Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 8
F R É T T I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 Sagan á bak við átökin á Tímanum þjóð, þegar hann í grein í Tíman- um í apríl hvatti fólk til að gerast hluthafar með að kaupa virk hluta- bréf í heilbrigðu félagi. Nema hugmyndin hafi verið að koma skvíldum af eldri útgáfu Tímans einhvern veginn inn í bókhald Tímans hf., en dæmi þess hefur PRESSUNNI ekki tekist að finna og er slíkum hug- myndum harðlega neitað af fyrrum framkvæmdastjóra. Stjórn Tímans hf. hóf síðan undirbúning að sölu hluta- bréfa í Mótvægi hf. að fúllum krafti skömmu eftir að það var stofnað og fékk til verksins Jóhann Kari Sigurðsson, sem nú starfar á skrifstofú Fram- sóknarflokksins. Því verki lauk að mestu í júlí, en stærstu hluthafar greiddu sín hluta- bréf, skv. upplýsingum Jó- hanns, rétt fyrir hluthafafund- inn sem haldinn var 18. ágúst. Var skilað inn til Hlutafélaga- skrár lista með nöfnum 196 einstaklinga, sem höfðu greitt hlutafé með beinhörðum peningum eða verðbréfum af ýmsu tagi og nam heildarupp- hæð 19.552 þúsundum króna. Inni í þessu eru ekki hlut- fjárloforð sem á eftir að greiða, en skv. upplýsingum Jóhanns námu hlutafjár- áskriftir alls um 23 milljónum króna. 1 dag munu inngreidd hlutabréf nema alls 20.204 þúsundum króna. Þau hluta- fjárlöförð sem enn hafa ekki verið greidd, nema því tæp- lega þremur milljónum króna. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR á einn aðili þar stærstan hlut, Jón Einar Jakobsson, faðir Þórs Jóns- sonar ritstjóra, sem mun hafa fyrir hönd hóps manna skráð sig símleiðis fyrir 2,4 milljóna króna hlutafjárloforði. Hins vegar eru áhöld um hvort slík loforð, sem gefin eru símleið- is, teljist bindandi. Stjórn Mótvægis í þungum þönkum á stjórnarfundi í gær. F.v. Hrafn Magnússon, Sveinn Finnbogason.Þór Jónsson, ritsjóri, Bjarni Þór óskarsson, stjórnarformaður, Ágúst Þór flrnason og Jón Sigurðsson. Með glýju í augum Það dregur talsvert brodd- inn úr þeim ásökunum, að hluthafar hafi verið blekktir til að kaupa hlutabréf í Mótvægi hf. með því að þeir hafi verið leyndir upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins, að þann 26. júlí, eða um þremur vikum áður en flestir stærstu hluthafar keyptu sín hlutabréf, var haldinn stjórn- arfundur í Mótvægi hf. Þar lagði Hrólfur ölvisson, þá- verandi framkvæmdstjóri fram rekstraráætlun sem gerði ráð fyrir að 11,7 milljón króna halli yrði á árinu. Þann fund sátu þeir Steingrímur Her- mannsson, þáverandi stjórn- arformaður og fulltrúi Fram- sóknarflolcksins, sem hafði lagt frarn 4.7 m.kr. hlut, Vil- hjálmur Jónsson, f.h. Olíufé- lagsins sem átti eftir að leggja fram 3 milljónir króna, Ágúst Þór Árnason, sem átti eftir ásamt sínum stuðningsmönn- um að kaupa hlutabréf fyrir 4,7 m.kr. og Stefán Ásgríms- son, sem ásamt sínum hóp lagði ffarn milli 3 og 4 m.kr. Állir þessir stjórnarmenn og fulltrúar stærstu hluthafa samþykktu samhljóða þessa rekstraráætlun þann 26. júlí. Á síðustu dögunum fyrir hluthafafundinn 18. ágúst keyptu þessir aðilar síðan sín hlutabréf í Mótvægi h.f. Eða eins og einn af viðmælendum PRESSUNNNAR komst að orði: „Þessir menn voru enn hugfangnir af því að sigra heiminn og höfðu ekki áhyggjur af öðrum eins titt- lingaskít og 11,7 milljón króna borðlögðu tapi!