Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 10
F R ETT I R 10 PRESSAN 1 Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 PRESSAM .EINFALDLEGA^BEST^ NondFrost FRÁ GISLAVED 145 R12 3.965,- 155 R12 4.305,- 155 R13 4.595,- 165 R13 4.980,- 155/70 R13 4.275,- 165/70 R13 4.850,- 175/70 R13 5.170,- 185 R14 6.920,- 175/70 R14 5.390,- 185/70 R14 6.265,- 195/70 R14 6.855,- 175/65 R14 5.800,- 185/65 R14 6.295,- 195/70 R15 8.180,- 185/65 R15 6.735,- 195/65 R15 7.475,- 185 R14/8pr 8.705,- 195 R14/8pr 9.095,- DEKKJAHUSIÐ Skeifunni 11, símar 688033 og 687330 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Besta * vetrardekkið! sem gerö hefur veriö (NIVIS WINTERTEST 92, Finnland). Óírúlegur mólarekstur með launakröfu fyrir dómstólum landsins Málið fékk tvö- falda meðferð fýr- ir dómstólum — að lokum var lögmaðurinn dæmdur til að borga „Á sínum tíma voru þetta nokkrir fjárhagslegir hagsmunir fyrir mig, enda var ég að koma þaki yfir höfuðið. Nú þegar lausn er loksins komin lítur þetta öðru- vísi út, enda ég löngu hættur að gera ráð fyrir þessum peningum,“ sagði Ægir Stefán Hilmarsson, bakari á Selfossi, sem í átta ár hefúr barist við að fá launakröfu sinni framfylgt fyrir dómstólum lands- ins. Segja má að mál Ægis sé um margt einstakt þótt ekki hafi verið um háa launakröfú að ræða í upp- hafi. Hann hafði unnið hjá Axið- Brauðgerð og átti inni ógreidd laun ffá því í mars, aprfl og maí ár- JÓN ODDSSON hæstaréttarlögmaö- ur. Varö aö lokum aö greiöa skjól- stæöingi sínum launakröfu sem hann haföl ekki fengiö framfylgt. ið 1986 þegar fyrirtækið varð gjald- þrota. Hann leitaði því til Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns til að gera kröfú í búið, sem að öllu jöfnu hefði verið forgangskrafa með tryggingu í ríkisábyrgðarsjóði launa. Málarekstur Jóns fórst hins veg- ar fyrir og krafa Ægis ónýttist. „Eg var auðvitað óánægður með það þegar samstarfsmenn mínir voru búnir að fá launin sín og leitaði til Lögmannafélags íslands. Þeir ráð- lögðu mér að tala við Ólaf Sigur- geirsson héraðsdómslögmann," sagði Ægir. Hann fékk nú aðstoð Ólafs til að útbúa kröfú á hendur Jóni og fékk FINNBOGI ALEXANDERSSON hér- aösdómari. Dæmdi rétt en of seint aö mati Hæstaréttar. gjafsókn á ríkissjóð. Málið lenti þá inni á borði Finnboga Alexanders- sonar, héraðsdómara í Hafnarfirði. Málið var dómtekið hjá honum 27. október 1988. Það var síðan endur- upptekið og endurflutt 15. mars árið 1989, án nokkurra skýringa. Þegar dómur kom loksins ffá hon- um, Ægi í vil, áffýjaði Jón honum til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 8. júní 1989. Fékk Ægir áfram gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðuneytis 5. mars árið 1990. Nýr héraösdómari, önnur niöurstaöa Með dómi uppkveðnum í MÁR PÉTURSSON héraösdómari. Hraöinn var í lagi en Hæstiréttur sneri niöurstööunni viö. Hæstarétti 27. mars 1992 var hinn áfrýjaði dómur ómerktur vegna seinagangs og málið sent aftur í hérað til endurupptöku. Þá brá hins vegar svo við að Már Péturs- son héraðsdómari tók við málinu en ekki Finnbogi, eins og ætla mátti. Már felldi dóm hratt og snö- furmannlega en nú tapaði Ægir málinu. Þess má geta að á sama tíma rak Ólafúr Sigurgeirsson, lög- maður Ægis, hið ffæga meiðyrða- mál á Akureyri gegn Pétri Péturs- syni lækni, bróður Más. Enn áffýjar Ægir til Hæstaréttar með áffýjunarstefnu 12. júní 1992 og fær nú ekki gjafsókn, en hafði áður fengið þijár. Niðurstaða Hæstaréttar kom síðan síðasdiðinn fimmtudag, 18. nóvember, og nú vann Ægir málið, eins og Finnbogi hafði dæmt á sín- um tíma. Taldi rétturinn að Jón væri skaðabótaskyldur gagnvart Ægi og honum bæri að borga kröf- una. Hann á því að borga 115.900 krónur með dráttarvöxtum frá 19. áprfl 1988. Einnig fékkÆgir 50.000 krónur í málskostnað sem hann þó taldi að myndi tæpast duga fyrir lögmannskostnaði. „Jú, ég hafði þetta fyrir rest, en auðvitað kemur réttarkerfið manni undarlega fyrir sjónir eftir að hafa gengið í gegnum þetta. Það má til dæmis segja að sú ákvörðun Hæstaréttar að ógilda málið vegna seinagangs hafi lengt málið enn ff ekar,“ sagði Ægir. Sigurður Már Jónsson I i i Í Í i i i i i i tfsoo Gjo>~ Góða kaffið í rauðu dósunum frá Mexico i Í i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.