Pressan - 11.11.1993, Page 22
HEILAÞVOTTUR
22 PRESSAN
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
MYNDLIST
• Svavar Guðnason; tíu
vatnslitamyndir frá sjöunda
áratugnum í sýningarsaln-
um Annarri hæð, Lauga-
vegi 37. Opið á miðviku-
dögum frá kl. 14-18.
• Samsýning. Fjórir nem-
ar á myndlistarbraut í FB
s»na f Listhúsinu í Laugar-
dal. Opið daglega frá
10-18 nema sunnudaga
frá 14-18.
• Gígja Baldursdóttir
sýnir myndlist sína í Port-
inu, Hafnarfirði. Opið alla
daga nema þriðjudaga frá
14-18.
• Þorgerður Sigurðar-
dóttir sýnir tréristur og
ristur í plexígler í Stöðla-
koti. Opið alla daga frá
14-18 nema mánudaga.
• Listakonur frá Noregi
Ingema Andersen og Live
Helgelund sýna textílverk
og silfurskartgripi í kaffi-
stofu Hafnarborgar.
• Elín Perla Kolka sýnir
grafíkverk í Hafnarborg.
• Eygló Harðardóttir
sýnir veggverk og stein-
steypt verk á gólfi í Hafn-
arborg.
• Kristín Reynisdóttir
sýnir þrívíð verk og inn-
setningu í Hafnarborg.
• Ása Björk Ólafsdóttir
sýnir steypt skúlptúrverk í
Gallerii Sævars Karls.
• Inga Þórey Jóhanns-
dóttir sýnir olíumálverk í
Nýlistasafninu. Opið dag-
lega kl. 14-18.
• Matthildur Leifsdóttir
sýnir lágmyndir í forsal Ný-
listasafnsins. Opið dag-
lega kl. 14-18.
• Hólmfríður Sigvalda-
dóttir sýnir skúlptúr og
lágmyndir í Gryfju Nýlista-
safnsins. Opið daglega kl.
14-18.
• Eistnesk vefjarlist;
sýning stendur yfir á vefj-
arlist frá Eistlandi í Nor-
ræna húsinu.
• Auguste Rodin; yfirlits-
sýning á verkum franska
myndhöggvarans á Kjar-
valsstööum. Sýningin
kemur frá Rodinsafninu í
París og hefur auk 62
höggmynda að geyma 23
-Ijósmyndir af listamannin-
um og umhverfi hans.
• Finna B. Steinsson
sýnir í Gerðubergi. Opið
mánudaga til fimmtudaga
kl. 10-22 og föstudaga til
sunnudaga kl. 13-17.
• Jón Óskar sýnir verk
sín í Galleríi Sólon ísland-
us.
• Sigurjón Ólafsson.
Sýningin Hugmynd-Högg-
mynd Úr vinnustofu Sigur-
jóns Olafssonar stendur
nú yfir í Listasafni hans.
Úrval verka frá ólíkum
tímabilum í list Sigurjóns.
• Guðbjörg Guðjóns-
— dóttir sýnir olíu- og akrýl-
myndir í kaffistofu Hlað-
varpans.
• Asgrímur Jónsson.
Sýning stendur yfir í Ás-
grímssafni á vatnslita-
myndum eftir listamann-
inn. Opið á laugardögum
og sunnudögum kl.
13.30-16.
• Arngunnur Ýr sýnir ol-
íumálverk í Hulduhólum,
Mosfellsbæ. Opið daglega
kl. 14-18.
SÝNINGAR
• Jóhann A. Kristjáns-
son sýnir svarthvítar Ijós-
myndir úr Ingólfscafé sem
lýsa mannlífinu á skemmti-
staðnum eins og það kem-
ur honum fyrir sjónir. I Ca-
fé 17 daglega.
• World Press Photo 93.
Árleg Ijósmyndasýning á
myndum sem unnu World
Press Photo-samkeppnina
í Kringlunni til 16. nóvem-
ber.
