Pressan - 20.01.1994, Síða 6

Pressan - 20.01.1994, Síða 6
Prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Vepðup Jóhann fórnarlamb kosnjngamaskínu Mallriesen veldisins ? „Fyrirhugaður prófkjörsslagur sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði stefnir í að verða bæði harðvítugur og spennandi. Umdeildur leiðtogi flokksins þarf að berjast við tvo vonbiðla auk þess sem siðbótarmenn sækja leynt og ljóst að honum. Til að skemmta þátttakendum berst kunnur tónlistarmaður með óvenjulegum vopn- um á meðan einn er í framboði til að sanna að hann sé ekki krati.“ Utlit er fyrir mjög tvísýna og spennandi prófkjörsbaráttu meðal sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Má í raun segja að fullkomin óvissa ríki um niður- stöðuna, sem einkennist af gífur- lega harðri baráttu um efsta sætið. Prír menn sækjast eftir því að leiða flokkinn í komandi kosn- ingaslag og sækja þeir styrk í ólíkar áttir. Forystumaður sjálfstæðis- manna til skamms tíma hefur verið Jóhann G. Bergþórsson, hin landsþekkti forstjóri Hagvirkis og síðar Fórnarlambsins. Það hefur vakið athygli að Jóhann hefur ekki beitt sér af fullum krafti í barátt- unni og til dæmis ekki enn opnað opinbera kosningaskrifstofu. Jó- hann er margslunginn maður sem hefur verið mjög umdeildur innan sem utan raða sjálfstæðismanna. Hin miklu fjármálaumsvif hans og tengsl fyrirtækja hans við fjárhag sveitarfélagsins hafa verið umdeild og er nú svo komið að til dæmis einn kandídatinn í prófkjörinu, Ágúst Sindri Karlsson, ungur lög- fræðingur og margfaldur skák- meistari Hafnarfjarðar, hefúr pólit- íska siðbót á stefnuskrá sinni, sem menn telja nánast beint að Jó- hanni. Jóhann er hins vegar ótrú- lega þolgóður í hverskyns baráttu, eins og hann hefúr sýnt í helstríði fyrirtækis síns. Hann á fýlgi fyrir utan raðir hins harða flokkskjarna sjálfstæðismanna, sem nýtist hon- urn án efa í prófkjörinu. í>á hafa menn beðið eftir óvæntu útspili hans í baráttunni, en Jóhann fékk mjög afgerandi kosningu í fýrsta sæti í prófkjöri haustið 1989. Þrátt fýrir að fallið hafi á þá mynd Jó- hanns af athafnamanni, sem sjálf- „Hann hefur kannski ekki hámarksvin- sœldir en hefur örugglega lág- marksóvin- sœldir. “ stæðismenn vilja svo gjarnan hampa, nýtur hann þess án efa að vera sjálfstæður atvinnurekandi í baráttu við hóp launþega. Ættarveldi Mathiesenanna Þorgils Óttar Mathiesen við- skiptafræðingur hefúr glímt fast við Jóhann í langan tíma og meðal annars gagnrýnt hann fýrir allt of náið samstarf við krata á kjörtíma- bilinu. Samstarf Jóhanns við krata, JÓHANN G. BERGÞÓRSSON. Hart sótt að forystusæti hans. ELLERT BORGAR ÞORVALDS- SON. Fer friðsömu leiðina og stefnir á annað sæti. og þá sérstaldega Guðmund Árna Stefánsson, hefúr verið viðkvæmt mál í báðum floJckum. í raun hefur verið kalt stríð milli Þorgils og Jóhanns og nú ætlar Þorgils að láta sverfa til stáls. Kosn- ingamaskína þeirra Mathiesenanna nýtur mildllar virðingar, en síðasta afrek hennar var að skjóta bróður Óttars, Áma Mathiesen dýralækni, í þriðja sæti á lista sjálfstæðis- manna fýrir síðustu alþingiskosn- ingar á Reykjanesi. Þá var Ámi til- tölulega óþekktur, en naut að sjálf- sögðu virðingar föður síns, Matt- Júasar Á. Mathiesen, fýrrverandi ráðherra. Þeir Mathiesenar eru búnir að vinna hart f prófkjörsbar- áttunni, en spurning er hins vegar hvernig Þorgils Óttar kemur per- sónulega út úr þessu. Hann þykir rökfastur og ágætlega inni í mál- um, auk þess sem hann nýtur mik- illar virðingar sem fýrrverandi íþróttahetja. Á móti honum vinnur að hann þykir dálítið þurr á mann- inn og ekld hafa sömu persónu- töfra og faðir hans og bróðir. Þá má geta þess að þeir Mathiesenar stefna að því að koma öðrum úr ættinni inn á listann, þvi systur- dóttir Matthíasar, Valgerður Sig- urðardóttir fiskverkandi, stefnir á þriðja sæti og er talin eiga ágæta möguleika. „Með lágmarksóvinsældir“ Þriðji kandídatinn um forystu- MAGNÚS KJARTANSSON. Rekur skemmtilega og hugmyndaríka kosningabaráttu. ÁGÚST SINDRI KARLSSON, lög- fræðingur og skákmeistari. Með pólitíska siðbót á stefnu- skrá. sætið er Magnús Gunnarsson að- albókari, nú fýrsti varamaður sjálf- stæðismanna, en hann hafhaði í fimmta sæti síðast. Magnús þyldr hafa komið sterkur inn í þessa bar- áttu; mildll félagsmálafrömuður og þar að auld Haukamaður í baráttu við tvo FH-inga! Iþróttapólitík í Hafnarfirði er mjög sterk og því skipta þessir Hutir miklu máli. Þá vinnur með Magnúsi að hann hefur ekki verið beinn þátttakandi