Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 22
22 PRESSAN ER LÍF EFTIR VINNU? Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 HVAÐ ER I GANGI? MYNDLIST # Finnsk-íslensk samsýning. Fjórir finnskir listamenn, scm hata ferðast um Norðurlöndin og artíð fengið einn heimamann með í hópinn, sýna í Hafnarborg með Jón- ínu Guðnadóttur. # Steinunn Hclgadóttir og Margrét Sveinsdóttir sýna innsetningar og málverk í Slunkartki á Isafirði til 28. nóv- ember. # Ásmundur Ásmundsson heldur fyrstu einkasýningu sína á verkum unnum með akrýllit í Gcrðubergi. Opið ffá 10-22 mánudaga til fimmtudaga og 13-17 föstudaga til sunnudaga. # Tvískinnungur kvenholdsins. Samsýning þrettán listakvenna á Mokka er liður í kynningu kaffihússins á málefnum femínLsmans. # EgiU Eðvarðsson myndlistar- og kvikmyndagerðar- maður sýnir ný olíumálverk í SPRON í Álfabakka 14. # Jón Garðar Henrýsson sýnir málverk unnin með blandaðri tækni í Götugrillinu, Borgarkringlunni. # Listasafn íslands: Verk safnsins, gömul'og ný» hafa verið hengd upp í sölum þess. # Anna Þóra Kurlsdóttir sýnir fiókateppi í gryíju og for- sal Nýlistasafnsins. Opið daglcga frá 14-18. # Svavar Guðnason; tíu vatnslitamyndir frá sjöunda ára- tugnum í sýningarsalnum Annarri hæð, Laugavegi 37. Opið á miðvikudögum frá 14-18. # Listakonur frá Noregi; Ingema Anderson og Live Helgelund sýna textfiverk og silfurskartgripi í kaffistofú Hafnarborgar. # Ása Björk Ólafsdóttir sýnir steypt skúlptúrverk í Gall- eríi Sævars Karls. # Eistnesk veQarlist; sýning stendur yfir á vefjarlist frá Eistlandi í Norræna húsinu. # Auguste Rodin; yfirlitssýning á verkum franska mynd- höggvarans á Kjarvalsstöðum. Sýningin kemur frá Rod- insafninu 1 París og hefur auk 62 höggmynda að gcyma 23 ljósmyndir af listamanninum og umhverfi hans. # Jón óskar sýnir verk sín í Galleríi Sólon íslandus. # Sigurjón ólafsson. Sýningin Hugmynd-Höggmynd, úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar stendur ný yfir í Listasafni hans. Úrval verka firá ólíkum tímabilum í list Siguijóns. # Guðbjörg Guðjónsdóttir sýnir olíu- og akrýlmyndir f kaffistofu Hlaðvarpans. # Ásgrímur Jónsson. Sýning stendur yfir í Ásgrímssafrti á vatnslitamyndum eftir listamanninn. Opið á laugardög- um og sunnudögum kl. 13.30-16. # Amgunnur Ýr sýnir olíumálverk í Hulduhólum, Mos- fellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. # Jóhann A. Kristjánsson sýnir svarthvítar ljósmyndir úr Ingólfscafé sem Iýsa mannlífinu þar eins og það kemur honum fyrir sjónir. í Café 17 daglega. Upprisa holdsins Saatana Perkele er finnskt blótsyrði sem al- þjóðlegur hópur einstaklinga úr fjöltæknideild MHÍ hefur valið sem yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Þau hafa að und- anförnu verið með tilraunastarfsemi með eigin líkama og framkallað hugmyndir sínar beint á holdinu eða tekið eiginleika hluta og umhverfis og sett saman verk úr þeim í efri sölum safns- ins. Um helgar eru gjörningar framdir en á virkum dögum hafa gestir möguleika á að skoða myndbönd, hlusta á ósýnileg hljóðverk eða ganga í gegnum innsetningar sem hafa myndast í gjörningum hópsins. „Djöfulsins helvítið" hefst klukkan tvö um helgar en annars er safiiið opið daglega frá 14-18. Hvað á að sjá? Draumurinn um að...fá vinnu? NEMENDALEIKHÚSIÐ Ein af athyglisverðari sýningum sem boðið er upp á í leikhúsunum um þessar mundir er „Draumur á Jóns- messunótt“ eítir William Shakespeare, sem Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ. Sýningin hefur hlotið lofsamleg ummæli gagnrýnenda og verðandi leikarar þykja lofa góðu. Guðjón Petersen leikstýrði, en hann er orðinn sérfræð- ingur í að setja upp leikrit eftir Shakespeare. Nemendaleikhúsið stendur gjarnan að kraftmiklum og frjóum sýning- um, sem kannski má rekja til þess að leikhópurinn er í sérkennilegri stöðu. Leikararnir búa enn við öryggi skólans en það er ekki langt í að þeir þurfi að spyrja sig í fúlustu alvöru: „Er einhver leikstjóri sem vill nota mig í sýningu?