Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 14
Útgefandi Pressan hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
RitstjórnarfuUtrúar Guðrún Kristjánsdóttir
Sigurður Már Jónsson
Framleiðslustjóri Bragi Halldórsson
Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson
Ritstjórn, skrifstofúr og auglýsingar:
Nybýlavegi 14-16, sími 643080.
Símbréf: Ritstjórn 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 643085, dreifíng 643086, tækni-
deild 643087.
Áskriftargjald 860 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920
kr. á mánuði annars.
Verð í lausasölu 280 krónur.
BLAÐAMENN: Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari,
Kristján Þór Árnason myndvinnslumaður, Páll H. Hannesson, Pálmi
Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Steingrímur Ey-
fjörð útlitshönnuður.
PENNAR: Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Árni M. Mathiesen, Baldur
Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jó-
hann Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur
Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, össur
Skarphéðinsson.
Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika
Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmars-
son, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Indriði
G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klasstk og dulrœn málefni, Kolbrún Berg-
þórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafs-
son, Margrét Elísabet Ólafsdóttir.
Auglýsingar: Halldór Bachmann, Kristín Ingvadóttir,
Pétur Ormslev.
Réttarkerfið
sefur enn
Enn fáum við að sjá dæmi þess að réttarkerfið á íslandi lætur
sér annara um hagsmuni þeirra sem brotið hafa lög, jafnvel
gróflega og ítrekað, heldur en hinna, sem verða saklausir
fyrir barðinu á brotamönnum og hljóta af varanlegan persónuleg-
an og fjárhagslegan skaða.
Kveikja umræðunnar nú er harmsaga konu, sem sögð var í við-
talsþætti Eiríks Jónssonar í vikunni. Dóttir konunnar var myrt á
hrottafenginn hátt, en eftir að lögreglan tók málið í sínar hendur
var eins og henni kæmi dauði dóttur sinnar ekkert við. Hún fékk
litlar sem engar upplýsingar um rannsókn málsins og öll við-
'"T5rögð kerfisins voru á þá lund að litið var á fjölskyldu fórnar-
lambsins sem hvimleiða og hnýsna, ekki sem fólk sem átti tilfinn-
ingalega mikið undir því komið að fá sem gleggstar upplýsingar
um dauða náins skyldmennis. Kerfið lét sig engu varða sálarheill
eða framtíð ungs sonar stúlkunnar, sem myrt var, en vinnur þó á
degi hverjum að nýjum aðferðum til að koma til móts við þá sem
glæpina fremja. Þetta er orwellskur öfugsnúningur, ómannúðlegt
og siðferðislega óverjandi.
í viðtali við PRESSUNA í dag viðurkennir ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu undanbragðalaustað rétturfórnarlamba
og aðstandenda þeirra í slíkum málum sé enginn. Fram kemur
einnig að fórnarlömb og aðstandendur þeirra hafa afar takmark-
aðan rétttil upplýsinga um meðferð eigin mála. Þau eiga rétt á
^að vita hvað orðið hefur um kæru og hvernig máli hefur lokið, en
ekki rétt á að vera viðstödd réttarhöld ef þau fara fram. í tilfellinu,
sem nefnt var hér að ofan, fékk fjölskyldan ekki upplýsingar um
hvernig stúlkan var myrt.
PRESSANhefur áður rakið dæmi þess hversu varnarlausir
brotaþolar eru gagnvart misgjörðarmönnum sínum. Þeim dugar
til dæmis skammt að fá sér dæmdar bætur ef misindismaðurinn
er ekki borgunarmaður fyrir þeim. Eftir umfjöllun PRESSUNNAR
um slík mál fyrir réttu ári var farið að huga að rétti fórnarlamba
nauðgana í slíkum tilfellum, með það fyrir augum að ríkið ábyrgð-
istgreiðslu bóta þegarglæpamaðurinn reyndisteignalaus —
sem oft er líklega tilfellið. Það var stórt spor í framfaraátt, en aðr-
ir glæpir og sumir verri eru framdir á íslandi ári þess að nokkur
innan kerfisins leiði hugann að hagsmunum þeirra sem fyrir þeim
verða.
