Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 6
TEIKNING: INGÓIHJR AAARGEIRSSON M E N N 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 Tímaþjófurinn Menn Steingrímur Hermannsson var fyrst kjörinn á þing árið 1971 og það var eins og við manninn mælt: Viðreisnar- stjórnin pakkaði saman og Framsókn hreiðraði um sig í stjórnarráðinu og tók til við að stjóma landinu. I tuttugu ár. Denni kleif metorðastiga Framsóknar af stakri lipurð og varð formaður 1979. Árið áður varð hann ráðherra í fyrsta sinn og þar hófst tólf ára samfelld ráðherratíð. Þetta var svo sannarlega glæsilegur ferill hjá pabba- stráknum sem á námsárum sínum vakti tóman aðhlátur vestan hafs og var aldrei kall- aður annað en Stóri rauður. Hin tæra snilld er ævinlega einföld og sama máli gegnir um pólitíska kænsku Stein- gríms Hermannssonar. Þótt hann bæri ábyrgð á stjórn landsins í tólf ár þurfti hann aldrei að svara fyrir það sem miður fór. Enda var hann alltaf jafn steinhissa þegar allt var að fara til andskotans í blessuðum efnahagsmálun- um. Denni var að sönnu landsföðurlegur í ráðherra- hlutverkinu en fyrir kosning- ar breyttist hanri alltaf í harðsvíraðan stjórnarand- stæðing sem ekki náði upp í nefið á sér af hneykslun yfir ástandi þjóðmála. Á sama tíma tókst honum á óskiljan- legan hátt að sannfæra þjóð- ina um að honum, og honum einum, væri að þakka að staðan væri ekki enn verri. Bismarck sagði að stjórn- mál væru list hins mögulega. Steingrímur Hermannsson sannaði á blómatíma sínum að stjórnmál eru list hins ómögulega. Keppinautar Steingríms gerðu tvenn mistök: í upphafi tóku þeir hann ekki alvarlega (frekar en skólafélagar hans á árum áður) og afskrifuðu hann sem viðkunnanlegan aula sein ekkert vit hefði á pólitík. Denni hafði nú ekki miklar áhyggjur af því og vann þjóð- ina í staðinn á sitt band með sínum kynlegu persónutöfr- um. Þá sáu pólitískir andstæð- ingar hans að þeir hefðu mis- reiknað sig illilega. Denni væri hreint enginn auli, held- ur þvert á móti úlfur í sauðar- gæru; djúpvitur hugsuður í refskák stjórnmálanna. Það voru seinni mistökin. Áfram skautaði Denni, og nú í krafti þess að hann væri svo klár. Nú gat hann gert eins mörg mistök og hann lysti, látið út úr sér hluti sem kostað hefðu aðra að minnsta kosti æruna. í stuttu máli sagt: Bullað og blaðrað eins og hann lifandi gat. Og allir héldu að bullið væri djúphugsuð speki. Enginn þorði að blaka við Denna, ekki einu sinni Hall- dór Ásgrímsson. „Oftveltir lítil þúfa stóru hlassi“ En oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þúfan í lífi Steingríms Hermannssonar heitir Þór Jónsson og hefur um nokkurra vikna skeið rit- stýrt jafnversta blaði sem út hefur komið norðan Alpa- fjalla. Davíð Þór Jónsson yar að sönnu ekki líklegur til stóraf- reka þegar hann lagði til at- lögu við Golíat Steingrím Hermannsson. Og það er ekki einc og Steingrímur liggi beinlínis í valnum þótt Þór hafi fleygt í hann ofurlítilli steinvölu. En óneitanlega hnykkti risanum við: í fyrsta skipti orðaði ein- hver hina ósegjanlegu stað- reynd íslenskra stjórnmála: Steingrímur Hermannsson er ekki úlfur í sauðargæru. Hann er einfaldlega sauð- meinlaus sauður. Sú staðreynd segir hins vegar raunalega sögu um ungu bjartsýnismennina sem héldu að þeir væru að fara að gefa út frjálst og óháð dag- blað. Þeir létu Denna leika á sig. Hann seldi þeim skuldir og leigði þeim nafri á blaðið fyrir ofljár. En Denni gekk einu skrefi of langt. Hann hélt að hann gæti leikið sama leikinn og þegar