Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 10
„Hverjar tilgátur falla þá um það?“ klifaði Haraldur. „Bf svo er, að tveir menn á Hjalta- bakka viti ei til þess“, svaraði Guð- mundur, „þá held ég enginn viti það“. Gleggri svör fékk hann ekki af Guðmundi, enda þóttist hann fullvel skilja, að hverjum var sveigt. Snemma þennan vetur hitti Jón lllugason Guðmund, og varð þeim einnig tilrætt um endalok Hákarls- ins, svo sem oftast varð, þegar tveir menn hittust á förnum vegi. Hermdi Jón Illugason það eftir Guðmundi, að Þorvaldur á Hjaltabakka hefði drep- ið skipstjórann í sinni augsýn, og gæti hann sagt frá ýmsu fleira, ef sér yrði stefnt. Margrét Illugadóttir á Húnsstöð- um heyrði einnig húsbónda sinn, Jón Gíslason, hafa uppi svigurmæli og dylgjur, sem bentu til þess, að hann vissi óboðna gesti hafa verið komna á undan sér á strandfjöruna á þriðju- dagsmorguninn — og „lukkumenn væru, ef ekkert hefðu illt af ‘, sagði hann. Þóttist Margrét skilja, að þessu væri stefnt að Þorvaldi eða Eggerti, öðrum hvorum eða báðum. En Guðmundi á Akri vannst ekki iangur tími til frásagna. Hann fannst dauður við vallargarð sinn einn dag seint á góu, og varð síðar kvis um bað, að lík hans hefði verið „blátt og bólgið, kreist og kramið“. í prests- þjónustubókinni segir þó, að hann hafi orðið úti í hríðarveðri, og má hugsa sér, að hann hafi hlotið ein- hverjar skrámur í veðrinu, áður en bann þraut með öllu, og hafi af þessu spunnizt ýkjusaga. Ekki var heldur langt um liðið frá strandinu, er kvis komst á um það, að Þorvaldur hefði í fórum sínum sitthvað það af skipinu, sem hann hefð'i ekki keypt. Það var sagt, að Þorvaldur hefði beðið prestsdæturn- ar að þurrka fyrir sig sjóvota silki- klúta og skyrtu, og útlend smíðatól hafði önnur dóttir séra Rafns, sem heima var, séð eitt sinn í tréskál á gólfinu í húsi þeirra Þorvalds og Guðrúnar, konu hans, en síðan aldrei meir. Jarþrúður Eiríksdóttir i Holti kom að Hjaltabakka um það leyti, sem góssinu var bjargað. Sá hún þá trog á palli hjá hjónarúminu og var í vatn og freðið lín, sem skipshundurinn út- lendi var að streitast við' að draga upp úr með aumkunarlegum tilburðum. Þegar Jarþriíður spurði, hvað £ trog- inu væri, var henni sagt, að það væri skyrta af skipherranum. Siðar um veturinn barst það milli bæja, að Guðrún, kona Þorvalds, heíði látið sér þau orð um munn fara um mann sinn, að hún „hefði ei séð hann hefffi viljað bjarga lífi sínu.“ Við þessar og þvílíkar sögur var skeytt atferli skipshundsins við Þor- vald, og þótti það ekki sízt styrkja grunsemdir þær, sem kviknaðar voru. Og nú rann það upp fyrir nálega hverjum manni, að Þorvaldur hefði verið undarlega flóttalegur á strand- fjörunni. Var hann og þann veg kynntur, að fáir báru til hans góðan þokka, en margir höfðu reynt hann að illu, svo að fólki var Ijúft að trúa honum til hins versta. Og í ofanálag á annað komst það á kreik, að stíg- vél það, sem fannst á sandinum, hefði verið blóðugt. Þó könnuðust ekki allir við það'. IX. Önnur dönsk jakt hafði borizt inn að söndunum haustið 1802. En hún komst inn í Sigríðarstaðaós, og þar fraus hún inni. Hafðist áhöfnin við á þessum slóðum, mest á Þingeyrum, og áttu skipverjar stundum í kaup- skap við menn þar í grennd. Þessi danska skipshöfn átti mikið saman að sælda við mennina, sem björguðust af Hákarlinum, og sann- færðist hún fljótt um, að Þorvaldur hefði drepið Petersen Skipstjóra Lagði hún því á hann lítinn þokka. Um nýársleytið komu Danirnir til kirkju á Hjaltabakka, og var þeirra á meðal beykir, sem hét Hans Han- sen. Þeim Þorvaldi sinnaðist, enda voru báðir ógáðir. Þess er ekki getið, hvað olli misklíð þeirra, en hugsan- legt er, að beykirinn hafi haft í frammi dylgjur eða áreitni.