Pressan - 11.11.1993, Qupperneq 12
SKOÐANIR
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
12 PRESSAN
PRESSAN
Útgefandi Blaö hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson
Markaösstjóri Sigurður I. Ómarsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86,.tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO
en 855 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
ítalskt siðferði í
Seðlabanka
Bifreiðakaup Seðlabankans fyrir Jón Sigurðsson banka-
stjóra taka á sig æ sérkennilegri myndir og líkari þeim sem
við ættum að vænta úr suður-evrópsku stjómkerfi. Eins og
PRESSAN skýrði frá í síðustu viku blandaði Jón Sigurðsson
saman illræmdum jeppakaupum bankans og eigin persónu-
legu bílaviðskiptum við sama bifreiðaumboð. Það gerðist
með þeim hætti að um leið og banldnn keypti rándýran
jeppa af umboðinu lét Jón umboðið kaupa af sér notaðan
einkabíl, sem er gagnstætt venjulegum viðskiptaháttum bif-
reiðaumboða.
í kjama sínum em þetta „ítölsk“ viðskipti. Opinber stofh-
un kaupir vöm af fyrirtæki og stjómandi hennar notar tæki-
færið til að láta það fyrirtæki leysa ákveðinn vanda í einka-
fjármálum sínum. Þetta gæti hafa gerzt einhvern veginn
svona:
Bifreiðaumboðið Jöfur veit að Seðlabankinn ætlar að
kaupa af þeim dýmstu gerð af jeppa. Á sama tíma hefur Jón
Sigurðsson samband og segist vera í vandræðum með fimm
ára gamlan amerískan bíl sem hann þurfi að selja. Hvemig á
umboðið að bregðast við? Þeir leggja að vísu eldd í vana sinn
að kaupa notaða bíla nema þeir séu teknir sem greiðsla upp í
dýrari; og þeir em að vísu ekki með umboð fýrir þessa bif-
reiðategund. En hvað? Er hugsanlegt að þeir missi af millj-
ónaviðskiptum ef þeir lcaupa ekki bíl Seðlabankastjóra fyrir
nokkur hundmð þúsund? Skynsemin segir umboðinu að
auðvitað kaupi það þennan notaða bíl. Vera kann að par
hundmð þúsunda tapist á þeim viðskiptum, en það em smá-
munir miðað við milljónimar sem von er á frá Seðlabankan-
um.
Viðskiptin fóm ffarn og í eina viku var Jöfúr eigandi gamla
bílsins. Þá var Jón Sigurðsson neyddur til að skila dýra jepp-
anum og um leið voru prívatviðsldpti hans við Jöfúr látin
ganga til baka. Allt er þetta staðfest með upplýsingum úr bif-
reiðaskrá og frá umboðinu. Jón Sigurðsson segir hins vegar
að þessi viðsldpti hafi aldrei farið ffam. Það em út af fýrir sig
óskiljanleg ósannindi.
Allt þetta ætti að nægja til að þess sé krafizt að upplýst
verði opinberlega hvemig einlcaviðskipti Seðlabankastjóra
við biffeiðaumboðið tengdust viðskiptum banlcans við það.
Hvers vegna segir Seðlabankastjóri ósatt um viðskiptin? Naut
hann sérstakra kjara í einkaviðskiptum sínum í kraffi við-
skipta bankans? Af hveiju brá umboðið út af vananum og
keypti notaðan bíl án þess að sami aðili keypti annan dýrari?
Eða getur verið að umboðið hafi litið á prívatpersónuna Jón
Sigurðsson og Seðlabanlcann sem einn og sama viðskiptavin-
inn? Greiddi umboðið Jóni hærra verð fyrir einkabílinn en
eðlilegt getur talizt? Vissi bankaráðið af þessum viðskiptum?
Hvar em nú hinir nýupprisnu siðbótarmenn á Alþingi?
Þykja þeim þetta eðlileg viðskipti? Þeir hljóta að krefjast þess
af Seðlabankanum að þessum spurningum og fleiri verði
svarað. Og áður en rfidsstjóm og AJþingi ákveða að fækka
Seðlabankastjórum um einn er eðlilegt að spurt sé hvort öðr-
um þeirra sem fyrir sitja sé sætt í ljósi þessara upplýsinga.
