Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 F R E TT I R PRESSAN 7 Ríkissaksóknari gefur út ókæru ó hendur Jóni Magnússyni, Guðmundi Alberti Birgissyni og Kristni Eggertssyni RÍKISSAKSÓKNARIÁKÆRIR 99 FJANDVIN íá Ríkissaksóknari hefur höfðað opinbert mál á hendur Kristni Eggertssyni verslunarmanni, Guðmundi Albert Birgissyni bónda og Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni vegna umboðssvika og misnotkunar á skjali og til- rauna til fjársvika. Jón er ákærður fyrir að hafa vísvitandi haft milligöngu um þessi ólögmætu viðskipti og veitt liðsinni sitt til að meðákærðu gætu auðgast á refsiverðan hátt. Sjálfur segir Jón þetta lið í ofsóknum embættis- ins á hendur sér og hann verði dæmdur saklaus fyrir jól. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Málning hf. heimilaði Kristni Eggertssyni verslunar- manni að nýta lánsrétt Málningar hjá Verslun- arlánasjóði, enda var Kristinn tengdur fyrirtæk- inu persónulega. Gefið var út 5 milljóna króna skuldabréf þann 12. desember 1986 af Máln- ingu hf. og Kristni, með veði í fasteign Kristins. Frumskuldari er Málning, veðin eru í fasteign Kristins og undir það rita tveir stjórnarmenn Málningar og Kristinn. Kristinn stóð í hús- byggingum og tók út vörur í reikning hjá Málningu hf., enda var lánið hjá Verslunar- lánasjóði í raun trygging fyrir þeim úttektum. Greiðir bréfið upp og selur það Kristinn Eggertsson greiðir síðan skuldina við Verslunarlánasjóðinn, samtals ríflega 11 milljónir, en þar af eru ríflega 10 milljónir gerð- ar upp þann 14. febrúar 1990. Hann borgar þá eftirstöðvar af bréfinu upp þótt ekki sé það allt gjaldfallið. Þegar Kristinn hefur greitt skuldina upp leysir hann bréfið til sín. Það er síðan 4. september 1992 sem Kristinn selur bréfið og af- salar sér því til Guðmundar Alberts Birgissonar, bónda í Ölfushreppi, sem reynir að innheimta bréfið hjá Málningu hf. Einkamál höfðað Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður höfðar síðan einkamál fyrir hönd Guðmundar til að fá skuldabréfið greitt hjá Málningu hf., rúmlega tveimur árum eftir að Kristinn hafði greitt bréf- ið að fullu. Skuldabréfið keypti Guðmundur á 2 milljónir en gerir kröfu um að fá það greitt að fullu, upp á vel á þriðja tug milljóna. Málning hf. lítur hins vegar svo á að það hafi verið Krist- inn sem stofnaði til skuldarinnar og því geti enginn átt kröfu á hendur þeim. Hann geti ekki rukkað Málningu um greiðslu á láni sem hann fékk sjálfur. Lögmaður þeirra er Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann vildi ekki tjá sig um mál- ið en vitað er að hann, fyrir hönd Málningar, kærði Kristin til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Allir málsaðilar voru yfirheyrðir og þar af var Jón Magnússon yfirheyrður tvisvar og gaf hann sína slcýrslu eins og aðrir málsaðilar. Ríkissaksóknari ákærir þre- menningana Rannsókn RLR hefur síðan leitt til þess að embætti ríkissaksóknara hefur nú höfðað opin- bert mál og birt ákæru á hendur Kristni Egg- ertssyni, Guðmundi AJberti Birgissyni og Jóni Magnússyni. Hallvarður Einvarðsson er sak- sóknari en það er vararíkissaksóknari, Bragi Steinarsson, sem undirritar ákæruna. Hafa verður í huga að þessi tvö mál eru aðsldlin. JÓN MAGNÚSSON. Segir málatilbúnaðinn vera ofsóknir á hendur sér. