Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 17
SÍÐARI HLUTI FRÁSAGNAR ÚR FANGANÝLENDUM FRAKKA: Þann tíma, sem tangi 44792 dvaldi r fangabúðum í'rönsku-Guyana, knúði örvæntingin hann til þess að gera margar flóttatilraunir. Það voru ekki liðnar nema nokkrar vikur af refsi- vfst hans, þegar hann og félagar hans tveir, Alex og Walther, eygðu undankomuleið. Fangarnir höfðu verið reknir i bað í fljótinu, sem skilur franska og hollenzka hluta Guyana. Þar sem bæirnir St. Laurent og Albina standa, er fljótið um 800 metra breitt og straumhart. Þeir voru rétt byrjaðir að baða sig, þegar skilaboð komu um það, að „Dansk- urinn“ — þ. e. fangi 44792 mætti ekki baða sig. Forstjóri fangabúðanna var minnugur þess, að hann hafði reynt að synda í land í Gibraltar. — Þeir félagarnir biðu ekki boðanna, er þeir heyrðu þessi tíðindi og stungu •sér á kaf í fljótið. Og með miklum erfiðismunum tókst þeim að synda yfir fljótið til hollenzka bæjarins Albina. Fyrstu mennirnir, sem þeir sáu, voru indíánar, sem sýndu þeim vin- semd, þurrkuðu klæði þeirra og gáfu þeim skjaldbökukjöt. Fangarnir gátu ekki gefið sig fram við yfirvöldin í Albina, því að þá hefðu þeir um- svifalaust verið sendir sömu leið til baka. Eina ráðið var að komast í vinnu hjá einhverjum plantekrueig- anda, sem mat vinnuaflið meira en fangastimpilinn. Indíánarnir ’sögðust skyldu vera þeim hjálplegir við það og reru með þá margar dagleiðir upp fljótið í eintrjánung. Að lokum komu þeir að stóru húsi, þar sem Evrópumenn í hvítum hita beltisklæðum tóku á móti þeim Þetta var hollenzkur búgarður, og sá, sem átti hann, hét Wan. Foringi Indíánanna skýrði frá því, að menn- irnir, sem með honum voru, væru strokufangar. Hann krafðist 25 gyJI ina fyrir Alex og Walther, en 50 fyr- ir fanga 44792, af því að hann hafði lagfært riffil hans og slíkur maður hlyti að vera mikils virði. Hann hlaul þó ekki nema einnf rommflösku meira fyrir fanga 44792 en hina. — Vinátta Indíánanna hafði sem sagt verið blandin frá fyrstu stundu. Þeir litu á fangana eins og hvern annan varning og seldu þá hæstbjóðanda. — Föngunum var nauðugur einn kostur, þeir urðu að skrifa undir vinnusamning við Wan, en það var þó alltjent munur að vera laus úr þrælabúðunum. Wan var mjög ánægður yfir vélfræðikunnáttu fanga Skógar frönsku Guyana eru illir og erfiðir yfirferðar, fen og vafnssósa mýrar gera fiótta nær ómögulegan. 44792, enda voru slíki; menn “KK, á hverju strái um þessar slóð.ir. Iðn kunnátlan þessi átti líka eftir að koma honurn vel síðar, og hefur hún í raun og veru bjargað lífi hans. Fangabúðirnar máttu elcki vera ár, Vinnuafls slíks manns. Samningurinn hljóðaði upp a 2511 vinnudaga, og þeir fengu kaup og fæði. Þarna unnu urn 1200 hundruð manns, meðal þeirra 50 strokufang- ar af öllum þjóðernum. — Vist fang anna var hin prýðilegasta, en hún varð endaslepp. Meðal 50 stroku fanga er alltaf einhver forhertur glæpamaður. Franskur fangi réðst að Alex með hníf og særði hann lífs- hættulega, deyddi síðan kínverskan kaupmann, konu hans og barn o tlýði — Hann náðist, en hollenzka nýlendustjórnin sá sér ekki fært að eiga annað eins á hættu og skipaði að allir strokufangar skyldu umsvifa- laust afhentir frönsku fangelsisyfir- völdunum. — Þar með var loku fyrir það skotið, að nokkrir fangar gætu í framtíðinni öðlazt frelsi með því að flýja til Hollenzku-Guyana. Framtíðarhorfur fanganna þriggja voru ekki glæsilegar eftir þessa mis- heppnuðu flóttatilraun. Þeir áttu yfir höfði sér allt að tveggja ára svarí- holsvist á Royale. Fangi 44792 missti sjónar af félögum sínum. Hann hafði fengið góðan vitnisburð frá búgarðs- eigandanum, og nú vildi svo til, að allur vélakostur fangelsisins var i mesta ólestri Fangelsisstjórinn gerði T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 65

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.