Pressan - 11.11.1993, Page 27

Pressan - 11.11.1993, Page 27
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 LOGIN VIÐ VINNUNA PRESSAN 27 ^ u|UJJll II . í/<Í€l Djassinn dunar í hjarta hennar Andi Billie Holliday, Cole Porter og Gershwin-bræðra svifiir yfír vötnum hjá Móeiði Júníusdóttur á íyrstu plötu hennar. Móa syngur (lögin við vinnuna) er plata sem ætti að fá hjörtu djassgeggjara og allra unnenda gömlu góðu stand- ( ardanna til að slá hraðar. Hún syngur gullkorn eins og „I Get a Kick Out of You“, „La Vie en Rose“, „Let’s Call the Whole Thing OfF‘ og „Night & Day“ eins og hún hafi aldrei gert neitt annað alla sína ævi. Samt hefur Móa lítið lært í hefð- bundinni sönglist, sem er I kannski eins gott, því of mikil æfing og tilsögn skapar ekki ■ alltaf meistara þegar túlkun djassins er annars vegar. Móa syngur var tekin upp „læf‘ í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í haust við undir- leik Kjartans Valdimarssonar á píanó og harmonikku, Matt- híasar Hemstock á trommur, Þórðar Högnasonar á kontra- bassa og Jóels Pálssonar á sax- ófón og kJarinettu. Hún kem- ur í verslanir á mánudaginn og I útgáfutónleikar verða á Hótel Borg (hvar annars staðar?) miðvikudaginn 17. nóvember. „Þetta er úrval af þeirri efhis- skrá sem ég hef verið að syngja undanfarin þrjú ár og þetta eru bæði íslensk lög og stand- ardar á ensku, þýsku og frönsku,“ segir Móa um tilurð plötunnar." Mig hafði lengi langað til að gera hana og mér fannst það bara vera nú eða aldrei.“ Þetta eru standardar eins og þú sagðir. Varstu meðvituð um að leggja eitthvað nýtt afmörk- um í túlkun þinni á þessum lög- um? „Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Það myndaðist stemmning milli oklcar allra í hljómsveitinni. Lögin þróuð- ust út frá því hvemig við náð- um saman.“ Hún var tekin upp lcef. „Já, hún var tekin upp á fjómm tímum, þetta var allt í svona gamaldags stíl, eitt „teik“ yfirleitt. Tókum upp tuttugu lög en völdum sextán úr.“ Það liggur' kannski beinast við að spyrja hvað það sé við djassinn sem heillar? „Fyrir mig er það ryþminn og textarnir sem slcipta mig svo miklu máli og heilla mig mest. Þetta er bara eitthvað sem hefur verið í mér síðan ég var lítil. Ég byrjaði að Jilusta á Billie Holliday þegar ég var krakki.“ Þegar maður spáir í textana í þessum lögum er augljóst að textahöfundamir þekkja brost- ið hjarta afeigin raun. Hvernig erþví háttað meðþig. Hefurþú tilfinningalegan bakgrunn til að syngja svona magnþrungin lög? „Já já, ég held það. Maður þarf ekld að vera einhver útlif- uð fyllibytta úti í bæ til að geta túlkað þessi lög. Maður túlkar þau bara á þann hátt sem maður getur. Það er elckert endilega flottara að vera útlif- uð.“ Það þurfa ekki allir að vera Billie Holliday til að ná þessu. „Nei. Það var náttúrlega mjög sársaukafullt líf og ég hugsa nú að hún hefði ekki óskað neinum að lifa eins og hún gerði.“ Það em engin frumsamin lög á disknutn. „Nei, þetta eru þessi eldri djassdægurlög.“ En þú ert náttúrlega að fást við nýja músík með Eyþóri Arnalds í Bong. Hvað er að frétta afvatnspípunni? „Við sendum ffá okkur lag á safnplötu hjá Spor. Það er lagið „Heal Me“ og síðan end- urhljóðblöndun af því sem strákamir í T-World gerðu.“ Stefnirðu að því að gera eitt- hvað meira í Bong? „Ég reikna með því. Við eigum fullt af efhi sem við ætl- um að koma ffá okkur.“ Nú er Todmobile hœtt, að minnsta kosti í bili. Er það til þess að Eyþór geti einbeitt sér að samstarfi við þig svona fyrir utan heimilishaldið? „Nei, ég vil nú ekki tjá mig um það mál. Það er bara þeirra á milli. Kemur þessu svo sem ekkert við. Þeirra samstarf er líka búið að vera langt og gott.“ Hvað ertu búin að syngja lengi? „I fjögur ár. Það er nú kannski ekkert sérstaklega langur tími, en kannski langur tími miðað við að maður er ekki nema tuttugu og eins árs.“ MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTT1R. Dægurlög- in eru henni hugleikin. Hvað gerirðu annarsfyrir ut- an að syngja? „Það á hug minn allan að sjálfsögðu, en ég stunda nám í ensku við Háskólanum svona í og með.“ Þegar þú ert heima við eða jafnvel í sturtunni, hvaða lag mundirðu syngja? „Ég syng aldrei í sturtunni. Ég syng eiginlega aldrei svo- leiðis.