Ráðuneytisstjórinn viðurkennir einnig að íslendingar séu á eftir
~~ óðrum Norðurlandaþjóðum í þessum efnum og enn sé megin-
áherzla lögð á það hér á landi að þjónusta glæpamanninn þegar
búið er að dæma hann. Hann á heiður skilinn fyrir hreinskilnina
og ætti að koma þessum sjónarmiðum sínum á framfæri við ráð-
herra sinn við fyrsta tækifæri. Kannske myndi kerfið þá rumska,
þó ekki væri nema um stundarsakir á meðan einhver nennir að
nöldra í því, og kannske eygðu fórnarlömb glæpa og aðstand-
endur þeirra þá von um að samfélagið sýndi þeim einhvern
ámóta skilning og það sýnir mönnum sem uppvísir verða að
ítrekuðum og hrottafengnum glæpum.
Fjölmiðlar og lýðrœði
Stjórnmál
IIXIGIBJORG S.
GÍSLADÓTTIR
Tengsl fjölmiðla og stjórnmála
hafa oft vafist fyrir mér.
Mér er mjög vel ljóst að fjölmiðl-
ar gegna mikilvægu Mutverlci fyrir
lýðræðið í landinu. Þeir miðla
gagnlegum upplýsingum til al-
mennings sem oft og tíðum eru
forsenda þess að fólk geti tekið af-
stöðu til manna og málefna. Þeir
veita stjómvöldum og ráðamönn-
um á hverjum tíma mildlvægt að-
hald með því, eftir atvikum, að
gegnumlýsa aðgerðir þeirra eða að-
gerðaleysi. Þess eru mörg dæmi,
bæði innlend og erlend, að fjöl-
miðlum hafi tekist vel upp í þessu
hlutverki sínu og að hlutdeild
þeirra hafi valdið straumhvörfum.
Á þetta ekki síst við þegar mál vega
salt á mörkum hins löglega og sið-
lega.
Oft finnst rhér samt fjölmiðlar
skáka í þessu skjóli og komast upp
með málflutning og vinnubrögð
sem eiga ekkert skylt við lýðræði
eða upplýsingamiðlun. Þannig
virðist fréttum frá Alþingi ffernur
ætíað að hafa skemmtigildi en upp-
lýsingagildi. Hljóðnema er daglega
stungið upp í einhvem ráðherrann
og hann látinn tala milliliðalaust
við þjóðina — sem með góðum
vilja mætti kannslci túlka sem beint
lýðræði — en það er enginn til að
rétta af þá skelcktu mynd sem ráð-
herrann lcann að gefa af málinu —
til að lagfæra lýðræðishallann.
Upplýsingum er dembt yfir fólk í
slíku magni að helst líkist stór-
markaði. Þetta daglega ofílæði
veldur því að æ fleiri gefast upp á
því að velja og hafha, láta allt yfir
sig ganga en eru þó litlu nær um
það sem á gengur í veröldinni. Og
off og tíðum vill lýðræðishugsjónin
rjúka út í veður og vind þegar
„heitar“ fféttir eru annars vegar.
í stjórnmálum ráða fjölmiðlarnir
lögum og lofum. Stjómmálamenn
hreyfa ekld litla fingur án þess að
huga að því hvernig það komi út í
fjölmiðlum, hvemig þeir bregðist
við, hvaða mynd þeir miðli til
þjóðarinnar. 'f otði lcveðnu eru ör-
lög stjómmálaflokka og -manna í
höndum kjósenda. Þegar öllu er á
botninn hvolft em það þó fjölmiðl-
ar sem marka skilin milli feigs og
ófeigs. Stjómmálamaður getur
unnið persónulegan og pólitískan
sigur á ákveðnum vettvangi en ef
hann tapar fjölmiðlastríði þá koma
þeir sigrar fyrir lítið. Floldcar geta
haff skýrar og ákveðnar vinnuregl-
ur en ef þær þvælast fyrir fjölmiðl-
ungum þá er líldegra en ekld að
þeim verði breytt. Hópur fólks í
stjórnmálum getur sett ákveðna at-
burðarás af stað en frá þeirri
stundu sem fjölmiðlar komast með
puttana í hana heldur hún áffam á
þeirra forsendum og á þeirra hraða
— nema spymt sé við fótum.
Stundum notfæra stjómmála-
menn sér fjölmiðla til að koma
ákveðnum skilaboðum á ffamfæri
með óbeinum hætti. Þannig kallaði
Davíð á Halldór Ásgrímsson til
skrafs og ráðagerða um sjómanna-
deiluna til að koma þeim skilaboð-
um á framfæri við krataráðherrana
að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ým-
issa kosta völ í stjómmálum. Álltaf
mætti fá annað skip og annað föm-
neyti. Ef þetta hefði verið annað og
meira en sjónarspil hefði hann ef-
laust boðið Halldóri heim til sín en
ekki upp í stjórnarráð, og reynt að
forðast að beina kastíjósi fjölmiðl-
anna að fúndinum.
