Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 9
VIII.
Það strjffluðust ferðir manna á
Hjaltabakkasand, þegar uppboðin
voru um garð gengin og góss allt
hafði verið flutt brott. Enginn reki
var gerður að ’pví að leita líks skip-
stjórans, og höfðu menn fyrir satt,
að hann hefð'i farizt við ströndina
og sandornizt þar. Þótti sennilegt, að
hann hefði ætlað að hafa peninga-
kistilinn og lykilinn að skipskistunni
með sér á land og hvort tveggja
síðan týnzt með honum.
Hásetar hans. sem misst höfðu
skildinga sína, áttu bágt með að trúa
þessu. Þeir skírskotuðu lil sundkunn-
áttu skipstjórans og þóttust hafa rök
fyrir því, að hann hefði á land kom
izt, þar sem var tunnan. er stóð á
sandinum um morguninn með b'-pnni-
vínsfiösku á. Gátu heimamenn þess
þá til, að hann hefði villzt í nátt-
myrkrinu vestur í Húnaós og drukkn
að þar. örmagna af þreytu og vos-
búð. Kunnu menn frá mörgum slík
urn atvikum að segja. er hraktir menn
komust á land af skipreika.
En hinn illi grunur sat í hásetun-
um. Þeim hafði verið komið að Þing
eyrum til veturvistar, og kynntust
þeir þar fljótt vinnumanni þeim,
er áður var nefndur. .Tóni Illufasyni.
Er jafnvel svo að sjá. að kunnings-
skapur hafi tekizt með þeim þegar i
upphafi, enda mun Jón hafa verið
fenginn til þess að vaka á sandinum.
þegar unnið var við björgun strand-
góssins. jafnvel með Dönunum. Sagði
Jó'n svo frá síðar. að þeir hefðu
þann dag. er stranduppboðið var,
látið þau orð falla. að Þorvaldi á
Hialtabakka myndi kunnugast um
það, með hvaða hætti Petersen skip-
stjóri kvaddi þennan heim. Annar
þeirra sagði honum einnig. að á fiórða
hundrað dala í bankaseðlum hefði
verið í vörzlu skipstiórans. auk mót-
aðra peninga. og siálfur taldi hann
sip bafa misst fimm'án dali.
Vart er að efa. að þeir hásetarnir
hafa haft uppi svipaðar dylgjur við
fleiri en Jón Illugason. enda flaug
það fvrir. að annar þeirra þættist
hafa þekkt klút. sem lcona ein bar
við messu í Hialtabakkakirkju. og
hefð'i sá klútur verið á hálsi skip-
stjðrans. þegar þeir fóru á land úr
jafctinni. Það var hermt, að sú, sem
Mútinn bar, hefði veríð Guðrún,
kona Þorvalds á Hjaltabakka.
En ekki fór nein rannsðkn fram,
þrátt fyrir þvílikar getsakir, hvað
sem valdið hefur. Annaðhvort hefur
þetta því verið álitið þvættingur einn
eða þeir, sem forræði höfðu um þess-
ar slóðir, ekki viljað hreyfa við mál-
inu af einhverjum orsökum. Séu get-
gátur leyfilegar, mætti ef til vill
gruna séra Rafn um það að hafa haft
þar hönd í bagga.
En alþýða manna var ekki jafn-
tómlát og yfirvöldin. Það var stung-
ið saman nefjum í hverju skoti, og
margt var það, sem bar á góma, þegar
menn fóru að kaupslaga sín á milli
um það. sem þeir höfðu keypt á
stranduppboðinu eða komizt yfir á
annan hátt. Þremur dögum eftir upp-
boðið hitti ferðamaður einn af Snæ-
fellsnesi, Hákon Jónsson að nafr.i.
Erlend hreppstjóra á Torfalæk. Ef
til vill hefur hann gist hjá honum.
Vildi þá Erlendur selja honum bláa
tre.vju. sem hann kvað vera af skip-
stjóranum, og spannst af því samtal
þeirra á milli um afdrif hans. Skild-
ist Hákoni, að kurj- væri í Torfalækj-
arhreppstjóranum, og byggist hann
jafnvel við, að sér yrði eignuð „óreglu
'eg meðhöndlan á þeim horfna skip-
herra“, ef honum gæfist ekki kostur
á að vinna eið að sakleysi sínu. Mátti
þetta þó undarlegt heita, þar sem
Erlendur gisti sannanlega á Geira-
stöðum strandnóttina. En annars sýn-
ir þetta, að Erlendi hefur eklci þótt
loku fyrir það skotið, að trúað yrði
á sig hinum mestu illvirkjum.
Og ekki var langt um liðið, er
orðrómurinn um endalok skipstjór-
ans fékk byr undir vængi úr nýrri
átt. Maður hét Haraldur Ólafssiíh og
bjó að Bjarnastöðum í Vatnsdal. Hann
hitti Guðmund á Akri að máli litlu
eftir strandið og hafði þá heyrt grun-
semdirnar um afcírif skipstjórans.
Vildi hann hnýsast eftir því, hvað
Guðmundur kynni um þetta að segja
og spurði því:
„Hverjar getur falla um hvarf skip-
herrans?"
„Eg veit ekki“, svaraði Guðmund-
ur dræmt, minnugur þess, að fæst
orð hafa minnsta ábyrgð.
„Ekki er til getandi, að sé af
manna völdum“, sagði Haraldur.
„Eg veit ekki“, endurtók Guðmund-
ur.
„. . . Var í vatn og freðið lín, sem skipshundurinn útlendi var að streitast
viS að draga upp úr með aumkunarverðum tilburðum".
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
57