Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Page 11
heim frá smalamennskunni, að hú< bóndinn spyrði, hvort hann hefr fundið allar kindurnar, og ef svo var ekki, þá var venja að láta hann fara tafarlaust að leita að því, sem vant- aði. Vilborg sagðist hafa fundið það fljótt. Það erfiðara var að vera í Nesjum, hvað vinnubrögð snerti, heldur en í Alviðru. En svo var ann að, sem bætti það upp og meira er það. Það var bókakosturinn. Ann? húsmóðir hennar, sá um það, að nóg vær; jafnan af bókum til þess a' lesa, og Þorvaldur, maður henna' hafði líka áhuga á bókum og yfirleitt öllum nýmælum. Lestrarefni þrau’ aldrei f Nesjum. Flestar bækur og rit, sem þá komu út á prenti, voru keypt í Nesjum, allt frá sögum oa rímum til Alþingistíðinda. Mest gam an sagði hún, að sér^hefði þótt ? lesa ræður séra Eiriks Kúlds í A' þingistíðindum. Alþingistíðindin voru helzt lesin á útmánuðunum. Þá var búið að lesa allar sögubækur og flest annað. En húsmóðirin vildi iáta lesa eitthvað á hverju kvöldi fólkinu til skemmtunar, frá vetur nóttum til páska, og jafnvel lengur. allt fram undir lok. Anna í Nesjum var myndarkona og vildi láta hjúum sínum líða vel. Hún missti báða menn sína úr hoidsveiki, Síðustu ár ævi sinnar dvaldis* hún hjá Magnúsi bróður sínum, á Villingavatni. Hún andaðist 1870, 63 ára að aldri. 1860 fór Vilborg frá Nesjum og gerðist vinnukona að Litla-Hálsi i sömu sveit. Það ár byrjuðu þar bú- skap Guðmundur Jónsson og Val- gerður Guðmundsdóttir. Guðmundur var ættaður úr Ölfusi. Var vinnumað- ur á Villingavatni í átta ár, áður en hann byrjaði búskap. Valgerður kona hans var Guðmundsdóttir, Eysteins sonar, bónda í Hlíð. Vistaskipti hafði Vilborg ekki oft ar. Hún fluttist að Hlíð með hús- bóndanum sínum eftir fimm ára dv< á Litla-Hálsi og dvaldist svo þar til æviloka — 1902. Vilborg sagðist hafa farið frá Nei um vegna þess, að hún var orðin þreytt á smalamennskunni þar. Hún var þá farin að bila á heilsu, og lækn ar þeir, sem hún leitaði tíl, kenndu það of miklu erfiði og vosbúð. Þá var lítið um vatnsheld hlífðarföt, svo að þeir, sem úti þurftu að vera dag- langt, í hvaða veðri sem var, voru oft gegndrepa mikinn hluta dagsins Vilborg undi sér vel í Hlíð. Þar hafði hún lifað sín bernskuár og kannaðist við margt frá þeim tíma. Margt var þar betur að hennar skapi heldur en í Nesjum, heyskapur hæg- ari og sömuleiðis smalamennska. enda losnaði hún þar við þann starfa að mestu leyti, nema að líta eftir án- um á vorin fram að fráfærum. Lítið ferðaðist hún um dagana, nema hið allra nauðsynlegasta. Ekki kom hún í kaupstað tuttugu síðustu ár ævi sinnar. En í orlof fór hún á hverju hausti að hitta kunningjafólk sit og frændfólk. Þótti hún þar js góður gestur, ekki sízt hjá börnun um. Hún vék þeim jafnan einhverj' sem gladdi þau, og svo sagði hú þeim sögur. Hún hafði sérstakt lag á að segja ■börnum sögur og vekja eftirtekt þeirra á efninu; hvað væri eftirbreytn isvert og hvað bæri að varast; hvern ig færi fyrir þeim persónum í sög- unum, er höguðu sér illa og hvernig þeim vegnaði, sem höguðu sér vel og reyndust dugleg og áreiðanleg. Flestar sögur hennar voru ævintýri og nokkuð útilegumannasögur. Lítið af huldufólkssögum eða draugasög- um. Þær sögur sagði hún ekki nema að hún væri sérstaklega beðin um. Kvaðst lítið kunna af þeim, enda væri lítið í þær varið. Sjálfsagt væri fyrir alla að varast að styggja huldufólk að óþörfu, sagði hún, en draugasög- urnar myndu flestar vera hugarburð- 'ir eða misskilningur. Aldrei eignaðist Vilbor.g neina fjár- muni, enda voru fáar vinnukonur, sem áttu annað en fötin utan á sig. Flestar áttu þó rúmföt í rúmið sitt og tvær eða þrjár kindur, ef þær dvöldust lengi í sama stað. Árskaupið var þá sextán til tuttugu krónur og föt, og tvö til þrjú kindafóður, ef þær áttu kindur. Vilborg hafði þann hátt, að hún gaf allt, sem hún eignaðist, fram yfir brýnustu þarfir. Gjafir