Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 27
V I ÐT A L Fimmtudagurínn 25. nóvember 1993 PRBSSAN 27 Filippía er frambærilegasti fatahönnuður landsins ó daginn en óhamið feigðarkvendi ó kvöldin HRÆÐIR KARLANA OG KLÆDIR KONURNAR FILIPPÍfl ELÍSDÓTTIR FATASPEKÚLANT: „Ég ætia ekki að laga mig að umhverfinu, það er frekar að ég lagi það að mér.“ Ef þú hefur einhvern tíma litið inn fyrir dyr skemmti- staðarins Rósenberg eða á Bíóbarinn er líklegt að þú haf- ir rekið augun í Filippíu Elís- dóttur þar sem hún drottnar yfir dansgólfinu eða barflug- unum með stórstígum hreyf- ingum og ýktum mjaðma- hnykkjum. Ef þú ert hneyksl- unargjarn hefur þér kannski þótt nóg um hvernig Filippía sveiflar sér milli nærstaddra með ólátum og stappi, eins og hún sé að springa af nautn- inni sem dansinn augljóslega veitir henni. Kannski ertu pínulítið forvitinn um þessa ýktu persónu sem alltaf virðist í svo miklum ham að það hálfa væri nóg. Og fyrir þá sem finnst ekkert skemmti- legra en að smjatta á krassandi kjaftasögum er Filippía líklega fyrir löngu orðin uppspretta í heilan sagnabanka slúðurs. Hver er þessi brjálaða kona og er hún virkilega eins geggjuð og næturlífsaðfarir hennar gefa til kynna? Hvaða mann- eskju hefur hún að geyma bakvið ímyndina sem fólk hefur smíðað handa henni? Fyrir þá sem kynnast henni kemur í ljós að Filippía er náttúrulegt kameljón sem get- ur verið kvenleg og karlmann- leg í senn — hún hefur eigin- leika beggja en sýnir bara þá hlið persónuleikans sem hún vill opinbera hverju sinni. Þannig er hún stundum ágeng og kynþokkafull næturdrottn- ing, sem getur vafið körlun- um um fingur sér þannig að margur maðurinn fyllist ótta- blandinni virðingu gagnvart þessari konu sem getur snúið svo fullkomlega á kynhlut- verkin og sett karlana í varn- arstöðu, sem yfirleitt er hlut- skipti konunnar í samskiptum kynjanna á skemmtistöðum borgarinnar. Sjálfsöryggið sem geislar af henni á kvöldin skilar sér svo í fatahönnun sem er líklega sú ferskasta sem hefur sést á tískuútkjálkanum sem ísland að mörgu leyti er. Hún sigraði í fatahönnunar- keppni Smirnoff í vor og er nýkomin ffá Brasilíu þar sem hún var fulltrúi íslands í al- þjóðlegum úrslitum keppn- innar. Þar hreppti hún fjórða sætið úr hópi 26 keppenda og fékk mikið lof fyrir verðlauna- kjól sinn, sem skartar silki- þrykktum áprentunum af rómantískum meistaraverk- um listasögunnar. Fatahönnuöur eöa fata- fella? Þegar við setjumst niður í stofunni í íbúð hennar við Laufásveginn, þar sem hún hefur búið öll sínu tuttugu og fjögur ár, vill hún í fyrstu ekki gangast við titlinum sem þessa dagana er eignaður henni. „Ég hef verið að reyna að leiðrétta þetta í öllum viðtölum við mig,“ fullyrðir hún. „Það hef- ur farið eitthvað fyrir brjóstið á sumum að ég skyldi alltaf vera titluð sem fatahönnuður þar sem ég hef verið í námi við fataiðn hjá Iðnskólanum. Það sagði kona við mig að ég væri alls ekki að læra fata- hönnun heldur væri ég að læra að verða saumakona! Mér er alveg sama hvað ég er kölluð, kannski væri best að segjast einfaldlega vera fata- spekúlant. Eða bara fatafella," segir hún og hlær. Filippía segir að áhuginn á fatahönnun hafi vaknað snemma og hún hafi saumað alls konar hluti sem henni þykja algerlega vonlausir í dag: „Þetta voru viðbjóðslegir hattar og silkiblússur með skinndúskum á. Ég hef nátt- úrlega alltaf verið púkaleg og ég losna ekkert við það. Það er bara eitthvað í eðli mínu. Þeg- ar ég var ung horfði ég alltaf til Hollywood-dýrðarljómans og hann var mikið í undir- meðvitundinni, ég var alltaf að spá í senur þar sem bijósta- haldarar og einhverjir nátt- kjólar komu fyrir.“ Samt var fatahönnun ekki fyrsta ást Fil- ippíu; fyrst ætlaði hún að verða fornleifafræðingur og las allt sem hún gat um gríska goðafræði og Rómaveldi fornra tíma. „Svo uppgötvaði ég einn daginn að það væri náttúrlega búið að grafa þetta allt upp og ég vildi sko ekki enda í því að grafa upp ein- hverjar bæjarleifar hér,“ segir hún. „Ég get stundum verið mjög óraunhæf í sambandi við lífið og sökkt mér í alls- konar ímyndaða vitleysu. Ég hef stundum ekkert veruleika- skyn og þegar ég rekst á veru- leikann er það áfall.