Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 JÚN ÓLAFSSON. Beitir aðferðum bókhaldarans til að reikna út verðmæti tón- listar. KK. SHF hefur reiknað út að hann sé dýrastur. Tónlistin í hakkavél reikni- kúnstar________________ I fréttatilkynningu frá Sam- bandi hljómplötuframleið- enda á dögunum kemur fram að SHF hafi ákveðið að lækka verð á nýjum íslenskum plöt- um frá því í fyrra og komið sér saman um tvö þúsund krónur sem hámarksverð út úr búð. Undrun vekja hins- vegar hávísindalegir útreikn- ingar á magni tónlistar á geislaplötum í ár. Þar er bent á að fyrir nokkrum árum hafi meðaltímalengd hljómplötu verið í kringum 25-35 mínút- ur en sé nú á bilinu 40-50 mínútur. Svo fylgja með snyrtileg súlurit og útreikn- ingar sem sýna verð á tónlist pr. mínútu, sem væntanlega á að auðvelda tónlistarunnend- um að gera sem hagstæðust magninnkaup fyrir jólin. Sér- staka umfjöllun fá plötur KK Bands og Kristjáns Jóhanns- sonar, sem þykja ekki par bil- legar í augum SHF. Bent er á að geisladiskur KK sé með hæst meðalverð í samanburð- inum vegna þess hve stuttur hann er, aðeins 32 mínútur, og að hátt meðalverð Kristjáns megi rekja til þess að geisla- diskur hans sé seldur um 500 krónum dýrar en aðrar ís- lenskar plötur. 1 ljósi þess að báðar plöturnar eru gefnar út af aðilum sem standa utan SHF, sem er stjórnað af þeim félögum Jóni Olafssyni í Skíf- unni og Steinari Berg hjá Spori, þykir tilkynningin bera keim af áróðri gegn sam- keppninni og innan hljóm- plötubransans eru margir ósáttir við þessi meintu áróð- ursbrögð Jóns og Steinars í nafni SHF. Þannig sendi Smekldeysa, sem er félagi í samtökunum, frá sér fféttatil- kynningu þar sem útreikning- ar SHF eru gagnrýndir. Smekkleysumenn leggja með- al annars til að kannski ætti að fara að selja tónlist eftir vigt sem gæti þá sparað mörgum súluritsgerð. Dacjsljós og ama- lörisminn______________ Nemendaleikhúsið sýnir nú Draum á Jónsmessunótt við mikla aðsókn. Þegar ffumsýna átti leikritið fór Þórhallur Gunnarsson til stjórnenda Dagsljóss og óskaði eftir kynningu á verkinu. Tekið var vel í þá málaleitan nema hvað ritstjóri þáttarins, Sigurður Valgeirsson, sagði að þeir fjölluðu ekki um amatörsýn- ingar, þeir ættu nóg með at- vinnuleikhúsin. Sýningin fékk hins vegar mjög góða dóma og gríðarlega aðsókn, svo uppselt er á allar sýningar. Því leituðu Dagsljóssmenn til Nemendaleikhússins og vildu þá segja frá verkinu. Þar var þeim illa tekið, sagt að leitað hefði verið til Dagsljóss þegar leikhúsið hefði þurff á kynn- ingu að halda. Nú leitaði hins vegar Dagsljós til leikhússins þegar sjónvarpið þyrffi á því að halda. Svarið væri því það sama — nei takk. Mönnum í Nemendaleikhúsinu var held- ur ekki skemmt þegar Sigurð- ur fór að stæla við Súsönnu Svavarsdóttur um hvort Nemendaleikhúsið væri ama- törleikhús eða ekki. Þau eru á lokaári skólans, sem er starfs- þjálfun, og telja sig ekki hafa minni menntun en margir í atvinnuleikhúsi. Á endanum var ákveðið að Gísli Alfreðs- son, skólastjóri Leiklistarskól- ans, skrifaði Heimi Steinssyni sjónvarpsstjóra bréf þar sem bent er á þekkingarleysi rit- stjóra menningarpakkans Dagsljóss. DV oq siónvarpiö Frjáls fjölmiðlun (DV) stofnaði nýverið fýrirtækið Is- lenska fjölmiðlunarfélagið