Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 22
þetta lá leiðin til frelsisins opin og „22. júlí sá ég strönd Guyana síga í sæ. í tæp 'sjö ár hafði ég lifað í þessu víti. Sjö óralöng ár voru líðin, síðan ég hafði verið fluttur til þrælabúð- anna, lokaður inni eins og dýr í járn- búri1', — segir fangi 44792. Á hljóðum desembermorgni, þegar sólin skaut rauðum geislum sínum gegnum hrímþokuna, skreið S/S „Osear“ inn í Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta jólaskip ársins, litlar greni- greinar skreyttu masturstoppana. „Hve fátæk var ekki þessi stund i rauninni, en þó hafði hún staðið fyr- ir hv.gskotssjónum mínum í öll þessi ár sem fjarlæg óhöndlanleg ham ingja . . . Ég rétti úr mér, fylgdi straum farþeganna niður landgöngu brúna og gekk með posann minn i hendinni móti borg æsku minnar“. Hér lýkur sögu fanga 44792. Það, sem hér hefur verið skrifað, er út- dráttur úr bókinni „Helvidet hine- sides Havet“, en hana skrifaði Aage Krarup Nielsen eftir handriti hins ónafngreinda fanga — 44792. Arabisk menning Framhald af 56. síðu. Verkið, sem inniheldur landakort, er auðvitað ekki án margs konar galla og misskilíiings, en það leiðir samt fram mikla þekkingu jniðað við þá tíma, sem höfundurinn lifði. Á meðan þessi öra og vaxtamikla þróun átti sér stað í andlegu lífi Ar- aba, einkenndist hin vestur-evrópska menning af stöðnun, og nánast sagt afturför. Arabarnir báru af öðrum þjóðum um þessar mundir í menn- ingarlegu tilliti, og aðrar þjóðir áttu eftir að sækja mikið til þeirra. (Heimild: Svend Erik Stybe: Idéhistorie.) Beinamálið húnvetnska Framhald af 59. sí8u. um væri undan farið í flæmingi og dylgjur látnar nægja. Á síðustu ár- um séra Rafns á Hjaltabakka, eitt- hvað tveimur árum eftir strandið, bar það til dæmis til, að unglingur spurði konu eina, sem þar var og Halldóra hét, hvað hún vissi um strand Há- karlsins og afdrif skipstjórans. Hún svaraði: „Það er bezt að tala sem minnst um það hérna inni í bænum". En einnig var til fólk, sem alls ekki vildi heyra neitt um þessa hluti talað. Svo var að minnsta kosti um Stein unni Jónsdóttur. ekkju Guðmundar á Akri. Hún bannaði börnum sínum allt gaspur um fylgju Þorvalds, þótt aðrir fleygðu mörgu á milli sín. En enginn veit, hvort þar hefur Iramið til umhyggja móður, sem ekki viidi láta börnin temja sér gálaust tal, eða fylgja Þorvalds hefur vakið hjá henni óþægilegar endurminningar. XII. Þorvaldi var vel kunnugt um þess- ar sögur, og var honum málið býsna viðkvæmt. Bersýnilega hefur hann trúað þvi, að sér fylgdi óþekkt nokk-' ur, enda svo að sjá, að ekki hafi verið örgrannt um, að stundum sækti að honum. En engin ráð kunni hann til þess að losna við þann svein. Kom þar, að hann stóðst ekki mátið. í Vesturhópshólum var um skeið prestur séra Jóhanrres Ólafsson, og átti hann að konu Ólöfu Eiríksdótt- ur frá írafelti í Skagafirði. Það var kvöld eitt, að guðað var á glugga í Vesturhópshólum, og var þar Þorvald ur kominn. Hefur þetta gerzt ekki siðar en í ársbyrjun 1805, því að um það leyti andaðist séra Jóhannes úr brjóstveiki. Virtist prestshjónunum hann koma torkennilega fyrir sjónir venju framar, og var þó ávallt orð á því gert, hve framganga hans væri •mdarleg. Ekki er þess getið, hvort Þorvald- r hafði að því langan eða skamm- an formála. en tali sínu vék hann að draugum og afturgöngum. Loks spurði hann prestshjónin, hvort þau vissu ekki ráð gegn reimleikum og aðsókn, þegar við þyrfti í svefni og kannski einnig í vöku. ISvöruðu þau • fáu til fyrst í stað og vildu eyða þessu tali, en Þorvaldur þrástagaðist á hinu sama. Fór þá maddaman að ókvrrast. og virðist henni hafa staðið stuggur af því, sem Þorvaldur var að tæpa á, hvort sem hún hefur getið rétt í huga hans eða ekki. Tók hún að síðustu af skarift og sagði með nokkr- um gusti: „Það er bezt að tala ekki fleira en tala má.“ Fékk Þorvaldur ekki neina úrlausn sinna mála og fór brott frá Vestur hópshólum við svo búið. En prests- maddaman gal ekki gleymt þessari kvöldheimsókn og þeim andblæ, sem um gestinn lék. Árni Tryggvason — Framhald af 53, sí8u. — Það er alveg leyndarmál, en það var einn krakki, sem spurði mig: Er það satt, að það sé gormur í rass- Lausra 44. krossgátu inum á þér? En leyndarmálið Iigg- ur sennilega í því, að ég var særni- legur leikfimismaður, þegar ég var upp á mitt bezta og var í leikfimi- skóla Jóns Þorsteinssonar. Hann bauð mér að vera í sýningarflokki til Finnlands, en þá var ég í leikskól anum líka, svo að það var úr vöndu að ráða. Hann gaf mér umhugisunar- frest í viku, og þá valdi ég leikskól- ann, en bað um að fá að æfa samt með flokknum. Það vildi hann ekki, og þar skildi með okkur Jóni. .—• Seinna hitti hann mig eftir leiksýn- ingu, og sagðist halda, að ég hefði valið rétt. — Hefurðu nokkurn tíma orðið fyrir slysi? — Ég kalla það ekki. Ég gleymdi einu sinni því, sem ég áfcti að segja á 40. sýningu á Ævintýri á gönguför. Það klipptist alveg á þráðinn og ég stóð eins og glópur og heyrði ekk- ert í hvíslaranum. Þetta var i enda senu og ég bunaði einhverri vit- leysu út úr mér. Þessi vitleysa hefur sennilega kitlað fólkið eitthvað, því að það var í eina skiptið, sem hleg- ið var að því, sem ég sagði. — Þú beiðst ekki lengi eftir Godot á sínum tíma? — Nei, en manni þykir vænst um olnbogabörnin. Við vorum búnir að æfa leikritið meira og minna í fjóra mánuði. en það gekk ekkí nem^ sjö sýningar. Via urðum meira að segja að gefa miða til að fylla húsið. Okk- ur langaði til að koma þessu á fratn færi. en það féll ekki í kramið — Eru gamanleikarar ekkí mestu leiðindaskjóður heima fyrir? — Spurðu konuna mina, lagsi. En hvar á maður að slappa af nema heima hjá sér? Það er kannske eini sfcaðurinn, sem maður getur látið óánægju sína í ljós óhultur. — Ekki slappar maður af, þegar maður er að reyna að halda í skottið á fólki. Birglr. 70 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.