Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 16
S KOÐA N I R Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 16 PRESSAN PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Tíminn snýr aftur Raunsæisspámar um örlög dagblaðsins Tímans hafa rætzt. Þær voru í stuttu máli að Framsóknarflokkurinn og Stein- grímur Hermannsson myndu aldrei láta af hendi stjórn blaðsins sem flokkurinn hefur stjómað ffá upphafi vega og þess vegna væri nýja Tímaævintýrið dæmt til að mistakast. Það er einfaldlega andstætt eðli stjómmálaflokka, og kannske sérstaklega Framsóknarflokksins, að gefa eftir völd og áhrif af þessu tagi. Því var haldið ffam á þessum vettvangi fýrir tveimur mán- uðum að hin dauða hönd Framsóknarfloksins héngi enn yfir Tímanum. Það reyndist vanmat. Krumla Framsóknar er um háls blaðsins og er smám saman að kreista úr því síðustu líf- tómna. Reksturinn er á vonarvöl, en blaðið kemur áffam út í nokkra daga fýrir náð og miskunn sömu ffamsóknarmanna og komu rekstrinum í kaldakol og létu af stjóm fýrir nokkr- um mánuðum. Það var hins vegar ekki offnælt í leiðara PRESSUNNAR fýrir tveimur mánuðum að forystumönnum Framsóknar- flokksins myndi takast að eyðileggja þetta fýrirtæki eins og önnur sem þeir hafa komið nálægt. Ungu bjartsýnismennirnir geta sjálfum sér um kennt að Steingrími Hermannssyni og félögum tókst að plata þá svo rækilega að allt þeirra hlutafjárframlag er horfið í skuldahít Framsóknar. Þeir höfðu minnstan áhuga á peningum, tölum og fýrirtækjarekstri, en allan áhuga á að fara í blússandi sam- keppni við tvö gamalgróin og vel stæð dagblöð, Morgun- blaðið og DV. Það er þess vegna mikil kaldhæðni í því að Tíminn hefði aldrei iifað af samkeppnina við risana tvo þótt svo ólíklega hefði viljað til að fjármálasnillingar Framsóknarflokksins hefðu látið hann í friði. Nýir menn hafa haft tvo mánuði til að sýna lesendum sínum hið nýja, kraftmikla, óháða ffétta- blað sem Tíminn átti að verða. Ekkert af því hefur gerzt; blaðið er gamalt í anda, kraftlaust og njörvað niður af eigin vanmætti. Misheppnaðar útlitsbreytingar réðu hér ekki úr- slitum, heldur staðfestu einungis svartsýnustu spádóma. Effir stendur hins vegar útgáfufýrirtækið Mótvægi, laust við nokkuð margra milljóna króna skuldir — af nógu er þó enn að taka — en ófært um að gefa út annað en blaðnefnu án tilstillis og miskunnar Framsóknarflokksins. Sá sami Framsóknarflokkur á nafh blaðsins og þess verður varla langt að bíða að hann hefji útgáfu á sama Tímanum og hann gaf út áður, Tímanum eins og ffamsóknarmenn vilja hafa hann, Tímanum eins og alltaf stóð til að hann yrði, þrátt fýrir stór- yrði og hamagang ungmennanna í haust. BLAÐAMENN: Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari, Steingrímur Eyfjörö útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: EinarÖrn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Steingrímur Eyfjörö, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Allt blint Það kostaði víst rúmar fimmtíu milljónir, en það milli vina er ekki mikið fýrir sameiningu sveitarfélaganna á utanverðu Snæfellsnesi — einu tillöguna af þrjátíu og tveimur sem var samþykkt í kosningunum á