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON. Lögmaður Málningar kærði málið til RLR, sem leiddi síðar til ákæru saksókn- ara. Annars vegar er um að ræða einkamál þar sem Guðmundur krefst þess að fá skuldabréfið greitt. Hins vegar er um opinbert mál að ræða þar sem krafist er refsingar yfir þremenningun- um. í ákærunni er Kristinn Eggertsson verslunar- maður ákærður fyrir að hafa „misnotað að- stöðu sína sem handhafi hins greidda skulda- bréfs sjálfum sér til ávinnings og Málningu hf. til tjóns, gagnstætt því sem til var ætlast við út- gáfu bréfsins“ með því að afsala sér bréfinu fyr- ir milligöngu Jóns og jafnframt að leysa fasteign sína úr veðböndum á skuldabréfinu. Guðmundur Albert Birgisson, skiáður bóndi í Núpum III, Ölfushreppi í Árnessýslu, er ákærður fyrir að veita Kristni „liðsinni sitt til þess að valda Málningu hf. samsvarandi fjár- tjóni, en jafnframt gerst sekur um tilraun til fjársvika með því að krefja og síðan höfða dómsmál á hendur Málningu hf. til inn- heimtu“ á skuldabréfinu. I ákærunni er sagt að hann hafi vitað eða átt að vita að Kristinn átti ekki neina kröfu á Málningu samkvæmt skuldabréfinu. Jón Magnússon ákærður Jón Magnússon er ákærður fyrir að hafa haft milligöngu um viðskiptin þrátt fyrir að hafa vit- að eða mátt vita að engin kiafa væri fyrir hendi. Einnig að hafa síðan reynt að innheimta þessa kröfu hjá Málningu og síðan höfðað málsókn „eftir að hafa fengið upplýsingar um að með- ákærði Kristinn en ekki Málning væri sjálfur hinn raunverulegi skuldari frá upphafi“. Þannig hafi hann veitt Guðmundi og Kristni liðsinni til að auðgast á kostnað Málningar. „Ofisóknir" ríkissaksóknara Kristinn og Guðmundur undirrituðu skjal hjá Jóni þar sem kemur fram hver eigandi bréfsins er og byggist því málið að miklu leyti á því þeir hafi allir vitað að krafan var ekki fyrir hendi. Enda keypti Guðmundur bréfið fyrir 2 milljónir en gerir kröfu upp á þriðja tug millj- óna og telja þeir að bréfið hafi verið selt þar sem Guðmundur hafi átt auðveldara með að ná í kröfuna en Kristinn. Jón Magnússon held- ur því hins vegar fram að viðskipti Kristins og Guðmundar hafi verið sér óviðkomandi þar sem sala á bréfinu hafi farið ffarn áður. Fulltrúi hans hafi upphaflega tekið við málinu og þegar hann hafi sjálfur komið að því hafi hann ein- ungis viljað fá yfirlýsingu frá þeim um hver ætti kröfuna og ekkert hafi komið fram sem sann- aði að Málning hafi greitt bréfið sem það í raun stofnaði til. Hér sé því eingöngu um einkamál að ræða, þar verði dæmt um hvort krafan sé réttmæt, en ákæra ríkissaksóknara sé út í hött og liður í ofsóknum á hendur sér. Jón Magnús- son annars vegar og Hallvarður Einvarðsson og Bragi Steinarsson hins vegar hafa oft deilt opin- berlega, ekki síst í tengslum við Hafskipsmálið á sínum tíma. Einnig gagmýndi Jón Magnús- son Hallvarð harkalega þegar PRESSAN sagði frá miklum fjárhagsvandræðum Hallvarðs í sumar. Rikissaksóknari krefst þess að þremenn- ingarnir verði allir dæmdir til refsingar. Verj- andi Jóns Magnússonar verður Jónatan Sveins- son og reiknar Jón með að málið verði útkljáð fyrir jól. PálmiJónasson SINN HALLVARÐUR EINVARÐSSON. Ríkissaksóknari ákærír Jón Magnússon fyrír að veita meðákærðu lið- sinni til að auðgast á refsiverðan hátt. FAGOR IWIPIPIÞIV (0 ’iT J/A IVIÉIL /A Ifí 12 manna 7 þvottakerfi Hljóölát 40dB Þvottatími 7-95 mín Sjálfv.hitastillir 55-65qC Stillanlegt vatnsmagn Sparnaöarrofi Hitaþurrkun HxBxD: 85x58x60cm Án topp-plötu: 82x58x58cm

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.