“ Á hluthafafundinum 18. ágúst var Jón Sigurðsson, lektor á Bifröst kjörinn for- maður stjórnar. Hann sagði í samtali við PRESSUNA að hann hafi þegar farið að leita eftir svörum við ákveðnum spurningum um fjárhags- stöðu Mótvægis hf., því að hans mati var rekstraráætlun Hrólfs engan vegin nægilega tæmandi. Áætlaðar auglýs- ingatekjur hafi verið byggðar á útsendum auglýsingareikn- ingum, en ekki borguðum, svo dæmi sé tekið. Fram- kvæmdastjórinn hafi hins vegar verið ófáanlegur til að láta upplýsingar af hendi, jafnvel þótt þriggja daga dvöl Jóns í Reykjavík við að afla upplýsinga hafi kostað Mót- vægi 70 þúsund lcrónur skv. samningi. Hrólfur hafi sagst hafa á tilfinningunni að tapið væri rúmlega átta milljónir. Jón bætti við þessa tölu 50% samkvæmt heimatilbúinni þumalputtareglu og lagði ffarn á fúndi 7. september það sem hann kallaði bráða- birgðaupgjör upp á 12,4 millj- ón króna tap. Hann hafi ekíd getað fengið upplýsingar á hvaða reikningi og á hvaða kjörum hlutaféð væri geymt og ekki fengið neinn í stjórn til að taka undir með sér að draga þyrfti saman seglin. Hefur Jón dregið þá ályktun að allt hlutafé hafi þegar verið uppnotað í skuldir þegar um mánaðarmótin ágúst/septem- ber. Því hafi hann sagt af sér formennsku. Aðeins 13,7 milljón- ir í peningum Það olli hins vegar talsverð- um missldlningi hjá ýmsum aðstandendum Mótvægis þegar Lárus Finnbogason, endurskoðandi Tímans, skil- aði árshlutaskýrslu fýrir tíma- bilið 1. janúar til 31. ágúst. I skýrslunni, sem var birt 25. október, kom fram að inn- borgað hlutafé næmi aðeins 13,7 milljónum króna. Skýr- ingin sem Lárus Finnbogason gefur á því er sú að hér hafi ekki verið um vanalegan end- urskoðaðan ársreikning að ræða, heldur hefi verið gefið nokkurs konar yfirlit á stöð- unni. Verldð hafi verið unnið á fljótlegan og ódýran hátt. Hann hafi aðeins fært sem skráð hlutafé það sem hafi verið komið inn í bókhald Mótvægis á tímabilinu. Þar hafi verið um að ræða það hlutafé sem borgað hafi verið með beinhörðum peningum, en hlutafé sem greitt hafi verið með verðbréfum, víxlum og greiðslukortum, alls um 5,8 m.kr., hafi ekki verið komið í bókhaldið á þeim tíma. Héð- an eru m.a. sprottnar ásakanir um bókhaldsóreiðu. Ekld vissi endurskoðandinn Lárus hvort þær milljónir sem lagðar voru ffarn í verðbréfúm ýmis konar hefðu skilað sér í sjóði Mót- vægis. Hans bíður nú það hlutverk að finna út hver raunveruleg fjárhagsstaða Faöir ritstjórans dregur að efna hlutafjárloforö upp á 2,4 milljónir á meðan blaðið siglir óðfluga í strand. Nýir menn samþykktu rekstraráætlun upp á 12 milljóna tap áður en þeir keyptu hlutafé. Þór Jónsson, ritstjéri Tímans. Er hægt að ásaka hann um að erfiðlega gangi að reka Tím- ann þegar allir sjóðir eru tómir, jafnvel þótt útlit nýja Tímans sé „eins og að fá múrstein í andlitið"? hvenær, eða var kannski eng- inn svikinn? Er um stórkost- lega leikfléttu Framsóknar að ræða þar sem hluthafar voru plataðir til að borga gömlu