BLAÐAMENN: Bergljót Friöriksdóttir, Guörún Kristjánsdóttir,
Jakob Bjamar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari,
Kristján Þór Ámason myndvinnslumaöur,
Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson,
Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson.
PENNAR Stjómmál: Andrés Magnússon, Ámi Páll Ámason, Einar
Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Ámason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Láms Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason,
Snorri Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Rlmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
STJÓRNMÁL
Engu gleymt — ekkert lœrt
„Hin eðlilega túlkun ersennilega sú aðfram-
sóknarmenn hafi um helgina verið að benda á
sjálfa sigsem lipra nýja samstarfsmenn fyrir
þann Sjálfstœðisflokk sem nú vill láta reka á
reiðanum íþeirri von að syndaflóðið verði ekki
fyrren eftir hans dag. “
Ýmsir sögðu það vorið
1991 að einn sögulegasti at-
burðurinn við stjómarskiptin
væri í rauninni ekki tengdur
hinni nýju stjóm heldur hinni
nýju stjómarandstöðu: nú var
Framsóknarflokkurinn utan
stjórnarráðsins í fýrsta sinn í
tuttugu ár. Tuttugu ár em heil
eilífð í pólitík: Síðasta stjórn
sem Framsókn sat ekki í (fýrir
utan tvo kratamánuði
1979-80) var ráðuneyti Jó-
hanns Hafsteins; meðal þeirra
ungu manna sem fýrst náðu
kjöri á alþingi í kosningunum
1971 var einmitt Steingrímur
Hermannsson.
I sæmilegu lýðræðissamfé-
lagi er stjómarandstaða eitt af
því besta sem getur komið
fýrir burðarflokka einsog
Framsókn hefur reynst á ís-
landi 20. aldar. Þá fá flokkarn-
ir frið frá önnum dagsins til
að hugsa fram í tímann, end-
urnýja stefnu sína og stíl,
koma í gegn tímabærum
mannaskiptum; laga svo brot-
ið í buxunum, velja nýjustu
tísku í hálstaui, setja á sig vel-
lyktandið og vera reiðubúinn
að sjarméra þjóðina uppá
nýtt.
Fyrstu misserin virtist
Framsóknarflokkurinn hafa
staðist þokkalega þá prófraun
að lefica stjómarandstöðuhlut-
verkið í fýrsta sinn í tvo ára-
tugi. Framsóknarmenn létu
aðra stjómarandstæðinga um
hróp og köll og reyndu sjálfir
að halda á sér ráðherrasvipn-
um með þeim illa duldu skila-
boðum útí þjóðfélagið að nú
væri bara ofurlítill svigi í
stjómmálasögunni þangað til
þeir tækju aftur við stjórnar-
taumum. Og flokkurinn nýt-
ur enn þessarar taktíkur í
skoðanakönnunum sem hafa
lyft honum á stall jafúháan
slökum Sjálfstæðisflokki og
treyst forystuhlutverk Stein-
gríms og Framsóknar í stjóm-
arandstöðunni þrátt fýrir
nokkra samkeppni frá Ólafi
Ragnari þegar hann fær frið til
frá flolcksbræðrum sínum
elskulegum.
Það hefúr sennilega hjálpað
Framsóknarflokknum að að-
stæðumar hafa gert honurn
kleift að brosa í nokkrar áttir í
senn. Þannig reyndist flolckn-
um alls ekki illa að skiptast í
tvennt í EES-málinu, þarsem
Steingrímur varð einskonar
sáttasemjari milli íhalds-
manna undir forystu Páls Pét-
urssonar og módernista með
Halldór Ásgrímsson á oddin-
um. Þannig er miðjuflokkur-
inn áfram opinn í báðar áttir í
miðjunni — sem fellur vel í
kramið hjá ákveðnum hluta
kjósenda á breytinga- og
óróatímum.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur núna þá stöðu að allar líkur
em á að hann geti ef hann vill
orðið forystuflokkur ríkis-
stjómar sem stjórnarand-
stöðuflokkamir mynduðu eft-
ir kosningar, sem geta orðið
hvenær sem er ffamrná þar-
næsta vor. Hvemig stjóm gæti
það orðið? Hvað vill hinn
ótvíræði forustuflokkur
stjómarandstöðunnar? Hvert
er svarið við núverandi stjóm-
arstefúu? Leit að svari við
þessum spurningum er afar
athyglisvert ferðalag fýrir þá
sem hafa haft uppi gagnrýni á
Davíð og félaga.
