Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 7
varpað niður í hræðilegt helvíti, þar
sem þeir munu tærast upp, og eru
kvalir þær og hörmungar, sem þeir
munu þola þar, útmálaðar með á-
hrifaríkum hætti. Hinum frómu er
aftur á móti búin eilíf Paradís, þar
sem þeir fá ag dvelja í fögrum lysti-
görðum, sitja á gullbrydduðum hæg-
indum, og fagrar, svarteygðar ásta-
dísir munu skemmta þeim. Þeir
munu njóta þeirra ávaxta og kjöts,
sem þá helzt munar í, og ódauðlegir
unglingar skenkja þeim vín, sem
hvorki gerir þá ölvaða eða höfuð-
þunga.
Múhammeð þekkti bæði frásagnir
Gamla- og Nýja-testamentisins, þótt
hinar óljósu endursagnir hans virð-
ist sýna, að hann hafi ekki þekkt
þær vegna beinna kynna við þessi
rit, heldur fremur af munnlegum frá
sögnum. Hann kallar bæði Abraham,
Móses og Jesúm spámenn. Þegar
Múhammeð varð ekkert ágengt í trú-
boði sínu meðal Gyðinga og krist-
inna manna, sem hann af þeim á-
stæðum tók að ofsækja, varð honum
Ijós hin trúarlega sérstaða sín: Hann
útnefndi þá sjálfan sig hinn eina
sanna boðanda þeirrar trúar, sem
Abraham (Ibrahim á arabísku) hafði
komið fram með. Þar með hafði hann
skapað trú sinni sögulegan bakgrunn,
sem náði lengra aftur en Gyðingdóm-
ur og kiistindómur, og hann treysti
þannig stöðu sína sem endurvekj-
andi trúar, sem að öðrum kosti hefði
fallið í gleymsku.
Þar sem það voru orð sjálfs guðs,
sem Múhammeð hafði talað, hlutu
þau að eiga erindi til allra manna.
Það var því trúarleg skylda að berj-
ast gegn hinum vantrúuðu. — Eftir-
menn Múhammeðs voru duglegir trú
boðendur, og vegna harðfylgi þeirra
heppnaðist að útbreiða „íslam“ í Sýr
landi, Egyptalandi, Norður-Afríku,
Spáni, Mesapótamíu og Persíu á nokkr
um mannsöldrum. Þar með hafði Mú-
hameðstrúin tekið sess meðal heims-
trúarbragðanna. Arabíska varð heims
mál, sem breiddist út í flestum lönd-
um, þar sem Múhammeðstrúin hafði
náð undirtökunum. — Og smátt og
smátt varð Persía og höfuðborg
hennar, Bagdad, aðalmiðstöðin á yfir
ráðasvæði Múhammeð'strúarinnar.
Þróun arabískrar
menningar.
Svo sem verið hefur alla tíð, bæði
fyrr og síðar, tóku sigurvegararnir
— í þessu tilfelli hinir fmmstæðu
eyðimerkur-Arabar — upp menningar
háttu hinna sigruðu þjóða, jafnframt
því sem þeir urðu menningarlegir
frumkvöðlar á mörgum sviðum. Hin
öfluga stjórn kalífans í Bagdad
skapaði möguleika á frjósamri þróun
atvinnu- og verzlunarlífs. Arabísk
verzlunarskip sigldu til fjarlægra
landa, allt norður til Skandinavíu og
austur til Kína. Arabarnir settu á fót
verzlunarnýlendur á ströndum Kína,
Indlands og Austur-Afríku, og þar
lærðu þeir margt til nytja.
Hin andlega menning Múhammeðs-
trúarmanna þroskaðist jafnhliða
hinni efnislegu. í Sýrlandi rákust
þeir á mikið af hinum hellenska bók-
menntaauði, annaðhvort á frummál-
inu eða í þýðingum. Munkar þar
höfðu ekki aðeins látið við það sitja
að þýða trúarleg rit, heldur einnig
vísinda- og heimspekirit frá fornöld,
rit eftir Aristóteles, Ptolemeus,
Hippokrates og Galeson, svo að ein-
hverjir séu nefndir. Nú var svo séð
um, að þessi rit voru þýdd á arab-
ísku. í heimspekinni varð Aristóteles
sá, er mest áhrif hafði. Verk hans
voru þýdd, skýrð og endurskrifuð af
mörgum arabískum fræchmönnum.
Þekktastir þessara fræðimanna eru
Avicenna (98Ö—1037), sem lifði í
Persíu, og Averroes (1126—98), er
var dómari í Sevilla á Spáni, sem þá
laut stjórn Mára. Sá síðarnefndi
hafði mjög mikla þýðingu fyrir heim-
speki miðaldanna. — Meðan þessi
þróun fór fram, átti sér stað barátta
milli hina strangtrúuðu guðfræðinga
og frjálslyndari heimspekinga, svo
sem var á miðöldum Evrópu. Þessi
barátta endaði með sigri hinna
strangtrúuðu, en þó ekki fyrr en
hin frjálsa heimspekilega hugsun
hafði leitt af sér slík verðmæti, að
þau urðu líka þróun kristinnar menn-
ingar til góðs. Sama er að segja um
önur vísindi, svo sem stærðfræði,
stjörnufræði, efnafræði, læknis-
fræði og landafræði.
Hin arabíska algebra
og talnakerfið.
í stærðfræði var tillag Arabanna
fyrst og fremst á sviði algebrunnar.
Sjálft orðið „algebra" er uppruna-
lega titill á frægri kennslubók í
stærðfræði, sem s-tærðfræðingur einn
í Bagdad skrifaði um árið 800, og
þá kennslubók notuðu nemendur við
æðri skóla í Evrópu en á 16. öld.
Þríhyrningafræði hafði líka mikla
þýðingu fyrir síðari tíma vísindi í
Evrópu, og var hún lögð til grund-
vallar stjörnufræðimælingum og út-
reikningum.
En langþýðingarmesta tillag Arab-
anna til menningar okkar, daglegs
lífs og viðskipta, sem hefur haft áhrif
á allt hugsana- og hugmyndalíf okk-
ar, er hið indverska talnakerfi, sem
við fengum frá þeim og notum enn
í dag. Arabískir og persneskir kaup-
menn lærðu að nota indverskar töl-
ur á verzlunarferðum sínum ,og sú
þekking barst frá Alexandríu tll
vesturs.
Þetta talnakerfi og hin hagkvæmu
not þess eru okkur svo augljós, svo
samgróin venjum okkar og viðskipt-
um, að okkur virðist það og notkun
þess sjálfsögð og eðlileg, eitthvað,
sem ekki geti öðruvísi verið. Engu
að síður fór fram langvinn þróun,
áður en við tókum þetta talnakerfi í
notkun, og það' er í rauninni ekkert
sem mælir gegn því, að hægt sé að
finna upp önnur talnakerfi hagkvæm-
ari, — og það hefur þegar sannazt;
því að við notum önnur talnakerfi í
ýmsum tæknilegum útreikningum og
rafeindavélum.
Sjálft talnakerfið er óhlutstætt.
Reynslan hefur kennt okkur, að við
getum raðað hlutunum hlið við hlið,
reiknað þá saman og fundið summu
þeirra, sem við síðan getum táknað
með orði eða öðru tákni. Með þessum
hætti lærðum við að telja og reikna
sem börn: Við lærðum að telja með
kúlum, eldspýtum, fingrum o. s. frv.
— Smátt og smátt urðum við fær um
Veldi MúhammeSstrúarinnar, þegar mest kvað að því.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
55