Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 13
þorna vegna vandkvæða við að varð veita hann til langframa Þess vegna var byrjað á því að lækkka dálítið vatnsborðið í kvínni. og síðan var grjótið tínt af flökunum. eftir því sem til þess náðist. og þvi raðað út að þiljum kvíarinnar, svo að þær þyldu betur þunga sjávarins utan frá. Jafnóðum og grjótið var rifið upp og sjó dælt brott, var sand urinn þvegin-n af flökunum með slöngum, enda þurfti hvort eð var að halda þeim sívotum. Eitt flakið kom langfyrst úr sjó, enda lá það á harla grunnu vatni. Var það óskaddað borðstokka á milli að framan, Tók þá þegar að streyma að fjöldi fólks til þess að sjá þetta forna skip, er rak trjónuna upp úr sjón- um, enda hafði þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn gert samning við út gerðarfélag um skipulegan flutning íarþega út að kvínni. Þetta notaði fólk sér óspart. En miklu meiri var þó eftirvænting fornleifafræðinganna, sem þarna stóðu dag hvern í stígvél- um, olíubuxum og regnkápum og biðu þess. hvað næst kæmi upp úr a Hróarskeldufirði fæn fram i aug- sýn allrar dönsku þjóðarinnar En um svipað leyti var starfað í kyrrþey á Borgundarhólmi að rannsóknum, sem veita mikla vtlneskju um skipasmíðar við Eystrasalt endur íyrir löngu. — HróarskeJdufjörður er örskammt frá höfuðborg Danmerkur, og þar fóru rannsóknirnar fram með nýstárlegum hætti úti á miðjum firði Borgundar- hólmur er ekki í þjóðbraut, og þar var starfað á þurru landi með venju- legurn vinnubrögðum Það var haustið 1958, að hafinn var uppgröftur gamals graf- reits á Borgundarhólmi i þeirri trú, að hann væri frá bronsöld. Var hann á lágum sandorpn- um ási úti vig hafið. skammt frá mynni lítill- ar ár. Sandfok var nokk- uð til trafala, en forn- leifa-fræðingar höfðu fær anlegt skýli úr trefja- gleri, svo að þeir gátu unnið undir þaki í bezta gæti, hvernig sem og smátt sanníærðust þeir um, að þetta fólk hefði verið jarðað í bátum, sem höggnir hefðu verið i sundur. Horfðu fæturnir ævinlega að stefn- inu. Á einum stað hafði eikja, bátur i sjónum. Fyrir þá voru þetta dýrðleg- ar vikur, þrátt fyrir margvíslega vos- búð, þegar illa viðraði. Flest skipanna, sem fundust, virð- ast hafa verið kaupför. En þó er ó- tvírætt, að eitt þeirra hefur verið hraðskreitt róðrarskip víkinga. En vitanlega er eftir að leysa af hönd- um margþáttuð og flókin rannsókn- arstörf, sem taka munu mörg ár. Allt var ljósmyndað og mælt ti] bráðabirgða, um leið og það var tek- ið upp, en síðan var hvert sprek lát- ið í vatnsker í landi. Þaðan var svo allt flutt til Kaupmannahafnar, jafn- ótt og unnt var að veita því þar við- töku og umbúnað til varnar skemmd- um. III. Það mátti segja, að uppgröfturinn viðraði Þegai vetraði og kólnaði i veðri, gátu þ-eir jafnvel kynt þar ofna og haldið nægdegum hita Þarna var haldið áfram rannsókn- um og uppgreftri hin næstu misseri. Fleiri og fleiri, grafir fundust. Ýms- ir góðir gripir komu fram í dagsljós- ið og hér gafst gott tækifæri til þess að rannsaka greftrunarsiði íbúa Borg undarhólms í fornöld. Umbúnaður- inn var mjög margvíslegur. Sérstaka athygli vakti, að í fáeinum gröfum hvíldu bein í kistum með mjög und- arlegu lagi. í þeim var enginn höfða gafl, en í hinn endann drógust þær mjög saman og hófust þar upp, svo að greinilega minnti á bátstefni. — Fornleifafræðingarnir ræddu það mjög á milli sín, hvort fólkið hefði lagst til hinztu hvíldar í einhvers kon- ar sleðum eða gaflkænum. En smátt gerður úr heilum trjanoi, venö notað- i ur sem kista. Einn góðan veðurdag fundu þeir I veglega gröf. Þarna hafðl sýnilega ! mikill járnaldarhöfðingi verið að j heiman gerður í mjóum báti, nálega , fimm metra löngum. Raunar var tréð j fyrir löngu orðið að moid, en það hafði þó bersýnilega verið fúavarið | með einhverjum hætti og dokkar leif j ar þess í ljósum sandinum leyndu sér ekki. Báturinn hafði verið lát- ; inn standa á kili í gröfinni studdur ' stórum steinum, og hann hafði verið gerður úr nokkrum plönkum, því að trjákvoðan, sem notuð hafði verið ‘ til þess að gera samskeytin vatns- held, sást enn. Það hafði ekkert verið úl sparað við útför þessa manns. Hann hvíldi á skinnkoddum, sem fylltir höfðu verið Á LJÓSMYNDINNI sést þver- skurður af leifum Borgund- arhólmsbátsins í gröf járn- aldarhöfðingjans. — Dökka röndin, sem vottar fyrir, eru leifar súðarinnar. { hringnum er sýnt, hvern- ig báturinn var siginn niður í sandinn, og þar fyrir neðan er feikning, er sýnir, hvernig ætla má, að báturinn hafi litið út. I i T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 61

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.