hann var ráðherra. Þá skildi hann bara hvorki upp né nið- ur í öllum þessum erlendu skuldum, verðbólgunni eða sífelldri rýrnun kaupmáttar. Þegar Denni kom og sagði í fjölmiðlum að Tíminn væri að fara á hausinn og blaðinu væri greinilega illa stjómað og allt í kaldakoli — þá komu þessar gamalkunnu yfirlýs- ingar eins og búmmerang í hausinn á honum. Denni var nefnilega til skamms tíma stjórnarfor- maður þess blaðs sem hann segir að sé á hausnum vegna óstjórnar. Ef einhver ber ábyrgð á öllu klúðrinu er það maðurinn sem bjó til krepp- una sem er að drepa allt ann- að en Tímann líka. Og það var nýja lexían sem ungu baráttumennirnir lærðu um Steingrím Her- mannsson: hann er ekki úlfúr í sauðárgæru, ekki sauðmein- laus, heldur stórhættulegur — sauður. AS Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður: OFSQKNIR OG FARANLEGUR MÁLATILBÚNADUR Er höfuðsetinn af embætti ríkissaksóknara „Ég lít svo á að hér sé um ofsóknir að ræða. Ef um ann- an lögmann hefði verið að ræða en Jón Magnússon hefðu þeir ekki einu sinni litið á þetta. Sem lögmaður stend ég bara agndofa og spyr: Hvert eru þessir menn að fara eiginlega? I sjálfu sér er alltaf óþægilegt að fá á sig ákæru en hitt er annað mál að ég hef verið þess alveg meðvitaður í mörg ár, alveg ffá því að okk- ur Hallvarði og mér og Braga Steinarssyni lenti ítrekað sam- an á sínum tíma í sambandi við Hafsldpsmálið, að ég hef verið höfuðsetinn af þessum mönnum. Fyrir nokkrum árum kom allt í einu ffétt á Stöð 2 um að ég hefði verið kærður fyrir að hafa tekið mér vald sem ég hafði ekki og kæran lægi hjá sýslumanninum í Árnessýslu. Ég talaði við fúlltrúann dag- inn eftir og í ljós kom að þetta var þvílíkur fáránleiki. Ein- hver maður var óánægður með að ég hafði verið með vörslusviptingar þarna á sín- um tíma og í óánægju sinni fór hann til ríkissaksólcnara. Þar koldcaði Bragi upp þann furðulegasta málatilbúnað sem ég hef séð, enda varð ekkert meira úr málinu.“ Það er Bragi sem undirritar ákœruna, ekki Hallvarður. Er það vegna fyrri skipta ykkar Hallvarðs og hann sé því van- hœfur? „Það er mjög eftirtektar- vert. I bréfi sem liggur fýrir í málinu þá felur hann aðstoð- armanni sínum að gera þetta, sem er einsdæmi. Þetta eru bara einfaldar úthlutanir sem eiga sér stað innan embættis- ins. Almenn vanhæfisregla segir að undirmenn viðkom- andi séu jafnvanhæfir. Bragi Steinarsson er elckert filutlæg- ari í minn garð en aðrir innan embættisins og hann tók til dæmis virkan þátt í Hafskips- málinu.“ Er hann þá ekkert síður van- hœfur en Hallvarður? „Ég teldi eðlilegra að eiga við Hallvarð en Braga, en það er svo annað mál. Spurningin er bara hvort menn séu með faglegt mat á hlutunum og í mínum huga er spurningin hvort ástæða hafi verið til þess að gefa út ákæru á hendur mér. Almennir dómstólar verða að úrskurða hvort þessi krafa á rétt á sér eða ekki; ef hún er ekki fyrir hendi þá tapar minn umbjóðandi og málinu er lokið. Það er dóm- stólanna að kveða úr um það. Hvernig sem það fer er það bara einkamál og á að reka sem slíkt.“ Finnst þér þá ákæran ekki eiga rétt á sér? „Ég lít svo á að það að ákæra mig í þessu máli sé gjörsamlega út úr kortinu. Ég lít á það sem ofsóknir, ég get ekki litið á það öðruvísi því þetta er svo fáránlegur mála- tilbúningur. Þetta er „púra“ einkamál og að ákæra út af því er bara eitthvert rugl. Það er slæmt að þarna sitji og ákæri út og suður menn, sem eru sjálfir ekki með málin í lagi hjá sér.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.