Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 30
30 PRESSAN SJONVARP O G BIO Hafnfirsk sjónvarpsgerð — hvað er nú það? Ekki mjög hörð frétta- mennska Það vita það kannski ekki allir, en sjónvarpsstöðin Sýn hf. sendir enn út. Aðaláherslan er á útsendingar frá Al- þingi en á laugardögum og sunnudögum er dagskrá milli 5 og 7 á daginn. Og sjá; þar er að finna innlent efni og gott betur, hafnfirska sjónvarpsgerð! v jw. Á sunnudögum hafa verið á dagskrá Sýnar sjónvarpsþættir sem eru hafnfirskir í einu og öllu. Óneitanlega ...athyglis- vert. Maðurinn sem stendur að baki þessum útsendingum er Halldór Árni Sveinsson, gamall í hettunni í ljósvaka- miðlun. Hann er eigandi Út- varps Hafnarfjarðar sem hóf útsendingar 1987. Þá hefur Halldór verið viðloðandi kvik- myndagerð undanfarin fimm- tán ár með áherslu á heimilda- söfnun. Hvað kom til? „Ja, þetta er samvinnuverk- efni milli Útvarps Hafnar- fjarðar og Hafnaríjarðarbæjar og Sýn hefur verið svo vin- samleg að hafa afurðina á dag- skrá. Við byrjuðum í fyrra- haust og upphaflega var þessi dagskrárgerð hugsuð sem sjö þátta tilraun, en hefur fengið góðar undirtektir svo við höf- um frestað því að hætta. Dag- skráin er tvískipt. Annars veg- ar er um að ræða umfjöllun um það sem er að gerast í menningar- og félagsmálum Hafhfirðinga. Hér er ekki um harða fréttamennsku að ræða, en umfjöllun um fyrirhugaða niðurlagningu sýslumanns- embættisins hefur reyndar vakið miWa athygli. Hins veg- ar er um seríur að ræða eins og t.d. þætti um hafnfirska listamenn. Framhaldið er óvíst en ég vonast til að fá áfram- haldandi stuðning bæjaryfir- valda til að halda þessu áffam í vetur.“ Hvernig erþetta unnið? „Það er reynt eftir fremsta megni að vinna þetta eins ódýrt og hægt er án þess að það bitni á gæðum. Takmörk- uð fjárráð hafa í för með sér að ég vinn þetta að langmestu leyti einn; skrifa handrit, tek, klippi, hljóðset og fleira. Þessi dagskrárgerð hefur fyrst og fremst heimildagildi, einkum og sér í lagi fyrir Hafnarfjörð. Þetta er í raun rökrétt fram- hald af því starfi sem Útvarp Hafnarfjörður hefur sinnt í þvi sambandi.“ En af hverju í ósköpunum þessi ofuráhersla á Hafnar- fjörð? „Það er mikið að gerast í eins stóru sveitarfélagi og Hafnarfjörður er og sjálfsagt að greina ffá því. Ég átti von á því, þegar útvarp var gefið frjálst, að fjölmiðlar myndu HALLDÓR ÁRNISVEINSSON. „Menn eiga að líta sér nær og rækta garðinn sinn.“ skilgreina sig þrengra, líta sér nær. Ég er hissa á því að ekki skuli hafa komið fram fleiri litlar útvarpsstöðvar sem gegna því hlutverki. En á það ber að líta að tækjakaup eru dýr og allur rekstur erfiður. Þá má nefna að leyfisgjöld eru þau sömu fyrir minnstu og stærstu stöðvarnar og sífellt bætast við nýir gjaldstofftar.“ Sigurveig Jónsdóttir hefur umsjón með útsendingum Sýnar. Hún segir að verið sé að bíða þess að ffumvarp um ný útvarpslög verði afgreitt áður en tekin verði afstaða til dagskrárstefnu áskriftarsjón- varps. Eins og er sé rásin opin ölium og því tekjulaus. Is- lenska útvarpsfélagið keypti stöðina á sínum tíma en seldi hlutabréfin í henni. Stjórn Sýnar skipa þeir Óskar Magn- ússon, formaður, Sveinn Jónsson og Gestur Jónsson, en þeir eru allir eigendur. „Við lítum á þetta sem þjónustu sem á fullan rétt á sér,“ segir Sigurveig. „Eigend- ur vilja hafa fast land undir fótum þegar þeir fara af stað með fullan rekstur. Kostnaður er nánast enginn við að halda þessu gangandi, ekkert er greitt fyrir það efhi sem við fá- um.