Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 17
S K O Ð A N I R Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 PRESSAN 17 DAS KAPITAL Flugleiðir hf. „Afkoma Flugleiða hf. hefur ekki verið viðunandi fyrir hlut- hafa síðastliðin tvö ár. Arðgreiðslur hafa minnkað og kunna hugsanlega aðfalla niður á nœsta ári. “ Allt frá því sögur hófust hefur maðurinn reynt að upp- hefja þyngdaraflið og vera frjáls eins og fuglinn. En þar sem líkamsbygging manns og fugls er mjög mismunandi þarf maðurinn vængi með sex metra vænghafi til að geta flogið. I stað þess að fljúga sjálfur hefúr maðurinn þróað farar- tæki til að fljúga. Flugvélin er sköpunarverk þessarar aldar. I desember eru liðin níutíu ár ífá því Wright-bræður flugu í fyrsta sinn á vélknúnu tæki. Það var Kitty Hawk í Norður- Karólínu. Ævintýrið barst til íslands, því í september 1916 er greint ffá því að til standi að stofna flugfélag á íslandi. Stofhendur voru að hluta til þeir sömu og stofnað höfðu Eimskipafélag- ið nokkrum árum fyrr og stofiiuðu Sjóvártryggingafé- lagið um svipað leyti. íslensk flugvél hóf sig á loft í fyrsta sinn 3. september 1919. Þessi tilraun til rekstrar flugfélags fór út um þúfur strax um haustið og neyddist Flugfélag Islands (I) til að selja vélina strax. Önnur tilraun var gerð á ár- unum 1928-’31 og fór hún einnig út um þúfiir. Þriðja til- raunin hófst á Akureyri 30. júní 1937 þegar Flugfélag Ak- ureyrar var stofnað. I lok styrj- aldarinnar bættist við annað félag, Loftleiðir hf. Þessi félög voru sameinuð árið 1973 þeg- ar Flugleiðir hf. var stofiiað. Nú þegar Flugleiðir eru tuttugu ára er vert að huga að stöðu félagsins, því starfsemi þess snertir á einn eða annan hátt flesta landsmenn. Eigend- ur þess eru mjög margir og flestir landsmenn njóta þjón- ustu félagsins á einn eða ann- an veg. í eigendahópi eru þrír aðil- ar fyrirferðarmestir. Það er Eimskipafélagið, sem fyrr er nefht, lífeyrissjóðimir, en þeir hafa ekki með sér nein samtök til að gæta hagsmuna sinna sem eigendur, og Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf., sem einnig er nefht hér að framan. Þessir aðilar eru atkvæða- mestu kaupendur hlutabréfa á almennum markaði og er ekki að efa að lítil kaup þeirra á hlutabréfum Flugleiða eiga stóran þátt í þeirri lækkun, sem varð á gengi þeirra á ár- inu. Það sem skiptir mestu máli í sambandi við verð á hluta- bréfum er afkoma hlutafélag- anna. Afkoma Flugleiða hf. hefur ekki verið viðunandi fyrir hluthafa síðastliðin tvö ár. Hin slaka afkoma hefur að vísu ekki leitt til greiðsluerfið- leika, en arðgreiðslur hafa minnkað og kunna hugsan- lega að falla niður á næsta ári. Það er þó huggun harmi gegn að rekstur stærri flugfé- laga hefur gengið mjög illa þessi tvö ár. Verðstríð er háð á öllum mörkuðum án þess að það skili sér í samsvarandi fjölgun farþega. Það er einmitt slík tekjurýmun sem hrjáir af- komu Flugleiða. Rekstri Flugleiða má skipta í þrjú svæði, innanlandsflug, Evrópuflug og Norður-Amer- íkuflug. Innanlandsflugið hef- ur verið rekið með töluverð- um halla og hafa nýjar flugvél- ar ekki megnað að snúa halla í hagnað. Evrópuflugið hefur skilað hagnaði og hafa tveir áfangastaðir haldið uppi þeirri afkomu, London og Kaup- mannahöfn. Forsendur í Norður-Ameríkuflugi hafa breyst ffá því sú flugleið var mjólkurkýr