Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 28

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 28
260 krónur í lausasölu (Vikuritid PRESSRN fylgir án endurgjalds) — þarf þó að skírast til kaþólsku Páfggofðí, 24. nóyember. „Eg fyrirgef ykkur öllum þessum fjölmiðlamönnum sem hafið verið að rægja mig og bíla mína undanfar- ið,“ sagði Jón Sigurðsson hinn hæfi á sérstökum blaðamannafundi í gær þar sem ný og óvænt upphefð Jóns var tilkynnt. Gert er ráð fyrir að Jón taki við hinu nýja starfi um leið og hann hefur skírst til kaþólsku. Jón sagðist hverfa til þess- ara starfa sáttur við alla menn — jafnvel blaðamenn. „Ég sé mest eftir að hafa ekki náð að gera neitt fyrir Sam- bandið á meðan það var lif- andi. Nú get ég bara beðið fyrir því.“ „Svona hæfir menn finn- ast ekki nema á um það bil 2.000 ára fresti á jörðinni,“ sagði talsmaður páfagarðs. Jón Sigurðsson, væntanlegur páfi, blessar vonda blaöamenn. Jón Sigurðsson talinn sérlega hæfur í enn eitt starfið Rólegasta starf í heimi Umsjón með eignum Sambandsins Jóhann Þór Eyþórsson, umsjónarmaður eigna Sambandsins, á skrifstofu sinni í Sambandshúsinu: „Þetta hefur alitaf verið skemmtilegt starf, en er orðið mjög rólegt í seinni tíð.“ Fylgishrun krata hefur alvar- legar afleiðingar Farnir að ræna kjós- endum I ‘ »4mundi Ámundason hefur hér rænt ungri konu sem hann skráði í Alþýðuflokkinn skömmu síðar. Reykjqvík, 24. nóvember.__________ „Þetta var óhugnanlegt. Eg var þrifin aftanfrá og dregin inn í skuggalegt hús á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu þar sem ég var látin skrifa nafh mitt og sverja þess eið að kjósa krata," sagði Þuríður Hildur Pálsdóttir, sem varð fyrir barðinu á heldur harð- skeyttri smölun krata um síð- ustu helgi. „Ég skil ekki hvað óvandað- ir fjölmiðlar eru að skipta sér af málefnum Alþýðuflokks- ins,“ sagði Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmda- stjóri flokksins, aðspurður um málið. „Innra starf Alþýðuflokks- ins er ekki til umræðu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður. Óvænt í Geröabakkahreppi Ske|f jng meða, fyr\rtækia Vlldu samem- á Hverfisgötunni ast Hawaii Svona voru þeir Jón Hafsteinsson og Þrymur Guð- leifsson klæddir þegar þeir mættu á kjörstað á laugardaginn í Gerðabakkahreppi. Þar var sam- þykkt með 97,5% atkvæða að sameinast Hawaii. „Vitum ekki hvernig brugðist verður við þessu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Ottast að taprekstur Tímans breiðist út Reykjavlk, 24. nóvember. „Þetta líkist meira vírus en fyrirtækjarekstri og auðvitað erum við skíthræddir við að þetta rekstrarform breiðist út rneðal fyrirtækja hér á Hverf- isgötunni og síðan í aðrar áttir,“ sagði Guðvarður Haf- steinsson, kaupmaður á Hverfisgötu, en kaupmenn þar vilja setja Tímann í sótt- kví meðan reksturinn er kannaður. „Með sama marg- földunarhraða í tapi má bú- ast við að allur miðbærinn verði gjaldþrota eftir nokkra mánuði.“ Maöur sem sett- ist viö hliöina á Sigurði Markús- syni hjá tann- lækninum: „Ég fann strax sting þar sem veskið mitt var og hélt í fyrstu að það væri tannlækninum að kenna. Nú er ég hins vegar sannfærður um að þetta voru Sam- bandsálögin," sagði Geirharður Vésteins- son, sem nú er gjaid- þrota eftir að hafa sest við hlið Sigurðar Mark- ússonar, stjórnarfor- manns Sambandsins. Alþingismenn ætla að senda reikning fyrir yfirvinnu Drögum af þeim suefhtÉnann í staðinn — segir talsmaður fjármálaráðuneytisins Alþingi, 24. nóvember.__________ „Það er sjálfsagt að taka við reikningum frá alþingismönn- um fyrir yfirvinnu, en á móti viljum við fá að koma upp stimpilklukku niðri á þingi," sagði Magnús Pétursson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Sem kunnugt er telja alþingis- menn að þeir eigi rétt á að senda inn reikning fyrir yfir- vinnu. „Ef þingmenn vilja fara út í svoleiðis leik hljótum við að fara að gera þá kröfú að þeir séu á staðnum og sinni vinnu sinni. Þar að auki sofa þeir megnið af tímanum sem þeir eru þar í yfirvinnu eða þá að þeir tefla eða lesa blöðin. Það segir sig sjálft að ekki er þetta allt saman arðbær vinna,“ sagði Magnús. „Auðvitað er nokkuð til í þessu hjá Magnúsi og ég er nú hrædd um að hann Arni minn Johnsen fengi nú ekki mikið í umslagið sitt ef stimpilklukka yrði tekin upp. — Ja, ekki nema Matti Bjarna stimplaði hann inn,“ sagði Salóme Þorkelsdótt- ir, forseti sameinaðs þings.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.