Um helgina hélt Framsókn-
arflokkurinn miðstjórnar-
fúnd. Flokkurinn heldur að-
eins einn slfican á ári, það ár
sem ekki er haldið flokksþing.
Niðurstaða slíks fúndar ætti
þessvegna að vera þokkaleg
vísbending um þá leiðsögn
sem framsóknarmenn ætla að
veita þjóðinni næstu árin.
Því miður. Ályktun Fram-
sóknarfúndarins 1993 em
hefðbundnir ffasar í tíu liðum
um að „jafúa kjörin í landinu"
— um „breiða þjóðarsátt" —
„aðhald og spamað í ríkis-
rekstrinum“ —
um að „fella niður
álögur“ á sjávarút-
veg og annað at-
vinnulíf — „bæta
samkeppnisstöðu"
í landbúnaði og
svo framvegis. Það
sem stendur eftir af
ályktun fundarins
og túlkun hennar
úr munni forustu-
manna í fjölmiðlun
er annarsvegar að
framsóknarmenn
ætla sér að gera
„eignakönnun“ í
landinu, og hins-
vegar að þeir æda
að taka erlend lán
— tíu milljarða,
sagði Steingrímur
— til að rétta við
atvinnulífið.
Stefúa Fram-
sóknarflokksins ffá
miðstjórnarfund-
inum er þannig
tvennskonar. Ann-
arsvegar em klass-
ískar „vinstri-
stjómar“- aðferðir,
sem sjálfstæðis-
menn hafa reyndar
ekki síður aðhyllst:
erlend lán eiga að
spýta nýjum gangi í
efnahagslífið, halda
uppi lífskjörum og
velferð — í því
trausti að aðrir
þurfi að borga þau
affur. Hinsvegar
býður Framsóknar-
flokkurinn status
quo í atvinnumál-
um þarsem veislu-
haldið fýrir erlendu
lánin er fýrir alla:
engar hugmyndir
um endurskipu-
lagningu í sjávarútvegi, hvað
þá landbúnaði, ekki orð um
banka- og fjármagnskerfi.
Það er erfitt að setja þetta
nýja stefúuplagg ffamsóknar-
manna í það samhengi að hér
sé á ferð forustuflokkur í nýrri
ríkisstjórn. Aftur á móti em
tillögumar í dágóðu samræmi
við nýjustu stjórnaraðgerðir
Sjálfstæðisfloklcsins í kompan-
íi við ASÍ og VSÍ. Og eftir allt
saman er hin eðlilega túlkun
sennilega sú — af því þeir em
engir asnar í hinni hráu valda-
pólitík — að ffamsóknar-
menn hafi um helgina verið
að benda á sjálfá sig sem lipra
nýja samstarfsmenn fýrir
þann Sjálfstæðisflokk sem nú
vill láta reka á reiðanum í
þeirri von að syndaflóðið
verði ekki fýrren eftir hans
dag.
Höfundur er íslenskufrædingur.
FJÖLMIÐLAR
Ólafur lendir í ruslinu
„Vceri það fréttnæmt efHeimir Steins-
son skyti hund í staðinn fyrir gæs? Já.
Hrafn Gunnlaugsson? Alveg örugglega.
Páll Magnússon? Dittó. “
Það var ýmislegt athyglis-
vert að finna í langhundi Ól-
afs Jóhannssonar fréttamanns
í Mogganum í síðustu viku,
þar sem hann segir til synd-
anna þeim blöðum sem
sögðu ffá þvi þegar hann í
slagtogi með Páli Magnússyni
skaut nýlega veiðihund í mis-
gripum fyrir gæs. Efnislega
bætti hann ekki mildu við
málið, öðm en að það hefði
verið hann sem tók í gjkkinn
og að það hefði ekki verið
myrkur, heldur rökkur og
skotbjart upp í norðvestur-
himininn. (Sem bætir ekki
beinlínis málstaðinn: sá hann
þá hundinn og skaut samt?