Loftleiða. Far- gjaldastríð er harðara á þeirri leið en öðrum. Kann það að stafa af því að bandarísk flug- félög hafa aðeins um 10 pró- sent tekna sinna af þeirri flug- leið og þau telji sig geta varið tap sem svari til 1 eða 2 pró- senta af veltu sinni. Við slíkar aðstæður er það aðeins sæta- nýtingin sem getur bætt Flug- leiðum upp lækkað fargjalda- verð. Flugleiðir koma inn í þetta tímabil með nýjan og glæsi- legan flugvélaflota. Rekstur hans byggist á háum föstum kostnaði og því munu allar viðbótartekjur hafa mikil áhrif á afkomu félagsins. Vandamál Flugleiða snúast því um tekjur og nýtingu, en ekki útgjöld, en þar má þó hvergi slaka á. í rekstri fyrirtækja má ekki horfa endalaust á það sem lið- ið er og ekki má láta mótlætið buga sig. Ljóst er að Flugleiðir geta ekki búist við miklum hækkunum á meðalfargjöld- um næstu misserin. Félagið getur þó vænst þess að fá fleiri farþega ef mörkuðum í Mið- Evrópu, Frakklandi, Þýska- landi og Hollandi, verður sinnt betur. Sætanýting til þessara áfangastaða er of léleg til að láta hana viðgangast Þá getur flugfélag, sem á tvö ágæt ferðamannahótel og hefur stjóm á farþegum sínum, ekki sætt sig við minnkandi nýt- ingu á hótelunum ár eftir ár. íslenskir fjárfestar horfa mikið til Flugleiða, en sveiflur í afkomu hafa valdið því að verð á hlutabréfunum hefur lækkað. Þegar hlutabréfaver- tíðin hófst í haust var verðið mjög hagstætt fyrir kaupend- ur, en það hefur hækkað um 20 prósent síðastliðnar tvær vikur. Samt er verðið hagstætt miðað við eignir félagsins, en eignimar verða að skila arði til að verð hlutabréfanna geti orðið stöðugt og þá nærri innra virði sínu. Hofundar Das Kapital eru framámenn ■ fiármála- og viðsklptalífi, en vilja ekki láta nafns sins getið. STJÓRNMÁL „Hönnuð“ atburðarás Alþýðubandalagið hefur um árabil átt í tilvistarkreppu. Á síðasta áratug hófst innan þess umræða um grundvallar- stefnu, þar sem meðal annars var teldst á um afstöðu til for- tíðar flokksins, sem lengi vel byggði á samúð með þeirri hugmyndafræði sem hmndi með Berlínarmúrnum. Um- ræðan innan flokksins leiddi til harðra átaka sem um síðir kristölluðust í tveimur vel skilgreindum örmum. Annar, sem lengi var kenndur við svokallaðan Birtingarhóp, að- hyiltist nútímalega jafnaðar- stefhu af toga Alþýðuflokksins og stefndi að sameiningu ís- lenskra jafiiaðarmanna í einn flokk. Hinn armurinn vildi halda í einskonar íslenska út- færslu af miðstýrðum sósíal- isma, og hrósaði sér af að frumburðarrétt „evrópu- einkavæðingu, utanríkismál og landbúnað. Umræða um þau mál er tabú. Afleiðingin er sú, að út á við lætur flokk- urinn til sín taka með tilvilj- unarkenndum upphlaupum, þar sem atburðarásin er „hönnuð" svo notuð séu fræg ummæli Ólafs Ragnars. Hending ræður, en ekki hug- myndaffæði, og flokkurinn minnir stundum á flaksandi heypoka í vindi. Sjálfur for- maðurinn, sem óneitanlega er góðum kostum búinn, er fyrir vikið á góðri leið með að éta sjálfan sig upp. Enda tapar Al- og Steingrím búið til plagg, sem er kynnt sem „drög að nýrri stefnuská flokksins“. Drögin heita „Útflutningsleið- in“, og þar er þess vandlega gætt að taka ekki á neinum stefiiumálum sem geta valdið ágreiningi. Eða svo vimað sé til orða Ólafs Ragnars í mál- gagni Alþýðubandalagsins, Vikublaðinu: „Með þessum drögum höfnum við deilum í