“ • Ung í annað sinn ★★★★ Used People Leikur er vitaskuld ffábær með öllum þessum afbragðsleik- urum. Samleikur Marcellos Mastroianni og Shirley MacLaine er afar nákvæmur og fínlegur. Það er sérstakt ánægjuefni að þessum gömlu brýnum skuli gefast tækifæri til að gleðja kvik- myndahúsagesti enn einu sinni. Sögubíói • Hin helgu vé ★★★1/2 Höfuðkostur þessarar myndar er falleg og raunsönn lýsing á því hvernig drengur breytist í pilt, hvernig móðirin þokar fyrir holdlegri írnynd heimasætunnar, hvernig það er að vakna upp við verk í líkamshluta, sem hing- að til hefitr verið til friðs. Regnboganum • Svefnlaus í Seattle ★★★ Sleeplessin Seatrlc Breyttir tím ar eiga sjálfsagt einhvern þátt í þvi að nú þvkir manni þessi mynd góð. Gáfaðir asnar mundu sjálfsagt tengja það hræðslunni við AIDS, að nú séu kvikmyndir um hið eih'fa par vinsælar. Miklu líklegra er að hrun hinnar þröngsýnu skynsemishyggju eigi hér hlut að máli. Stjörnubiói Svona la la • Rísandi sól ★★1/2 Rising Sun Reynt er að láta Connery vera fulltrúa taóískrar speki í anda Sun Tzu, sem kennír að best sé að sigra án bardaga. Þessi speki hverfur út í veður og vind þegar hann fer að slást og skjóta. Bíóhöllinni • Fyrirtældð ★★ The Firm Niðurstaðan er eitthvað á þá leið að eigin hagsmunir lögmannsins komi fyrst, þá hagsmun- ir skjólstæðinganna, sent eru mafmfantar í þessu tilviki. Síðan megi dauðinn, djöfullinn og FBI eiga hina spilltu lögffæðinga á stofunni. Þetta er vond siðfræði og trúlega vond lögfræði líka. I raun er ekki hægt að segja að myndin sé illa leikin, í henni eru engar persónur sem gefa tilefni til leiks. Bíóhöllinni KVIKMYNDIR Vesöld og nauðhyggja FANTURINN — THEGOOD SON BIOBORGINNI ★ Hver er uppspretta hins illa? Þetta gæti verið vinnu- heiti á kvikmyndinni Fantur- inn (?!) eða The Good Son. Umræður í Bandaríkjunum hafa löngum verið líflegar um þetta efni, enda snertir það meginhugmynd þarlendra um eðli samfélagsins. Þar virðist meginhugmyndin að hið illa eigi upptök sín í ein- staklingnum, ef dæma má af bandarískum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og fréttum. Úppsprettur hins illa eru í vondum mönnum, sem eru illir í sér, að því er virðist ffá fæðingu. Fjöldamorðingi fór upp í kirkjuturn í Texas og drap tugi manna. Eftir að honum hafði verið sálgað var hann krufinn og auðvitað kom í ljós að hann var með heilaæxli. Þar með þótti sýnt að hið fáránlega byssuæði sem Bandaríkjamenn eru haldnir átti hér ekki hlut að máli. Orsök morðanna var eJcki sjúkt félagskerfi heldur æxli í hausnum á morðingj- anum. Orsökin var innan í íll- virkjanum. I Bandaríkjunum er mikil áhersla lögð á að drykkjusýki leggist í ættir, að orsök drykkjusýkinnar sé arf- gengur galli en ekki að menn drekki of mikið. Orsökin verður að vera innan í drykkjumanninum svo ekki falli blettur á vínið. Ef menn gerast sekir um hinn alvarlega höfuðglæp að vera fátækir, þá þarf ekki lengi vitnanna við, þeir vilja sjálfir vera fátækir GUÐMUNDUR ÓLAFSSON i því hver er sinnar gæfu smið- ur í guðs eigin landi. I kvikmyndinni missir ung- ur drengur, Mark; móður sína. Faðir hans þarf að fara frá í hálfan mánuð vegna vinnu sinnar og er drengnum komið fyrir hjá frændfólki sínu á meðan. Þar býr dreng- ur á svipuðu reki, Henry. Smátt og smátt kemur í ljós að Henry er voða, voða vond- ur drengur og versnar þegar á líður myndina. Hann vill ekki aðeins drepa hunda og ketti heldur einnig menn, jafnvel sína nánustu. Engin leið er að átta sig á því hvers vegna Henry er svona vondur, enda er því haldið ffam í myndinni að hann sé einfaldlega illur í sér. Þó er látið í það skína, að hann hafi orðið öfundsjúkur út í yngri bróður sinn, að sá yngri hafi fengið gúmmíönd sem Henry taldi sig eiga. Svo fer að lokum að Henry fær makleg málagjöld. Ekki vantar að þessi mynd er vel úr garði gerð hvað snertir handverk. Sömuleiðis er leikur drengjanna