“ Draumur á Jónsmessunótt verður á dagskrá á fimmtudag, föstudag og laugardag. Sýningum fer fækkandi. Seinni verkefni Nemendaleikhússins eru þrjú grísk verk í leikstjórn Pólverjans Mareks Kostrewski og „Sumargestir“ eftir Maxim Gorkí í leikstjóm Kjartans Ragnarssonar. Frá FÓGETANUM í Reykjavík Fimmtudagskvöld: JAZZ - JAZZ - JAZZ Jazztríó Kristins Guðmundssonar frá kl. 22 - 01 Kristján Guðmundsson á píanó Björn Thoroddsen á gítar Þórður Högnason á bassa VEITINGAHUSIÐ FOGETINN I ELSTA HUSII REYKJAVIK LIFANDITÓNUST ÖLL KVÖUD DEflD SEA flPPLE. Eins og þeir litu út fyrir tæpum tveimur árum. Þeir hafa lítið breyst nema hvað hárið hefur síkkað. Dauðahafseplarokk Dead Sea Apple sem nafn á hljómsveit segir töluvert um sveitina. Hún spilar enda dauðahafsrokk með nokkuð sætu eða jafnvel eplaívafi. Þeir lýsa því sjálfir reyndar sem kröftugu og melódísku rokki. Með þeim á tónleikunum kemur ffarn hljómsveitin Bone China, sem er ung sveit og bara nokkuð efnileg. Söngvari Eplisins er Steinar Logi Nesheim (sonur Sigurðar Þórs Salvarssonar). Hinir sem fljóta með eru Carl Johan Carlson, Hannes H. Friðbjarnarson og Haraldur V. Sveinbjörnsson. Tónleikamir eru á Hressó klukkan tiu á fimmtudagskveld. LEIKHUS • Skilaboðaskjóðan Nýtt ís- lenskt leikrit eftir Þorvald Þor- steins son.Þjóðleikhúsinu. Frumsýning fim. kl 20-sun. kL 14 • Kjaftagangur. Gamanleikur eftir Neil Simon í leikstjórn As- kos Sarkola. Þjóðleikhúsinu, fö$. kl. 20. • Allir synir mínir. ★★★ í þessu merka verki Millers er reynt að takast á við hugmyndir hans um glæp, ábyrgð, íjöl- skyldutengsl og fleira. AUt sem þau mál snertir er prýðilega túlk- að. (MR) Þjóðleikhúsinu, lau. ld. 20. • Ástarbréf. Tvíleikur A.R. Gurneys í Icikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Leikendur eru Herdis Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, lau. kl. 20.30. • Ferðalok. ★★★ Þrátt fyrir nokkra galla finnst mér þessi sýning mjög athyglisverð. Leik- ritið er sterkt og tilfinningaríkt, snjallt í uppbyggingu og fullt af skemmtilegum atriðum. Mæli með, hiklaust. (MR) Þjóðleikhúsinu, Smíðaverkstæði, lau.ogsun. kl. 20.30. • Spanskflugan. H Ég vona að einhverjir geti haft gaman af þessu. (MR) Borgarleikhúsinu, fim. og lau. kl. 20. • Englar í Ameríku. ★★ Englar í Ameríku er greinilega verk sem þarf að flytja á miklum hraða, þótt leikstjórinn geri það ekki hér. Stærsta vandamálið við þessa sýningu er efnið sjálft. (MR) Borgarieikhúsinu, fös. kl. 20. • Elín Helena. ★ Fyrir utan nokkrar vel samdar og vel leiknar senur fannst mér Elín Helena alls ekki sérstakt leikrit. Án þess að lýsa atburðarásinni leyfi ég mér að segja að sagan sjálf sé langt frá því að vera merkileg og uppbygg- ing hennar bæði fyrirsjáanleg og langdregin. (MR) Borgarleikhúsinu, Litla sviðinu, fim., fös. og lau. kl. 20. • Ronja ræningjadóttir. Barna- leikrit Astrid Lindgren í leik- stjórn Ásdísar Skúladóttur. Með aðalhlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir og Gunnar Helga- son. Borgarleikhúsinu, sun. kl. 14. • Afturgöngur. LA sýnir verk Henriks Ibsen í leikstjórn Sveins Einarssonar. Samkomuhúsinu Akureyri, lau. kL 20.30. • Ferðin til