laugardaginn. Það er auðvitað þjóðsöguleg- ur atburður að Ólsarar og Sandarar skuli geta tekist í hendur — og mann grunar að effir allt saman hafi þetta kannski verið rétt um geim- heimsóknina þarna um dag- inn. Aðrir töldu réttast að velja íslenskt játakk, og felldu í kosningunum samtals þijátíu og eina sameiningartillögu. Og þegar íslendingar vökn- uðu á sunnudagsmorguninn var ljóst að einu sigurvegarar kosninganna voru hraustir menn undir Jökli. Allir aðrir töpuðu kosningunum. Til dæmis tapaði meirihlut- inn kosningunum —■ meiri- hlutinn sem sagði já við sam- einingartillögunum en verður nú að beygja sig undir hið lýð- ræðislega minnihlutavald. Og minnihlutinn sem vann kosningarnar tapaði þeim í rauninni líka. Það er hætt við að sá málstaður sem nei- menn voru að verja — heima- völd hvað sem það kostar, sér- staða gegn grönnum, fjár- hagsleg gætni — standi hallari fæti effir kosningamar en fýr- ir. Eftir tillögumar sem féllu í Fjallahreppi og Snæfjalla- hreppi með atkvæðatölunum 3-3 og 2-1 geta menn varla vænst sérstakrar virðingar fýr- ir sjálfsákvörðunarrétti hinna smæstu sveitarfélaga. íbúar í þéttbýli töpuðu líka kosningunum. 13.447 Reyk- víkingar höfðu ómakað sig á kjör- stað til að styðja gott málefni og sýna grönnum sínum sameiningarhug — og leið seinna um kvöldið einsog hryggbrotnum biðh eftir fratyfirlýsingar annarra íbúa í höf- uðborgarkosning- unum. Svipaða sögu er að segja af Akur- eyringum og flestum öðrum íbúum stærri bæjanna. Raunar em það einhver al- varlegustu tíðindin í þessum kosningum að munurinn skyldi vera svo afgerandi milli þétt- býlis og dreifbýlis. Upp úr kjörkössunum kom augljós tortryggni og vantraust dreif- býlinga og smábæjarmanna í garð hins meira þéttbýlis, og er ekki ósennilegt að þessi við- burður muni í framtíðinni herða afstöðu þéttbýlisfólks í átakamálum sem reyna á þá skiptingu: landbúnaðarþræt- ur, byggðastefnudeilur, sjávar- útvegsstefha, kjördæmamál. Jarðýtuna á þá, sagði vígreifur borgarbúi á kosninganóttina um landamæraverðina á landsbyggðinni. Svo má ekki gleyma einum augljósasta tapara þessara kosninga: félagsmálaráðherra. Sameining sveitarfélaga hefur verið eitt helsta mál Jóhönnu Sigurðardóttur í langsetu hennar í félagsmálaráðuneyt- inu. Eftir allt bramboltið kom ráðherrann í sjónvarpið á kosninganóttina þegar tillög- urnar voru hver um aðra á hraðri leið til helvítis, og fræddi landsmenn um það að hún hefði fýrir kosningarnar talið „raunhæft að ætla í þess- ari umferð að hugsanlega, miðað við 2/3-regluna, gæti sveitarfélögum fækkað um 20“. Niðurstaðan verður sennilega nálægt fimm ef guð lofar. Og ein ástæðan fyrir fiaskóinu er auðvitað sú að fé- lagsmálaráðherra mistókst sem pólitískum leiðtoga að skapa í landinu hreyfingu með sameiningarhugmynd- unum. Hún gleymdi að heyja kosningabaráttu. Enn einn hópurinn sem tapaði í atkvæðagreiðslunni á laugardaginn voru sveitar- stjómarmenn og samtök þeirra, og ef til vill bera þeir ábyrgð á úrslitunum til jafhs við ráðherrann. Þegar til stykkisins kemur voru allar tillögumar 32 samdar af sveit- arstjómarmönnum hverjum á sínum stað í svokölluðum umdæmanefhdum af því þeir áttu að þekkja svo vel hvemig