Pressan - 06.01.1994, Qupperneq 7
Skömmu fyrir jól strauk Garðar Garðarsson úr gæsluvarðhaldi á Helsingjaeyri þar sem hann sat inni fyrir vopnað rán.
Hann hélt til Kaupmannahafnar og framdi vopnað bankarán, en var handtekinn fimm mínútum síðar. Hann á að baki
langan afbrotaferil og er einn af fáum íslendingum sem alþjóðalögreglan Interpol hefur á skrá.
GARÐAR GARÐARSSON. „Garöar er maöur á heimsmælikvaröa — landsliösmaöur eins og viö segjum — og sjálfsagt einn af okkar höröustu þjófum fyrr og síöar, “ segir iögregian.
Garðar Garðarsson, ís-
lendingurinn sem framdi
vopnað bankarán í Kaup-
mannahöfn skömmu fyrir
áramót, hefur í rúmt ár dvalið
í Svíþjóð og Danmörku. Nú í
haust var hann handtekinn
eftir vopnað rán í verslun í
þorpi rétt utan við Helsingja-
eyri í Danmörku. Þá hafði
hann hótað starfsfólki með
öflugri byssu og tekið með sér
3.000 krónur danskar eða um
30 þúsund íslenskar, sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Helsingjaeyri. Garðar
var settur í gæsluvarðhald á
Helsingjaeyri en strauk þaðan
tveimur dögum fyrir jól. í
samtali við PRESSUNA vildi
lögreglan á Helsingjaeyri ekki
tjá sig urn tildrög flóttans. Eftir
að Garðar hafði flúið úr
gæsluvarðhaldinu hélt hann
suður til Kaupmannahafnar
og dvaldist þar um jólin.
Vopnað bankarán í mið-
borg Kaupmannahafnar
Daginn íyrir gamlársdag lét
Garðar svo til skarar skríða og
rændi Danska bankann við
Stóru Kóngsinsgötu í miðborg
Kaupmannahafnar. Klukkan
var 17.03 þegar Garðar kom
inn í bankann og var þá aðeins
einn viðskiptavinur í bankan-
um. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar réðst hann ógn-
andi að gjaldkeranum, vopn-
aður hálfsjálfvirkri skamm-
byssu af hlaupvíddinni 45 kal-
íber, og heimtaði peninga.
Tæpum fimm mínútum síðar
hljóp hann út úr bankanum
með 26.300 danskar krónur í
poka eða um 265 þúsund
krónur íslenskar. Þá pening-
aupphæð „átti“ hann aðeins í
fimm mínútur, en þá hafði
lögreglan handtekið hann.
Heppni réð mestu við
handtökuna
Að sögn lögreglunnar var
það var hins vegar helber
heppni að hún náði honum
svo snemma, því að fyrir til-
viljun beið lögreglubíll á
rauðu ljósi beint fyrir utan
bankann þegar Garðar kom
hlaupandi þaðan út. Annar
lögreglumaðurinn hljóp á eftir
honum en hinn keyrði á eftir.
Garðar hljóp eftir Store Kong-
ensgade og inn Gothersgade
en á Borgergade misstu lög-
reglumennirnir sjónar á hon-
um. Það var svo vegfarandi
sem benti lögreglunni á Garð-
ar þar sem hann leyndist bak
við gamlan Trabant hinum
megin við götuna. Greiðlega
gekk að aívopna Garðar, enda
var byssan ofan í peningapok-
anum þar sem stærstur hluti
peninganna var geymdur. Á
flóttanum höfðu 500 og 1.000
króna seðlar flögrað upp úr
pokanum en heiðvirðir borg-
arar skiluðu öflum peningun-
um í bankann. í ljós kom að
byssa Garðars var hlaðin, eitt
skot í hlaupinu og fjögur í
magasíninu. Ame Bremholm
hjá svæðislögreglu 2 í Kaup-
mannahöfn segir að vopn
Garðars hafi verið mjög öflugt
og miklu öflugra en lögreglan
hafi yfir að ráða. Á gamlársdag
var bann síðan úrskurðaður í
27 daga gæsluvarðhald og bíð-
ur nú dóms fyrir þessi tvö
vopnuðu rán, auk flóttans úr
fangelsinu.
Langur glæpaferill hér
heima
Þótt Garðar sé einungis 28
ára að aldri á hann langan og
„glæsilegan" afbrotaferil að
baki. Á síðusta áratug hefur
hann hlotið sautján refsi-
dóma og verið dæmdur sam-
tals til níu ára fangelsisvistar
á þeim tíma fyrir þjófnaði,
innbrot, skjalafals og um-
ferðarlagabrot, en hann hefur
misst ökuréttindin ævilangt.
Að auki var hann dæmdur til
eins árs og tíu mánaða fang-
elsis í Nordhorn í Þýskalandi
fýrir fíkniefnabrot. Hann hef-
ur því samtals verið dæmdur
í tólf ára fangelsi á síðasta
áratug. Þá eru ótaldir óskil-
orðsbundnir dómar til sex
ára og tíu dómsáttir, m.a. fyr-
ir ýmis fíknieftiabrot og brot
á lögum um skotvopn og
sprengiefni. Nú síðast var
Garðar dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi í Hæstarétti,
aðallega fyrir þátttöku í gull-
ráninu svokallaða í skart-
gripaverslun Jóns Sigmunds-
sonar. Dómurinn var kveð-
inn upp í desember 1992, en
þá hafði Garðar þegar flutt
sig til Skandinavíu þar sem
hann hefur dvalið í á annað
ár.