-sem Þor- valdur fékk ekki staðizt, enda þurfti ek'ki mikið út af bera, þegar hann var annars vegar. Tóku þeir saman, og urðu talsverðar sviptingar, unz beyk- irinn féll, og hafði Þorvaldur þá harð- hnjakað honum nokkuð og rifið skyrtu hans. Má nærri geta, að ekki hefur hlýnað hugur Dananna í garð Þorvalds viff þetta. Það' er og kunnugt, að skipstjórinn á jaktinni í Sigríðarstaðaósi fór ekki dult með grunsemdir sínar í garð Þorvalds. Það gekk staflaust manna á meðal og barst aff Hjaltabakka sem annað fleira, að hann hefði sagt: „Eg skal leggja höfuðið á mér í veð, að hann hefur drepið mann“. Það var því margt og ófaguit, sem Þorvaldur heyrði utan að' sér, og stundum kann að vera, að kirkjugest- um á Hjaltabakka hafi verið annað ofar í huga en guðsorðið þessi miss- eri, þegar þeir hjöluð'u saman í kirkju. garði og hlaðvarpa á messudögum. Og varla hefur flóttasvipurinn á Þor- valdi rénað, þegar leið fram á vet- urinn, svo lævi blandið sem and- rúmsloftið var kringum hann. X. Erlendur á Torfalæk varð sannspárri en sennilegt gat talizt að óreyndu, þegar hann lét það uppi, að hann kynni að verða bendlaður við hvarf skipstjórans. Það fór auðvitað ekki hjá því, að Schram kaupmaður heyrði það, sem talað var. Hann komst fljótt að raun um, hvað í almæl. var inni á Ásum. Þeir, sem vægast fóru í sakirnar, sögðu honum, að skipstjórinn hefði fundizt dauður á sandinum, en þeir, sem fundu hann, hefðu rænt hann og grafið. Aðrir skáru ekki ulan af því, að hann hefð'i verið drepinn. Og þegar kaupmaður kom að Hjalta- bakka, var ótæpt dylgjað um það, að Erlendur á Torfalæk hefði verið að þessu verla, en á Torfalæk var honum gefið í skyn, að Ifjaltabakka- menn myndu gerzt vita um afdrif skipstjórans. Þegar frá leið, vom þó fleiri bendlaðir við þetta, og þá einkum Guðmundur á Akri, enda hlaut sú sögusögn, sem höfð var eft- ir honum sjálfum, að hann hefði ver- ið nærstaddur, að stuðla að því. Ekki festist orðrómurinn þó að ráð'i við neina aðra en þá Þorvald og Eggert Rafnsson, og Schram trúði þeim til alls hins versta, einkum Þorvaldi. Þó lét hann kyrrt liggja, úr því sem komið var. En oft veitti hann því athygli, er hann sá Þorvald, hve skuggalegur hann var útlits, og styrktist grunur hans smám saman, svo að nærri stappaði fullvissu. Kvikn aði hjá kaupmanni svo mikill ótti við þennan mann, að honum þótti trygg- ara að bera á sér vopn, þegar hann reið' inn um sveitir. Er svo að skilja, að Schram hafi leynt á sér skamm- byssu, svo að hann gæti varið hend- ur sínar, ef í nauðir ræki. Og þar kom líka, að Scihi'am þótt- ist fagna mega fyrirhyggju sinni og varasemi, því að svo bar eitt sinn við, er hann var á ferð í Vesturhópi, að þeir Þorvaldur hittust og urðu sam- ferða bæja á milli tveir einir. Sýndist kaupmanni þá svo Ijótur svipurinn á Þorvaldi, að hann bjóst allt eins við, að hann veitti sér banatilræði þá og þegar. Reyndi hann að halda sig sem fjærst honum án þess að láta þó ber- lega koma fram, hve skelfdur hann var, og hafði jafnan hönd á vopn- inu í vasa sínum. Verður af þessu állyktað, að hann hafi riðið með skammbyssu sína hlaðna. En svo mik- ill stuggur stóð honum af Þorvaldi, Um „óreglulega meðhöndlan á þeim horfna skipstjóra“ 58 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.