Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 21
STRAND HÁKARLSINS - SÖNN ÁST Framhald af 35. siðu. vera mjög óþæg. Mér fannst þau vera ósvífin við hana, og þau létu það ber- sýnilega ekki skipta sig máli, þótt ég, bláókunnugur maður, stæði þarna í forstofunni. Það er sjálfsagt mjög erfitt að ala upp eins mörg börn og hún hefur átt. Ég vissi ekki — vissi ekki, hvað ég átti að segja. Og loks- ins, þegar hún áttaði sig, hver ég var, þá spurði hún að vísu ekki, hvað ég væri að flækjast, en mér skildist það fyllilega á henni. Ég stóð aðeins við í örfáar mínútur. Morguninn eftir fór ég suður. —Kannski hefur þér þá batnað, sagði ég — ég meina, að þú hafir getað hætt að elska hana. — Ég veit ekki, svaraði hann. Kann ski eins og hún er nú — ekki eins og hún var. En ég hef aldrei verið eins einmana og síðan. Skrýtinn náungi, hann Þórmundur, það er víst um það. Þegar við höfðum lokið viskíglas- inu, var hann orðinn svo drukkinn, að ég varð að ganga undir honum yfir í herbergið hans. Sjálfsagt verið skop leg sjón að sjá mig haltra yfir gang- inn með hann við aðra hliðina en hækjuna við hina. En þetta kvöld grét hann ekki neitt. Athugasemd BLAÐINU hefur verið tjáð, að í 42. tölublaði síðasta árgangs sé ranglega sagt, að Sigurður Jónsson frá Eiði hafi búið á Saurum. Hann bjó á Efri- Ilrísum, og á efrj árum sínum á Am- arstöffum. Fyndni og flónska Framhald af 38. síðu. þrjátíu ár, og var þó ófúinn á báða enda. ★ ÖÐRU SINNI kom Gísli til nágranna síns, var þá mikið í hug og sagði: — Það eru slæmar ástæður hjá mér núna, kýrin veik og konan liggur, svo að ég býst við, að ég verði að lóga henni. ★ Á STRÍÐSÁRUNUM bar svo við eitt sinn, ag tveir bílar mættust á þröng um vegi og stýrði Englendingur öðr- um, en Bandaríkjamaður hinum. Eng lendingurinn kallar þá: — Þú átt að bakka, því ég á réttinn. Þá svaraði Bandaríkjamaðurinn: — Já, það getur nú vel verið, en nú ert þú búinn ag vera á undanhaldi í hálft ár, svo þig munar ekki um að víkja einu sinni enn. Framhald af 31. síSu. bakka, þar sem föt voru dregin af því, og var orð haft á því, hve andlit- ið væri blátt. Engir áverkar sáust samt á því, og kann bláminn á and- litinu að liafa verið eftirstöðvar meiðsla frá því matsveinninn féll úr reiðanum. Skipskistunni var einnig bjargað á land um kvöldið, því að Sehram hafði hug á að ná úr henni skjölum þeim, sem í henni voru varðveitt, og var farið meg hana heim að Hjalta- bakka. En treglega gekk að opna hana, því að lykillinn að henni fannst ekki, og var um síðir dreginn undan henni botninn. Kom þá meðal annars í leitirnar sparifatnaður skipstjórans og duggarabandspeysurnar vopn- firzku. Peningar .fundust þar aftur á móti engir. Næsta dag lét Schram stefna sam an fjölda manna til uppskipunar, og var unnið af kappi að því að bjarga varningi þeim, sem í skipinu var, und an sjó. Var sumt flutt heim að Hjalta bakka, en öðru hlaðið saman ofan við flæðarmálið. Farmur allur var óhreyfður í skipinu, og vantaði ekk- ert, svo ag menn söknuðu þess, þegar farið var að kanna góssið, nema lítið eitt af járni og tóbaki, sem líklegt þótti, að einhverjir hefðu sætt færi ag hnupla, þegar það var borið upp. Aftur á móti kom sumt af fatnaði skipstjórans ekki fram, og einhver.- smávarnings, silkiklúta og þess kon- ar, söknuðu hásetarnir úr föggum sínum, sem og peninga, er þeir áttu í fórum skipstjórans. Skipshundurinn vék ekki af sand- inum. Lá hann oftast svo sem þrjátíu eða fjörutíu föðmum vestan við flak- ið og hreyfði sig ekki þaðan, nema þegar á hann var kallað til þess að gefa honum að éta. Þegar hann hafði nært sig, hljóp hann aftur á sama stað. Datt Sehram loks í hug, að skip stjórinn kynni að hafa borizt þar dauður á land og orpist sandi. Lét hann því menn fara til og grafa í sandinn. En ekkert fannst þar. þrátt fyrir nokkra leit. Annað var einkennilegt um hátt- erni hundsins. Meðal þeirra manna, sem til starfa höfðu verið kvaddir á strandfjörunni, var Þorvaldur Jóns son á Hjaltabakka. Þótt hundurinn léti aðra menn afskiptalausa, var sem hann mættj ekki vita af Þorvaldi of nálægt sér. Kvað svo rammt að þessu, að hann réðst á Þorvald og beit hann hvað eftir annað, og virtist sumum hann jafnvel sitja um færi til þess. Schram kaupmanni gramdist þessi á- sókn hundsins, og gerði hann sér far um að halda hlífisskildi yfir Þor- valdi, er þarna var við verk í hans þjónustu. Barði hann hundinn eitt sipn, er hann gerði Þorvaldj aðsúg, og í annað skipti urðu dönsku háset- MAGNÚS gerðist fyigdarjnaður út- lendra hjóna og ferðuðust þau meðai annars að Dettifossi. Talaði frúin þar mörg orð og hörg við mann sinn, en hann heyrði þau ekki fyrir niði fossins. Þegar þau riðu frá fossinum, sagði maðurinn við Magnús: — Þetta er sá fyrsti, sem hefur haft hærra en konan mín! T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 45

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.