Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Page 6
EldfLaugo
tækni
fyrr
og
síðar
Á MYNDI'NNI sést, þegar þyrilvængja er að draga upp hylkið, sem hefur að
geyma Alan Shepard, fyrsta geimfara Bandaríkjamanna, Þegar hylkið féll I sjóinn,
leystist upp efni, sem litar sjóinn umhverfis það flrænan, og gerir það auðveld-
ara að finna hylkið.
Árið 1958 var hið alþjóðlega
jarðeðlisfræðiár. Það var þá
hugmynd margra manna, að vís-
indalegt framlag ýmissa landa á
því ári yki til mikilla muna þekk-
ingu vora á okkar eigin hnetti.
Sem tákn þessara væntanlegu
framfara, var valið hnattlíkan,
sem umleikið lvar gervihnatta-
braut, því að það var von manna,
þegar ákveðið var smíði þessarar
táknmyndar nokkru fyrir jarð-
eðlisfræðiárið, að innan þess
tíma hefði mönnum heppnazt að
skjóta á loft gervihnetti, sem
færi á braut umhverfis jörðu.
Það fór svo, að eldflaugatækninni
fleytti hraðar. fram en flesta hafði
grunað: Áður en jarðeðlisfræðiárið
var á enda, höfðu bæði Rússar og
Bandaríkjamenn skotið upp fjölda
gervihnatta, sem hringsóluðu um-
hverfis jörðu, og þar að auki höfðu
Rússar skotið á loft eldflaug, sem
komst út fyrir aðdráttarsvið jarðar
á braut umhverfis sólu. — Allir
muna, hve mikil áhrif það hafði, þeg
ar fregnin um þessi afrek barst, —
sérstaklega komu afrek Rússa mönn
um á óvart. Það voru þeir, sem skutu
á loft fyrsta gervihnettinum, þeir
hæfðu karlinn í tunglinu, þeir urðu
fyrstir til að taka mynd af bakhlið
tunglsins, og þeir sendu fyrsta mann-
aða geimfarið umhverfis jörðu. Þessi
afrek rugluðu menn mjög í ríminu
á Vesturlöndum, sérstaklega þá, sem
höfðu ekki haft sérlega háar hug-
myndir um tæknilega og vísindalega
þróun í Sovétríkjunum. Þeir urðu
nú að horfast j augu við það, að
þessi þjóð hafði unnið afrek, sem
hinar miklu iðnaðarþjóðir vesturs-
ins höfðu aðeins látið sig dreyma
um fram til þessa. Menn litu nú
Sovétríkin í talsvert öðru Ijósi; í
stað hins almenna vanmats á tækni
og vísindamenntun Sovétríkjanna,
varð nú greinilega vart við ofmat.
Hvað sem því líður, er augljóst, að
þessi afrek spruttu ekki upp af engu.
Þau eiga sér langa sögu, og sú saga
verður án vafa viðfangsefni margra
pennalipurra manna í framtíðinni.
Enn er ekki vitað mikið um söguleg-
an framgang þessara mála í Sovét-
ríkjunum, en nokkur atriði hennar
eru Ijós.
Hin fyrstu spor eldflaugagerðar
má rekja — eins og svo margar aðr-
ar uppfinningar — til hins. forna
Kínaveldis. Þar er að finna fyrstu
heimildir um, að eldflaugar hafi ver-
ið notaðar, þótt vitaskuld hafi þær
verið frábrugðnar hinum fullkomnu
eldflaugum nútímans, og væri ef til
vill sönnu nær að kalla þær flugelda.
Síðar meir voru þessar eldflaugar
eða flugeldar fortíðarinnar notaðar
bæði til skemmtunar fólki og í
stríði. „Hinn gríski eldur“, sem sagt
er, að hafi brotið á bak aftur árás
Araba á Konstantínopel árið 670,
hefur ef til vill verið frumstæðar
eldflaugar. Alkunnugt er um eld-
flaugaregnuið, sem dundi á Kaup-
mannahöfn, ' þegar Englendingar
héldu á þrott með dansk-norska flot-
ann. Þeir sikutu þá mörg þúsund
flugeldum yfir borgina.
Rússnesku verkfræðingarnir Tsas-
jadko (1779—1873) og Konstantinov
(1818—1871) gerðu flaugar, sem
knúðar voru með púðri, að stríðs-
vopnum. Eldflaugar Tsasjadko voru
notaðar þúsundum saman í rússnesk-
tyrkneska stríðinu 1828. í Sovétríkj-
unum er álitið, að Konstantinov hafi
lagt grundvöllinn að nútíma tækni-
tilraunum meg eldflaugar. Á síðari
árum hafa hópar manna í mörg-
um löndum haft mikinn áhuga á
eldflaugum, því að með þeim opn-
uðust möguleikar fyrir ferðum utan
andrúmsloftsins. Það voru sem sagt
hópar áhugamanna í Þýzkalandi,
Frakklandi, Bandaríkjunum og fleiri
löndum^ sem skrifuðu greinar um
þetta efni og héldu með sér fundi
til þess að ræða möguleika geim-
ferða í framtíðinni. Hugmyndir
þeirra voru oft og tíðum mjög langt
frá raunveruleikanum, en þeir höfðu
þó gert sér viss lögmál eldflauga-
tækninnar Ijós. Almenningur hefur
án vafa álitið hugmyndir þessara
manna fjarstæðu eina og haldið, að
þeir gengju með lausa skrúfu, eins
og það er kallað á alþýðumáli. En
svipuð viðhorf hafa áreiðanlega kom-
990
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