hennar lentu hjá fátæku fólki, sem hún hélt, að hefði mest þörf fyrir þær. Sjálf eyddi hún engu í óþarfa, nema hún tók í nefið, og voru það samningar að hún legði á borð með sér þrjá bita af rjóli á ári. Hún skar tóbakið aldrei sjálf, heldur lét einhvern á heimilinu, sem tók í nefið, skera það með sínu tóbaki. Svo var því skipt af tóbaks- fjölinni af handahófi, o.g varð þar aldrei ásreiningur. Að síðustu vil ég minnast þess með einu dæmi, hvað Vilborg var lagin að hafa góð og varanleg áhrif á börn og unglinga. Árið 1881 var tekinn ver- tíðarmaður að Hlíð til aðstoðar við hirðingu sauðfjár. Karlmennirnir fóru allir til sjóróðra. Hann hét Bjarni og var á sextánda ári, duglegur strák- ur, en þótti á ýmsan hátt baldinn og nokkuð pöróttur. Vilborg átti að sjá um fjárgeymsluna og hafa stjórnina. Þetta tók hún að sér, enda þótt hún væri búin að heyra ýmsar sögur af því, að Bjarni væri pörupiltur. Eink- um voru það vinnukonurnar á bæn- um, sem hann kom frá, og hafði alizt upp með, er báru honum ekki vel sög- una. Með vertíðarbyrjun kom Bjarni og tók við störfum. Tíð var heldur óhagstæð, frost mikið og byljir. Þetta var hinn alræmda frostavetur 1880 —1881. Bjarni reyndist ágætlega. Duglegur og prúður í umgengni. Bjarni var að upplagi gáfaður piltur, var bezt að sér í kristnum fræðum af fermingar systkinum sínum, enda var hann hrað læs og vel skrifandi, eftir því se. . þá tíðkaðist. Bókakostur var ekki mikill í Hlíð, nema venjulegar guðsorðabækur, hug vekjur og Vídalinspostilla. Sögubæk- ur, sem ég man eftir, voru Landnáma, Egilssaga og sitthvað fleira af íslend ingasögum, eitthvað af Þúsund og einni nótt og nokkrar rímur. Vilborg átti Amúratisarrímur, Hallgrimskver og sitthvað fleira. Þetta las Bjarni allt upphátt. Viiborg sagði honum, að sjálfsagt væri að lesa upphátt, því að þá hefðu fleiri gagn af iestrinum, og lesarinn hefði líka meiri ánægju af lestrinum, ef hann vissi, að ein- hverjir hlýddu á sig. Svo var það einn dag, að Bjarni stakk upp á því, að hvort hann mvndi ekki geta lesið hug vekju skammlaust. Hugvekjuna og alla húslestra var Vilborg vön að lesa. Þessu var vel tekið, það var al- menn trú. að enginn yrði vel lesandi, ef hann æfði sig ekki í að lesa guðs- orð. Nú er Bjarni látinn lesa í Vigfús arhugvekjum. Þetta var um föstu. Bjarni las hugvekjuna hratt í belg og biðu. Hraðara en hann var vanur að lesa sögurnar. Eftir lesturinn spyr hann. hvort hann teljist ekki bæna- bókarfær. Vilborg varð fyrir svörum og sagði eitthvað á þessa leið: — Þú ert vel lesandi, en þú þarft að vanda betur lesturinn, en það hefur þér ekki verið kennt. Lestrarmerkin og málshvíldir þarftu að þekkja. Ef ekki er lesið eftir þeim, þá verður lestur- inn óáheyrilegur og geta hlotizt af því ambögur, ef það er hent á lofti af gamansömu fólki, sem leggur það í vana sinn að gera sem flest hlægi- legt. Eg skal nú láta þig heyra. hvern ig þú átt að lesa hugvekju. Síðan las hún hálfa blaðsíðu af sömu hugvekju o.g hann las, og spurði ■ hann síðan, hvort hann heyrði eng- an mun á sínum lestri og hennar. og eí svo væri, hvor mundi vera áheyri- legri. Eg veit, að þú ert eins vel les- andi og ég, ef ekki betur, sagði hún. Hann hugsaði sig um stutta stund og sagði síðan: — Já, ég heyri mun, ég man nokkurn veginn orðrétt það, sem þú iast, en ekkert af því, sem ég las. Eftir þetta fór Bjarni að vanda bet- ur lestur. Um sumarmál gaf Vilborg honum þann vitnisburð, eftir að hann hafði lesið Jónsbókarlestur, að hann þyrfti ekki að bera kinnroða fyrir að lesa hvað sem væri, þótt meðalprest- ur hlustaði á. Bjarni reyndist góður vertiðarmað- ur, boðinn og búinn til allra verka, sem fyrir komu á heimilinu og hann var beðinn að gera, og leysti þau öll vel af hendi. Hann fluttist ungur úr Framlrald á 1008. síSu. T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 995

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.