst allt til skila. Sam- hengi atburða er undirstrikað af hugkvæmni, til dæmis með leiksýningu sem síðan er end- urtekin í „raunveruleika“ myndarinnar. Myndmálið skerpir og útskýrir atburða- rásina, myrkviði skógarins er notað til að veita innsýn í hugskot mállausrar konu, þegar hún verður fýrir sinni döprustu reynslu. Meira að segja börnin leika þannig að unun er á að horfa. Þannig leikur kvikmyndin í höndum þessa mikla meistara, Jane Campion, kvikmyndin er hennar píanó. Myndin fjallar um ástir þeirrar mállausu og hins ólæsa, fýrir þeim er píanóið miðillinn sem tengir menn saman, er farvegur tilfinning- anna eins og öll mikil list á að vera ef rétt er á haldið, sem gerir okkur kleift að tjá og nema mál hjartans. Það er hinn læsi og altalandi bóndi sem er blindur á táknmál til- finninganna, þar til hann hef- ur unnið ódæðisverk. Þá læt- ur leikstjórinn hann gera yfir- bót sem bragð er að, vegna þess að Jane Campion er ekki í stríði við eitthvert ímyndað feðraveldi. Hún er að fjalla um ólæsi hinna læsu og mál- leysi þeirra talandi um leið og henni tekst að segja hið ósegj- anlega.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.