þokka- legur, leikur hinna fullorðnu er mun síðri. Ákaflega fallegt landslag kemur ffam í mynd- inni og tónlist er fremur smekkleg. Á hinn bóginn virðast handrit og leikstjórn að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Leikstjórinn óg hand- ritshöfundur hans eru raunar kunnir aulabárðar, sem hafa ekkert gert annað en auvirði- legt rusl. Ekkert frumlegt kemur fram í þessari mynd, enda hefur fjöldi mynda og myndaflokka verið gerður um svipað efni, um börn sem innblásin eru af djöfullegri illsku. Flestar hafa þær verið meira spennandi og skemmtilegri en þessi, en yfir- leitt álíka vitlausar að inntaki. Niðurstaða myndarinnar er eitthvað á þá leið, að illskan kvikni af sjálfri sér í tólf ára dreng, orsökin sé innan í honum en ekki að neinu leyti í því umhverfi sem hann býr við. Ekki verður annað sagt en að leikstjóranum mistakist fullkomlega að rökstyðja þessa niðurstöðu. Hann hefur ekki lært þá lexíu að allt orkar tvímælis þá gert er, að mynd- in hefði orðið ögn skárri ef vafi hefði leikið á orsökum hins illa. Hann leiðir að vísu til vitnis sálffæðing, sem held- ur því ffam að enginn sé sek- ur um illsku, aðstæðurnar beri alla ábyrgð. Þessi skoðun sálfræðingsins er auðvitað hinar öfgarnar, sem sviptir einstaklinginn öllum mynd- ugleik gagnvart örlögum sín- um. Hin félagslega nauð- hyggja er engu betri en ein- staklingsnauðhyggjan. Hér er hún sett ffam til að hæðast að þeim sem ekki eru tilbúnir að fallast á heimskulegar einfald- anir leikstjórans. Börn eru fær um ódæði eins og dæmin sanna. Um það þarf að fjalla af innsæi og skilningi á aðstæðum og per- sónum sem í því lenda. Frammi fyrir því mikilvæga verkefni er þessi mynd nánast Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 Sjónvarp Sjáið: 9 Pál Magnússon ★★★★ siðbótarmann á Stöð 2 halda þvi ffam að hann sé að gera þjóðinni stórkostlegan greiða með því að elt- ast við einhvern Jón og kannski Pétur sem laumast hjá áskriftinni. • Roy Orbison og vini á RÚV á föstu- dagskvöld. Líf hans var enginn dans á rósum en hann hélt lagi. Góðir gestir á borð við Waits og Costello. • 5.000 fingra konsertinn ★★★★ 5.000 Fingers of Dr. Tá Stöð 2 á laugardag. Klassísk mynd sem hefur ekki fengið verð- skuldaða athygli. • Lömbin þagna ★★★★ Silence of the Lambs á Stöð 2 á laugardagskvöld. Svívirðileg spenna. Varist: • Mafíuna og mafíósana Mobs and Mobsters á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Heimildamynd um mafíuna. Virkar spennandi við fýrstu sýn en ef maður hugsar málið þá gengur þetta ekki upp. Mafían byggist á hinu sikileyska þagnarlög- máli. Annaðhvort er mafian búin að vera eða þetta er þunnur þrettándi. • Aðgát skal höfð ©® Á RÚV á fimmtu- dagskvöld. Mynd um vinnuvernd og öryggis- mál á vinnustöðum. Það er ekki þetta sem um er rætt þegar talað er um gildi innlendrar dag- skrárgerðar. Og rétt eins og til að vera örugg- lega með hrútleiðinlegt prógramm þá gerðu myndina nemar Sigrúnar Stefánsdóttur í hagnýtri fjölmiðlun. Öhöööaa. • Ástarpungiim © Loverboy á Stöð 2 á sunnudagskvöld. PizzusendiUinn Randy er með skófar á afturendanum og ör á sálinni effir að kærastan sagði honum upp. (Þetta er eldd til- raun til fyndni heldur beint úr dagskrárkynningu!) „Ekkert frumlegt kemurfram íþessari mynd, enda hefurfjöldi mynda verið gerður um svipað efni. Flestar hafa þœr verið meira spennandi og skemmtilegri en þessi, en yfirleitt álíka vitlausar að inntaki. “ svívirðileg. I samanburði við þessa mynd eru venjulegar of- beldismyndir hótinu skárri því þær eru oftast bara rugl. I þessari mynd eru andlaus ves- almenni að ata bernskuna auri sér til ábata. Það er illa farið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.