í baráttu hinna tveggja. Með öðrum orðum: Fáum er illa við hann og hann gæti notið þess að verða ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN Hélt uppi andófi við krata á tímabilinu og ætlar að taka fyrsta sætið af Jóhanni. VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR. Mathiesenarnir stefna að því að koma tveimur á listann. málamiðlun. Eða eins og sjálfstæð- ismaður orðaði það: „Hann hefúr kannski eldd hámarksvinsældir en hefur örugglega lágmarksóvinsæld- ir,“ þveröfúgt við t.d. Jóhann. Magnús rekur þar að auki öfluga baráttu og áður en Jóhann spilar út trompunum er talið að þeir Magn- ús og Þorgils hafi svipaða mögu- leika, feti ffarnar en Jóhann. En hvaða áhrif hafa þessi vig um fýrsta sætið á aðra baráttu á listan- um? Það kom t.d. ffarn hjá Ellert Borgari Þorvaldssyni skólastjóra að hann telur að í því felist „flokks- MAGNÚS GUNNARSSON. Haukamaður í baráttu við tvo FH-inga. ÞÓRÐUR RAFN STEFÁNSSON. Tilkynnti á framboðsfundi á laugardaginn að hann væri í framboði til að sanna að hann væri ekki krati. leg áhætta“ ef of hart sé deilt um fýrsta sæti. Hann sagðist eldd vilja skýra þetta nánar, en því er ekld að leyna að sumir óttast sérframboð í ffamhaldi af harðri baráttu. Sér- staklega er það talið mögulegt ef Jóhann verður undir, en hann nýt- ur töluverðs fýlgis utan við raðir sjálfstæðismanna og þar að auki er hann maður óvæntra uppákoma. Hefur hugsanlegt framboð Kvennalistans áhrif? Ellert Borgar fékk mjög afger- andi kosningu í annað sæti síðast, effir baráttu við Jóhann um fýrsta sætið, og stefnir aftur á það sæti. Auðvitað má búast við að topp- mennirnir ryðji ffá sér niður eftir listanum, en Ellert nýtur þess að sitja á friðarstóli. Ellert er vinsæll maður og hefur staðið með Jó- hanni í þeirri gerningahríð sem yfir Hagvirldsforstjórann hefúr dunið og hefur þar að auld starfað lengi og mikið í flokknum. Staða kvenna á listanum er óljós. I átta efstu sætum síðast voru fjórar konur, en þær röðuðu sér á neðri sæti listans og þrjár af þeim eru ekld með núna. Þar sem hugsan- legt er talið að Kvennalistinn stilli upp lista núna í Hafúarfirði þykir mörgun ljóst að veita verði konu gott brautargengi. Er þar einkum horft til þeirra Valgerðar, Ragn- heiðar Kristjánsdóttur kennara og Helgu R. Stefánsdóttm- húsmóð- ur, en sú síðasttalda er dóttir Stef- áns Jónssonar, sem setið hefúr í sveitarstjórn lengur en nokkur annar að þvi er ffóðir menn telja, en Stefán var lengi vel forseti bæj- arstjórnar. Tónlistarmaðurinn ætlar að halda rokktónleika fyrir prófkjörið Aðrir sem gætu átt eftir að gera óvænta hluti eru meðal annars Ami Sverrisson framkvæmda- stjóri, sem stefnir á þriðja sæti, og Kristinn Arnar Jóhannesson, sem einnig stefnir á þriðja sæti. Gunnar Beinteinsson, viðskiptaffæðingur og handknattleiksmaður, stefnir á sjötta sæti og þykir efnilegur sem „fúlltrúi unga fólksins“. Á sama hátt má nefúa Björk Pétursdóttur húsmóður. Þá hefur Magnús Kjartansson tónlistarmaður átt skemmtilega innkomu í baráttuna og sýnt ffum- lega takta í því sambandi. Auk þess hefur hann náð að kynna sig vel í fjölmiðlum (bæði þætti Eiríks Jónssonar og Dagsljósi). Þá hefur hann boðað mikla roldctónleika í Hafúarfirði föstudaginn fýrir próf- kjörshelgina. Þess má geta að ætt- bogi hans er ekki reynslulaus af störfum fýrir Sjálfstæðisflokkinn, því bróðir hans, Viktor B. Kjart- ansson, er varaþingmaður sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum. Þá má geta skemmtilegrar hliðar á ffamboði Þórðar Rafns Stefáns- sonar bankafulltrúa, sem stefúir á sjöunda til áttunda sæti. Hann hef- ur nefnilega sagt á framboðsfúndi að ein ástæða þess að hann sé í prófkjörsslag nú sé sú að hann vilji sanna í eitt skipti fýrir öll að hann en því er ekki að leyna að sumir óttast sérframboð í framhaldi af harðri bar- áttu. “ sé ekki krati, en hann er af krata- ættum. Menn hafa farið af stað með verra veganesti í prófkjör sjálfstæðismanna, en þetta sýnir vel baráttuna á milli þessara flokka í sveitarstjórnarkosningum þó að þeir starfi saman í rílusstjórn. Má í því sambandi velta fýrir sér hvaða áhrif breyting á völdum krata í Hafúarfirði hefði á stöðu ríkis- stjómar. Sigurður Már Jónsson „Hann þykir rökfastur og ágœt- lega inni í málum, auk þess sem hann nýtur mikillar virðingar sem fyrrverandi íþróttahetja. Á móti honum vinnur að hann þyk- ir dálítið þurr á manninn og ekki hafa sömu persónutöfra ogfaðir hans og bróðir. “ 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.