Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 4
4 PRCSSAN SIRKUS GEIRA S M A R T Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 Linkind lögreglu- stjóra? ,Ég hef margsintiis varað þig við og bent á að illdeilur vegtia ólöglegra farþegaflutn- inga gœtu endað með ósköp- utn. Nú enduðu þœr með hnífstungum. Ég óska þér að sjálfsögðu ekki til hamingju með árangurinn, en mikið vorkenni ég þér þá uppskeru, sem þú fœrð fyrir linkind þítia, ráðleysi ogdáðleysi.“ Kristínn Snæland leigubif- reiðarstjóri í Tímanum. Böðvar Bragason, lög- reglustjóri í Reykjavík: „Það er nú kannski ofsagt hjá Kristni að lögreglan láti þessi mál fara framhjá sér, þetta verður að sjálfsögðu rannsakað. Það er ekki hægt að segja annað en að við höf- um haft áhyggjur af þessu ástandi, mismiklar á hinum ýmsu tímum varðandi skipulag leigubiífeiða í borg- inni, en mér hefur nú þótt sem þau mál hafi heldur þokast í rétta átt á síðustu tímum. Og vandamálin varðandi þá sem eru að harka svona réttindalausir, eins og margt bendir til að hafi verið varðandi þessa ný- búa, þau mál verða að sjálf- sögðu skoðuðf^ Stóri bróð- ir sér þig „Til að auka á ömurleikann vegtia atvinnuleysisins er ég látitin tnœta alla daga á skrif- stofu í ráðhúsi Vestmannaeyja til að láta stimpla kortið. Nið- urlœgingin er algjör. Mér er sagt að þetta sé eini staðuritm á landinu setn atvinnulausum er gert að skrá sig daglega, m.a.s. brotamönnum, setn sleppt er úr fangelsi á skilorði, er bara gert að mœta hjá skil- orðsfulltrúa einu sinni í viku. Þeim er treyst betur en okkur, hinutn atvinnulausu í Eyj- um.“ H.S. í lesendabréfi til DV. Jón Kjartansson, formað- ur úthlutunarnefndar at- vinnuleysisbóta í Vest- mannaeyjum: „Það er nú yfirleitt þannig að þegar einhverjir fara að svindla þá er öllum refsað. Það var eitthvað af fólki sem lét ekki vita að það hefði fengið vinnu dag og dag og það voru nú aðallega beitu- menn og hafnarverkamenn sem voru sekir í þessu. Til að þurfa ekki að refsa þeim með því að svipta þá bótum í svo og svo íangan tíma var ákveðið að skrá fólk daglega. Hinsvegar þarf það fólk sem er búið að vera lengi á at- vinnuleysisskrá ekki að skrá sig daglega. Þessi regla á aðal- lega við um þá sem eru að detta inn á atvinnuleysisbæt- ur og út af þeim aftur. Það hefur nú ekki verið mikil ósátt um þetta og það er hvergi verið að brjóta lög á einum né neinum. Okkur er í sjálfsvald sett hvernig við högum skráningum.“ Dýrt að trjrggja eft- ir á „Gera verður þær kröfur til Flugleiða og anttarra íslenzkra flugfélaga í farþegaflugi milli landa, að þau láti setja árekstrarvara í flugvélar sínar. Annað er ekki verjandi. Jafn- framt þarf að kanna, hvort bæta þurfi öryggisbúnað í flugvélum í innanlandsflugi. Öryggi farþega og flugáhafna berað hafa í fyrirrúmi fremur en kostnaðinn." Úr leiðara Morgunblaðs- ins. Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða: „Þess ber að geta að ákvæði um árekstrarvara gilda aðeins í loftrými Bandaríkjanna. Það liggur ekkert alþjóðlegt samkomu lag fýrir um notkun slíkra tækja í öðru loftrými, þ.á m. Evrópu, og á meðan þannig er hafa flugfélögin einungis búið þær flugvélar sínar, sem þurfa að fljúga inn í banda- rískt loftrými, slíkum bún- aði. Þessi búnaður er mjög dýr, kostar um 14 milljónir króna fýrir hverja flugvél, og því hafa Flugleiðir ákveðið að setja hann einungis í fjórar flugvélar sínar sem fljúga áætlunarflug til Bandaríkj- anna. Þar til fyrir liggur al- þjóðlegt samkomulag um gerð og búnað slíkra tækja verða þau ekki sett í fleiri vél- ar Flugleiða á þessu stígi.