“ Áfallið var þó ekki meira en svo að Filippía leiddist út í fatahönnun og sló í gegn með kjólnum sem hún hannaði daginn áður en skila átti teikningum í Smirnoff- keppnina. Hugmyndin að kjólnum hafði lengi verið til en Filippía útfærði hana á einni kvöldstund. „I dag myndi ég eyða minnst einum og hálfum mánuði í svona keppni og það var allt of auð- velt að svindla sér í gegnum hlutina með því að bulla og þykjast hafa eytt löngum tíma í þá. Ég þekki það að fenginni reynslu,“ segir hún og brosir út í annað. „Annars hef ég engan áhuga á því að fjöldaffamleiða föt,“ svarar hún aðspurð um hugs- unina á bak við verkin. „Ég vil ná því að geta gert fötin meira eins og listaverk og þau þurfa ekkert endilega að vera íveru- hæf. En til að geta staðið sig sem hönnuður þyrfti maður að fjöldaffamleiða einhverjar línur. Annars hugsa ég allt of lítið um peninga í sambandi við þetta og ég þyrfti eiginlega að fá einhvern annan í það, því ég er mjög léleg peninga- manneskja," segir hún. Húmorslausar slúöur- dósir „Mér finnst yndislegt að sjá konu sem er alsæl með eitt- hvað ffá mér sem hún myndi aldrei ganga í venjulega en vekur athygli. Mér finnst það meiriháttar, því ég vil gera föt sem ögra.“ Það tekst henni, þótt ekki væri nema vegna þeirrar ein- földu staðreyndar að íslend- ingar eiga ekki í mörg hom að lita þegar íslensk tískuhönnun er annars vegar. Filippía er, að mati margra, eitthvert mesta efni sem við höfum eignast í grein þar sem alltof margir hönnuðir hafa bitið í sig að eina leiðin til að lifa af sé að hanna upp úr íslenskri ull og rúskinni. Til að fullkomna hand- bragðið sem hrífur og ögrar í senn stefnir Filippía að þvi að halda af landi brott og nema fatahönnun við St. Martin’s School of Design í London, sem er einn virtasti hönnun- arskóli Evrópu. Og að sama skapi dýr, bendi ég henni á. „Ja, miðað við kjaftasöguna um að ég reki fylgdarþjónustu fyrir ríka karla ætti ég nú að hafa efni á því,“ svarar hún sposk á svip um leið og hún telur upp nokkrar safaríkar sögur sem ganga um bæinn þessa dagana. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur slúðrað. Þetta er svolítið þreytandi en mér er alveg sama. Éólk skilur bara ekki húmorinn hjá mér.“ Fil- ippía segir að sérstakur húm- or sinn fari fyrir ofan garð og neðan hjá ótrúlega mörgum. Karlarnir á höggstokkn- um Eti þú ert frekar aggressíf kona og virðist ekkert spá allt of mikið í álit annars fólks þegar þú ert að skemmta þér. Fólk sér þig dansa eins og brjálœðingur jafnvel þótt enginn annar sé dansandi á staðnum. „Ég hef stundum reynt að hemja mig en ég bara get það ekki. Þetta er bara eðli mitt. Ég ætla ekki að laga mig að umhverfinu, það er ffekar að ég lagi það að mér. En það er staðreynd að fólk er ofsalega hrætt við þessa ágengu hegð- un og þá sérstaklega karl- menn. Þeir eru sumir ofsalega hræddir við mig þegar ég er að dansa. Ég hef stundum leikið mér að því að spila inn á fólk í kringum mig. Ekki vegna þess að mig langi til að sofa hjá næsta manni heldur vegna þess að mig langar að sjá hver viðbrögðin eru, hvort hann fælist ffá eða fer jafnvel yfir á hinn enda dansgólfsins. Það hefur oft gerst. Eg elska að fara inn á klúbb og hræra upp í öllu þegar eitthvað kyn- ferðislegt er í gangi. En sumt fólk virðist virkilega halda að ég mæti á skemmtistað eða bar alveg útspekúleruð og ætli að tæla alla karlmennina; að mér nægi ekki einn heldur verði að fá þá alla. Maður er bara að leika sér, sem getur verið ótrúlega fyndið, þannig að maður hlær innra með sér. Annars máttu alveg koma því á ffamfæri að ég er ekki lengur á lausu þannig að kærustur bæjarins þurfa ekki lengur að óttast um sinn hag. Ég er búin að finna fyrstu alvarlegu ást- ina í lífi mínu og heyri kirkju- bjöllur klingja í fjarska.“ Þú ert að einhverju leyti að ranghvolfa hlutverkaskipun- inni á skemmtistöðum þar sem karlar eiga að vera í veiðihug en konurívöm. „Ég segj reyndar oft við vini mína að ég ætti að vera karl- maður.