Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 14
E R L E N T 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 Var Jack Kennedy hetjan sem hann er sagður vera? Hin hliðin á Flestir fá enn glýju í augun þegar minnzt er á John F. Kennedy. Þannig lifir tálmyndin sem fjölskylda hans og vinir bjuggíTW. En kannske var morðið í nóvember 1963 það sem bjargaði honum frá öðrum og miklu harðari dómi sögunnar. Á FUNDIMEÐ KHRÚSTSJOFF. Orðinn háður amfetamíni og stöðugt á verkjalyfjum. Þegar Jacks Kennedys var minnzt í vikunni var tvennt sem einkum stóð upp úr skoðanakönnunum í Banda- ríkjunum: fólki fannst að heimurinn hefði orðið annar og betri hefði Kennedy ekki verið myrtur og því fannst hann ofmetinn sem forseti. Þversagnir sem þessar koma iðulega fram í skoðanakönn- unum, en þessi helgast kannske af því að það er ekki fyrr en upp á síðkastið að Bandaríkjamenn hafa viljað — eða þorað — skoða sögu þessa dýrkaða forseta ofan í kjölinn. Nýjar upplýsingar gefa til- efni til að ætla að kjarninn í karakter Kennedys hafi verið botnlaust siðleysi, tvöfeldni, hentistefha og undirferli. Þetta var klætt í búning kraftmikill- ar æsku, heiðarleika, siðferðis- styrks og heilsteyptrar hug- myndafræði réttlætis og ffið- ar. Það virkaði — með naum- indum þó — og sú ímynd hefur lifað góðu lífi frá því Kennedy var myrtur. Hentistefnan Þrátt fyrir ímyndina var Jack Kennedy íhaldssamur miðjumaður að svo miklu leyti sem hann hafði fastmót- aðar skoðanir á stjórnmálum; yfirleitt lét hann berast með pólitískum vindum. Hann stóðst prinsipp-próf aldrei þegar á reyndi. Hann tók virkan þátt í McCarthy-ofsóknunum sem þingmaður og varð reyndar á undan samþingmanni sínum, Richard Nixon, til að „negla" fyrstu fórnarlömbin, tvo minni háttar verkalýðsleið- toga frá Milwaukee. Joe McCarthy var auk þess íjöl- skylduvinur Kennedyanna, fór út með tveimur systra Jacks og gisti iðulega í sumar- húsi fjölskyldunnar í Hyannis Port. Þegar fór að hitna undir honum forðaðist Jack hins vegar eins og heitan eldinn að taka afstöðu í deilunum. Hann fór (sem oftar) í aðgerð á sjúkrahús noldcrum vikum fýrir afgreiðslu þingtillögu um vítur á McCarthy og notaði tækifærið til að losna undan atkvæðagreiðslunni, þótt hann væri orðinn vel rólfær þegar að henni kom. Aðstoð- armaður hans, Ted Sorensen, hafði þá skrifað fyrir hann ræðu sem var í reynd stuðn- ingsyfirlýsing við McCarthy og var í samræmi við mál- flutning hans fram að því. Löngu seinna, þegar hann var farinn að sækjast eftir tilnefh- ingu sem forsetaframbjóð- andi, sagðist Jack myndu hafa greitt vítunum atkvæði, en stuðningur hans við McCart- hy varð til þess að stór hluti Demókrataflolcksins neitaði alltaf að styðja forsetaíramboð hans, jafnvel á móti McCart- hy-sinnanum Nixon. Kennedy sýndi mannrétt- indabaráttu blökkumanna einnig lítinn áhuga nema í pólitískum tilgangi. t próf- kjörum og fyrir forsetakosn- ingarnar má rekja í ræðum hans hvernig hann talaði tungum tveim eftir því hvort áheyrendur voru Norðan- menn eða Suðurríkjademó- kratar. Stuðningur Suður- ríkjamanna skipti Kennedy öllu máli og hann lét undan- tekningarlaust undan þrýst- ingi þeirra, þrátt fyrir fagur- orðar ræður inn á milli. Hann harðneitaði fyrstu tvö ár sín í embætti að styðja lagabætur blökkumönnum til handa, en lét loks undan sumarið 1963 þegar bandarískar borgir log- uðu í mótmælagöngum og óeirðum og Malcolm X var farinn að fylla samkomusali. Um haustið var hann myrtur og það kom í hlut Lyndons Johnsons að fylgja málinu eft- ir í hörðum slag við þingið. Það var nefnilega ekki margt sem Kennedy kom í verk. Hann stofnaði reyndar „Friðarsveitirnar“, Peace Corps, sjálfboðaliðasveitir UNGUR SJÓLIÐSFORINGI. Þjóð- hetja, þrátt fyrir kiúðrið sem kostaði tvo undirmenn hans lífið. sem unnið