landið lægi og hvað fólkið vildi. Sjálfsagt hafa sumar nefndirnar bmgðist vegna þess að þær vom framsýnar úr hófi — til dæmis þær í Eyjafirði og Skagafirði, og falla með sæmd. Aðrar töpuðu kosningunum með skömm. Þar er efst á blaði umdæmanefhd- in á Suðurnesj- um með sinn furðulega for- mann í farar- broddi, en senni- lega hefur dell- umakerí Sveins Andra Sveins- sonar og félaga hans í höfuð- borgarnefndinni haft ennþá skaðlegri áhrif á úrslitin í heildina. Það er reyndar sjálf- sögð krafa eftir kosningarnar að þessar umdæmanefndir segi af sér störfum þannig að menn með viti komist að mál- unum. Það er ábyrgðarhluti að kalla borgarana á kjörstað til að nota sinn dýrmæta lýð- ræðisrétt, og forystu í slíkum efnum á ekki að fela mönnum sem líta á lýðræðið einsog hvern annan brandara eða prófkjörstrikk. Og meira að segja smá- kóngamir töpuðu! Þeir eru kannski ekki famir að skilja það sjálfir — en þeir sem horfðu á Halldór bæjarstjóra á Ólafsfirði í sjónvarpsspjallinu við Gísla á Akureyri vita hvað hér er átt við. Halldór brosti sínu breiðasta ffaman í koll- ega sinn í höfuðstað Norður- lands, Gísla og sjónvarps- áhorfendur og tilkynnti að nú hefðu Ólafsfirðingar og Ey- firðingar allir unnið stórsigur í baráttunni við Akureyrarvald- ið. Sem væri næstum enn verra en Reykjavíkurvaldið. Svo lagaði hann á sér bindið og brosti meira. Eða einsog ljóðskáld sem ég er hrifinn af segir á einum stað um „harð- lffi norður í landi“: „Þar vóm hestar og folar / gæðíngar noregskonúngar / — aIltblinL“ Höfundur er íslenskufræðingur. „Það er reyndar sjálfsögð krafa að umdcemanefndirnar á Reykjanesi og á höfuðborgarsvœðinu segi afsér störfum þannig að menn með viti komist að málunum. Það er ábyrgð- arhluti að kalla borgarana á kjörstað til að nota sinn dýr- mceta lýðræðisrétt, ogforystu í slíkum efnum á ekki aðfela mönnum sem líta á lýðrœðið einsog hvern annan brandara eða prófkjörstrikk. “ FJ0LMIÐLAR Lögmenn, nafnbirtingar ogfordómar ,„Arabi“vctr ekki lýsingá þjóðemi mannsins, heldur kynþcetti hans oglitar- afti. Setjum svo að þama hefði Norðmaður átt í hlut Hefði hann verið kaUaður„Norð- ur- Evrópubúi“, „hvíturNorðurlandabúi“ eða eitthvað íþá vemna? Vitanlega ekki. “ í vikunni hélt félag laga- nema, Orator, fund um fjöl- miðla og fféttaflutning þeirra af sakamálum. Þar var meðal ræðumanna Atli Gíslason lögmaður, sem gerði meðal annars að umræðuefhi nafh- birtingar í sakamálum. Hann tók dæmi af skjólstæðingi sínum sem var fundinn sekur um nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur, en seinna sýkn- aður í Hæstarétti. DV flutti frétt af dómi undirréttar á sínum tíma og nafngreindi manninn. Ályktun Atla: það verður að koma lögum yfir fjölmiðla sem haga sér svona. Og það er ykkar að sjá til þess, bætti hann við og beindi orðum sínum til laganema. Það er ýmislegt við þetta að athuga. Off er yfir því kvartað að fjölmiðlar birti nöfn þegar menn eru ákærðir, en bíði ekki þar til dómur hefur fall- ið. Það er reyndar vitlaus regla, en látum það vera í bili, því að í þessu tilfelli var því ekki til að dreifa; dómur var fallinn og maðurinn sakfelld- ur. Átti DV að bíða þar til dómur var fallinn í