til að sjá um fyrirhugaðan sjón- varpsrekstur sinn. I stjórn fé- lagsins sitja Sveinn R. Eyjólfs- son stjórnarformaður, Hörð- ur Einarsson framkvæmda- stjóri og Jónas Kristjánsson ritstjóri. Til vara eru synir stærstu eigandanna, þeir Yngvi Harðarson og Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hlutafé fýr- irtækisins er 25 milljónir króna. Prímadonna á ís- landi_________________ I kvöld verða Sinfóníutón- leikar með hinni frægu mezz- ósópransöngkonu Teresu Berganza. Stjaman hefur þeg- ar vakið nokkra athygli fyrir framkomu sína hér á landi. Hún mun til dæmis ekki hafa fellt sig við Hótel Sögu og var að lokum flutt yfir á Hótel Leiharar pína sig áfram HILMIR SNÆR GUÐNASON, ÖRN ÁRNASON OG JÓN HJARTARSON. Það leið yfir Hilmi í Nemendaleikhúsinu á laugardag, Örn „mæmaði" rödd Ladda er hann brá sér í hlutverk Kristjáns Jóhannssonar stórtenórs í Imbakassanum á laugardag og sagt er að Jón hafi aldrei leikið betur en með 40 stiga hita á laugardaginn! Leikarar þjóðarinnar hafa ekki farið varhluta af inflú- ensunni sem hér geisar firem- ur en aðrir landsmenn. Fyrir utan barkabólguna — sem er hefðbundinn atvinnusjúk- dómur leikara og jafnframt versti óvinur þeirra, enda þá hætt við að þeir missi röddina — hefur jafnskæð flensa ekki náð að stinga sér niður í stétt- inni um langan tíma. Þegar leikarar veikjast leggjast þeir alla jafna ekki í bælið, enda viðkvæði stéttarinnar að á meðan þeir geti stunið upp úr sér „Ég er veikur“ geti þeir leikið. Svo virðist sem Erni Ámasyni hafi þó ekld tekist það þegar hann veiktist nú fýrir helgi, því bæði þurfti að fella niður sýningu á Kjafta- gangi síðastliðinn sunnudag vegna raddleysis Arnar og ennfremur skemmtidagskrá sem hann átti að sinna ásamt Agli Ólafssyni á Ömmu Lú kvöldið áður. Örn var hins vegar að því er virtist í fullu fjöri í hlutverld Kristjáns Jó- hannssonar stórsöngvara I Imbakassanum á laugardags- kvöldið. En ekki er allt sem sýnist. Örn notaði ekki sína eigin rödd til að herma eftir stórtenórnum, heldur rödd starfsbróður síns, Ladda. Örn „mæmaði“ semsagt rödd Ladda þegar hann hermdi eft- ir Kristjáni Jóhannssyni í Imbakassanum, án þess að nokkur heyrði muninn. Leikarar Nemendaleik- hússins, sem nú sýna Draum á Jónsmessunótt, urðu einnig nokkuð illa úti vegna veik- inda. Þegar á sunnudag voru nokkur leikaraefnanna orðin slöpp, en Hilmi Snæ Guðna- syni leið þó sýnu verst, því hann var kominn með yfir yf- ir 40 stiga hita. Hann þrjósk- aðist samt við með þeim af- leiðingum að undir lok sýn- ingarinnar munaði litlu að liði yfir hann. Það tókst þó að bjarga lokasenunni með því að láta Hilmi liggja fýrir og fara með rulluna sína í stað þess að hreyfa sig um sviðið. Skynseminni var hins vegar beitt á þriðjudagskvöldið og fýrirhuguð sýning felld niður. Af veikindum í Borgarleik- húsinu er það að fregna að Jón Hjartarson, sem fer með stórt hlutverk í Englum í Am- eríku, var einnig kominn með yfir 40 stiga hita á laugardag- inn og sýning framundan. Tók hann inn hitastillandi og lék af fullum krafti um kvöld- ið. Herma fregnir að hann hafi aldrei leikið betur. Dag- inn eftir var hitinn kominn niður í 39 stig og lét hann sig að sjálfsögðu eklú muna um að leika í Ronju ræningja- dóttur. Þá má geta þess að