hafa ómælt gagn í þróunarlöndunum og gera enn. Hann sýndi innanlands- málum hins vegar lítinn áhuga og lét sér nægja fyrsta árið að berjast fyrir fimm mál- um sem þinginu hafði ekki tekizt að fá samþykkt gegn andstöðu Eisenhower-stjórn- arinnar. í utanríkismálum er hans helzt minnzt fyrir mis- heppnaða Svínaflóaárás, Kúbudeiluna og fyrir að hafa grafið Bandaríkjamenn ræki- lega í kviksandinn í Víetnam. Eitt helzta kosningamál hans, meint forskot Sovétmanna í eldflaugasmíð, var uppspuni, eins og honum og ráðgjöfúm hans var fúlOjóst. Það sem Kennedy tókst var að hrífa þjóðina með sér í anda „nýrrar kynslóðar“ eftir daufleg stjórnarár Eisenho- wers. Það tókst með fagurgala um nýtt siðferði, fórnarlund, æsku, aga og heiðarleika — sem allt gekk þvert á hans eig- in karakter -og athöfnum gagnvart sjálfum sér og öðr- um. Þáttur mafíunnar Stanzlaust framhjáhald Kennedys er nú orðið löngu þekkt, en það hafði annan til- gang en að svala áhuga hans á öðrum konum en sinni eigin. Tengsl sumra þessara kvenna við mafíuna skiptu sköpum fyrir Kennedy á mikilvægum tímamótum á pólitískum ferli hans. Kennedy var lífsnauðsyn að sigra í prófkjöri í Vestur-Virg- iníu árið 1960 til að sanna að (írskur) kaþólikki gæti unnið meirihlutafylgi í fylki þar sem nær eingöngu bjuggu mót- mælendur (af enskum upp- runa). Frank Sinatra kom Kennedy í kynni við Judith Campbell, sem aftur kom á fundi hans með Sam Gianc- ana, mafíuforingja frá Chic- ago. Þeir náðu samkomulagi um að mafían styrkti kosn- ingabaráttu hans svo nam hundruðum þúsunda dala og hleranir FBI leiddu í ljós að Sinatra sá um að dreifa því fé til útsendara sem aftur not- uðu það til að múta embættis- mönnum í fylldnu. Gögn frá FBI sýna einnig að gegn þessu hét Joseph Kennedy, faðir Jacks, mafíunni aðstoð sinni vegna lögreglurannsóknar sem þá stóð yfir og beindist að Giancana. Giancana kom einnig til hjálpar í forsetakjörinu sjálfu. Þá höfðu þeir Kennedy hitzt nokkrum sinnum og Gianc- ana hafði að eigin sögn og annarra mikil áhrif á úrslit kosninganna í nokkrum bæj- arhlutum í Chicago sem miklu skiptu um heildarút- komuna. Sinatra var sjálfur viss um að stuðningur mafí- unnar skipti sköpum um landsúrslitin, þar sem aðeins rúmlega hundrað þúsund at- kvæði (0,1 prósent atkvæða) skildu Kennedy og Nixon að. Þau Campbell og Kennedy hittust reglulega í tvö ár, ekki síður eftir að hann var orðinn forseti. Eftir að Svínaflóaárás- in misheppnaðist 1961 fékk hún aukaverkefni, gerðist sendill á milli forsetans, Gi- ancana og annars mafíufor- ingja, John Rosselli og ferðað- ist í flugvél með ómerkt umslög frá Hvíta húsinu til mafíósanna. Þetta var um það leyti sem tilraunir CIA og ma- fíunnar til að ráða Fídel Ka- stró af dögum hófust. Einn maður vissi allt um þessi samskipti, J. Edgar Hoo- ver, forstjóri FBI. Hann þvingaði Kennedy á endanum til að slíta sambandinu við Campbell og mafiuna, líklega vegna hættunnar á að mafían beitti Kennedy-bræður kúg- unum, en þeir voru þá báðir, Jack og Bobby, farnir að halda við Marilyn Monroe. Vitað er að þegar Bobby hóf sem dómsmálaráðherra baráttu gegn mafíunni íhuguðu mafi- ósarnir alvarlega að hóta að nota Monroe-málið gegn þeim bræðrum og sumir telja sig sjá merki þess að Bobby hafi farið af meiri „varfærni“ gegn Giancana og félögum en öðrum mafíuforingjum. Gi- ancana var myrtur nokkru síðar. Fyrir utan „nýju“ viðhöldin hafði Hoover annað tak á Jack Kennedy, sem var ástarsam- band hans við hina danskætt- uðu Ingu Arvad í stríðinu. Jack vann þá í stuttan tíma fyrir leyniþjónustu sjóhersins, en FBI grunaði Arvad um að vera þýzkur njósnari. Sam- bandið varði í marga mánuði og varð til þess að Kennedy var færður til í starfi, en „op- inberir“ ævisagnaritarar láta þess ógetið og sumir segja Jack hafa unnið í