Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Síða 8
•«tð icikiia og teija án þess a<5 hafa hlutina i'yrir auguni ok'kar, og þannig getum við hugsað og unnið með frumtölunum, það er að segja tákn um, sem merkja fjölda, Vandamálið var fyrst og fremst að finna hagkværn tákn þessara frum talna. Það hefði veiið mjög erfitt, eí ekki ómögulegt með öllu, að gefa hverri nýrri tölu nýtt tákn, þá hefðu menn orðið að geýrna i minnj sér ó •skaplegan fjölda tákna; því var grip ið til þess ráðs, að búa til talnakerfi, þar sem aðeins voru til tákn fyrir hckkrar töiur, en síðan var hægt að íákna allar hinar tölurnar með þvi að setja saman þessi fáu grunntákn eftir vissum reglum. Þetta hafa hin ar ýmsu menningarþjóðir ieyst með ólíkum hætti. Tíutalnakerfiö, sem er undirstaða hinna grísku, rómversku, kínversku- og indversku talnakerfa, á vafalaust tilkomu sína að rekja til þess, að við höfum tíu fingur. En sums stað- ar hafa menn notað tveggjatuga kerfj — tíu fingur og tíu tær — til dæmis í hinu forna Mexíkó. Hið snjallasta við indversk-ara- biska talnakerfið, sem við notum nú á tímum, er núllið. Með því að bæta þessu nýja tákni, sem þýðir ekki neilt, iuD í talnakerfið, varð mögu legt að nota sætakerfið, sem hefur gert bæði reikning og talnaskrift auðveldari en áður þekktist. Þetta hagræði sjáum við um leið og við athugum rómversku tölurnar, þar sem sérstök tákn eru fyrir 1, 5, 10, 50, 100, 500, 1000, — en táknin eru þessi: I, V, X, L, C, D, M. — Með þvi að setja þessi tákn saman, fáum við út aðrar tölur. Aðalókostur þessa talnakerfis er sá, að það þarf mikið rúm: Til þess að tákna töluna 3888 þarf til dæmis hvorki meira né minna en íimmtán tölustafi, sem sagt MMMDCCCLXXXVIII, en í indversk arabíska talnakerfinu eru fjórir tölu- stafir nægilegir til að tákna sama gildi. En það er annað verra; - mjög erfitt er að reikna með þessu talnakerfi. Til þess að leysa venjulegt reiknisdæmi í gagnfræðaskóla með rómverska talnakerfinu, þyrfti flókna útreikninga, sem sérfræðingar einjr væru færir um að ráða fram úr. Það er einföld og snjöll hugmynd, að láta sæti tölunnar í talnaröðinni ákveða, hvort hún táknar einingu, tug, hundruð, þúsundir, o.s.frv. og að setja núll inn, þar sem ekki er um að ræða fjölda eininga, tuga o.s.frv. — þannig færast hinar töl- urnar til í röðinni svo að þær lenda í réttum sætum. Sætakerfið olli á sínum tíma bylt- higu, og það verður seint fullmetið, þegar tekið er tillit til hinnar miklu þýðingar, sem reikningur hefur haf't 56 i'yrir aliar fraimkvæindir á -síðari tímum. Ara-barnir breyttu útliti talnanna, eftir því sem árin liðu fram, en töl- Lirnar fengu ekki fastmótað útlit. í'yrr en menn lærðu að prenta bækur — Það var Leonardo frá Písa, sem 'setti sætakerfið fram fyrstur manna í Evrópu í ritinu „Liber abaci“ („bók in um reiknispjaldið" — kom út 1202). En langur tími leið, áður en farið var að nota almennt arabískar tölur í hinum kristnu löndum Evr ópu. Þetta nýja talnakerfi varð ekki verulega útbreitt í Evrópu fyrr en í lok 14. aldar og á 15. öld Það myndi lika taka okkur nútímamenn langan tíma að venjast nýju talna- kerfi, þótt það væri hagkvæmara en núverandi talnakerfi, svo fast er hið arabíska talnakerfi greypt í hugs analíf okkar. Þróun annarra vísinda á yfirráðasvæði Araba Arabarnir fleyttu stjörnufræðinni t'ram með því að byggja á rannsókn um og niðurstöðum indverskra-. babýlónískra og grískra stjörnufræð inga. — Sonur hins fræga kalífa Iíarún al Raschids, sem hét A1 Ma' mum, varð eftirmaður föður síns og ríkti á árunum 813—823. Hann stofn setti í Bagdad eins konar háskóla með tilheyrandi bókasafni og stjörnu- athugunarstöð. Og fyrir hans tilstilli voru