Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Side 17
Annað var vatnsleiðsla: Með einu handtaki gátu verðirnir í lestinni hleypt vatni inn í búr, þar sem kom- ið hafði til handalögmála milli fanga. Til hinnar leiðslunnar var gripið, ef fangarnir gerðu uppreisn. Þá flýttu verðirnir sér upp og lokuðu lestar- hlerunum: — Eitt handtak í stjórn- pallinum og brennheit gufa myndi streyma niður í lestina og brénna til bana jafnt seka sem saklausa. — Fangi 44792 heyrði talað um hina mikiu fangauppreisn á fangaskipinu „La Loire" árið 1909. Þá voru 400 fangar brenndir til bana með þess um hætti. Meðal hinna 110 fanga, sem voru i sama búri og fangi nr. 44792, var að- eins einn Evrópubúi fyrir utan hann; altattóveraður ítali, meira að segja andlitið var tattóverað, og þar hafði hann látið greipa i húð sína: „Ni Dieu, ni maitre“ — Enginn guð, eng- inn herra —, og hversu margir, sem farið höfðu með þessu skipi yfir haf- ið, hlutu ekki að eiga sér svipað kjör orð greypt óafmáanlega í sál sín: En fangi nr. 44792 átti ekkert slíi' kjörorð, í hans huga rúmaðist aðeins eitt hugtak: Frelsi. — Skipstjórinn hafði beðið hann um að hjálpa véla- meistara skipsins við skipsvélina. Hann tók því fegins hendi: — Það var áliðið dags, kvöldið að setjast á sjóinn. Hann kom úr vélarrúminu upp á þilfar. Ljósin á syðsta odda Spánar, Gíbraltar, loguðu glatt. Þar átti frelsið heima. Hann stökk fyrir borð, synti í örvinglan, en árar skips- bátsins tóku betur í sjóen handlegg- ir hans, aðeins nokkur hundruð metr- ar til frelsisins, en ófrelsið var þó nær. Honum var dröslað um borð, settur í myrkrakompu og þannig hélt hann áleiðis til „fyrirheitna lands- ins“. Aðalfangabúðirnar í frönsku Guyana eru £ bæ, sem heitir St. Laurent. Hann stendur við fljótið Maroni, en and- spænis honum hinum megin fljótsins stendur bærinn Albina, sem tilheyrir hollenzku Guyana. Fljótið skilur á milli nýlendnanna. Fangabúðirnar eru umluktar háum múr, og ofan við hið volduga hlið múranna eru þessi orð höggvin í steininn: Frelsi — jafn rétti — bræðralag og báðum megin við skjaldarmerki frönsku Guyana. Þegar fangi nr. 44792 (þetta númer fékk hann elcki fyrr en í fangabúð unum) gekk inn um hliðið á þessu „sloti“, var þar margt manna saman komið: blökkumenn, múlattar, Arab- ar, Kínverjar, og nokkrar ljósklædd- ar konur með marglitar regnhlífar — konur fangavarðanna. En flestir áhorfendanna að því sjónarspili, þeg- ar nýju fangarnir gengu inn um híið- ið, voru hinir svokölluðu ,,leysingjar“. Þeir voru tötrum klæddir og ræfils- legir, bognir og beygóir al völdum hungurs og hitabeltissjúkdóma — augnaráðið dautt og sljótt. Þetta voru ræksnin, sem dauðinn hafði gleymt að sækja — eða ekki nennt að sækja — síðustu leifar hinna fordæmdu hópa, sem horfið höfðu iun um þetta hlið ár eftir ár með oröin frelsi jafnrétti — bræðraiag yfir höföum sér. í margar vikur hcföu fangarnir i fangabúðunum búið sig undir komu hinna nýju. Þeir höfðu keypt tóbak og „tafia“ (eins konar romm) af fangavörðunum til þess að selja hin- um nýkomnu, sem voru orðnir þurf- andi fyrir drykk og tóbak. Þeir, sem græddu mest á þessari verzlun, voru fangaverðirnir. Þeir létu svokallaða „Porte-clefser“ kaupa fyrir sig, e:i það voru umsjónarmenn, «em valdir voru úr meðal fanganna. — Þannig keyptu þeir skyrtur fyrir hálfan pakka af tóbaki og strigaskó fyrir tvo pakka. Seldu svo aftur fyrir drjúg an skilding. Fanga nr. 44792 varð ekki svefn- samt fyrstu nóttina í fangabúðunum. Sumir fanganna höfðu drukkið drjúgt af „1afia“ og slógust og rifust, og ólal hungraðar veggjalýs skriðu út úr sprungunum á fleti hans og réðust á líkama nans og maurar lögðu þeim lið. En um nóttina kynntist hann Hollendingi og Þjóðverja, Alex og Walther, og þeim kom saman u n að nota fyrsta tækifæri til þess að flýja. — Fljótið var ekki nema 800 metra breitt, og Alex hafði komizt á snoðir um, að Hollendingarnir í Albina af hentu ekki þýzka strokufanga, heldur gáfu þeim frelsi og veittu þeim vinnu. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 41

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.