Þegar alvarlegar viðræður em í
gangi milli stjómmálaflokka reyna
þeir að komast framhjá eða villa
um fyrir fjölmiðlum. Þannig
reyndu minnihlutaflokkarnir í
Borgarstjóm Reykjavíkur að halda
fjölmiðlum utan við þær viðræður,
sem fóm fram nú um áramótin,
um kosningabandalag í komandi
borgarstjórnarkosningum. Það
reyndist þó ekki gerlegt og áður en
við varð litið höfðu fjölmiðlar til-
kynnt að kosningabandalagið væri
komið á koppinn, hver yrðu helstu
málefni þess og hvaða fólk myndi
skipa listann. Þetta var áður en
málið hafði fengið efhislega um-
fjöllun í viðkomandi stjómmála-
flokkum og samtökum. Áður en
nokkur lýðræðisleg ákvörðun hafði
verið tekin um málið höfðu fjöl-
miðlar ákveðið niðurstöðuna.
Hvað var orðið um frjálst val þess
fólks sem hefúr hið formlega
ákvörðunarvald í málinu? Hverra
kosta átti það völ í þeirri stöðu sem
fjölmiðlar höfðu skapað? Hvemig
hefðu málin horft við almenningi
ef atburðarásin hefði ekki farið
ffarn samkvæmt forskrift fjölmiðl-
anna?
Sjálf varð ég borgarstjórakandíd-
at kosningabandalagsins í kvöld-
fféttum RÚV þann 10. janúar sl.
Samt hef ég ítrekað sagt að fram-
boð mitt ráðist ekki fyrr en mál-
efhasamningur og ffamboðslisti
liggi fyrir. Það gefur augaleið að sú
vinna tekur tíma enda þarf að
vanda til hennar og gefa sem flest-
um kost á að koma að henni. Þetta
á ekki að vera ffamboð örfárra ein-
staklinga heldur stórs hóps fólks
sem hefúr þekkingu og skoðun á
borgarmálum. Þegar breið sam-
staða og samkennd hefúr myndast
um málefhin og listann em kosn-
ingabandalaginu allir vegir færir.
Fyrr ekki og á meðan hlýtur fólk að
láta kröfú fjölmiðla um atburðarás
sem fer ffam úr sjálfri sér sem vind
um eyru þjóta.
Ef ffam heldur sem horfir verður
kosningabandalag Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks, Framsóknar-
flokks og Kvennalista að vemleika í
komandi borgarstjómarkosning-
um. Umfjöllun fjölmiðla um máhð
hingað til má því einu gilda — hún
er öðm fremur ffóðleg dæmisaga
um fjölmiðla og lýðræði. Það verð-
ur mun ffóðlegra að fylgjast með
umfjöllun þeirra í aðdraganda
kosninganna. Sjónir manna hljóta
sérstaklega að beinast að Morgun-
blaðinu sem á undanfömum miss-
erum hefur reynt að þvo af sér
flokksstimpil Sjálfstæðisflokksins.
Nú reynir á hvort þetta ffjálslynda
og lýðræðissinnaða blað slær
skjaldborg um Flokkinn á ögur-
stund í lífi hans eða lætur hann
sitja við sama borð og kosninga-
bandalagið í ffétta- og stjórnmála-
skrifum sínum. Vorið verður próf-
steinn á Morgunblaðið sem blað
allra landsmanna.
Höfundur er alþingiskona.
„Efþetta hefði verið annað og
meira en sjónarspil hefði Davíð ef-
laust boðið Halldóri heim til sín en
ekki upp í stjórnarráð. “
Örlög Markúsar Arnar
að er varla vært hér í þing-
húsinu, lesendur góðir, effir-
að kom í ljós að Markús Örn
verður ekki borgarstjóri nema fá-
eina mánuði til viðbótar. Það ríkir
ekki sorg, heldur gleði. Ofsagleði.
Ég veit ekki hvað fólk hefur á móti
þessum ágætispilti. Það er varla
dauðasök að vera svo karakterlaus
að maður varpi ekki einusinni af
sér skugga í sól. Það hlýtur að gilda
um fleiri, þótt ég, aldurhniginn
sem ég er, muni ekki eftir neinum
öðmm í svipinn.
