Pressan


Pressan - 20.01.1994, Qupperneq 40

Pressan - 20.01.1994, Qupperneq 40
Þó að allt virðist frekar dauft á yfirborðinu í hljómsveitabransan- um kraumar ýmislegt undir niðri. Todmobile er horfin en Stjómin ekki alveg, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýs- ingar þess efnis. PRESSAN hefur þó fengið stáðfestingu á því að hún ætli endanlega að segja af sér í Sjallanum á Akureyri um helgina. En Grétar Örvarsson er ekki af baki dottinn, því hann er búinn að mynda nýja stjórn með nýju föruneyti og þeg- ar er farið að æfa á fullu: Jó- hann Ásmundsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á gít- ar, Gunnar Þór, einnig á gítar. Líklegast verður þó kvenmaðurinn í hljóm- sveitinni skrautfjöður hans; engin önnur en barna- stjarnan Rut Reginalds, sem er alltaf að færast í auk- ana á söngsviðinu. Hljóm- sveitin kemur í fýrsta sinn ffam 11. febrúar. Ekki er enn búið að ákveða nafnið á sveitinni, en þó er ljóst að hún mun ekki bera nafhið Stjórnin, eins og sú » gamla... Leikrit Valgeirs Skag- fjörð, „Út úr myrkr- inu“, hefur verið á túr um landið og gert víðreist. Meðal annars hefur verið sýnt á Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri, Blönduósi, Hvanneyri, Hvammstanga og Reykholti, svo eitthvað sé nefnt. Leikritið fjallar um auglýsingafólk sem vinnur að auglýsingaherferð gegn eyðni. Leikarar em Ingrid Jónsdóttir, Ólafur Guð- mundsson, Steinn Ár- mann Magnússon og Ing- var Sigurðsson. Umgjörðin er lítil og hægt að panta sýningu hvert á land sem er. Það er Alþýðuleikhúsið sem gerir verkið út og nú fer hver að verða síðastur að sjá leikinn, því sýningum verð- ur hætt um mánaðamót janúar/febrúar... Nú er hafinn undir- búningur fyrir Mús- iktilraunir Tóna- bæjar. Þetta er í tólfta skipt- ið sem tilraunirnar em haldnar. Þær hafa verið nauðsynlegur stökkpallur fýrir óþekktar hljómsveitir og þar hafa m.a. Dúkkulís- urnar, Greifarnir, Sororici- de og Kolrassa krókríðandi stigið sín fýrstu spor. í fýrra sigruðu hinir bráðefhilegu Yukatanpiltar og notuðu sigurlaunin, hljóðverstíma í Sýrlandi, til að gera plötu sem kom út fyrir jólin. Ótrúleg ásókn var í keppn- ina í fýrra, um sjötíu sveitir sóttu um, en um fjörutíu sveitir komust að og reyndu með sér á fjórum kvöldum. í ár verður fýrsta Músíktil- raunakvöldið af þremur haldið 10. mars og er skrán- ing sveita hafin. Það borgar sig að sækja snemma um en símarnir hjá Tónabæ, þar sem skráning fer ffam, eru 35935 og 36717... Enn a ný brýtur Pizzakofinn verðmúrinn og býður nú lægra verð en áður hefur þekkst 16" pizza með fjórum áleggstegundum kostar nú aðeins -y.;/ .V ■'•V - ■í - ókeypis heimsending! Pizzakofinn leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt hagstæðasta pizzuverðið. Gæðunum gleymum við aldrei - sama hvað það kostar! Tllboö fyrir barnaafmæli Fimm 16" pizzur með tveimur áleggstegundum, frönskum kartöflum og kokkteilsósu á aðeins kr. 3.490,- Kornm Langholtsvegi 89 og Engihjalla 8 símar 68 77 77 & 44 0 88

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.