Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 25.11.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 25. nóvember 1993 S KI LA BOÐ PRESSAN 3 landsfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina verða lagðar fram tillögur sem lúta að breyttu skipulagi flokksins og þar með breyting- um á lögum hans. Eitt atriði í lögum allaballa, sem mikið var til umræðu í sumar, eru tak- mörk fyrir því hversu lengi sami maður má vera formað- ur. Ólafur Ragnar Grímsson er nú að komast á síðasta snúning, að byrja sitt síðasta leyfilega kjörtímabil, en heyrst hefur að ekki sé öll von úti fyr- ir hann enn. Þegar einu sinni eru hafhar umræður um laga- breytingar á fundinum má nefnilega leggja fram fleiri breytingatillögur og hugsan- legt er að fram komi tillögur um að þetta ákvæði verði fellt niður eða að það verði þá líka látið ná til þingmanna flokks- ins. Rökin eru að varla sé holl- ara að hin þinglega forysta, sem er eiginleg forysta í aug- um almennings, sitji lengur en formaðurinn. Ef sú yrði reglan þyrffi lunginn af þingflokkn- um að hverfa af þingi við næstu kosningar. Einhverjir gera sér vonir um að það sé nógu hryllileg tilhugsun fyrir „flokkseigenduma“ til að þeir fallist á fyrri hugmyndina, af- nám allra takmarkana... ýlega mátti sjá heldur rosalegan fféttaflutning í DV, sem síðan var endurtekinn á Stöð 2, um vopnasafn ungs Keflvíkings, Óskars Helga- sonar. í viðtali Óskars við Beztablaðið í Keflavík kemur fram að heldur hefur frétta- flutningurinn verið í æsingar- átt. Handsprengjan ógurlega, sem Páll Ketilsson handlék af svo mikilli nærgætni, var þá bara borðskraut, því um var að ræða sígaretíukveikjara sem kaupa má í búsáhalda- verslunum! Þá var búið að steypa í hlaup og skotrúllettu skammbyssunnar sem sýnd var. Vélbyssan var í raun hálf- sjáifvirkur riffill og annar lás- boginn hafði verið keyptur í 2 herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst, í Austurbæ Kópavogs. Upplýsingar í síma: 64 30 80 íTaía>u vi> okkur um BÍLARÉTTINGAR tSPRAUTUN Útilífi en hinn var ónothæfur. Því var svo lýst að þetta hefði verið tekið í mikiili rassíu lög- reglunnar, en hið sanna í mál- inu er að Óskar hleypti lög- reglunni sjálfur inn og fór síð- an á effir niður á lögreglustöð og var aldrei handtekinn... Q Wíðasta föstudag var vígsla vegna nýframkvæmda við höfnina í Bolungarvik. Eins og lög gera ráð fyrir voru mikil veisluhöld meðal Bolvíkinga og helstu fyrirmönnum kjör- dæmisins boðið, enda kost- uðu framkvæmdirnar 200 milljónir króna og eru fjórir fimmtu borgaðir af ríkissjóði. Flugvél Flugmálastjómar flaug vestur á ísafjörð með Halldór Blöndal samgöngufáðherra innanborðs og tólf aðra veislu- gesti, svo sem þingmenn kjör- dæmisins. Lenti vélin um há- degi á ísafjarðarflugvelli og var þá varðskip komið í höfnina sem tók veislugesti og sigldi með þá til Bolungarvíkur. Þar undu menn sér við veislugleði fram eftir degi þar til siglt var til Isafjarðar aftur. Flaug flug- vél Flugmálastjórnar síðan með hópinn til Reykjavíkur, en hún beið allan tímann fyrir vestan... okkurs taugatitrings gætir nú meðal starfsfólks Sjónvarpsins og er áhyggju- efnið hugsanleg ritskoðun á áramótaskaupinu. Skaupið hefur hingað til ekki þurff rit- skoðunar við, en nú hefur ver- ið farið fram á það að vinnu verði lokið tímanlega fyrir jól, svo stjórnendur geti í tíma skoðað þáttinn og gert at- hugasemdir. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem slík skilyrði eru sett. Þá hefur stjórnandi áramótaskaupsins, Guðný Halldórsdóttir, verið kölluð fýrir Sveinbjöm Baldvinsson dagskrárstjóra til að ræða efhi handritsins og telst það til ný- mæla einnig. Vanir menn telja að stjórnendur sjónvarpsins geti ekki verið þekktir fyrir slík vinnubrögð, enda margir sem komi að vinnu við þáttinn og áhyggjur starfsfólks því von- andi ástæðulausar... Margrát rangfeðnuð í smáfrétt PRESSUNNAR í síðustu viku var Margrét Sæ- mundsdóttir, varaborgarfull- trúi Kvennalistans, í misgán-. ingi sögð Svavarsdóttir og er hún beðin velvirðingar á mis- tökunum. Til skýringar skal því bætt við að þótt hún teljist nú í öðru sæti listans var hún í reynd í fimmta sæti hans í kosningum. Upphefð þessi skýrist af þeirri reglu Kvenna- listans að skipta út borgarfull- trúum sínum reglulega líkt og alþingiskonum. I kjölfar breytinganna sem standa yfir í kvikmyndahúsinu Regnboganum hefst kvik- myndahátíð með einu for- vitnilegasta úrvali kvikmynda sem um getur í einum pakka. Hátíðin verður ólík öðrum kvikmyndahátíðum að því leyti að hún mun standa út veturinn, þar sem aðeins ein mynd verður sýnd í einu. Alls eru þetta fjórtán myndir. Fyrsta mynd hátíðamnar, Into the West, verður frumsýnd 17. desember. Önnur í röðinni og öllu forvimilegri er kvikmynd- in sem Regnboginn lét kippa út af mexíkósku kvikmynda- hátíðinni sem stóð yfir fyrr á þessu ári. Þetta er myndin Como Agua Para Chocolate, eða Kryddiegin hjörtu, sem kom út í íslenskri þýðingu fyr- ir síðustu jól. Mynd þessi er orðin mest sótta erlenda kvik- myndin í Bandaríkjunum eftir að hún sló Cinema Paradiso nýlega við. Verður hún sýnd rétt eftir jólahátíðina. Af öðr- um forvitnilegum kvikmynd- um má nefna Passion Fish, Les Visiteurs, sem er ein að- sóknarhæsta mynd Frakk- lands, Les Nuits Fauves, sem fjallar um tvíkynhneigðan mann með eyðni sem ákveður að gera allt áður en hann deyr, Toto the Hero, sem er belgísk verðlaunamynd, og svo mætti lengi telja... Fyrir Héraðsdómi Reykja- vlkur hefur verið þingfest mál Áma S. Jóhannssonar á hend- ur kjötvinnslufyrirtækinu Goða hf. Árni var sem kunn- ugt er ffamkvæmdastjóri fyrir- tækisins þar til hann hætti skyndilega fyrr á árinu. Eftir því sem komist verður næst höfðar Árni málið til að fá fyr- irtækið til að efna eftirlauna- samninga við sig, en ágrein- ingur hefur verið milli hans og fýrirtækisins um hvernig beri að standa skil á þeim... T -L öluverðar sviptingar eru nú í bókaheiminum, eldd síst í kringum bókaútgáfuna Isa- fold, fýrirtæki Leós Löve. Við heyrum að DVhafi fest kaup á prentsmiðju fýrirtækisins og samningar hafa staðið yfir milli ísafoidar og Máls og menningar um að M&M kaupi bókaútgáfuna. Ekki er komin niðurstaða í málið, samkvæmt okkar upplýsing- um, en líkindi eru talin á að af viðskiptum verði. Þá vekur at- hygli í nýjum bókatíðindum að Örn & Örlygur gefur ekkert út undir eigin nafni um þessi jól, heldur notar nafnið ögn breytt, með undirtextanum Bókaklúbbur hf. Það er talið mega rekja til erfiðrar fjár- hagsstöðu útgáfunnar, en Mál og menning hefur líka sýnt áhuga á að kaupa einhverja hluta þess bókaforlags... Tvöhundruð og þrjátíu hestöfl með tvöhundruð þúsund króna afslætti! Dodge Dakota Cluh Cah V8 4x4 V8 5,2 l Magnum, 230 hestöfl: Meðaleyðsla aðeins 14-19 1/100 km. Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600. Alvöru amerískur 4 manna sjálf- skiptur pallbíll, með búnað og aksturseiginleika veglegasta fólksbíls. Verð áður kr. 2.521.000.- m/vsk. Verð nú kr. 2.321.000.- m/vsk. Dodge Ram Cummins Bjóðum einnig hina eitilhörðu Dodge Ram með Cummins Turbo Intercooler diesel vél og Dana 60/70 hásingum á sértilboðsverði! Ath. Allt að 48 mánaða greiðslukjör! Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.