En hérna þeysist fólkið um í ölv-
uðum gleðidansi. Ég hef staðið
gamla marxistann að því að ská-
skjóta augunum uppí gluggann á
borgarstjóraskrifstofunni með fjar-
rænt blik í auga og einhverskonar
kuldalegan valdsmannssvip sem
fylgir þessum gömlu kommúnist-
um ffam á grafarbakkann. Höllu-
staðabóndinn ræður sér ekki fyrir
kæti. Hann fyllist einhverri sælu-
vímu við tilhugsunina um að nú fái
hann að ráðskast svolítið með okk-
ur sunnanlýðinn, jafhvel þótt það
sé bara yfir eldhúsborðið heima hjá
sér. Davíð hefur ekki tekið niður
brosið síðan á mánudaginn þegar
hann fékk loksins staðfestingu á því
hvað hann var alltaf ómissandi í
borgarstjórninni.
En þetta er ekki svona auðvelt
fyrir aÚa. Eymingja kratarnir fá eitt
pláss í vinstri pottinum að bítast
um og það veit sá sem allt veit að
enginn kann að niða skóinn af ná-
unganum einsog jafnaðarmenn,
þegar á þarf að halda. Það setti að
mér ónot þegar ég sá að þær voru
sestar að plotti enn einu sinni, Lára
V. og hún Jóhanna mín. Ekki eru
þær svipblíðar hversdags, en þarna
horfðu þær svo illilega á meðlætið
að það vast ofanaf kleinunum, sem
hún Jensína okkar færði þeim.
„Við verðum að finna konu,“
sagði Jóhanna. „Þessir kallpungar
skulu ekki komast upp með að
svínbeygja okkur lengur."
„Það er svo mikið af konum á
listanum, Jóhanna,“ svaraði lög-
ffæðingurinn og brosti sínu sæt-
asta. „Svo verðum við bara að við-
urkenna, held ég, að það eru ekki
svo margar konur í þessum flokki.
Það er voða fátt fólk í honum yfir-
leitt, ef útí það er farið.“
„Hvað er þá til ráða?“ sagði Jó-
hanna og mér fannst einsog ég
hefði heyrt hana segja þetta og ekk-
ert annað síðustu tuttugu ár.
„Við verðum að standa vörð um
okkar mál,“ sagði Lára. „Það er
hægt með ýmsu móti. Hvað með
hann Braga? Hann hefúr staðið sig
svo vel í félagsmálunum að hann er
næstumþví kona.“
Það hýrnaði næstumþví yfir Jó-
hönnu. „Þú segir nokkuð.“ Hugs-
aði sig um. „Já, og veistu hvað? Ef
Bragi fer í borgarstjórn og stendur
sig vel, einsog kona, þá getur bara
vel verið að hann geti farið í Össur
fyrir þingkosningarnar. Ef þú bara
vissir hvað hann Össur er að plotta,
Lára. Hann og Sighvatur. Eg veit
„Hvað með hann Braga? Hann hefur
staðið sig svo vel ífélagsmálunum að
hann er nœstumþví kona. “
— ég bara veit — að þeir ætía að
reyna að losna við mig á flokks-
þinginu í haust. Og Jón Baldvin
líka. Hugsaðu þér skepnurnar.
Veistu hvað ég heyrði um dag-
inn?...“
Ég er ekki viðkvæmur maður,
lesendur góðir, en ég er hættur að
geta hlustað á þetta Brútusartal yfir
kaffinu án þess að fá óþægindi í
magann. Ég flýtti mér svo á leiðinni
út að ég gleymdi að rétta stúlkun-
um matarmiðann minn.
„Hvert ert þú að fara?“ sagði
Jensína á bak við mig og sletti til
fagurrauðu hárinu.
„Geturðu ekki skrifað þetta hjá
mér núna?“ kveinaði ég. „Ég er á
hraðferð."
„Þú ert alveg einsog Jón Bald-
vin,“ sagði hún og hnussaði.
Ég greip um magann, kúgaðist
og greikkaði sporið enn meira.
Hvað fólk getur verið tillitslaust.
Það varð mér til bjargar að ég hljóp
í flasið á marxistanum. Ég segi það
satt, hún var að reyna að setja á sig
borgarstjóragreiðslu í speglinum.
Hlæjandi.
14 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994