“ Steingrímur J. fyrir landsfyndinn KYNSLOD AD DREPA KYNSLÓD Landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn nú um helgina og er ekki búist við átakamikl- um fundi. Mönnum er í fersku minni formannsslagurinn sem varð ekki. Steingrímur J. Sigfús- son á þó ekki von á lognmollu á næstunni. hinna sem lifa á lökustu kjörum vaxið. Ég lít þannig á að skyldur Alþýðu- bandalagsins snúi ekki síst að því fólki sem á á brattan að sækja. En við höfum jafnframt reynt að vera flokk- ur með jákvæða og kraftmikla pólitík varð- STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON. „Heildsalar eru sjátfsagt nauðsyn- legt fyrirbæri innan vissramarka..." Hvaða átakamál liggja fyrir fundinum? „Ég veit ekki um neitt sér- stakt sem ætla má að verði hörð átök um. Auðvitað eru skiptar skoðanir eins og geng- ur en ég kalla ekki hressileg, málefnaleg skoðanaskipti átök heldur eðlilegan hluta af starfi stjórnmálaflokka. Það verður sjálfsagt hressilega rætt um sjávarútvegsmál og stöðu efnahags- og atvinnumála." Þretfingarnar í kringum framboð þitt til fortnanns benda óneitanlega til að það sé óánægja með núverandi for- tnann. Hvað viltu segja um það? „Þá var umræða um hvort koma ætti til kosninga milli manna til formanns. Það varð ekki og er ffá. Ef átök verða á fúndinum verða þau væntan- lega málefnaleg en ekki per- sónuleg, sem er auðvitað heil- brigðara. Hitt er vissulega til, en þá sem hlutí af lýðræðinu eins og menn vita. A fúndin- um verður kosið í önnur embætti; gjaldkera, ritara og kosið í ffamkvæmda- og mið- stjórn. 1 þau störf hefur sjaldnast verið sjálfkjörið, þannig að búast má við hressilegum kosningum þar.“ I síðustu PRESSU máfinna grein eftir Einar Karl Haralds- son, framkvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins, þar sem hann talar tim heildsala sem óvirkjaða viðskiptaauðlind. Eru heildsalar Islands eina von? „Heildsalar? Ekki hef ég nú kannski séð það að leiðin út úr þrengingunum liggi endi- lega um hlaðið hjá þeim. Heildsalar eru sjálfsagt nauð- synlegt fýrirbæri innan vissra marka, þótt manni sýnist beinn, milliliðalaus innfiutn- ingur stórra aðila fara vax- andi. En það getur verið skynsamlegt að nýta sér reynslu manna sem eru með góð sambönd varðandi inn- flutning, að nýta sér hana í hina áttina, það er í útflutn- ingi. En ég vil nú ekki leggja dýpri merkingu í það þó að þetta hafi lent á blaði. Al- þýðubandalagið hefúr ekkert hreyfst til í hinu pólitíska lit- rófi. Ég lít ekki svo á.“ Samt greina menn einhverj- ar áherslubreytingar í stefnu. „Stefúa er alltaf til endur- skoðunar og Alþýðubanda- lagið hefur ekki verið feimið við það. En það er hættulegt að lesa úr því einhverja eina átt í þeirri þróun, því það ber líka á róttækum tónum í kjöl- far skipbrots frjálshyggjunnar. Það er vaxandi eftirspum effir róttækari áherslum. Ég held það væri offúlkun að greina einhveijar miklar breytíngar í almennum áherslum flokks- ins pólitískt séð. Hitt er rétt að við leggjum fram mikla bók sem byggist á mikilli vinnu sem lýtur að endur- skoðun á áherslum.“ Þið byggið ekki stefnu ykkar eins mikið út frá stéttagrein- inguogáðurvar? „Ef við tækjum fimmtíu ára gamlar samþykktir og læsum þær þá hljómaði það sérkennilega í dag, en það á auðvitað við um alla stjórn- málaflokka. Alþýðubandalag- ið hefúr verið duglegt við að laga sínar áherslur að líðandi stund. Auðvitað er andrúms- loft í samskiptum stéttanna annað en það var upp úr kreppunni miklu. En það finnst mér lítil speki og ekkert merkilegt þótt menn upp- götvi það að umfjöllunin er með öðrum hætti en áður. Það er til marks um að stjóm- málaflokkur er ekki staðnað- ur og þorir að móta áherslur í ljósi ríkjandi aðstæðna.