Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 18
Þessi ilóttavon gerði þeim lifið ör litið bærilegra. Föngunum var skipað í vinnu- flokka, eftir því hvort þeir áttu að inna af höndum erfiðisvinnu, ]é vinnu eða_ handverk Létta vinnan v; eftirsóttust, en það voru ekki nerna peir veikbyggðu, sem fengu hana, ef ; peir, sem gátu mútað fangavörðun am með 20 franka seðli. Innan hinn ar svokölluðu erfiðisvinnu voru fleir flokkar. Meðal annars skógarhöggs flokkur. Skógarhöggið er stundað 12—25 kílómetra fjarlægð frá S Laurent. Þetta er í sjálfu sér erf vinna, og hver fangi varð að skila á- kveðnum afköstum yfir daginn, en flitasótt, sem orsakast af óhollu lofts- iagi og innyflasjúkdómar ásamt slæmu og Litlu fæði, bættist þar á ofan og gerði það að verkum, að marg ur fanginn varð dauðanum að bráð. Þeir, sem skiluðu ekki tilskildum af köstum. voru settir í svarthol. En þó voru margir fangar, sem álitu sig 'sæla, ef þeir komust í skógarhöggs- flokkinn: Klókur fangi gat mútað fangavörðunum með hinum fasta „prís“, 7 frönkum,. til þess að láta annan fanga vinna verkið fyrir sig meðan hann sjálfur fór á fiðrilda- veiðar. í skógum Guyana eru margar tegundir verðmætra fiðrilda, sem fangarnir fengu vel borgað fyrir í St Laurent. Ekkert óttuðust fangarnir eins mik ið og að vera skikkaðir til vegavinnu. Það var sama og dauðadómur. Og mikið var talað um „la route“ — veg- inn — en f frönsku Guyana þýddi það bara einn veg, veg, sem fang- elsisstjórnin hafði byrjað að láta leggja upp úr 1870 á milli Cayenne og St. Laurent — 250 kílómeíra í gegnum frumskóg hitabeltisins, stepp- ur og fen. í fimmtíu ár hafði verið unnið við þennan veg, en þegar hér var komið sögu, var ekki búinn nema 24 kílómetra kafli af honum, og á þeim tíma höfðu 24000 fangar dáið við vinnuna — eitt mannslíf fyrir hvern metra. Hver fangahópurinn eftir annan hafði þrælað við þennan veg og verið grafinn fáein skref frá honum inni í skóginum. Bænum hinna hungruðu um mat var ekki sinnt, hinir sjúku fengu ekki kínín, þvi að kinín og maíur voru dýrmæti, en mannslífið einskisvert: Það var alltaf hægt að fylla upp í skarðið með nýjum fórnarlömbum. Það var loks bundinn endi á þessi morð árið 1924 og vegalagningunni hætt, þegar franskur blaðamaður, Albert Londre, opinberaði mannúðarleysið með nokkrum vel skrifuðum greinum í blað sitt um ástandið í þessum „betr- unarhúsum“ franska ríkisins, — þar sem 1000 manns létust á hverju ári. Það er ekki svo að skilja, að yfir- völd fangabúðanna væru eingöngu fantar og illmenni og fangarnir sjálfir saklausir menn, sem orðið höfðu að þola óréltláta dóma. Spillingin meðal fanganna var gífurleg, enda voru meðal þeirra saman komnir forhertir afbrotamenn, sem ekkert skildu eða virtu annað en hnefaréttinn og vitund þeirra sumra var gersamlega lokuð fyrir öllu, sem telst til almenns sið- gæðis. Alls konar kynferðisleg spill- ing var mjög útbreidd meðal þeirra og leiddi oft og tíðum til limlestinga og drápa. — Flestir fangarnir í vinnu búðunum höfðu hnífa að vopni, sem þeir höfðu keypt af meðföngum sín- um, sem unnu í smiðjum vinnubúð- anna. Fangarnir,- sem unnu við ein- hvers konar handiðn, gátu allir stolið af efnum fangelsisins og búið til ýmsa hluti, sem þeir síðan seldu. En þetta gátu þeir aðeins vegna þess, að fanga- verðirnir voru í vitorðí með þeim og fengu sinn hluta af þýfinu. Sjálfir voru fangarnir rændir því, sem þeim bar, — fangaverðir, umsjónarmenn og yfirmenn stálu af vistum fang- anna, fötum þeirra, skóm, meðulum, öllu, sem þeir gátu komið í peninga. í rauninni var öll skipulagning yfirstjórn fangabúðanna og saka- mannanýlendunnar svo gegnsýrð af þjófnaði og spillingu, að fangi, sem ekki var þjófur fyrir, lærði það fljót- lega til þess eins að geta bjargað sér. Fangaverðirnir urðu stundum ofsa- reiðir, þeg^tr þeir komust að raun t’ að fangarnir höfðu stolið frá þeim hænum, en sjálfir höfðu þeir stolið 42 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.