Panama. Samkomuhúsinu Akureyri, sun. kL 14. • Draumur á Jónsmessunótt. • ★★ Það væri ósanngjamt að nefna ákveðna leikara. Allir leika vel og hressilega og mikið byggist upp á frábæru samspili þeirra. Ein af betri sýningum í Reykjavík um þessar mundir. (MR) Nemendaleikhúsið. Lindarbæ, fim., fös. og laug. kl. 20. • Býr íslendingur hér? ★★★ Þegar ég fór heim var mér helst í huga mikil eftirsjá eftir Leifi Muller, sem mér fannst ég hafa kynnst vel þar á sviði. (MR) íslenska leikhúsið. Tjamarbíói, fim. og fös. kl. 20. • Ég bera menn sá. ★★★ Það er varla pása á milli atriða og allir virðast hafa virkilega gaman af að vera með. (MR) BÖLL • Amma Lú Á fimmtudag er úrslita- kvöld í módelkeppni Wild með til- heyrandi glaumi. Páll Óskar og Mill- amir ásamt Emi Ámasyni (ef hann er búinn að jafria sig á barkabólguruú) og Agli ólafssyni. • Bóhem í húsi Plússins við VitasUg. írska þjóðlagagrúppan Gain Amin á föstudags- og laugardagskvöld. • Blúsbarinn: Upphitun á helginni með James Olsen i einhverju formi á fimmtudag. Blúsbrot hið bráðefnilega bæði föstudags- og laugardagskvöld. • Fógetinn. Framtíðardjass á háaloft- inu með Bimi Thoroddsen og fleirum á fimmtudagskvöld. Gengið inn á bak- við. Haraldur Reynisson niðri sama kvöld. Hennann Ingi leikur hins vegar á föstudags- og laugardagskvöld 1 trúba- dúrstellingum. • Gaukur á Stöng Svartur, nýmalaður pipar á fimmtudagskvöld. Eina íslenska reggae-hljómsveitin á Islandi; Reggae on Ice, sem á einmitt við nú á föstu- dags- og laugardagskvöld, keyrir gesti Gauksins niður eftir aftnælishátíðina. Bubbi Morthens gerir enn betur og verður á bleiku skýi ásamt hljómsveit á sunnudagskvöld. • Hótel Saga Er það satt sem þeir segja um landann kveður á laugardagskvöld, enda Ólafía Hrönn að fora að stjórna heimatilbúnu myndböndunum á Stöð 2. Hljómsveitin Saga Class leUcur fyrir dansi. • Hressó Hvorki meira né minna en Dead Sea Apple, Ðauðsjávarepli, heitir hún hljómsvcitin sem heldur tónleika á fimmtudagskvöld. Með þeim treður upp hin etnUega sveit Bone China • Pizza ’67 er að verða einhvers konar skemmtistaður, enda fara pasta, rauðvín og tónlist ákaflega vel saman. Á föstu- dagskvöld leika Lipstick Lovers eins og fleiri föstudagskvöld í nánustu framtíð. • Rauða Ijónið SÍN leUcur fyrir bjór- þyrsta föstudags- og laugardagskvöld. Enn eru Seltirningar að halda upp á ekki-samcininguna. • Tveir vinir Gan Ainm byrja helgina á Tveimur vinum á fimmtudagskvöld. Sniglabandið snælduvitlausa á föstu- dagskvöld og Todmobile skemmta þessa helgina aðeins á laugardagskvöld, enda þreytt eftir tömina. Útgáfútónleik- ar verða með einhverjum sem eru baunagras cða eru að gefa út baunagras. • Tunglið fer stækkandi með Black out á föstudag. Villt fjör. • Þjóðleikhúskjallarinn Leikhúsband- ið, sem er sérstaklega hannað fyrir kjall- arann, spilar á föstudagskvöld. Kvöldið eftir leikur það einnig og þá hefst jóla- hlaðborðið með óskabömunum; leik- arakvartettinum unga, sem þreytir frumraun sína fyrir matargesti í kvöld. SVEITABÖLL • Dynheimar, Akureyri Nýdanskir á föstudagskvöid að kynna hið ósæta hunang fyrir unglingunum og árita plötur. • Sjallakráin, Akureyri Hljómsveitin Marmelaði leikur á föstudagskvöld. Hvar er Helgi Bjöms? • Sjallinn, Akureyri Níels Rangarsson og co. á föstudagskvöld. Nýdanskir leika á laugardagskvöld Hunangið fyrir þá scm eldri em. • Þotan, Keflavík Stjómin á laugardag. Nú fer hver að verða síðastur að sjá Stjómina, því Sigga er þegar komin með nýtt band á teiknikortið með Friðriki KarissynL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.