“ Finnst þér það? „Ja, stundum, en svo hugsa ég að það sé ágætt að vera eins og ég er. En ég þykist skynja vel hugsanagang karlmanna. Það er ofsalega auðvelt að spila með karlmenn, fá ákveðnar tilfinningar upp í þeim þannig að þeir verði varnarlausir. Svo kemur höggið og maður hverfur. Þetta er ekki spurningin um að sofa bara hjá þeim, ég hef engan áhuga á því. Ég hef ekk- ert sérstakan áhuga á að finna einhvem líkama slást upp við minn og ekkert meir. En fólk misskilur mig og það er kannski hættulegt. Annars er siðgæðisvitund mín svolítið brengluð því það sjokkerar mig ekkert lengur." Sœkirðu þá í aðstœður sem gera það? „Nei, ég held að það komi mér ekkert á óvart lengur hvað fólk gerir. Ég býst við öllu og engu. Hin venjulegu norm duga ekki þörfum mín- um og öðm hverju þarf nauð- synlega að hrista upp í þessum viðmiðum og þeir sem gera það em yfirleitt dæmdir.“ Konan er uppsprettan Víkjum aðeins að hönnun þinni. Hefurðu eitthvert með- vitað þema eða skilaboð í huga þegarþú ert að hanna? „Það var ekki fyrst þegar ég byrjaði, en það er meira um það núna. Ég er orðin þjálfuð í að draga ffam eiginleika í fari konunnar sem hún veit ekki einu sinni að hún hefur í sér. Mér finnst konur ofsalega fal- legar og ég held að þær búi yf- ir orku og afli sem þær vita ekki af. Það snýst allt um kon- ur, en þær geta ekki nýtt sér það. Konur eru sífellt lamdar niður með einhverjum yfir- borðskenndum ímyndum sem er haldið að þeim og í staðinn fyrir að notfæra sér þær og hlæja að þeim um leið, þá gangast þær allt of mikið upp í að fullnægja þessum ímyndum af fullri alvöru. All- ar konur gera þetta að ein- hverju leyti, ég líka, og það er mjög erfitt að rífa sig út úr því. En þegar maður horfir í kringum sig sér maður að það snýst eiginlega allt í kringum konur. Þær eru til dæmis afl- vaki ótal bókmenntaverka og annarra listaverka. Konur eru uppspretta alls og það er bara staðreynd." Er ekki einhver þversögn þama sem þú þarft að kljást við 'v þegar maður tekur mið af fag- inu sem þú hefur valið þér? Tiskan hefur alltaf verið yfir- borðskennd pakkning og sér- staklega kvenmannstískan, sem svo oft hefur verið gjafapakkn- ingfyrir karlmenn. Konur hafa klœtt sig eftir vœntingum karla. „Það er rétt að mörgu leyti. En ég reyni að spyrna á móti þessu, til dæmis á sýningum, þar sem ég vel ffekar vinkon- ur mínar en ekki fyrirsætur til að sýna fötin. Ég vil miklu frekar nota sterkan persónu- leika á sviðinu en fyríreætu sem er kannski falleg en hefur engan persónuleika. Ég vil gefa konum umbúðir sem þær geta notfært sér á sterkan hátt, — ekki bara til að þókn- ast karlmönnum.“ Það er náttúrlega hlutskipti hönnuðarins að þurfa að kljást við þessar klisjur og allar þær ímyndir sem tískuheimurinn og tískublöðin skapa. „Þegar ég var í Brasilíu lenti ég óvart með nokkrum úr dómnefndinni í leigubíl frá hótelinu að keppnisstaðnum. Þar var Jeanne Beker, sem_* kynnir Fashion TV-tískuþátt- inn sem Stöð 2 sýnir. Dómar- arnir vissu ekki að ég var keppandi og það var ótrúlega lágkúruleg umræða í gangi, sérstaklega hjá Beker. Ég velti því alvarlega fyrir mér þá af hverju ég væri í þessu. Ég vil ekki þurfa að gangast upp í þessari lágkúru. Ég vil komast á það stig að ég sé svo stór- kostlega rík og fræg að ég getí sagt meiningu mína. Það er nefnilega svo dýrt að segja meiningu sína. Maður getur sagt ýmislegt en það getur»_ orðið manni ansi dýrkeypt." Þú kynntist líka ýmsu já- kvœðu í sambandi við tískuna þama úti? Þú hittir vamtanlega bresku fatahönnuðina John GaUiano og Joe Casely-Hay- ford? „Mér fannst Hayford mjög yndislegur. Ég ræddi við hann um hönnun mína og hann sagðist skynja að ég héldi aftur af mér og sagði mér að hanna meira í samræmi við persónu- leikann. Annars er lífið svo mikið eins og leikhús og ég er bara að framleiða búninga fyrir leikarana. Ég er ekki búin að meitla þessa hugmynd nógu vel, hún er enn bara í kollin- um, en ég ætla mér að útfæra hana. Það sem ég er að reyna að gera er að framleiða bún- inga fyrir leikrit lífsins.“ Tilvonandi leikkonur í lífs- leikriti hönnuðarins verða ef- laust glæsilegar tilsýndar. Sér- staklega ef þær uppgötva sömu orkulind og Filippía El- ísdóttir gengur fyrir. Þorsteinn Högni Gunnarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.