Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 20
TÆ l_ A N D 20 PRESSAN NÁIN KYNNI . . • 6^1 ísAAJ'Ó&a* Þetta var nú helgin til aö koma öllu á hreint. Einsog alltaf eru til ógrynnin öll af lausum endum sem þarf aö hnýta svo eitt- hvert samhengi fáist í félags- og fjármálalífiö. Mikil sundrung ríkir oftast hjá mér. Þeir sem þykjast hafa allt klappaö og klárt eru aö Ijúga. Ég hef hengslast í gegnum mitt líf hér í Reykjavík. Þaö hefur vissulega gengiö á ýmsu. Vinslit, timburmenn, hálka, gulir miöar og bílstjórar sem gefa ekki stefnumerki eru nokkrir af þeim daglegu hlutum sem ég hef dundaö mér viö aö kljást viö í frístundum, því jú víst þarf maður að sinna sínu daglega starfi. En allt þett snudd í kringum og vegna hins daglega lífs setur vissulega strik í reikninginn. Afhverju er ekki gert ráö fyrir því aö þaö er í raun og veru heilsdagsdjobb aö redda þeim hlut- um sem af einhverjum ástæöum misfarast í hinu daglega amstri? Lítt dugar að skrifa tossalista, því í flestum tilfellum gleymist hann einhverstaöar í einhverju óöagoti. Ég brosi alltaf aö þeim sem hafa fælófaksiö viö höndina hvar og hvenær sem er. Jafnvel á barnum, af því aö plastkortiö er geymt þar. Svona rétt til aö sanna aö drykkjan sé ekki farin úr böndum. Fyrir rúmri viku hélt ég aö allt væri aö sigla í rétt horf. Hitti ég þá ekki virðulegan vin minn — ég á ekki marga svoleiöis — sem spuröi: „Ertu búinn aö ákveöa?" Vitandi ekki neitt játti ég. Hvaö annaö var hægt ef ég ætiaöi aö þykjast mellufær í samræöum viö þennan vin? Auövitað ætlaði ég aö fá mér fleiri rásir í gegnum örbylgjuna! Auðvitaö haföi ég kosið! Auövitaö ætlaöi ég aö gera Kaffi List aö heimabar mínum! Nú byrjaöi flækjan. Ég haföi ekki hugmynd um hvaö vinurinn átti við. Þessi litla spurning setti allt á annan endann. Ég er næstum því viss um aö ég líka hef gleymt aö borga stööu- mælasektina og hringja í ömmu. Þetta er samsæri, getur ekki annað veriö. Nú rámar mig í þaö aö ég gekk inní Ráöhúsiö, gekk örna minna á þar til geröum staö og kaus svo fleiri, eöa ... Sunnudagurinn var hreint helvíti. Og ekki hjálpuöu fréttirnar mér neitt. Ekki gat ég fengiö að vita hvað ég hafði skrifað á seöilinn í Ráöhúsinu. Hafði ég kosið fjölgun eða fækkun? Ég er ansi hræddur um aö ég hafi ruglaö saman tveimur af mest auglýstu málefnum síöustu viku. Fjölgun sveitarfélaga og fækkun sjónvarpsrása? Fækkun sveitarféiaga og fjölgun sjónvarpsrása? Auövitaö vil ég hvort tveggja, best fyrir okkur öll (og enn eitt eða), eöa var bara annað betra fyrir okkur? Ég bý í Reykjavík og er með eina sjónvarpsrás. Er máliö aö viö viljum fleiri rásir því þaö eru fleiri sem horfa á þær? Svona rétt til aö láta okk- ur fá þá samkennd aö viö séum öll eitt. Ein í einu meö fjölrása sjónvarp? Mörg í meiru meö eina rás? Vinur minn stundi, gafst upp og hvíslaði aö mér að ég þyrfti aö slappa af, hann heföi nú ekki veriö aö biöja um svar við gátu lífsins. „Teik id ísí, man.“ Auövitað var ég búinn aö ákveöa. Ég var vel tjúnaöur. Þetta átti aö vera helgin, nýi punkturinn yfir stóra l-iö. En ég geri mér ekki grein fyrir — alls ekki einu sinni þótt mitt litla líf væri aö veöi — hvort ég ætlaði aö hitta geimskip í gegnum þessa á Seltjarnarnesi sem tala ekki lengur reyk- vísku eöa drekka vökva frá Kaffi List á 2,5 GHz tíöni. En ég get svarið fyrir þaö aö ég sá einhverja mynd birtast á skjá örbylgjuofnsins sem ég setti útí gluggann sem vísar aö Perlunnl. Einar Ben. Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 Núðluhús á norðurhjara / e n NÚÐLUHÚSIÐ. Þar fær maður vel útilátinn hádegisrétt á 380 krónur. Ekkert kostar meira en 600-kall. • S íslenskt, já takk er hjóm eitt eigi maður leið niður Lauga- veginn í hádeginu banhungr- aður í leit að mettun. Hver kærir sig um sláturkepp, hrútspung eða harðfisk í há- deginu þegar hálfur vinnu- dagurinn er íramundan? Þótt þetta sé ekki alveg svona ein- falt freista ódýrir, austurlensk- ir veitingastaðir óneitanlega. Einkum og sér í lagi Núðlu- húsið, nýtt austurlenskt skyndibitahús sem var opnað við Laugaveginn í september- lok. Þar er óhætt að segja að sé að fá ódýrasta skyndibitann í bænum miðað við magn og gæði. Allur matur í hádeginu kostar 380 krónur og ekki er laust við að maður fái vatn í munninn þegar maður heyrir hvað er á boðstólum; karrí- kjúklingur, svínakjöt, kjúk- tcwA lingur og rækjur í-Sú*sætri sósu, kjúklingur tom yum og svínakjöt í sambalsósu, sem kúnnarnir eru þegar farnir að kalla lakkríssósuna og ku vera vinsæll og sterkur réttur. Svo má alltaf fá rétt dagsins á svip- uðu verði. Og vel að merkja: Allur matur, nema réttur dagsins, er eldaður á meðan maður bíður. Hæsta verð er 600 krónur, en það á við um kvöldrétti eins og nautakjöt í ostrusósu, djúpsteikta kjúklinginn, sem enginn kann nema kokkur- inn, og kjúkling í rauðu karríi. Ýmsar gerðir af hrísgrjónum og núðlusúpum eru einnig fá- anlegar og pastaréttir hafa einhverra hluta vegna fengið að fljóta með. Eigandinn heitir Along Kron Visesrad sem fær naíhið Arnar von bráðar þar sem hann er að öðlast íslenskan ríkisborgararétt, enda hefur hann búið á íslandi í rúm fjögur ár, þar af tvö sem kokk- ur á Asíu. Þess má geta að hann hefur próf sem kokkur frá Tælandi. Bróðir Alongs, sem heitir enn flóknara nafni, myndskreytti staðinn og á dögunum var hann svo vin- samlegur að gefa forseta vor- um, Vigdísi Finnbogadóttur, málverk af henni í fullri stærð sem hún þáði með þökkum. Hann er um það bil að fá at- vinnuleyfi á Islandi og ætlar að aðstoða brósa við kokker- íið í Núðluhúsinu. | Liklega velt enginn betur | | en Þorri Jóhannsson ása- | | trúarmaöur aö mannskepn- | | an hefur ekkert breyst í | | mörg þúsund ár. Hann er | | sjálfur Jifandi dæmi þess, | | samanborinn viö fommann- | | inn sem fannst fyrir | | skömmu I Ölpunum. Þorri | | hefur ekkert fram yfir hann | | nema tvö nútimatæki, gler- | | augun og hárgreiöuna. | OSKABORNIN: HINRiK ÓLAFSSON, STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, SÓLEY ELÍASDÓTTIR OG MARÍUS SVERRISSON. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst ekki uppgefiö hver er þarna í miðjunni, en grunur leikur á aö það sé undirleikarinn. Óskabörnin Söiiwlaiir skemmtanafiklar Óskabörnin — nýstofnað- ur sönghópur leikara — stíga á stokk ÞjóðleikhúskjaUarans á laugardag. Þetta eru fjórir leikarar við Þjóðleikhúsið, þau Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Maríus Sverrisson og Sóley Elíasdóttir. Svo maður byrji á byrjun- inni, hvar lágu leiðir ykkar saman? „I Þjóðleikhúsinu; okkar Maríusar í gegnum Skila- boðaskjóðuna, þar sem við förum með hlutverk Hans og Grétu (ffumsýnt í kvöld), og okkar Steinunnar og Hinriks í Gauragangi, sem Þjóðleik- húsið frumsýnir síðar á leik- árinu. Við þekktumst öll fyrir, svo að öðrum þræði er þetta ódrepandi sönggleði og skemmtanafrkn (alltaf á Sól- on) sem rekur okkur áffam,“ segir Sóley, tilvonandi söng- stjama. Nú minnir skipanin, fjórir leikarar; þar af tvær karlkyns- vemr og tvær kvenkynsverur, óneitanlega á skipan Bláa hattsins. Emð þið undir sama hatti og þau? „Skipanin gæti eins þótt minna á Abba! Annars er Blái hatturinn síður en svo eini söngkvartettinn sem komið hefiir fram á íslandi. Við tök- um það fram að við erum ekki að líkja eftir þeim. Við syngjum allt öðmvísi lög.“ Hvemig lög? „Eigum við ekki bara að bíða og sjá?“ Nú komið þið í fyrsta sinn ffam á laugardaginn, emð þið ekki með sviðsskrekk? „Þetta er allt annar skrekkur en þessi svokallaði sviðs- skrekkur sem leikarar þjást af áður en frumsýning hefst. Maður er óneitanlega kvíð- inn, en þetta verður bara gen- eral- pmfa hjá okkur á laug- ardaginn þótt allir megi horfa á sem vilja. Hin eiginlega frumsýning er ekki fyrr en föstudaginn 2. desember.“ Óskabörnin eru samnings- bundin í Þjóðleikhúskjallar- anum fram að jólum en þó er aldrei að vita nema yngri börnin, þ.e.a.s hin eiginlegu börn, heyri þau flytja jóla- söngva út um borg og bý.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.