Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 2
H / NÁHVEUÐ-FURÐU- D ÝRNORÐURHAFA FuIivaxiS náhveli séS framan frá. ÞÓTT margt sé hvala við Grænland, eru það aðeins tvaer tegundir, sem halda sig þar allt árið. Það eru ná- hvelið og hvíthvelið. Náhvelið er fegurst skepna af hvala kyni. Hann er mjólkurhvítur á lit með biásvörtum dröfnum, og verður um sex metra á lengd, þegar hann er fullvaxinn. Fram úr munni hans geng ur snúin tönn, um hálfur þriðji metri á lengd, og veldur þessi tönn því, að hann er sérkennilegri öllum dýrum í beimskautslöndum. Enginn veit, til hvers náhvelið notar þessa tönn en margs hefur verið getið til. Sumir hafa haldið, að hún sé ægi- legt vopn, sem hvahmnn reki óvini sína í gegn með, en aðrir, aff með henni styggi hann fiska og annað æti, sem hann girnist á hafsbotni, og gleypi síðan, er það er komið á kreik. Raunar eru tennur náhvala tvær, en það kemur aðeins örsjaldan fyrir, að þær nái báðar fullum vexti. Hægri tönnin er að jafnaffi vanþroska í kjálkanum. En sé sú tönnin, sem vexti nær, skoðuð, kemur í ljós, að hún er ævinlega hvít og fáguð í odd- inn, enda þótt hún sé að öðru leyti hrufótt og vaxin ýmsum gróðri. Mætti af því ætla, aff hvalirnir beittu henni til bess aff róta með á sjávarbotni. En þá kemur annað atriði til athugunar. Það kemur fyrir annað veifið, að Grænlendingar veiðj náhveli með brotna tönn, og er þá stundum brot úr annarri tönn fast í auga tannbrots ins. Slíkt er ekki einsdæmi, þótt sjald gæft sé. Verður þetta vart skýrt á annan hátt en þetta hafi gerzt, er tveir hvalir háffu bardaga sín á milli. Þessar miklu tennur náhvala eiga merkilegri sögu en tennur nokkurra annarra dýra. Fyrr á öldum héldu menn enn, að slíkar tennur væru horn einhymingsins, sem um getur í heil- agri ritningu. Fyrst eftir að Græn- land fannst, barst lítið eitt af þessum tönnum til Norffurálfu, og komust þær í geypiverð, svo að konungar ein ir og furstar gátu keypt þær. Þær voru fáséðir gripir, dg auk þess komst það á loft, að þeim fylgdi lækn ingamáttur mikill. í safni kjörfurst- ans í Dresden hékk tönn í gullinni keðju, virt á hundrað þúsund ríkis- dali. Áriff 1559 buðu Feneyjabúar þrjátíu þúsund sekkínur fyrir stóra tönn, sem til var í Plassenburg, en fengu þó ekki. Yrði einhver veikur af skylduliði fursta, sem átti tönn úr náhveli, var söguð af henni sneið til þess að nota við lækningatilraun- ir. En svo vandlega var þessa dýrmæt is gætt, að slíkt mátti ekki gera, nema tveir fulltrúar hirðarinnar væru við- staddir. Eftir að Grænland hafði fundizt á ný, tók svo mikiff að berast af þess- um tönnum, að þær féllu í verði. Loks gerðust menn tortryggnir. Fyr- irspurnir tóku að berast um það, af hvers konar skepnum þessi horn er menn kölluðu svo, væru eiginlega, og þá var þess skammt að bíða, að upp kæmist hið sanna. Einhyrning- ar bibliíunnar áttu sem sagt ekki heimaland sitt á ströndum Grænlands. En lengi síðan héldu þó lyfsalar á- fram aff svíða og mylja tennur má- hvala og selja sem læknislyf. Enn í dag veiffa Grænlendingar ná- hveli, einkum á Norður-Grænlandi við Thule og Úpernavík og Scoresbysund á Áustur-Grænlandi. Og enn er stofn inn svo stór, aff veiðarnar eru leyfð- ar allt árið. Venjulega eru tvö hundr- uð náhveli veidd á ári, og það er á- litið, að ekki gangj á stofninn meff þeirri veiði. Stundum koma náhvelin í torfum inn firðina grænlenzku og stinga sér þá annað veifið, en ösla þess á milli í vatnsskorpunni. Grænlendingar fara þá á móti þeim á húðkeipum, velja dýr úr flokknum og skutla það. — Fleygja þeir þá út belg, sem fest er við skutultaugina. Hvalurinn tekur viðbragð, þegar skutullinn hæfir hann, án þess þó aff hann virðist Náhveli, karldýr. Augun eru þar, sem maðurinn bendir til. £0 T f H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.