“ Þú gefur plötuna út hjá Smekkleysu og ég gœti trúað að einhver bceri sarnan Gling gló- plötuna hennar Bjarkar eða Bogomils Font og þína plötu. Hvernig leggst það í þig aðfeta í fótspor þeirra meðgamalli dæg- urtónlist? „Ef ég yrði talin með í þeim félagsskap þá yrði ég bara ánægð með það, því þetta er mjög góður félagsskapur. Þetta er líka mjög ólík plata. Fyrir það fyrsta þá eru flest lögin á ensku og öðrum erlendum tungumálum, sem er svolítið spes.“ Það virðist vera einhver til- hneigingþessa dagana hjá ungu tónlistarfólki að gefa út gamla dægurtónlist. Er einhver ástæða fyrir þessu? „Það þarf alltaf að huga að þessum rótum ef maður ætlar að búa til eitthvað nýtt og þffiíf'- lög þau lifa, þau lifa allt. Þau eru klassísk og ég held að fólk geti lært mikið af þeim. Að minnsta kosti geri ég það. Það er mjög gott að eiga rætur og geta byggt á þeim.“ Þorsteinn Högni Gunnarsson BÓKMENNTIR Biblíufróður sagnamaður MYND/JIM SMART TORGNY LINDGREN FIMM FINGRA MANDLAN MÁL OG MENNING 1993 ★ ★★ Fimm fingra mandlan er úrval smásagna eftir sænska rithöfundinn Torgny Lind- gren. Bókin er ein af svo- nefndum Syrtlubókum Máls og menningar og er önnur bók höfundarins sem kemur út í þeim flokki. Sú fyrri var hin eftirminnilega skáldsaga Naðran á klöppinni. Nafn þeirrar bókar er tekið úr Orðskviðum Salómons: „Þrennt undrast ég og hið fjórða er mér ókunnugt um: Veg arnarins um loftið, veg nöðrunnar yfir klöppina, veg skipsins um reginhaf og veg manns til konu.“ I bók Torgnys var það naðran í líki kynhvatar karlmanns sem steypti lífi fjölskyldu í glötun. Söguna má túlka sem eins sundra eða sameina. Það eru orð predikarans í sögunni Stóru orðin sem frjóvga kon- una. Aðeins eitt orð smitar Samúel af hættulegum sjúk- dómi. Ein óhugsuð setning verður til þess að Árni frá Brennitjörn veslast upp. Og varnaðarorð Gerðu hans Jak- obs verða til þess að dauðinn hremmir hann. Og höfundurinn er sífellt að minna á mátt orða í stíl- tegund sem er stundum í ætt við predikunarstíl Biblíunnar, sumar setningamar gætu eins verið komnar úr Orðskviðun- um og einhverjar em reyndar fengnar þaðan: „Orðin eru ekki í fjötr- um... Orðin, þau búa yfir krafti stormsins“ (Stóm orð- in) — „Þvi dauða og líf hefur tungan á valdi sínu“ (Orðið) — „... ef maður lifir á hnífsegg er hægt að skera lífs- þráðinn sundur með fáeinum orðum“ (Sönn ást) — „... til eru orð sem eru eins og gló- andi kol“ (Stúfnabaninn). í seinnihluta bókarinnar er að finna eins konar furðusög- ur, nokkrar f dæmasagnastíl, og enn sem fyrr er gnægð af vísunum í Biblíuna. I síðustu sögunni, sem er ansi glettin, er höfúndur að velta fyrir sér mætti orða á svipaðan hátt og verið sagt það í jafnhug- myndaríkri útfærslu og þarna. Torgny Lindgren er sérlega góður sögumaður, örugglega í hópi þeirra bestu á Norður- löndum. Hann er afar hug- myndaríkur og það er aðdá- „ Torgny Lindgren er sérlega góður sögumaður, örugglega í hópiþeirra bestu á Norðurlöndum. “ fyrr í bókinni og segir frá Nóbelsverðlaunahöfundun- um Selmu Lagerlöf og von Heidenstam, sem á gamals aldri „leggja á ráð um herferð gegn þögn og þagmælsku“. Sagan segir okkur að rithöf- undur fái engu afkastað nema hann kafi undir yfirborðið. Og við vissum það náttúrlega öll, en okkur hefur ekki oft unarvert hversu óhræddur og laginn hann er við að taka gamlar goðsögur, staðfæra og endurskapa og gefa þeim nýja og ferska merkingu. Hannes Sigfússon þýðir bókina á mjög fallega íslensku og kápumynd Roberts Guille- mette er unnin af sannri fag- mennsku. konar tilbrigði við Jobssögu Biblíunnar, því hún segir frá manni sem missti allt sitt, en meðan Job fékk tvöfalt aftur það sem Guð hafði frá hon- um tekið situr sögumaður Torgnys á klettabrún í sögu- lok og talar til Guðs en náð Guðs er hvergi nærri. í fyrrihluta smásagnasafns Torgnys fjalla fjórar af fimm sögum um mátt orðsins og enn virðist Torgny hafa leitað til Biblíunnar því sögurnar virðast eins konar tilbrigði við upphafsorð Jóhannesarguð- spjalls: „I upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð.“ I þessum sögum eru það orð sem deyða eða lífga,

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.