Eða var of mikið „rökkur“ til
að hann sæi hundinn? Ef svo
var, skaut hann þá á eitthvað
sem hann sá ejcki?)
Látum það vera. Það var
tvennt annað sem vakti meiri
athygli mína. Annað var
fféttamat fréttamannsins.
Honum þótti atburðurinn
sumsé varla í ffásögur fær-
andi og taldi þá félaga gjalda
þess að vinna á fréttastofu
Stöðvar2.
Það er hugsanlegt að við
hefðum ekki eytt miklu púðri
á fréttina ef Ólafúr hefði verið
einn á ferð. Sömuleiðis ef
hann hefði skýrt málið og
strax sagzt hafa skotið tficar-
greyið, en ekki svarað með
skætingi og útúrsnúningum,
og þar með losað Pál undan
öllum grun um verkið. Og
þó. Það er út af fýrir sig líka
ffétt þegar gamalreyndur
veiðimaður skýtur á eitthvað
án þess að vita hvað það er og
drepur það. Ekki síður ef sá
sami veiðimaður hefúr ítrek-
að lagt sig fram við að sýna
okkur byssufimi sína og
-þekkingu í sjónvarpsfféttun-
um.
Þar fýrir utan er fjölmiðla-
fólk opinberar persónur, sem
getur vænzt athygli. (Reyndar
fer það svolítið effir vinnu-
stað; fréttamaður á Stöð 2 er
meira áberandi en blaðamað-
ur á Mogganum eða Tíman-
um, svo dæmi sé tekið.) Væri
það fréttnæmt ef Heimir
Steinsson skyti hund í staðinn
fýrir gæs? Já. Hrafú Gunn-
laugsson? Alveg örugglega.
Páll Magnússon? Dittó.
Mig grunar reyndar að
fréttamat Ólafs í þessu máli
ráðist töluvert af þvi að hann
átti sjálfúr í hlut. Sem tengist
einnig beint hinu atriðinu
sem vakti athygli mína. Það
er nafúgiftin sem Ólafúr gaf
blöðunum sem fluttu ffétt-
ina: „Sorpblöð“.
Við erum vön skeytunum
hér á PRESSUNNI, en líka
Tíminn, litla Alþýðublaðið og
það sakleysislega Sviðsljósf Nú
bregðast krosstrén.
Þessi blöð birtu einfalda
ffétt af tiltölulega einföldum
atburði sem hafði fféttagildi
fyrir lesendur (þótt Alþýðu-
blaðið skyti reyndar yfir
markið og fúllyrti meira en
það gat staðið við). I okkar
tilfelli var ekkert skrifað um-
ffam það sem fjölmörgum
viðmælendum kom saman
um og þeir höfðu beint og
óbeint frá aðilum málsins
(sem kusu að veita engar
upplýsingar). Enda hrakti Ól-
afúr engin efnisatriði málsins.
Hvað gerir þá þessi blöð að
sorpblöðum? Skilgreining Ól-
afs virðist vera að það séu
blöð sem flytja fféttir sem
honum finnst að elcld ætti að
flytja af því að hans eigið
fféttamat er kolbrenglað í
málinu. Þetta er ekki óalgeng
afstaða; svipar t.d. tfi þeirrar
sem utanrfidsráðherra hafði í
skinkumálinu í sumar og Jón
Sigurðsson sýndi í jeppamál-
inu (og önnur dæmi eru leg-
íó). Það er hins vegar ills viti
þegar fréttamenn hugsa
svona; hlutverk „sorpblaðs-
ins“ samkvæmt þessari skil-
greiningu er nefúilega nokk-
uð sem þeir ættu að taka
fagnandi þegar það gefst. Ef
þeir eru alminlegir frétta-
menn.
Kari Th. Birgisson