• Bill Dobblns er höfund-
ur Ijósmynda af líkams-
ræktarkonum sem hengd-
ar hafa verið upp á Mokka-
kaffi.
fieimfarío
fundíð
Geimfarið sem átti aS lenda á Snæfells-
jökli er fundið. Nýlega rakst nösk mann-
eskja á þaÖ í húsakynnum snyrtistofunnar
Paradísar við Laugarnesveg undir dul-
nefninu Paradísarvélin. „Eg var að velta
fyrir mér að drösla vélinni upp á jökulinn
um síðustu helgi. Þar helði hún örugglega
vakið athygli," segir Sigrún Kristjáns-
dóttir, eigandi fyrirbærisins, sem ku vera
jafnalgengt í Ameríku og Ijósabekkirnir á
Islandi. Tií áréttingar má qeta þess Parad-
ísarvélin notast tn svokallaðra bjútímeð-
ferða. Sá sem flytur fyrirbærið inn er sál-
fræðingur að nafni Gunnar Gunnars-
son.
Og hvað gerir mabur svo vib tækib?
„Paradísarvélin veitir slökun á líkama
og sál. Maður leggst inn í hana og lokar.
Þó þarf enginn ao hræðast innilokunar-
kennd því lokið er það létt að maður getur
auðveldlega stjórnað því sjálfur. Vélin
býður upp á nudd, aufubað og hitabakst-
ur og hægt er að stilía hitann upp í allt að
áttatíu og tvær gráður." Uff.
Að sögn Sigrúnar er hægt að velja á
milli tíu prógramma, til dæmis til að auka
orku, reyna að hætta að reykja, léttast,
PARADISARVEUN. Furöufyrírbæriö sem
fannst viö Laugarnesveginn kemst líklega
næst geimfarinu sem átti aö lenda á Snæ-
fellsjökli (eöa kannski sex-machine —
kynlífsvélinni sem James Brown söng um).
Að höfðinu
blæs kalt oa
iónahreinsað Toft
(þannig að hvorki hár-
greiðsla né förðun ætti að
eyðileggjast). Þó getur eng-
inn vænst þess að breytast i
Brigitte Bardot með hjálp vélar
innar.
En hefur betta eitthvab ab seqja
laga línurnar og svo er þarna prógramm
sem nefnist sensual romantic, sem hefur
væntanlega eitthvað með tilfinningar og
rómantík að að gera. Eða er það ekki?
„I Paradísarvélinni eru gleraugu o
heyrnartól. I gleraugunum er svokalla
alfaljós sem er blikkandi og til þess notað
að koma jafnvægi á sálina. Svo hefur
Gunnar Gunnarsson látið í té
mismunandi slökunar-
spólur (heilaþvott
arspólur), til
dæmis spólu er
viðkemur róm-
antísku huqar-
fari."
MYNDLIST
Potpourri
í stuttu máli:
Á tveimur stöðum sýna
sex ungar konur sem enn
eiga eftir að komast á fullt
skrið.
SAMSÝNINGAR í
NÝLISTASAFNINU OG
......HAFNARBORG.......
Það eru heilmargar sýning-
ar í gangi eins og venjulega, en
samt er greinilegt að margir
halda að sér höndum og
veigra sér við að leggja út í
kostnaðarsamar sýningar.
Enda er „ástandið“ í þjóðfé-
laginu farið að segja til sín.
Margir eru famir að leita inn á
veitingastaðina með sýningar-
pláss eða deila því með öðr-
um. Það eru einkum yngri
listamenn, tiltölulega ný-
komnir úr skóla, sem eru
áberandi um þessar mundir á
sýningarstöðunum. Þannig er
bæði með Nýlistasafnið og
Hafnarborg, þrjár ungar kon-
ur sýna á hvorum stað.
Nýlistasafnið
Af sexmenn]ingunum er
það helst Hólmfríður Sig-
valdadóttir sem sker sig úr og
grípur augað með einföldum
en vel útfærðum verkum.
Hún sýnir fjórar myndir í
gryfjunni, þrjú veggverk og
eitt á gólfi; stjömur málaðar á
tólf hringlaga töflur sem er
raðað í hring; þriggja laufa
munstur byggt á hringnum,
og tólf bauga, þ.e. hringi úr
gulllaufi sem er raðað í beina
röð. Hólmfríður var við nám í
GUNNAR
ÁRNASON
Flórens og það er ekki laust
við að verkin séu eins og brot
sem bera með sér óljósa
minningu um borgina.