Stóra gullrániö í skart-
gripaverslun Jóns Sig-
mundssonar
Áðurnefndur hæstaréttar-
dómur tók að mestu til stóra
gullránsins, en þá voru þeir
Garðar, Hörður Karlsson,
Ómar örn Grimsson og Sig-
urbjörn Gunnar Utley
dæmdir.
Það var 29. ágúst sem
Garðar og Hörður brutust
inn í Lögfræðiskrifstofunna
sf., rændu tékkum, víni og
skjalatösku og reyndu árang-
urslaust að opna peningaskáp
með kúbeini. Síðar um nótt-
ina brutust þeir svo inn í
skartgripaverslun Jóns Sig-
mundssonar á Laugavegi 5
með kúbeini og stálu þar
skartgripum fyrir tvær millj-
ónir króna, auk útstillingar-
standa, fjórtán gramma af
hvítagulli, tuttugu og tveggja
gramma af gulli og tölvuvog-
ar. Sigurbjörn Gunnar Utley
tók við skartgripunum sem
Hörður stal og lét síðan
Ómar Örn Grímsson fá þá,
sem bræddi gullið saman í
klump. Eins og í flestum öðr-
um málum neitaði Garðar
öllum sakargiffum en réttin-
um þótti hlutur hans fulls-
annaður.
„Landsliðsmaður í þjófn-
aði á heimsvísu"
„Garðar er maður í heims-
mælikvarða — landsliðsmað-
ur eins og við segjum — og
sjálfsagt einn af okkar hörð-
ustu þjófum fyrr og síðar,“
sagði einn heimildamanna
PRESSUNNAR innan lög-
reglunnar. Hann er einn
fárra Islendinga sem Interpol
hefur sérstaka skrá um. Eins
og langur sakaferill Garðars
sýnir er hann síbrotamaður
og allir sem PRESSAN ræddi
við töldu ómögulegt að hafa
tölu á innbrotum hans og
hefur hann meðal annars far-
ið í ferðir út á land til inn-
brota.
Þá hefur Garðar ferðast
töluvert til útlanda og verið
tekinn þar nokkrum sinnum.
I ágústmánuði 1988 var hann
til dæmis handtekinn í Larvik
í Noregi ásamt Agnari Víði
Bragasyni, grunaður um
þjófnaði, innbrot og fíkni-
efnamisferli. Þann 27. nóv-
ember sama ár var hann svo
tekinn í Þýskalandi með 155
grömm af hassi og 1 gramm
af kókaíni og dæmdur til
nærri tveggja ára fangavistar.
Garðar er þekktur fyrir að
neita alltaf öllum sakargift-
um, jafnvel þótt öll sönnun-
argögn og vitni bendi á hann
eins og tilfellið var í gullrán-
inu, enda er yfirleitt erfitt að
dæma menn þegar játning
liggur ekki fýrir.
Flóttinn í Danmörku ekk-
ert einsdæmi
Flóttinn úr fangelsinu á
Helsingjaeyri er ekki sá fyrsti
á ferli Garðars, því hann hef-
ur að minnsta kosti í tvígang
strokið af Litla-Hrauni, í
október 1985 og í apríl 1990.
Mennirnir í skartgriparáninu
eru einnig þekktir „flótta-
menn“. Hörður Karlsson
flúði síðast frá Litla-Hrauni í
sumar ásamt Hans Erni Við-
arssyni og Björgvini Þór
Ríkharðssyni. Á svipuðum
tíma strauk Sigurbjörn
Gunnar Utley en náðist eftir
hálfan mánuð.
Garðar er mjög hávaxinn,
þrekinn og með áberandi
stórt nef en mun myndarlegri
en meðfýlgjandi mynd gefur
til kynna. Þeir sem þekkja til
hans segja að þrátt fyrir lang-
an afbrotaferil hafi hann að
jafnaði verið vel til hafður og
ekki nærri því eins „sjúskað-
ur“ og margir starfsbræður
hans. Þrátt fyrir fjölmörg
fíkniefnabrot er hann ekki
áberandi á því sviði og virðist
mest hafa blandast í hassvið-
skipti, þó með undantekn-
ingum, eins og dómurinn frá
Þýskalandi sýnir.
PálmiJónasson
Verðlaunatölva frá Eltech á óviðjafnanlegu tilboðsverði
Geisladiskar og
geisladrif !
/ •
I samvinnu við Eltech Research í Bandaríkjunum
býður Hugver nú á ótrúlegu verði tölvuna sem fékk
Best Buy umsögn í tímaritinu PC-World nú í
Desember 1993. Þessi vél er hraðvirkarí í
Windows en 66 megariða tölvur sem kosta
tugþúsundum meira. Lýsing:
66 MHz 486 örgjörvi, 128k cache, 4Mb RAM,
reiknihraðall, Local Bus 1 Mb skjcikort með
Cirrus hraðli, Local Bus diskstýring, 250 Mb WD
12ms harður diskur, tumkassi, MS samhœfð mús,
102 lykla lyklaborð, 14" lággeislaf MPRII) skjcír
frá TVM: 144.860,-
<V'
Uppfœrsla á eldri vélurn.
Við erum með móðurborð á
frábæru verði, m.a. úr 486/66
verðlaunavélinni á kr 38 þús. !
Allir íhlutir og ísetning.
Föst tilboð.
Kannaðu málið 1
Hugver
Laugavegi 168
s. 91-620707