Pentagon á þess- um tíma, en húsið var þá óbyggt. Þegar Jack varð seinna þingmaður gerði hann ítrek- aðar, en árangurslausar, til- raunir til að fá Hoover til að láta af hendi segulbandsupp- tökur með samtölum þeirra Arvads. Stöðug lyfjaneyzla Annað vel varðveitt leynd- armál Kennedys voru sífelld veikindi hans og lyfjanotkun. Hann var líkamlega afar veik- burða allt sitt líf og var lang- tímum rúmliggjandi vegna heilsubrests. Fram eftir ævi var hann horaður og á hann sóttu allir hugsanlegir sjúk- dómar. Erfiðust viðureignar voru krónísk bakveiki og Addisonsveiki, sjúkdómur sem stafar af of lítilli horm- ónaframleiðslu í nýrnahettu- berki. Tvisvar var hann svo langt leiddur að prestur var fenginn að sjúkrabeði hans áður en hann kveddi þennan heirn. Afleiðing þessa var að Kennedy var á lyfjum meira og minna allan sinn fullorð- insaldur, ýmist deyfilyfjum eða hormónalyfinu kortísón, eða hvoru tveggja. Hann var sárþjáður og þurfti iðulega að ganga á hækjum, þótt hann reyndi að fela það fýrir utan- aðkomandi eftir að hann til- kynnti um forsetaframboð. Hann neitaði að taka með sér hækjurnar þegar hann fór að hitta Khrústsjoff í Vínarborg árið 1961. í staðinn tók hann með sér lækni að nafni Max Jacobson, sem var vanur að. sjá honum fyrir sérstakri teg- undaflyfjum. JUDITH CflMPBELL. Eitt viðhald- anna, en líka sendiboði á milli forsetans og mafíuforingja. Jacobson var þekktur undir nafninu Dr. Feelgood og hafði góðar tekjur af því að sjá auð- ugum viðskiptavinum fyrir amfetamíni. Jack kynntist honum í kosningabaráttunni 1960 og uppgötvaði að amfet- amínsprauturnar linuðu sárs- aukann, juku honum kraft og virtust skerpa hugann. Sam- kvæmt upplýsingum hjúkr- unarfólks og samstarfsmanna varð hann (og Jackie reyndar líka) háður eitrinu og lét senda eftir Jacobson og amfet- amínsprautunum í hverri krísu sem gekk yfir, þar á meðal á meðan á Kúbudeil- unni stóð. Jacobson missti seinna lækningaleyfið fyrir starfsemi sína, en amfetamínneyzla Kennedys spurðist ekki fyrr en mörgum árum seinna. Heimatilbúin stríðs- hetja Fyrstu pólitísku sigrar Jacks byggðust (auk auðæfa föður hans að vanda) að stórum hluta á ýkjusögum um hetju- dáðir hans í sjóhernum. Með aðstoð föður síns tókst hon- um að gerast skipper á einum svokallaðra PT-báta, sem voru tíu manna krossviðardallar og gegndu umdeildu hlutverki í Kyrrahafinu. I fyrsta og eina skiptið sem Kennedy lenti í átökum tókst honum að láta japanskan tundurspilli sigla á bátinn svo að tveir menn létu lífið. Þetta var áður óþekkt fyrirbæri og kom aldrei fyrir aftur, en ffásögnum ber ekki saman um hvað gerðist. Þó er ljóst að skyggni var gott, Kennedy svaf á verðinum og braut ýmsar grundvallarreglur um stjórn bátsins. I kjölfarið sýndi Kennedy hins vegar af sér mikið hug- rekki við að bjarga eftirlifend- um af áhöfninni og sá þáttur málsins varð til þess að bjarga honum ffá brottrekstri úr sjó- hernum. Fyrri hluti ævintýris- ins, klúðrið sem olli slysinu, varð fjölskyldu, vinum og ævisagnahöfúndum hins veg- ar efni í tröllasögur sem færðu Kennedy landsffægð og aðdá- un og lögðu grunninn að pól- itískri ffamtíð hans. Stríðssögurnar komu sér líka vel næstu áratugi þegar fyrirspurnir bárust um heilsu Jacks. Svörin voru á einn veg: nei, hann var ekki með Addi- sonsveiki, bakið hafði skadd- ast í stríðinu og sjúkrahúsleg- ur voru nauðsynlegar vegna Síendurtekinna malaríukasta sem líka mátti rekja til stríðs- ins. Þetta voru helber ósann- indi, en þau voru í stíl við svo margt annað sem gerðu Jack Kennedy líldega að ofdáðasta forseta Bandaríkjanna fyrr og síðar.____________________ Kari Th. Birgisson Á FRAMBOÐSFUNDI1952. Hækjurnar sáust æ sjaldnar opinberlega eftir því sem nær dró forsetaframboði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.