Hólmfríður hefur greinilega
unnið af yfirvegun að þessari
sýningu til að ná ákveðnu
yfirbragði sem er allt að því
fágað — býr eitthvað að baki
fáguðu yfirborðinu? Maður
spyr sig að því hvaða stefhu
Hólmfríður er að taka með
þessum verkum.
Annar þátttakandi á sýn-
ingunni, Matthildur Leifs-
dóttir, hefúr einnig dvalið í
Flórens. Hennar verk em enn
geómetrískari og skrautlegri
en Hólmfríðar. í forsal eru
fjórar myndir á gólfi sem er
raðað saman úr kubbum á
stærð við legókubba og mál-
aðir eru sterkum litum með
glimmerhúð. Kubbunum
raðar hún saman í reglubund-
in samhverf munstur eins og
má finna í gólfinósaík í ítölsk-
um kirkjum. Ég er sífellt að
rekast á samhverf, symmetrísk
munstur þessa dagana og með
þessu áffamhaldi fer maður
að tala um tísku í þessum efii-
um. Samhverfa veitir festu og
öryggistilfinningu, kannski
hvíld — en það er líka einhver
sjálfsafheitun fólgin í því að
gefa sig á vald strangri reglu.
Ég kann betur við verkið á
pallinum, „Blóm“, þar sem
Matthildur raðar glimmer-
„Hólmfríður hefur greinilega unnið afyfirvegun að
þessari sýningu til að ná ákveðnu yfirbragði sem er allt
að þvífágað — býr eitthvað að baki fáguðu yfirborðinu?
Maður spyr sig að því hvaða stefnu Hólmfríður er að
tdka meðþessum verkum.“
kubbunum saman til að
mynda blómakrónu.
í SÚM-salnum sýnir Inga
Þórey Jóhannsdóttir fimm
málverk, en tvö þeirra skera
sig úr. Annað heitir einfald-
lega „28 rauð pensilför". Inga
Þórey hefur tekið hvert og eitt
pensilfar og gert að sérstöku
málverki; strekkt strigann og
málað af vandvirkni pensilfar
eins og um sjálfstæðan hlut
væri að ræða, síðan raðað
þessum 28 míní-málverkum
saman til að mynda eitt sam-
stætt veggverk. Hér er kannski
á ferðinni hugmynd sem vert
væri að þróa áfram.
Hafnarborg
í Hafnarborg eru einnig
þrjár konur að sýna saman, en
af þeim eru það verk Kristín-
ar Reynisdóttur sem vekja
mesta athygli. Hún sýnir
skúlptúrverk og innísetningu.
Verkin eru ólík innbyrðis og
það er nokkuð erfitt að fá
fókus á aðalatriðið, eða rauða
þráðinn, sem sameinar þau.
Hún notar bæði tilbúna hluti
og mótuð efni; hjól, skálar,
kaðal, vax, pendúl, nál, o.s.frv.
Öll verkin nema eitt eru nafh-
laus þannig að litlar vísbend-
ingar eru gefnar.
Innísetningin í hliðarsaln-
um inn af aðalsalnum kemur
best út, en hún heitir „Til-
urð“. Bak við glerskilrúm
hanga tuttugu járnrammar
niður úr loftinu og úr römm-
unum hangir silki. Nafnið
gefur tilefhi til að ímynda sér
vöggustofú, en mig grunar að
það búi almennari hugleið-
ingar að baki. En Kristín hefúr
ekki enn náð utan um þessar
hugleiðingar og það vantar af-
dráttarlausari útfærslu og
samhengi milli verkanna.
Með Kristínu sýna Eygló
Harðardóttir og Elín Perla
Kolka. Eygló sýnir teikningar
unnar með bleki á stórar
pappírsarkir sem eru límdar
beint á vegginn. Þetta eru riss
sem minna helst á uppdrætti
eða skýringarkort úr minnis-
bók, en myndirnar eru lítið
spennandi og passa illa inn í
rýmið. Steypt fótspor sem
liggja eftir endilöngu gólfinu
koma manni ekki á sporið. El-
ín Perla sýnir þokkalega unn-
ar ætingar, en myndefnið,
sem er sett saman á losaraleg-
an hátt úr hálfabstrakt nátt-
úruformum, lendir á ein-
hveiju gráu svæði milli hlut-
heims og tákna.