Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 28

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 28
S M I R N O F F SAO PAULO Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 28 PRESSAN NÁIN KYNNI j t t Það er ósjaldan sem ég þarf að reka eríndi inni í hin- um ýmsustu fyrirtækjum, hvort sem það eru opinberar stofnanir eða einka. Það gefur að skiija að það fer nátt- úrulega eftir erindinu. Ekki fer ég og biö um stjörnu- kortið mitt hjá farmiðasölu SVR á Hlemmi. Það væri þó skemmtilegt ef það væri hægt. Það sem er þó sammerkt flestum þessum fyrírtækj- um er að í þeim öllum má finna starfsfólk sem hrein- lega liggur með andlitið límt viö tölvuskjái. Hreyfingar- lítiö, kannski smákippur óreglulega ef horft er á það í lengri tíma en þrjátíu mínútur. Eftir hverju er verið að bíða og hvaö veldur þessari ró starfsmanna yfir skjáa- góni? Er eitthvað að fara að birtast þeim? Hinn eini sann- leikur! Eða eru starfsmennirnir ráðnir eftir getu í aö leika í hinum gamaikunna myndastyttuleik? Sá sem hreyfir sig fyrst fær ekki útborgað á réttum tíma í mán- aðarlok? Og ég í mínum erindagjörðum er einungis að reyna að fá rétt svör við spurningum og jafnvel bráðavanda- máli. Stundum treysti ég ekki þessu fólki sem alltaf þarf að spyrja tölvuna að réttu svari. Hvort sem það er innstæðulaus tékki eða hvort varahluturinn frá Amrígu sé loksins korninn. Það er gónt á skjáinn í von um svar. Ég hef prófað að gera þetta við tölvuskjáinn minn heima, setiö svo tímunum skiptir fyrir framan þennan eldgamla BBC-garm í þeirri von að eitthvaö spennandi gerist. Og geríst eitthvaö? Óekkí! Ekki bofs! Ekki múkk! Ekki neitt fyrr en ég fer að mata tækið meö einhverri vitleysu upp úr sjálfum mér. Þá fara hjólin fyrst að snúast. Ég tala nú ekki um það ef ég ýti óvart á „eyða“-takkann í einhverjum misgán- ingi. Þá byrjar fjörið, aö reyna aö muna það sem ég var búinn að gera. Ekki man tölvutólið það, því ég var ekki búinn að biðja hana, kurteislega, að geyma það fyrir VíTiig. Og ég, sem reyni eftir fremsta megni að lifa lífinu, rétt rek mig á að það er tölvan sem ræður. Gegnum- sneitt virðist ríkja sú skoðun að við séum þarna fyrir tölvuna. Af hverju get ég ekki spurt banka-tölvuna-í- veggnum hvenær fjarkinn stoppi næst á Ægisíöu? Nú út af því að hún veit það ekki, og getur hreinlega ekki flett upp í leiðabókinni sem ég er með í vasanum. Hí á hana! Hvað gerist svo þegar bilun verður í tölvutólunum? Fyrst er tölvunum bölvað, ekki baunanum honum Erics- son, samanber síðasta klikk í símkerfinu. Síöan byrjar ríngulreið, hægt og rólega, þangað til stressið veröur svo rafmagnað að borgin lýsist upp. Og allir bölva og ragna yfir því að geta ekki gegnt þessu djobbi sem venjulega er álitið rót alls sem betur mætti fara í lífinu. Enginn getur metið þessa kyrrð sem myndast þegar þrælahaldarinn sofríar, bilar, á verðinum. Þetta óvænta . Jfrelsi frá þrældómnum verður að líflátsdómi. Fíklar fyrir eigin sköpuðu ánauð. Væri ekki gaman ef tölvuskjáir færu aö sýna Bugs Bunny og annað léttmeti öðru hverju, til dæmis þegar þeir væru orönir þreyttir sjálfir á því aö sýna stöðu tékkareikninga? Eða núll-fjórir segði skrítlu í staö tím- ans, sem tölvan veit hvort sem er upp á sekúndu sjálf? Þá gæfist tími til að hugsa um eitthvaö annað til til- breytingar. Og allt þetta vegna þess að ég ýtti óvart á „eyða“- takkann sem eyddi mínum nánu kynnum af óminnis- rassastílum geimveranna sem hittu ekki á „neisið" heldur lentu í garðinum á Reynimel.__________________ Einar Ben. VIUT HONNUN I I Friðrik Karlsson gitar-1 I leikari hefur verið lengi í I | bransanum, en heldur | | sér bara vel. Það sama | verður ekki sagt j |É1k um Grigoríj Jav- > Ilnskij, einn ! \ stuðnings-! t \ manna Jelt- J C* I síns Rúss-' J landsfor-1 M seta. Þeir I E eru í meg- I •'■WbÍ *natriðum | '■;mm eins: and-1 < WB litsfallið, sítt | S ðr Háríö, syfluleg . B augun og þykkt J nefið. Eini munur-! j inn er fáein ár, margar ■ * andvökunætur og ótaldir I I lítrar af vodka. I Filippía hreppti fjórða sætið í alþjóðlegri hönnunarkeppni í Sao Paulo Hönnun Filippíu hlaut mikiö lof í keppninni, sem Fashion TV og MTV mynduðu í bak og fyrír. iÉi inni hérlendis. Úrslifakeppnin fór | fram í Sao Paolo og tuttugu og H sex lönd sendu fulltrúa sina. Dóm- arar voru bresku fatahönnu&irnir John Galliano og Joe Casely- Hayford ósamt Jeanne Beker fró Fashion 7‘V-sjónvarpsþættinum. Irland vann keppnina en Filippía lenti í fjór&a sæti af tuttugu og sex keppendum, sem hlýtur að telja frábær árangur. Linda Pétursdóttir og Les Robertson hjá módelskrifstofunni Wild höfðu veg og vanda af undirbúningi keppninnar á Islandi og pau fylgdu Filippíu til Brasilíu. Filippia og Linda voru mynd- aðar i bak og fyrir af brasinsku pressunni og myndir af þeim birtust í stærstu dagblöðum landsins. Les Robertson segir fer&ina hafa J heppnast framar vonum oa mikil gle&i hafi J rikt meðal islensku sendinefndarinnar: „Það m voru stanslaus veisluhöld fram undir morg- Æ un á öllum helstu búllum og hóruhúsum Sao Paulo og Rio og svo sakaði ekki ÆsL að Smirnoff flæddi stanslaust frá Jm upphafi til enda." Filippía Elísðóttir. Á sviðinu með fyrirsætu sinni þar sem hún tók við viðurkenningu frá Smirnoff. Kjóllinn sem tryggöi Filippíu sigurinn hér heima. Filippía stuöbolti í karnivaldansi með óþekktum hollenskum fýr. LlNDA PÉTURSDÓTTIR OG LES ROBERTSON. Bregða sér í villta stellingu fyrir Ijósmyndarann. Kjól Lindu hannaði Filippía. Með þeim á myndinni eru Gunnar Júlíusson frá Smirnoff-umboðinu og eiginkona hans, Alda Sigurðardóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.