Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Qupperneq 6
hver tók sér sæti eltir því, sem hann hafði mannvirðingu til. Sagan segir, ag hinn danski háseti hafi farið að dæmi annarra. Guðsþjónustur voru oft ærið lang- ar á þessum tímum, og þótti næsta snubbótt og viðhafnarlítið, ef stól- ræða prestsins var sparlega utilátin. Vafalaust hefur séra Árni haft til reiðu langa og hjartnæma skrifta- ræðu, kominn um langan veg í ókunn uga sókn. Margt fólk hafði ásett sér að ganga til altaris, presti sínum og fólki hans til samlætis. Séra Árni var kominn nokkuð fram í ræðuna, þegar hann heyrði, ð vindur var tekinn að vaxa svo, ð gnauðaði á þekjunni. Um svipað leyti kom í kirkjuna vinnukona frá Húnsstöðum, Margrét Illugadóttir að nafni, og mátti það nokkrum tíð- indum sæta, því að hún hafði ekki ætlað að vera við messuna á Hjalta- bakka þennan dag. En svo stóð á ferðurn hennar, að sá hásetinn^ sem gekk suður sandinn, hafði komizt heim að Húnstöðum, og var sýnt, að honum var brýnt erindi á höndum. Á hinn bóginn skildi fólk illa, hvað hann vildi, og tók því Margrét það til bragðs að fylgja honum að Hjalta- bakka. Varð nú hljóðskraf manna á milli, unz Erlendur hreppstjóri á Torfalæk gekk að predikunarstólnum og vildi hafa tal af séra Árna, svo að hann varð að gera hlé á máli sínu. Bað Erlendur prest orlofs, að hann mætti hverfa úr kirkjunni, þótt áður hefði hann gert ráð fyrir að þiggja ábergingu, því að hinir dönsku sjó- menn, sem lengi hefðu velkzt fyrir landi og ekki bragðað volgan bita né sopa í þrjár vikur, væru komnir þeirra erinda að biðja urn leiðsögu- mann á skip sitt út í Spákonufells- höfða. Sagðist hann vilja freista þess, ásamt Jóhannesi bónda i Holti, hvort þeir gætu liðsinnt þeim í þessu efni. Prestur svaraði því til, aðþeir„skyldu fyrir guðs skuld fara og hjálpa mönn- unum með ráðum og dáð“. Við þe9sar undirtektir séra Árna, gengu þeir Erlendur og Jóhannes út og skálmuðu til sjávar með hinum dönsku hásetum. En þrátt fyrir þessa truflun á guðsþjónustunni, hafði ekki verið nógu skjótt við brugðið. Veður hafði spillzt snögglega, og þegar þeir fjórmenningamir komu niður í fjöruna, þar sem skipsbátur- in lá, var orðið býsna hvasst og sjó tekið að stæra. Út til flóans var ískyggilegur mökkur og skýjafar mikið yfir fjöllum. Kom við þetta hik á þá Erlend og Jóhannes, og töl- uðu þeir um það sín á milli, að óráð myndi að ætla sér að brjótast út í dugguna. Er skemmst af því að segja, að innan litillar stundar var skollið á norðanveður meg hríðar- muggu, og sneru þeir allir fjórir við svo búið heima að Hjaltabakka. V. Það gerðist mjög í sama mund, að úti var messan og altarisgangan og þeir fjórmenningarnir komu aftur heim frá sjónum. Litlu síðar bar þá Schram kaupmann og Jóhannes á Breiðavaði að garði. Var kaupmaður leiddur í stofu, og þegar hann hafði fregnað, hversu komið var fyrir Há- karlinum, settist hann við bréfa- skriftir. Þegar hann hafði lokið bréf- um sínum, sendi hann Jóhannes á Breiðavaði um hæl með þau út í Höfðakaupstað. Þeir séra Árni og Schram sátu um kyrrt á Hjaltabakka það, sem eftir var dags, og gistu þar um nóttina, ásamt Dönunum. Var ekkert aðhafzt að sinni, og ekki var vakað á sandin- um um nóltina. Á mánudagsmorguninn var veður eyfið hægára, en sjór samur og áður eða jafnvel enn þyngri. Fór þá kaup- maðurinn á sandinn, ásamt hásetun- um og fleiri mönnum til þess að skyggnast um og huga að því, hversu jaktinni végnaði. Sáu þeir þá í reið- anum mann, er veifaði hatti sínum til lands, og kendu hásetarnir, að það var skipstjórinn. Matsveinninn sást hvergi. Stöldruðu þeir nokkuð við á sandinum, en treystust ekki til þess að koma skipsbátnum á flot. Sá Schram glöggt, að hér var voði á ferðum, því að skipið var farið að draga akkerin og mjakast nær landi. Hásetar töldu þó skipstjóranum ekki mikinn háska búinn, því að þeir kváðu hann flugsyndan og fyJginn sér í bezta lagi, en ekki hætta é meiðslum í landtöku á sandinum. 30 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.