íslenskum stjónmálum um einkavæðingu, stjómun fisk- veiða og innflutning landbún- aðarafurða." í þessari upp- talningu vantar ekkert nema EES, og þá er búið að telja upp öll bannorð Alþýðubanda- lagsins. I „Útflutningsleiðinni“ er hins vegar ekkert að finna, sem ekki er í textum annarra stjórnmálaflokka, ef frá em taldir tveir vafasamir sjóðir. „En hin samvirka forysta Alþýðubanda- lagsins er búin aðfinna leið til að láta landsfundinn snúast um allt annað en það sem máli skiptir. Enn einu sinni hef- ur Ólafur Ragnar snúið á andstœðinga sína. Hann hefur„hannað“atburðarás.“ kommúnismans“ væri að finna í arfleifðinni sem þeir gættu. Óttinn við klofning leiddi hins vegar til þess að umræð- an var drepin í dróma; niður- staða helstu forystumanna beggja armanna varð sú að hagsmunir þeirra fælust í að „frysta“ ágreininginn milii þeirra. Afstaða Svavars og fé- laga réðst af óttanum við að þróunin, sem þegar var byrj- uð á alþjóðavettvangi, gæti dæmt þá algerlega úr Ieik á vettvangi innanlands. Niður- staða Olafs Ragnars byggði hins vegar á litríkri fortíð; eftir stöðug jakahlaup um flokka- flóm vinstri vængsins var lík- legt að enn eitt tilhlaup yfir flokksleg landamæri myndi eyðileggja ffarna hans í stjóm- málum. Þegar uppgjörið innan flokksins var stöðvað varð af- leiðingin sú að Alþýðubanda- Iagið festist í eins konar tíma- gildru. Óbrúanleg gjá er enn á millum forystumanna arm- anna, bæði í persónulegum og pólitískum skilningi. Flokkurinn er ófær um að móta stefnu í grundvallarmál- um á borð við sjávarútveg, þýðubandalagið fýlgi, þrátt fyrir óvinsæla ríkisstjórn á miðju kjörtímabili, — og endalaus upphlaup. Nú stendur fyrir dyram landsfundur hjá Alþýðu- bandalaginu. f sumar blossaði upp djúpur ágreiningur, m.a. um formanninn, og undir öll- um kringumstæðum myndi hann bijótast út á landsfundi. En forystumenn beggja arm- anna eru sammála um að deilur á landsfundi geti enn minnkað fýlgið, og þarmeð líkur þeirra sjálffa á að komast um síðir í ríkisstjóm. Deilur era því bannorð. Þessvegna hefur nú Ólafur Ragnar í samvinnu við Svavar Hún er aðeins umbúðir um loff. En hin samvirka forysta Alþýðubandalagsins er búin að finna leið til að Iáta lands- fúndinn snúast um allt annað en það sem máli skiptir. Enn einu sinni hefur Ólafiir Ragn- ar snúið á andstæðinga sína. Hann hefur „hannað“ at- burðarás. Höfundur er umhverfisrádherra. A UPPLEIÐ t EINAR QDDUR KRISTJANSSON BJARGVÆTTURÁ FLATEYRI Hann líkist æ meira Kristi á krossinum. Hann gat líka bjargað öllum nema sjálfúm sér. GUÐMUNDUR ARNI STEFANSSON HEILBRIGÐISRAÐ- HERRA Hann hefúr ekki klúðrað neinu í heila viku. FRIÐRIK SQPHUSSON FJARMALARÁÐ- HERRA Hækkar skattana einu sinni enn og enginn blakar við honum. Maðurinn er snillingur. Á NIÐURLEIÐ zL ÞORJONSSON RITSTJORI TIMANS Það er einum of seint að lífga Tímann við þegar hann er í dauðateygjunum. JOHANNA SIGURÐ ARDOTTIR FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRA Það kostar tugi milljóna að sameina tvö sveitarfelög Snæfellsnesi. Ekki eftir nema tæplega tvö hundruð til viðbótar. Margfaldið og sendið henni niðurstöðuna. JONAS HALLGRIMS- SON ÞJOÐSKALD Hann þurfti að þola ára- langt fýllerí, ástarsorgir og ótímabæran dauðdaga. Og nú er Matti Jó búinn að skrifa um hann bók V-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.