Pressan - 11.11.1993, Page 20

Pressan - 11.11.1993, Page 20
i 20 PRESSAN GRIMAN FELLUR Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 i TIL6ERÐARLE6IR f ^dlcuðiiionv Nokkrir vel valdir einstaklirtgar sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. ÍRIS ERLINGSDÓTTIR Hugsanlega er hún ósýnileg á bak við allt óróbronsið. Svo er hún líka gift Jónog- GullaGulla. Ef það er ekki að gefa sig á vald tilgerð- inni þá er það ekki hægt. ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON Mr. Tilgerð. Bara hvernig hann tjáir sig. Hans versta martröð er að það gæti vitnast að hann er ekki gáfaðri en geng- uroggerist. 7 ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR Engin manneskja getur verið svona yfirborðskennd í raun og veru. Skýrleiki hennar í framsögn er tilbúningur. Þessi hreimur er hvorki að austan, norðan, vestan né sunnan. Hann er einfaldlega ekki til. / Úrval faxtækja fyrir venjuiegan pappír. / Faxtæki vinnustaáarins / Faxtæki heimilisins OPTÍMA Ármúla 8, sími: 679000 ÓLAFUR SKÚLASON Michael Jackson prestastéttarinnar. Líka kallað Pálma Matthíassonar-synd- rómið. Flöturinn er svo sléttur og felldur að fyrr eða síðar hlýtur eitthvað gruggugt að gusast upp á yfirborðið. PÁLL ÓSKAR OG DÓRURNAR EINARS OG TAKEFUSA Hlunkast niður eins og liflausar strengjabrúður nái einhver að stela frá þeim sviðsbjarmanum. flthyglissýkin er svo þreytandi að það eina sem maður hugsar um í návist þeirra er næsta útgönguleið. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Hún er eitt leikrit frá upphafi til enda og allir löngu hættir að vita eða heyra muninn á nýárs- ræðunni og gróðursetningar- ræðunni. Hún gæti rofið til- gerðarmúrinn með því að fá sér einu sinni sígarettu opinber- lega. JÓN SIGURÐSSON Hans tilgerð verður mest áberandi þegar hann er harðmæltur og linmæltur í sama sjónvarp- sviðtalinu. Hann talar norðlensku og vestfirsku bara þegar hann man eftir því; annars er það gamla, góða sunnlenska linmælgin sem er honum eðlileg. SALÓME ÞORKELS- DÓTTIR Hún frétti einhvern tíma af því að herðapúðar væru í tísku en fattaði ekki að herðabreiðar konur verða eins og eitt- hvað hafi dottið á haus- inn á þeim. ^PFTÖR VILHJÁLMSSON Menntaður úr talskóla Halldórs Laxness. Það er nóg. Jú og kannski penninn um hálsinn. Það er svona svipað og að kvensjúkdómalæknir væri alltaf með gúmmíhanska um hálsinn. SIGRÍDUR BEINTEINSDÓTTIR Sú sem heldur því statt og stöð- ugt fram að hún hafi gaman af að syngja með Stjórninni er að Ijúga. Baáberinn snari nashuatec P295 faxtækin SIGURÐUR PÁLSSON Hann er þessi últraskáldtýpa og notar öll trixin í bókinni: Fer í gömlu listamannstýp- una með trefilinn, Gitanes- sígarettur og snittubrauðið undir handleggnum. Ef þú flettir upp orðinu bóhem í orðabók er örugglega mynd af honum þar. snarar baáum þínum hratt ag örugglega hvert sem er. SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR Hún leggur svo geysilega mikið upp úr því að vera tilgerðar- laus að það virkar óekta. Ekki fræðilegur möguleiki að vera svona hress alltaf. Ef hún er ekki tilgerðarleg, þá er hún örugglega óþolandi í sambúð. JÓN GÚSTAFSSON Þarf meira að segja að fá lánaða ameríska týpu til að geta gerst átrúnaðargoð 10 ára stúlkna. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Það komst upp um hann end- anlega þegar Hemmi Gunn ruddist inn á hann. Maður sem er laus við tilgerð hefði umsvifalaust hent þessu óboðna pakki út. En hann varð að vera svo tilgerðarlaus að hann fór að sýna þessu liði einhverja gestrisni. MATTHÍAS JOHANNESSEN Enginn annar heldur úti vikulegum dálki til þess eins að sýna hvað hann hefur lesið og hitt marga heimsrithöfunda. RANNVEIG GUÐMUNDS- DÓTTIR Henni tekst mjög illa að leyna metorðagirnd sinni á bak við þetta góðlátlega yfirbragð sem hún hefur komið sér upp. EYÞÓR ARNALDS fllltaf mjög dúbíus þeg- ar ungir menn leggja svona mikla rækt við hárið á sér. Þetta er ekki eitthvað sem mað- ur gerir í frístundum, að safna öðru eins af hán og halda því svona fal- legu oggljáandi. Siíku verkefni þarf að sýna mikla alúð.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.