skuldirnar hans Steingríms? Eða lá þetta allt í augum uppi ef nýir hluthafar hefðu ekki verið blindaðir af glýju eigin ágætis og áforma? Mótvægi tekur við gömlu bui Þegar Þór Jónsson, ritstjóri Tímans, og Jón Sigurðsson, síðustu mánuði og vikur virð- ist mörkuð af samblandi af óheppni, misskilningi, fá- dæma bjartsýni og aulaskap. Enginn vill þó taka svo stórt upp í sig að um vísvitandi blekkingar eða svik hafi verið að ræða, þótt leiðaraskrif Þórs um Steingrím fari ekki langt frá markinu. Hefja má söguna á því þeg- ar Tímanum hf. er breytt í Mótvægi hf. í apríl sl. Þá hafði Ágúst þór Árnason verið á sveimi í kríngum blaðið í Pabbi ritstjór- ans á eftir aö borga Rekstur Tímans ár- ið 1992, hafði skv. upplýsingum Hrólfs ölvissonar, fyrrv. framkvæmdastjóra gengið „nokkuð vel“ og halli var aðeins um 1,4 milljónir króna. Að vísu segja heimildarmenn PRESS- UNNAR að áskrifendum Tímans hafi fækkað jafnt og þétt á þessu ári, en vísast mun hugmyndin um nýtt félags- hyggjublað sem stæðist sam- keppni við Morgunblaðið hafa vakið einhverja ofur- bjartsýni í brjóstum manna um að snúa mætti dæminu við. Alla vega virðist ekki ástæða til að ætla að Stein- grímur Hermannsson hafi vi- svitandi verið að blekkja al- Undafarna daga hefur gengið á með skothríð úr her- búðum Tímans og miklir hvellir sprungið. Nú þegar stund er milli stríða rangs misskilnings og rétts er rétt að líta yfir átakasviðið og gera sér grein fyrir hvernig málið er vaxið. Hver sveik hvern og fyrrum stjórnarformaður Mótvægis hf., beina skeytum sínum að Steingrími Her- mannssyni og kvarta yfir skorti á upplýsingum um rekstur og fyrri stöðu félagsins tekst þeim að hitta í mark en skjóta þó um leið fram hjá. Því makalaus saga Tímans nokkurn tíma og hafði m.a. hug á því að kaupa helming hlutafjár á tímabili og reka það sjálfúr. Það hefúr sjálfsagt verið fyrir hans tilverknað að byrjað var að ræða um að opna Tímann og gera að blaði félagshyggjuaflanna. En breyt- ingin gerðist aðeins við til- kynningu til Hlutafé- lagaskrár um nafna- breytingu. í raun var um sama félag eða fýr- irtæki að ræða og eng- in skil urðu í rekstri þess. Þeir sem gerðust hluthafar í Mótvægi hf. gengust því í raun inn í rekstur Tímans hf. með öllum þeim skuldbindingum sem það félag hafði stofnað til. Þetta mátti vera öll- um væntanlegum hluthöfum ljóst. Aldrei kom til tals að „núllstilla“ Mótvægi hf. þ.e. að hefja rekstur þess á núlli, aðskilið frá fyrri rekstri Tímans hf. á Tímanum. í reynd hófst undirbún- ingur að hlutafjársöfn- un fyrir nýja „félags- hyggjublaðið“ Tímann áður en nafiii rekstrar- aðilans var breytt 14. apríl. Tóku brosandi við skuldum gamla Tímans RYMÍNGARSALA VEGNA BREYTINGA Oll teppi á frábæru verði Sxétk liíor mfeoiir j servwót Altar nofTKmtiemr i s&rstúkM tiBg&S 7 *pi iL mStmr I.'M'. í 1£5. FAÁtfsíil ð- • Si'Aíi' íSSSi'sí? Sérstakt tilboð á stigahúsateppum. Verð áður 2.600.- kr. m2 Verð nú 1.950.- kr. m2 Frábær teppi með 10 ára reynsiu MMmmmmmmmmm Vönduð ullarteppi. Eigum 12 liti á lager á frábæru tilboði. Verð áður 3.900.- kr. m2 Verð nú 2.925.- kr. m2

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.