hin vísindalegu heimspekirit Grikkja og Sýrlendinga þýdd. Það sést gjörla á því, hve mikla þýðingu arabísk stjörnufræði hefur haft fyrir síðari tíma rannsóknir á því sviði, að mörg almenn nöfn í stjörnufræði eru af arabískum toga spunnin (t.d.: Zenith, Nadir, Azimut o.fl.). Arab arnir fengust líka við stjörnuspá- dóma, svo sem fyrirrennarar þeirra, Babylóníumenn, höfðu gert. Ef tii vill hefur stjörnuspáfræðin verið hin eiginlega orsök til rannsókna þeirra i sijörnunum. — Með sama hætti og sljörnuspá i'ræðin varð visir að þýðingarmi.klum athugunum, sem síðar komu að not- um í allt öðru sambandi, þannig varð „gullgerðarlistin“ — sem fólgin var í því að „göfga“ litilsverða málma — þýðingarmikill vísir að tilraunum og rannsóknum, sem síðar urðu mik- ils virði fyrir efnafræðina. Gullgerð- arlist sína byggðu Arabar á fjölda handrita um gullgerðarlist, sem þeir fundu í Egyptalandi, og voru þau eignuð hinum hálfgoðsögulega Herm- es Trismegi-stos. Gullgerðarlist hefur verið nefnd eftir honum „hin herme- tí'ska list.“ Elztur arabískra gullgerðarmanna, svo að vitað sé, var Gebcr, sem uppi var á 8. öld. Kenningar hans urðu kunnar í Evrópu á miðöldum og or- sökuðu guilgerðarfarald, sem þjóð- höfðingjar studdu með ráðum og dáð, því að þeir ætluðu, að með gullgerðinni væri hægt að fylla ríkis kassana. — Aðalkenning Gebers var sú, að allir málmar væru aðeins blanda brennisteins og kvika-silfurs i ákveðnum hlutföllum Hinir „eðla“ málmar, gull og silfur, voru að áliti Gebers blanda hreins brennisteins og kvikasilfurs Það reið því aðeins á því að finna aðferðir lil að hreinsa hinn óhreina brennistein og kvika- silfur. Efnið, sem nota átti til þessa, var kallað „hinn vísi steinn“ Það var og álitið, að þetta efni hefði ýmsa aðra góða eiginleika; meðal annars átti það að geta gefið mönnum eilífa æsku. — En því miður fannst þetta :fni aldrei. Axabarnir efldu líka læknisfræði 'ornaldarinnar að miklum mun, og þeir urðu brautryðjendur í lyfja- fræði. Fyrsta opinbera lyfjabúðin var opnuð í Bagdad á 10. öld, og á næstu öldum settu Arabarnir á fót lyfja- og læknisfræðikennslustofn- anir alls staðar í ríkinu, og þaðan breiddist þekking þeirra til Evrópu, sérstaklega frá hinum fræga háskóla þeirra í Salernó á Suður-Ítalíu. Þekktastur arabiskra lækna var hinn áðurnefndi Avieenna, en bók han, ,Kanon“, var í aldaraðir biblía lækn- isfræðinnar. Það einkenndi hin arabísku vís- mdi, sem og hin hellensku, að hjá- trú, dulúð og galdrahyggja ýmiss konar voru samofnar athugnnum og kenningum, sem síðar — oft í ger- ólíku sambandi — reyndust frjósam- ar. Það verður þó að segjast, að Ar- abarnir komust talsvert lengra í at- hugunum sínum og tilraunum en fyr- irrennarar þeirra. Arabarnir bættu mjög landfræði- lega þekkingu, sem ekki er að undra, þegar þess er gætt, hve langt þeir sóltu í verzlunarferðum sínum. í frásögninni í „1001 nótt“ af Sindbað sæfara, eru dæmi um stórkostlegar lygasögur, sem sýna til fulls, hversu mjög hinar ævintýralegu og löngu ferð'ir hafa orkað á ímyndunaraflið. Samt sem áður eru einnig til ýkju- litlar frásagnir eftir landk'önnuði, sem lýsa ferðum til Skan-dinavíu, ltúslands, Kína og Afríku. Vel kunn er til dæmis frásögn Araba nokkurs, sem iýsir komu sinni til Heiðabæj- ar um árið 800, og segir hann, að söngur hinna frumstæðu ibúa bæj- arins hafi látið í eyrum sínum sem spangól hunda. — Kunnastur arab- ískra landfræðinga er Edrisi (dáinn um 1164), sem ferðaðist fyrir áeggj- an Rogers konungs II. til Sikileyjar og skrifaði „landafræði heimsins“, sem að nokkru leyti var byggð á hans eigin reynslu, en einnig á annarra. Framhald á 70. siðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.