Hæsta- rétti? Á það að vera almenn regla? Varla dettur nokkrum heilvita manni það í hug. Meira að segja Mogginn og Sjónvarpið hugsa ekld þannig. Eflaust þótti Atla nafhbirt- ingin verri af því að um var að ræða nauðgunarkæru; flestir líta líklega enn á slík af- brot sem kynferðisglæpi en ekki ofbeldisverk, sem þau eru, og vilja að um þau sé fjallað af viðeigandi nær- gætni, sem verður hins vegar off dulnefni fýrir tepruskap og hræsni. Vandinn í þessu máli var að þessi ólánsami maður lenti í klónum á rannsóknarlög- reglu og dómara sem kunnu ekki til verka. Það var grund- völlurinn að sýknu Hæsta- réttar. Blaðamenn geta ekki unnið með það sem forsendu fýrir sinni daglegu vinnu að RLR og Héraðsdómur séu að klúðra einhverju — þangað til annað kemur í ljós. Ég veit ekki hvaða reglur gilda um nafhbirtingar á DV, en grunar að það fari eftir mati á hverju tilviki fýrir sig. Svipað er því líklega farið á Mogganum. Þar var fýrir nokkru birt nafh og mynd af manni sem grunaður var um morð (engin ákæra komin ffam, hvað þá dómur, því síð- ur Hæstaréttardómur), en reglan hjá Mogganum virðist líka vera að nafngreina ekki hvítflibba sem stinga á sig peningum annarra. Er það al- varleild brotsins sem hér ræð- ur eða ætti að ráða? Varla, því þá væru morðingjar nefndir, ekki nauðgarar (væntanlega, skv. ofangreindri formúlu), líklega fíkniefnasalar (fjár- magnarar, heildsalar, smádíl- erar, kaupendur?), varla venjulegir ofbeldisseggir og innbrotsþjófar. Þessari reglu fýlgir enginn fjölmiðill og mun aldrei gera. Þyngd refsi- dóma á að ráðast af alvarleika brots; blöð eru hins vegar ekki dómstólar. Verst er þó ef annars virtir lögmenn nota handvömm lögreglu og dómara til að hvetja til ffekari haffa á tján- ingarffelsi í landinu. Þau bönd eru of þröng nú þegar og væri nær fýrir skynsama lögmenn og laganema að leiða hugann að því hvemig megi verjast ffekari árásum á þau mannréttindi. Ég get ekki látið hjá Iíða að nefha annað, fjarskylt atriði. Fyrir nokkru skýrðu allir fjöl- miðlar, sem ég heyrði og las, ffá „araba“ sem sakaður var um nauðgun á stúlku á veit- ingastað í Hafharstræti. Þegar maðurinn hafði verið sýkn- aður var hann orðinn að Hol- lendingi af arabískum ættum í Mogganum, en ennþá „ar- abi“ annars staðar. Hugum að. „Arabi" var ekki lýsing á þjóðemi manns- ins, heldur kynþætti hans og litarafti. Setjum svo að þama hefði Norðmaður átt í hlut. Hefði hann verið kallaður „Norður-Evrópubúi“, „hvít- ur Norðurlandabúi“ eða eitt- hvað í þá veruna? Og kannske „Norðmaður af skandina- vískum uppruna" effir sýknu- dóminn. Vitanlega ekki. Hann hefði einfaldlega verið Norðmaður. Það er stutt í rasismann í íslendingum. Viðkomandi blaðamenn hafa eflaust ekki ætlað sér að ýta undir hann, en vísast hefur orðaval sumra markazt af nákvæmlega þeim sama rasisma — það kitlaði svolítið norrænu taugina að einhver arabaskratti var að kássast upp á íslenzka stelpu. Ef blaðamönnum ber ein- hver skylda önnur en að upp- lýsa fólk er hún að sjá til þess að fólk verði upplýstara í góð- um skilningi orðsins. Þessi fordómaflutningur er ekki til þess fallinn. ______________ Kari Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.