“ Hvar liggja helstu andstæð- urnar í íslensku þjóðfélagi í dag? „Harkan í samskiptum hagsmunaaðila í þjóðfélaginu hefur almennt minnkað. Orðbragð og annað ber vitni um það. Kannski er þessi hreina uppstilling í andstæð- ur atvinnurekenda og verka- lýðs ekki jafnskörp og var áð- ur. Andstæðumar hggja núna milli ákveðinna hópa og kyn- slóða almennings. Mér er hugleikinn sá mikli aðstöðu- munur sem er milli þeirrar kynslóðar sem reistí hús, fjár- festi og annað fýrir daga verð- tryggingar og hárra raunvaxta og hins vegar hinna, sem hafa verið að berjast við það á síð- ustu 10—15 árum. Þar má greina miklar andstæður og ólíka hagsmuni, sem birtast meðal annars í því að á sama tíma og eignakynslóðin, sem á miklar skuldlausar eigúir og jafnvel fé á ávöxtun, nýtur hárra vaxta þá er það hún sem er að drepa vaxtakyn- slóðina. Almennt séð hefur því rniður aðstöðumunur þeirra beturmegandi og andi atvinnuuppbyggingu, því við gemm okkur auðvitað grein fyrir því — betur en aðrir að ætla má - - að við verðum að auka útflutnings- tekjur tíl að bæta lífskjörin á nýjan leik.“ Þrátt fyrir minni hörku í samskiptum virðist manni gremjan í þjóðfélaginu síst minni en oft áður. Vantar ekki gleggri skilgreiningu? „Gremjan er að aukast og ég held að menn megi varast að lesa einhver skilaboð þess efnis að flokkurinn sé að fær- ast inn á miðjuna. Það eru straumar sem kalla á róttæk- ari áherslur, meðal annars vegna misskiptingar verð- mæta og stöðu atvinnulausra. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem er boðberi róttækni. Alþýðuflokkurinn hefur yfirgefið þessi mið, híff upp veiðarfærin og er sigldur annað. Það hefúr fært okkur auknar skyldur og kannski aukið svigrúm. Ég á því von á ánægjulegum fundi. Það er meiri áhugi fyrir pólitísku starfi eftir ákveðinn doða.“ Jakob Bjarnar Grétarsson debet_____________Sigurður B. Stefánsson kredit „Hann hefur góða kímnigáfu og er góðvilj- aður. Hann er alltaf ákaflega snyrtilega til fara, með merkjadellu og gengur alltaf í Hugo Boss- fötum og er greiðvikinn," segir Eðvarð Ing- ólfsson rithöfundur. „Stærsti kostur hans er að hann er bindindismaður en svo er líka gott að vinna með honum,“ segir María Rún Haf- liðadóttir, fýrrum fegurðardrottning og sam- starfsfélagi. „Hann er húmoristi og þrár, hann gefst ekki upp þótt móti blási. Svo er hann mikill aðdáandi Skagamanna í fótboltanum, hvernig sem gengur,“ segir Kristján Snorra- son, útibússtjóri Búnaðarbankans I Borgar- nesi. „Hann er útsjónarsamur og duglegur í fé- lagsstarfi og kemur vel fyrir í fjölmiðlum — á auðvelt með að greina aðalatriði frá aukaatrið- um,“ segir Jens Kristján Guðmundsson aug- lýsingateiknari. Góðviljaður húmoristi — eða kvenhrœdd Þjóðverja- sleikja? „Hann er alltof vandlátur á levenfólk, sem skýrir af hverju hann er eklti enn kominn í hnapphelduna. Ég hef skrifað ótal ástarbréf fýrir hann tii Þýskalands, en hann á eingöngu þýskar vinkonur. Það er skammarlegt að hann skuli dýrka þessa þýsku þjóð. Hann hefúr kynnt sér söguna, þótt ég sé ekki viss um að hann hafi allt- af lært af henni, en Þjóðveijar eru í miklu dálæti hjá honum,“ segir Eðvarð Ingólfsson rithöfúnd- ur. „Hann hefúr slæman tónlistarsmekk og vildi ekki spila neitt annað en íslenslca tónlist,“ segir María Rún Hafliðadóttír, sem stjómaði útvarps- þættí með Sigurði. „Hann er mjög dulur og hef- ur aldrei viljað segja mér hvað hann er að veiða í Dölunum — ég hef grun um að það sé eitthvað annað en silungur,“ segir Kristján Snorrason, útíbússtjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi. „Hann er alltof upptekinn af þessum knattspyrnu- áhuga, hann fýlgir Skagaliðmu af einhvers kon- ar trúarbragðaafstöðu,“ segir Jens Kristján Guð- mundsson auglýsingateiknari. Siguröur B. Stefánsson er stórkapellán Stór- stúku íslands og æöstitemplar, en bindindis- dagur fjölskyldunnar er á morgun, föstudag.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.