Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 15
Arnarhreiður á láglendi ERNIR verpa sem kunnugt er í há- um hömrum. Þess vegna þykir ein- kennilegt, að fundizt hafa hreiður norskra hafarna á lágum skerjum eða hólmum síðustu ár. Sumarið 1960 urpu hafernir uppi á vörðu á lágu skeri við strönd Háloga lands, aðeins hálfan áttunda metra yf- ir hafflöt, en sjálft var skerið fjöru- tíu metrar á lengd og fimmtán metr ar á breidd. Varðan, sem þeir gerðu hreiður sitt á, var fjögurra metra há og flöt að ofan. Hreiðurstæðið var tveir metrar að þvermáli, og höfðu fuglarnir borið í það ýmiss konar sprek úr greni, furu, reyni, birki, aski og rauðaviði. Hreiðurskálin var fjörutíu sentimetrar að þvermáli, gerð úr sinu, mosa og sjávargróðri. Þetta sama sumar fannst annað haf- arnarhreiður á dálitlum kambi á lág- um hóhna, en ekki voru egg í því það árið. Enn er kunnugt um þriðja hreiðrið á siglingavörðu á hólma eða skeri á svipuðum slóðum, og hafa ern- ir hafzt þar við sumar eftir su.-r.ar. Loks var samsumars arnarhreiðu: í. tólf metra háum grashól á hókn». >zt í skerjagarðinum við Kvalen. Noröur í Lófót kvað ekki vera sérleg'a sjaid gæft, að hafernir geri sér hreiður á slíkum stöðvim. En þar er ekki mlk- ið um ógenga hamra á eyjum úii. en aftur á mótí gott til fanga. Fæða æíaríugla Sumarið 1960 rannsakaði Norðmað- urinn Hj. M.-K. Lund nokkuð lifnað arhætti æðarfugla. Fór rannsóknin fram við Hafnarey í Norðlandsfylki,, þar sem talsvert af æðarfugll verpir Athygli Lunds hafði verið vakir. i því, að með aðflæði héldi æðarfu^. sig iðulega við sandströnd okainnn frá varplandinu og rótaði þar upp sandi með fótunum á tíu til tuttugu sentimetra dypi. Sneri hann þá hð.fð inu að landi og rótaði látlaust í sanö inum, nema þegar hann stakk sér vlC og við til dæmis til að 1 eita ætis. að ArnarhreiSriS á siglingavörSunni. því er virtist. Þegar fjaraði út, komu í Ijós margar holur í sandinn, mest fjörutíu sentimetra að þvermáli1 og allt að fimmtán sentimetra djúpar. I tveimur af þessum holum fundust 'eifar af skeljum, sem brotnar höfðu verið nýlega. Það er skoðun margra varpeigenda, að æðarfuglinn nærist lítið sem ekk- ert um varptímann. Madsen dregur þetta í efa. Skíiskotar hann til þess að oft spýti æðarkollur grænleitu driti á eggin, ef þær verða fyrir styggð á hreiðri. Á Hafnarey sá hann líka æðarkollur kafa í litinn læk, þar sem mikill slýgróður var í botni. Eitt sinn sá hann niu æðarfugja, sjö kollur og tvo blika, synda upp í lækj- arósinn. Ráku æðarkollumar hausinn á kaf í leit að einhverju, en blikarn- ir ekki. En ekki gat hann gert sér grein fyrir því, hvort þær voru að sækjast eftir þörungum eða einhverj- um smádýrum, sem lifa á þeim eða í Gróp eftir æðarfugl. Gárarnir í sandinn hafa myndazt við útfallið. T í M I N N — SUNNUDAGSBLÁÐ 39

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.