Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 4
★ Árni Tryggvason skoppar nið- ur tröppurnar bakdyramegin við Þjóðleikhúsið, nýbúinn að hafa hamskipti og hefur breytzt úr klifurmús — sem er eitt af Dýr- unum í Hálsaskógi — í mann. — Það er gott að leika fyrir börn, segir hann. — Þau láta óspart í ljós Ihvort þeim líkar vel eða illa. Þau geta ekki annað. Á einni sýningunni gerðu þau aðsúg að refnum, þegar Ihann ætlaði að stela sér reyktu svíns læri. — Það var nýbúið að setja lög, en auðvitað hafði rebbi séð gat á þeim: Það stóð nefnilega hvergi, að ekki mætti stela reyktu svínslæri frá mönnum. En þegar hann ætlaði að fara að stela lærinu, gullu við ótal raddir úti í salnum: Það er bannað! Það er bannað að stela! Kebbi ætlaði sér nú samt að krækja í lærið, en jþá gerðu börnin sig líkleg til þess að fara upp á sviðið, svo að hann varð að hrökklast út, og þóttist Vel hafa sloppið. — Þau lifa sig alveg inn í þetta og þó er ekkert í leik- ritinu, sem minnir á hasar nútím- ans nema eitt byssuskot, sem ekki beinist gegn neinum. — Þú ert ekki í pilsinu núna. — Nei, annars væri kannske viss- ara fyrir mig að vera í því, svo að ég i þekkist. Það er nefnilega alltaf verið að villast á mér og öðrum onanni hérna í bænum. Einu sinni vatt sér að mér kona í verzlun og sagði heldur en ekki óblíð: — Þú ert ekki að heilsa manni! Mér brá í brún, því að ég kom konunni ekki fyrir imig. En verzlunarmaðurinn, sem „Ég kann vel við mig í pilsi" þekkti bæði mig og hinn manninn, bjargaði mér og sagði: Þetta er hann Árni Tryggvason. — Nú, eiuð þér Ihann, sagði konan, — ég hefði þekkt yður, ef þér hefðuð verið I pilsi. — Þá var ég að ieika ,,Frænku Char- Ieys“. — Eg kann vel við mig í pilsi, og í fyrsta skipti, sem ég kom á leik- svið, var ég í pilsi. Það var heima í Hrísey í barnaskólaleikriti. Eg lék gamla keliingu, sem var að kenna börnum að þeklr.lrn á klukku, og auð- vitað hafði kellingin prjóna, og ég var svo taugaóstyrkur, að ég sneri þeim öfuigt. Taugaóstyrkurinn hefur aldrei skilið við mig; þegar ég byrj- aði að leika fyrir alvöru, kom fyrir að ég fékk uppköst fyrir sýningar, en nú kemur taugaóstyrkurinn öðru vísi fram. — Þetta hefur verið eins konar sjóveiki á þurru landi. — Ætli ég hefði ekki verið á sjón- um núna, ef allt hefði farið eins og ég ráðgerði. Þetta leikstand byrjaði í Borgarfirði eystra. Ég vann þar f kaupfélaginu í tvö og hálft ár. Svo sendi ég dótið mitt heim til Hríseyj- ar og ætlaði sjálfur á eftir því og stunda sjóinn. En þá kom upp úr kafinu, að kaupfélagsstjórinn hafði ráðið mig í kjötbúð í Reykjavík, án þess að ég hefði hugmynd um og sagðist ekki h'leypa mér heim, ég ætti að fara í leikskóda eða söng- skóla. Ég þorði ekki að mótmæla, því 52 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.