Pressan - 20.01.1994, Side 20

Pressan - 20.01.1994, Side 20
 Það á ekki af flokksfor- manni Framsóknar- flokksins, Steingrími Hermannssyni, að ganga. Eins og flestir vita er hann mikill áhugamaður um smíðar og notar frítíma sinn gjarnan til að stunda þá iðju. Smíðaáhugi Stein- gríms komst heldur betur inn í vitund landsmanna fyrir tæpum áratug þegar hann varð fyrir því óláni að sneiða bút frarnan af fingri sér. Þá sat hann í for- sætisráðuneytinu og var því eðlilega nærri daglegur fféttamatur fjölmiðla. Allt frá því þessi slysalegi at- burður varð hefúr atviks- ins óspart verið minnst af húmoristum þjóðarinnar. Á gamlársdag fór svo ekki ffamhjá neinum þegar Steingrímur staulaðist á hækjum inn á Hótel Borg til að taka þátt í árlegum umræðuþætti Stöðvar 2. Það var þó ekki vegna smíðaslyss heldur skýrði hann svo ffá sjálfur að ástand hans væri svo vegna uppskurðar á fæti sem hann þurfti að gangast undir nokkrum dögum áður. f síðustu viku veittu menn því svo athygli að önnur hönd Steingríms var vafin inn í þéttar og miklar umbúðir. Glöggir fréttamenn vildu auðvitað fá að vita eitthvað um mál- ið en Steingrímur hörfaði undan og hefúr ekkert vilj- að urn málið segja, enda sjálfsagt ekki búinn að gleyma fárinu sem varð þegar hann missti framan af puttanum. En þannig liggur í þessu að aðeins nokkrum dögum eftir að- gerðina á fætinum varð Steingrímur fyrir öðru óhappi og það við smíðar. Slysið varð þegar hann var að gera upp forláta komm- óðu, sem ku vera ættar- gripur. í miðjum klíðum skar hann sig í vinstri lóf- ann með þeim afleiðingum að höndin varð ónothæf og það sem verra var; Steingrímur þurffi enn á hækjunum að halda þegar slysið varð. Því miður gat Steingrímur þó engan veg- inn notað hækjurnar með slasaða hönd. Því var að- eins einn vegur fær fyrir fyrrverandi forsætisráð- herrann; að fá sér hjólastól. Hjólastjólinn þurfti hann þó aðeins að nota í fáeina daga. Nú er hann laus við hækjurnar, en sárið í lóf- anum mun hins vegar ekki gróið enn... sP<3r. 0 ér ‘teíni v Vj*tna kjá seði 90. 10. 07 02. 02. 94 9S n:'ers lifpS s^ocjs Þab er alclrei of seint ab byrja Reglulegur sparnaöur með áskrift aö spariskírteinum ríkissjóös er oft þaö eina sem eftir er af mánaðarkaupinu. Fyrir um fimm árum tóku Þór og Björg þá ákvörðun að skynsamlegt væri aö leggja fyrir ákveðna upphæð í hverjum mánuði í sparnað. Þau hafa síban lagt fyrir um 5.000 krónur hvort mánabarlega í áskrift ab spariskírteinum ríkissjóbs og nú er þessi sparnabur orbinn 818.878 kr.* Þór og Björg hafa því ríka ástæðu til að gleðjast og vilja nota tækifærið og benda öðrum á hversu þægileg tilfinning það er að vera áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs. Komdu í hópinn meb Þór og Björgu og þúsundum annarra áskrifenda. HRINGDU NÚNA OG PANTAÐU ÁSKRIFT! Síininn er 62 60 40, grænt númer, 99 66 99. Ef þú gerist áskrifandi núna færðu senda áskriftarmöppu sem inniheldur m.a. eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald 1994. Mappan hjálpar þér að fylgjast með öllum útgjöldum og þér gengur betur að skipuleggja fjármálin. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 91-62 60 40 RIKISSJOÐUR ISIANDS •Hjónin Þór og Björg geröust áskrifendur ab spariskírteinum ríkissjóös áriö 1989 og hafa síöan keypt spariskírteini mánaöarlega fyrir um 5.000 kr. hvort. Þessi mánaöarlegi spamaöur, ásamt áföllnum vöxtum og veröbótum miöaö viö 1. janúar 1994, gerir 818.878 kr. PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994 GOTT FÓLK/SlA

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.