helmingur leikaranna sem eru að æfa í leikritinu Evu Lunu liggur fýrir, enda flens- an í hámarki. Öm, Hilmir og Jón ku þó vera að ná sér. Borg. Þar varð hún hins vegar fyrir ónæði gests í öðru herbergi, sem spil- aði á hið mjög svo lítilmótlega hljóð- færi „skemmtara“. Kunni stjarnan lítt við þann hljóm og var ekki í rónni fýrr en þaggað hafði verið niður í hljóð- færaleikaranum. Ámi kann enn ó því laqið____________________________ Nú þegar menn fýlgjast með baráttu Tímamanna við taprekstur heyrast sérkennilegar sögur af Alþýðublaðinu. Þar mun vera á ferð sannkallað efna- hagsundur undir styrkri stjórn Ámunda Ámundasonar, fram- kvæmdastjóra Alþýðublaðsins. Heyrst hefúr að nú stefni í að af rekstri ársins í ár verði verulegur hagnaður, sumir nefna allt að 18 milljónir króna. Það þykir mörgum með ólíkindum, en þetta skýrist af því að tilkostnaður við blaðið er lítill auk þess sem opinberar auglýsingar streyma til þess. En hvað um það. Þetta er sannarlega gleðilegt fýrir dverginn á dagblaðamarkaðinum. Það skyldi þó aldrei fara svo að hann sýndi mestan hagnað! Sigga Beinteins — alltaf má fá annaö skip__________________________ Stjórnin þeirra Siggu Beinteins og Grétars örvarssonar er ein þriggja stórhljómsveita sem hætta á þessu ári; Sálin hans Jóns míns er sem kunnugt er dottin upp fýrir, „að minnsta kosti í bili“, sögðu fyrrum meðlimir hennar lengst af, og Todmobile mun rétt ná að spila sig inn í nýtt ár áður en hún gefur endanlega upp öndina. Sigga Beinteins er þó ekki af baki dottin, því hún er þegar farin að smala saman í nýtt band. Gítarleikarinn Friðrik Karlsson verður með Siggu í bandinu og eru þau um þessar mundir að reyna að fá Guðmund Jónsson, fýrrverandi Sálarmann — sem hefur verið á hálf- gerðum vergangi síðan Sálin hætti — til liðs við sig. Sigríður ku æda að snúa sér meira að áhugamáli sínu, þ.e.a.s. rokkmu. Friðrik og Guðmundur hafa oft lent á listum yfir bestu gítarleikara landsins og ekki skemmir fyrir að báð- ir eru þeir afkastamiklir lagasmiðir. SIGURÐUR VALGEIRSSON. Á í erfiðleikum með áhugamennskuna. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR. Ekki sammála Sigurði um amatörleikhús. SVEINN R. EYJÓLFSSON. Frjáls fjölmiðlun undirbýr innreið sína í sjón- larpsheiminn. TERESA BERGANZA. Klikkar ekki á stjörnustælunum. ÁMUNDIÁMUNDASON. Undir hans stjórn ætlar Alþýðublaðið að skila hagnaði. SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR. Er að stofna nýja hljóm- >veit. UNIMÆU VIKUNNAR „Það má búast við að Bubbi fari að breytast í feitan og geldan letikött ef hann hyggst halda sig lengi enn við ofn hamingjunnar og á bleiku skýi ástarinnar.“ Dr. Gunni. „Dagurinn var ekki ríkur aö ytri atburöum en því meira gekk á í höfðinu á mér.“ Jóhann Páll Valdimarsson bókari. Keila eða skák? Ég hefði frekar veðjað á að ég hefði orðið íþróttamaður.“ Stefán Hilmarsson draumóramaður. -ðómotí í tígín ðök „Það hefúr ríkt algjört ráðaleysi hjá stjórnendum Tímans." Steingrímur Hermannsson Tímahrellir. FJORUGT SC/HLIF I SKÁTÁHREYFIMGUMMI „Það hefúr gætt misskilnings — þessi félagsskapur snýst ekki um kynlíf heldur um stuðn- ing. Við erum hálfgerðir skátar.“ Eysteinn Traustason, tvíkynhneigður skáti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.